Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt
Útlendingastofnun skilaði þingnefnd ekki umsóknum fólks sem sótti um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Umsóknarfrestur þar um rann út 1. október og stofnunin hefur því haft hátt í þrjá mánuði til að sinna skyldum sínum. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stofnunina brjóta lög. Óboðlegt sé að undirstofnun komi í veg fyrir að Alþingi sinni lagalegri skyldu sinni.
Fréttir
Geðhjálp segir fjármuni í geðheilbrigðismál aðeins dropa í hafið
Landssamtökin Geðhjálp segja í umsögn að fjárlagafrumvarp næsta árs teljist vonbrigði. Þeir fjármunir sem ætlaðir séu málaflokknum séu langt því frá fullnægjandi.
Fréttir
Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp sem myndi banna ráðherraum að veita tilfallandi styrki og framlög síðustu átta vikurnar fyrir alþingiskosningar.
Fréttir
7
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
Bjarni Benediktsson var harðorður í umræðum um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings árið 2011. Meðal annars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgjast með talningu atkvæða“ ætti það að leiða til ógildingar. Bjarni greiddi hins vegar í gær atkvæði með því að úrslit kosninga í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum ættu að standa, þrátt fyrir fjölmarga annmarka á framkvæmdinni.
Fréttir
Ráðherrar aðgerðarlitlir frá kosningum
Mikill munur er á framgöngu ráðherra ríkisstjórnarinnar eftir alþingiskosningar og því sem var fyrir kosningar. Fátt er um útgjaldavekjandi eða stefnumótandi aðgerðir. Á síðustu vikunum fyrir kosningar veittu ráðherrar milljónir á milljónir ofan í aðskilin verkefni auk þess sem ýmsar aðgerðir þeirra leiddu af sér skuldbindingar til langs tíma.
Fréttir
Hvað felldi Miðflokkinn?
Ris og fall Miðflokksins helst í hendur við ris og fall Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Framtíð flokksins ræðst af úthaldi hans. Lélega útkomu í síðustu kosningum má skrifa á Covid-faraldurinn og slaka frammistöðu formannsins.
Fréttir
Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis
Magnús Davíð Norðdahl hefur kært framkvæmd kosninganna til Alþingis og dómsmálaráðuneytisins. Krefst Magnús þess að Alþingi úrskurði kosningar í kjördæminu ógildar og fyrirskipi uppkosningu.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Ráðherrar opna veskið á lokasprettinum
Á síðustu vikum í aðdraganda alþingiskosninga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar veitt verulega fjármuni til aðgreindra verkefna, komið umdeildum málum í ferli og lofað aðgerðum sem leggjast misvel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störfum og þingmenn hafa lítil færi á að sýna framkvæmdarvaldinu virkt aðhald.
AðsentAlþingiskosningar 2021
Brottfall úr framhaldsskóla getur leitt til skertra lífsgæða
Nauðsynlegt er að bjóða framhaldsskólanemum sálfræðiþjónustu í skólunum skrifa Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir, frambjóðendur Flokks fólksins.
FréttirKosningastundin
Þorgerður Katrín varar við íhalds-hægri stjórn
Viðreisn telur að tenging krónu við evru sé besta og fljótvirkasta tækið sem hægt er að beita í hagstjórnarmálum til að bæta hag almennings og fyrirtækja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýnir sitjandi ríkisstjórn fyrir kyrrstöðu og vörð um sérhagsmuni. Hún vill færa stjórnmálin inn á hina frjálslyndu miðju.
FréttirKosningastundin
Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að reka ríkissjóð með halla um fyrirsjáanlega framtíð
Ráðast þarf í kerfisbreytingu í öllum velferðarmálum þar sem fjárfest verður í fólki segir Ásmundur Einar Daðason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Hefðbundin hugmyndafræði sem byggir á að það séu málaflokkar kalli bara á útgjöld er gjaldþrota að hans mati. Hann sjálfur og Framsóknarflokkurinn séu í sókn í átt að aukinni félagshyggju.
GreiningAlþingiskosningar 2021
Sósíalistar segjast ætla að útrýma fátækt á næsta ári og boða fordæmalitla útgjaldaaukningu
Stefnumál Sósíalistaflokksins kosta gríðarlega fjármuni sem flokkurinn ætlar að mæta með aukinni skattheimtu af hinum eignameiri. Flokkurinn gerir ekki grein fyrir því hvaða fjárhæðir gætu komið í hlut ríkisins með þeim hætti. Sósíalistar boða lækkaðar álögur á eldsneyti og það að dómstólar verði ruddir ef þörf krefur.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.