Samtökin Líf án ofbeldis birta sögur mæðra sem hafa yfirgefið ofbeldissambönd, en upplifa hörku kerfisins sem hyglir hagsmunum ofbeldismanna og lítur fram hjá frásögn fórmarlamba þeirra.
Fréttir
1891.391
Föður dæmt forræði þrátt fyrir fyrri sögu um kynferðisbrot gegn barni
Rannsókn á meintu kynferðisbroti manns gegn barni sínu var felld niður án þess að læknisrannsókn færi fram á barninu eða það væri tekið í viðtal í Barnahúsi. Vitnisburður tveggja kvenna um brot mannsins gegn þeim hafði ekki áhrif á niðurstöðu dómstólsins.
Aðsent
2401.696
Gabríela B. Ernudóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir
Falskenningin um foreldrafirringu
Forsvarskonur Lífs án ofbeldis segja að ríkisvaldinu sé misbeitt gagnvart íslenskum börnum. Notast sé við óvísindalegar kenningar og staðleysu þegar úrskurðað er í umgengismálum.
Fréttir
102615
Barnavernd gefst upp
Barnavernd Reykjavíkur hefur gefist upp á að koma á umgengni milli Víkings Kristjánssonar og sonar hans. Víkingur sætti lögreglurannsókn vegna afdrifaríkra mistaka starfsmanns Barnaverndar.
Viðtal
„Mér líður eins og ég hafi misst barn“
Víkingur Kristjánsson sætti rannsókn í eitt og hálft ár, grunaður um að hafa beitt son sinn kynferðislegu ofbeldi. Bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari felldu málið niður og Barnahús komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að drengurinn hefði orðið fyrir ofbeldi. Viðurkennt er að alvarlegir ágallar voru á meðferð málsins hjá Barnavernd Reykjavíkur. Þrátt fyrir að tæpt ár sé síðan að rannsókn var felld niður hefur Víkingur ekki enn fengið að hitta son sinn á ný.
FréttirSéra Gunnar
Fermingarbarn séra Gunnars: „Ég var grátandi hjá honum þegar hann gerði þetta.“
Kolbrún Lilja Guðnadóttir tilkynnti um að séra Gunnar Björnsson hefði káfað á henni þegar hún var 13 ára og óttaðist um vinkonu sína eftir bílslys. Mál hennar fór ekki fyrir dómstóla, ólíkt tveimur öðrum á Selfossi sem hann var sýknaður fyrir. Hún segir sáttafund hjá biskupi hafa verið eins og atriði úr Áramótaskaupinu.
ViðtalSéra Gunnar
„Samfélagið trúði okkur ekki“
Mæðgurnar Lilja Magnúsdóttir og Helga María Ragnarsdóttir segja að samfélagið á Selfossi hafi snúið við þeim baki eftir að Helga María sagði 16 ára frá því sem hún upplifði sem kynferðislega áreitni séra Gunnars Björnssonar í Selfosskirkju. Samsæriskenningar um fyrirætlanir þeirra lifi enn góðu lífi í bænum. Tíu ár eru nú liðin frá því að Hæstiréttur sýknaði í máli Helgu og annarrar unglingsstúlku.
FréttirHeimilisofbeldi
Helmingur kvennanna óttaðist um líf sitt
Af þeim 135 konum sem dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra höfðu einungis 12% lagt fram kæru gagnvart ofbeldismanni. 14% kvennanna fóru aftur heim til ofbeldismannsins, sem er lægsta hlutfall frá upphafi. Aðstoð við börn eftir dvöl er ábótavant, segir framkvæmdastýra.
FréttirFerðaþjónusta
Stýra Hotel Africana hlaut dóma fyrir dóp og barnaofbeldi
Judy Medith Achieng Owuor, sem rekur ólöglegt gistirými í Hafnarfirði, var nýverið dæmd í 2 ára og 3 mánaða fangelsi fyrir umferðar-, fíkniefna- og hegningarlagabrot sem og brot gegn barnaverndarlögum.
FréttirBarnaverndarmál
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun
Vilja að umgengnistálmun varði sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Sams konar þingmál vakti mikla athygli í fyrra og sætti harðri gagnrýni, en nú hafa verið gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu.
GreiningBarnaverndarmál
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi
Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í fjölskyldurétti, furðar sig á túlkun sýslumanns og bendir á að því er hvergi slegið föstu í lögum eða lögskýringargögnum að tálmun á umgengni jafngildi ofbeldi.
FréttirBarnaverndarmál
Bragi Guðbrandsson fékk góða kosningu
Fulltrúi Íslands og Norðurlandanna fékk afburðakosningu en kvartanir barnaverndarnefnda undan afskiptum hans af einstökum barnaverndarmálum eru enn í rannsóknarfarvegi innan velferðarráðuneytisins.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.