Mest lesið

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
1

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
2

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
3

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
5

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
6

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
7

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar Bragi brást börnum

Eitt það mikilvægasta sem samfélag getur gert er að vernda börn í viðkvæmri stöðu. Það er algjörlega óásættanlegt að maður sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þessara barna, forstjóri Barnaverndarstofu, þrýsti á um samskipti barna við föður sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart þeim. Með viðbrögðum sínum sendir ráðherra síðan vítaverð skilaboð til barna sem búa við ofbeldi, þau sömu og börnin hafa fengið heima hjá sér, að þau séu ekki þess verð að mál þeirra séu tekin alvarlega.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Eitt það mikilvægasta sem samfélag getur gert er að vernda börn í viðkvæmri stöðu. Það er algjörlega óásættanlegt að maður sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þessara barna, forstjóri Barnaverndarstofu, þrýsti á um samskipti barna við föður sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart þeim. Með viðbrögðum sínum sendir ráðherra síðan vítaverð skilaboð til barna sem búa við ofbeldi, þau sömu og börnin hafa fengið heima hjá sér, að þau séu ekki þess verð að mál þeirra séu tekin alvarlega.

Á hverjum degi eru börn á Íslandi beitt ofbeldi. Þau þurfa á vernd okkar að halda. Af því að þetta er veruleiki þeirra: 

Í fyrra stóðu þrjú systkini, á aldrinum fimm til fjórtán ára, frammi fyrir dómara og lýstu því hvernig þau hefðu aldrei kynnst lífi án ofbeldis og þau hefðu stundum verið skilin eftir ein heima í ótta sínum á meðan mamma þeirra skemmti sér fram á næsta dag. Móðir þeirra var í Héraðsdómi Reykjavíkur fundin sek um að hafa beitt börnin grófu ofbeldi, rasskella þau og slá víða um líkamann, með höndum og belti, snúa upp á eyru þeirra, taka í hár dóttur sinnar og slá höfði hennar utan í vegg og sparka í maga hennar, auk þess sem dóttir hennar sá að mestu um heimilisstörfin og vaknaði klukkan sex alla daga til að sinna yngsta bróður sínum. Dómur féll fimm árum eftir að barnavernd barst tilkynning um að drengurinn, sem þá var ungbarn, var ítrekað skilinn eftir í umsjá níu ára systur sinnar. Í skýrslutöku lýsti yngsti drengurinn því hvernig best væri að vera með bleiu til að finna sem minnst fyrir sársauka við flengingarnar. 

Ári áður var fimm barna móðir dæmd í héraði fyrir að beita börn sín, sem þá voru á aldrinum þriggja til tólf ára, grófu ofbeldi inni á heimilinu, andlegum og líkamlegum refsingum, og hóta þeim og ógna, vanvirða og særa. Faðir barnanna sagði kraftaverk að ekkert þeirra hefði dáið af völdum ofbeldisins, en eitt barniðlýsti því hvernig móðir hans reif hann úr efri koju á hárinu og hálsinum, „lúbarði“ hann, sparkaði í hann og henti utan í skáp. Versta höggið var með krepptum hnefa svo hann sá bara hvítt, en vissi ekki hvort hann hefði misst meðvitund. Einu sinni reyndi hann að flýja móður sína með því að hlaupa í kringum stofuborðið sem hún skellti þá á fætur hans. Í annan stað skar hún í fingur hans svo úr blæddi. Ör á baki hans var talið vera eftir hana

Barnavernd hafði verið með málið til meðferðar í tíu ár, áður en nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu í apríl 2015 að börnunum væri hætta búin að óbreyttu, þau voru vistuð utan heimilis og lögreglurannsóknar krafist vegna gruns um langvarandi ofbeldi og vanrækslu. Þá höfðu hátt í sjötíu tilkynningar borist, meðal annars frá lögreglu, meðal annars vegna þess að börnin grétu svo sáran. Þegar dómur féll árið 2016 voru sex ár liðin frá því að þau sögðu sálfræðingi barnaverndar frá heimilisofbeldi og börnin voru sjálf farin að sýna hegðunarvanda og hömluleysi.

Á fyrstu mánuðum ársins hóf kona afplánun dóms sem hún hlaut fyrir að beita börn sín og stjúpbörn ofbeldi inni á heimilinu. Ofbeldið var langvarandi og gróft, til þess fallið að ógna, misþyrma og misbjóða börnunum andlega og líkamlega. Sjálf sagðist hún aðeins hafa slegið dóttur sína til málamynda, til að gæta jafnræðis gagnvart stjúpdætrum sínum, sem fengu öllu verri útreið og sitja eftir með ör á líkama og sál. Nokkrar tilkynningar bárust barnaverndaryfirvöldum í bæjarfélaginu, meðal annars vegna áverka á börnunum, án þess að nokkuð væri aðhafst, þar til börnin greindu sjálf frá ofbeldinu. Í kjölfarið fékk konan mánaðarlangt nálgunarbann en sneri síðan aftur heim, þar sem hún bjó áfram með börnunum sem hún var síðar dæmd fyrir að misþyrma.

Sambýlismaður hennar og faðir barnanna situr einnig í fangelsi, ákærður um gróft kynferðisofbeldi gegn tveimur dætrum sínum. Áður hafði hann verið dæmdur fyrir að misnota elstu dóttur sína, fengið átta mánaða fangelsisdóm og misst forræðið yfir henni. Hann mátti samt búa eftirlitslaust inni á heimili með öðrum börnum sem voru upp á hann komin. Viðvaranir annarra fjölskyldumeðlima höfðu engin áhrif þar á. Jafnvel eftir að elsta barnið á heimilinu greindi frá því að hann hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Hún fór, hann varð eftir og systkini hennar áfram í hans umsjá. Það var ekki fyrr en einu og hálfu ári síðar, þegar þriðja systirin greindi líka frá því að hann hefði einnig misnotað hana gróflega í æsku, að öll börnin voru tekin af heimilinu og hann færður í gæsluvarðhald, sem var margítrekað framlengt á þeim forsendum að hann væri hættulegur umhverfi sínu.  

Afdrif barna

Sem betur fer búa flest börn við öryggi á heimilinu, en ekki öll. Hópur barna býr við ofbeldi, vanrækslu eða misnotkun. Önnur búa við annars konar erfiðleika og þurfa stuðning vegna þess. Aldrei hafa borist eins margar tilkynningar til barnaverndarnefnda og í fyrra, um tíu þúsund tilkynningar, og oft er vel að þeim málum staðið. Eitt það mikilvægasta sem við, sem samfélag, getum gert er að hlúa vel að þessum börnum. Kerfið verður að virka fyrir þau og vinna í þágu þeirra.

Afleiðingarnar af því að alast upp við ofbeldi og vanrækslu geta valdið margvíslegum og djúpstæðum skaða alla ævi, en sterk tengsl eru á milli þess og að þróa með sér lífshættulega sjúkdóma og geðraskanir. Þá eru börn sem búa við þessar aðstæður líklegri til að leiðast út í neyslu, fara fyrr að stunda kynlíf og eru í meiri hættu á að verða aftur fyrir ofbeldi. Í meistararitgerð í félagsfræði við Háskóla Íslands var rætt við ellefu uppkomna þolendur ofbeldis, sem flestir höfðu glímt við áfallastreituröskun, kvíða eða þunglyndi, auk þess sem þeir sátu eftir með líkamleg einkenni og verki. Af ellefu höfðu níu misst heilsuna til að taka þátt í atvinnulífinu í lengri eða skemmri tíma.

Einn úr þessum hópi lýsti því hvernig eldri bróðir hans hafði legið út við húsvegg í hvaða veðrum sem var því hann þoldi ekki djöfulganginn á heimilinu, öskrin, barsmíðarnar og brotin húsgögn. Skelfilegast var þegar heimilisfaðirinn beindi byssum að móður þeirra, barði hana með vasaljósum og þegar hann tók einu sinni klaufhamar upp á milli sæta í bílnum þar sem að hún keyrði og lét vaða í andlitið á henni af því að hún beygði ekki til vinstri nákvæmlega eins og hann vildi. Sá sem sagði frá þessu var nú orðinn sextugur og búinn að missa heilsuna, meðal annars vegna þess að honum var svo um að sanna sig eftir allt sem á undan var gengið að hann gekk fram af sér í vinnu, var orðinn öryrki og búinn að flýja land. Sjálfur hafði hann gert nokkrar tilraunir til sjálfsvígs, bróðir hans var látinn og systir hans heilsulaus einstæðingur í Bandaríkjunum.

Sparnaður ríkisins  

Annað áttu þessir viðmælendur sameiginlegt - það hversu erfitt var að fá hjálp til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Flestum hafði reynst það þrautarganga. Aðgengi að sálfræðiþjónustu var takmarkað, varla á færi láglaunafólks, og ekki allir meðferðaraðilar sem treysta sér til að vinna með afleiðingar ofbeldisins.

Enn í dag er allt að níu mánaða bið eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn á heilsugæslustöðvum úti á landi, á Bugl var meðalbiðtími barna í fyrra um sex mánuðir, en hefur farið upp í allt að átján mánuði. Barn sem þarf á sálfræðiaðstoð að halda getur ekki beðið svo lengi án þess að illa fari. Ríkið greiðir engu að síður laun 138 presta og það þykir stefna í prestaskort, auk biskups, vígslubiskupa og starfsmanna Biskupsstofu, en aðeins 31 sálfræðings á heilsugæslunni. Landspítalinn hefur lengi kvartað undan fjársvelti og aðbúnaði, sérstaklega á geðdeildum. Meirihluti fullorðinna sem glímir við þunglyndi og kvíða hér á landi fær aldrei greiningu og meðhöndlun við hæfi. Kostnaður samfélagsins vegna þessara sjúkdóma hleypur á milljörðum, ef ekki tugmilljörðum króna. Talað hefur verið um allt að þrjátíu milljarða í því samhengi.

„Ef þið hjálpið ekki fólki eins og okkur, hverjum hjálpið þið þá?“

Lengi hefur verið barist fyrir bættum úrræðum fyrir börn í vímefnuneyslu eða með áhættuhegðun, en talað hefur verið um þennan hóp sem utangarðsbörn sem enginn er að sinna. Á Stuðlum hefur börnum í neyð verið vísað frá og Vogur hætti nýlega að taka við börnum vegna þess að þar var ekki hægt að tryggja öryggi þeirra, eftir að sextán ára barn sem var þar í meðferð kærði kynferðisbrot af hálfu eldri manns þar inni til lögreglu. Áður höfðu fleiri greint frá ógninni sem stafaði af samneyti við eldri sjúklinga á Vogi, ungar stúlkur sem höfðu verið áreittar, kynnst ofbeldismönnum og ein varð barnshafandi á bangsadeildinni. Fram að þessu hefur SÁÁ afskrifað alla gagnrýni á þessar aðstæður, talað um dylgjur og sagt fréttaflutning skapa hættu. Meira að segja þegar ákveðið var að loka deildinni og lögreglurannsókn var hafin kom formaður samtakanna fram í fjölmiðlum og kvartaði undan viðmótinu. „Við getum ekki staðið í þessu að vera hundskömmuð fyrir að vera með þessa þjónustu sem enginn vill.“ Áður hafði yfirlæknirinn látið hafa eftir sér að þar þyrfti „enginn að verða fyrir einhverju sem hann vill ekki eða er óánægður með“.

Skilaboð til þessara barna 

Alls staðar fá þessi börn sömu skilaboðin – að þau séu ekki nógu góð, lítils eða einskis virði. Það var allavega tilfinning þeirra sem greindu frá reynslu sinni í meistararitgerðinni. Þetta voru skilaboðin sem þau fengu heima hjá sér og þetta voru skilaboðin sem þau fengu frá samfélaginu.

Einn lýsti því þegar hann var hirtur af lögreglu, drukkinn: „Þeir hentu mér inn í bílinn eins og þeir væru með kartöflusekk í höndunum en ekki manneskju.“ Þegar lögreglan hafði afskipti af einni í geðrofi, hafði hún margbeðið um að komast á geðdeild því hún væri veik, en við því var ekki orðið. Önnur lýsti því hversu auðvelt það var að losna við barnavernd af heimilinu, en börnin urðu þá eftir í óboðlegum aðstæðum. Frá þeim fékk hún líka að heyra að hún ætti ekki mikla möguleika vegna aðstæðna sinna. Þegar hún ákvað svo að fara í meðferð 22 ára gömul án þess að vera langt leidd í neyslu til að fyrirbyggja frekari vandræði og vera til staðar fyrir systkini sín, hefndist henni fyrir það. Í kjölfarið flutti litla systir hennar inn svo hún sótti um fjárhagsaðstoð en var synjað á þeim forsendum að hún hefði farið í meðferð. Hún sagði sárt hvernig kerfið hafnar þeim sem reyna að vera duglegir og þá væri erfitt að skilja tilgang stofnunarinnar. „Ef þið hjálpið ekki fólki eins og okkur, hverjum hjálpið þið þá?“

Afskiptaleysi er eitt. Að beita sér gegn þessum börnum er annað.

Framganga Braga 

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, bar ekki aðeins siðferðislega ábyrgð líkt og við öll, heldur var hann formlega með það hlutverk að gæta hagsmuna barna. Barnaverndarstofa ber ábyrgð á ráðgjöf og eftirliti með barnaverndarnefndum. Nú liggur hins vegar fyrir að Bragi notaði stöðu sína hins vegar til að beita sér í þágu prests, þegar sonur prestsins var grunaður um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum. Með framgöngu sinni brást Bragi börnum sem áttu rétt á því að mál þeirra færi í faglegt ferli án afskipta hans, eða annarra. Hann segir nú að hann hafi hvorki vitað né haft áhuga á að vita hvort prestsonurinn hefði gert eitthvað á hlut dætra sinna, þegar hann lýsti efasemdum sínum við starfsmann nefndarinnar um að það væri rétt að vísa málinu aftur til Barnahúss. Þá skýtur skökku við að haft sé eftir honum að barnaverndarnefndir eigi ekki að hafa skoðun, þegar hlutverk þeirra hlýtur að vera að taka afstöðu með börnum í viðkvæmri stöðu. Börnunum sem barnavernd á að vernda. 

Málið var engu að síður sent til Barnahúss. Þrjár tilkynningar bárust vegna málsins, allar úr mismunandi áttum, fyrst um að faðir barnanna hefði verið virkur á klámsíðum þar sem hann lét í ljós áhuga á sifjaspelli og spjallað á þessum síðum með dóttur sína í fanginu. Heimilislæknir kallaði til lögreglu eftir læknisskoðun á annarri stúlk­unni sem kvartaði undan verkjum í klofi og listmeðferðarfræðingur fékk að heyra frá öðru barninu sögur af úlfi sem réðst á hana. Úlfurinn væri pabbi. 

Á meðan málið var til meðferðar var Bragi í ítrekuðum samskiptum við afa barnanna, prest sem hann kynntist í gegnum barnaverndarstörf, veitti honum ráðleggingar um hvernig best væri að bregðast við aðgerðum móðurinnar og varð við óskum hans um að þrýsta á barnaverndina um að „tala um fyrir móðurinni“ og reyna að sannfæra hana um að leyfa föður barnanna að umgangast börnin, þrátt fyrir tilmæli nefndarinnar um annað. Í gögnum málsins kemur fram að Bragi hafi svarað því til, þegar starfsmaður nefndarinnar lýsti áhyggjum hennar, að sér þætti „ótrúlegt að ef maðurinn sé raunverulega með pedófílu að hann brjóti á dætrum sínum strax og hann fái að hitta þær“. 

Sem er samt nákvæmlega það sem annar maður sem sagt var frá fyrr í greininni, sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum, gerði. Eftir að hann lauk afplánun dóms fyrir brot gegn elstu dóttur sinni fékk hann að hitta hana einu sinni áður en hún flutti til útlanda, eitt tækifæri til að brjóta gegn henni, og nýtti það.

Vinnnubrögð sýslumanns  

Þegar börn þurfa á vernd að halda reynir á kerfið. Við verðum að geta treyst því að þar séu ástunduð fagleg og vönduð vinnubrögð. Aðkoma sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að máli prestssonarins var athyglisverð, en í dagsektarúrskurði var rangt farið með staðreyndir í gögnum málsins og nöfn barnanna, misræmi er í niðurstöðukafla og úrskurðarorðum, og mat sýslumanns byggir á greinargerð með lögum sem féllu úr gildi fyrir fimmtán árum síðan. Auk þess sem byggt er á rangfærslu Braga úr tölvusamskiptum hans við prestinn, án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að sannreyna orð hans, áður en dagsektir voru lagðar á móður sem hafði verið ráðlagt af barnaverndarnefnd að stöðva umgengni barnanna við föður sinn á meðan málið væri til meðferðar. Afstaða sýslumanns birtist í því að móðir barnanna er sökuð um að bera tilhæfulausar ásakanir á föður og það sé alvarlegt, jafnvel þótt tilkynningarnar hafi ekki komið frá henni heldur barnavernd, heimilislækni og listmeðferðarfræðingi.

Hjá sýslumanni hafa börn líka verið skikkuð í umgengni við ofbeldisfulla foreldra, þvert gegn vilja sínum.  

Ábyrgð stjórnvalda 

Þrjár barnaverndarnefndir leituðu í fyrra til velferðarráðuneytisins þar sem kvartað var undan því að Bragi hefði ítrekað farið út fyrir valdheimildir sínar og haft ólögmæt afskipti af einstökum málum. 

Í kjölfarið var Braga veitt ársleyfi frá Barnaverndarstofu. Ekki vegna þess að ráðuneytinu, sem hafði allar upplýsingar um framgöngu hans í því máli sem hér er fjallað um, þótti afskipti hans ámælisverð. Heldur til að undirbúa framboð hans sem fulltrúa þjóðarinnar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Um leið er hann fulltrúi allra Norðurlandanna. Samhliða framboðinu sinnir hann öðrum verkefnum á sviði barnaverndar. 

Þá hélt ráðherra upplýsingum um málið leyndum frá Alþingi, allt þar til Stundin kallaði eftir gögnum um málið og úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók málið til meðferðar, og þá aðeins veittar undir ríkri kröfu um trúnað. Upplýsingarnar lágu hins vegar líka fyrir í dómsmálaráðuneytinu, sem sagt í tveimur ráðuneytinum þegar ákvörðun var tekin um að veita Braga þessa upphefð. 

Börn sem búa við ofbeldi eru einn viðkvæmasti hópur samfélagsins. Ef minnsti grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi á barnið alltaf og undantekningalaust að njóta vafans. Ábyrgðin á því að hjálpa þessum börnum er ekki á höndum einnar manneskju, heldur stjórnvalda sem marka stefnuna, hafa fjárveitingarvaldið og eru í aðstöðu til að uppræta skaðleg viðhorf og vinnubrögð innan kerfisins. Ef stjórnvöld halda að samfélagslegur sparnaður felist í því að hjálpa ekki þessum börnum og foreldrum þeirra að takast á við sinn vanda er það byggt á rörsýn. Þegar ráðherra bregst síðan við kvörtunum af ólögmætum afskiptum forstjóra Barnaverndarstofu með þessum hætti, sendir hann vítaverð skilaboð - þau sömu og þessi börn eru alltaf að fá, að þau séu ekki þess virði, að staða þeirra sé ekki tekin alvarlega, að hagsmunir þeirra séu ekki metnir ofar en samtryggingin, pólitíkin og valdið.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
1

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
2

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
3

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
5

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
6

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
7

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
4

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
5

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
6

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
4

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
5

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
6

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
5

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
6

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
5

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
6

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·

Nýtt á Stundinni

Listapúkinn lætur sólina skína

Listapúkinn lætur sólina skína

·
Sannleiksseggur lætur að sér kveða

Gunnar Hersveinn

Sannleiksseggur lætur að sér kveða

·
Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·