Segir þá bræður ekki hafa þurft á DK-milljónunum að halda
Bræðurnir Magnús og Dagbjartur Pálssynir voru tekjuhæstir Hafnfirðinga á síðasta ári eftir sölu á fyrirtæki þeirra DK hugbúnaði. Dagbjartur segir að fyrirtækið hafi skilað þeim það góðum peningum í mörg ár að þeir hafi ekki þurft á söluhagnaðinum að halda.
Fréttir
Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
Kristín Geirsdóttir má þakka fyrir að sleppa lifandi eftir alvarlegt umferðarlsys árið 2016. Lögreglubifhjól í forgangsakstri keyrði þá inn í hliðina á bíl Kristínar á ofsahraða. Niðurstaða héraðssaksóknara var að hún bæri ábyrgð á slysinu, þótt ákveðið hafi verið að kæra hana ekki fyrir vikið. Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur hins vegar gert margvíslegar athugasemdir við rannsókn málsins og sett spurningarmerki við hvort þörf hafi verið á forgangsakstrinum.
Viðtal
Byggja eitthvað fallegt ofan á eina sneið af rúgbrauði
Smurbrauð átti um tíma undir högg að sækja og þótti ekki ýkja fín matreiðsla. Í dag er öldin önnur og meistarakokkar eru farnir að bera fram smurbrauð en smurbrauðsjómfrúin Jakob Jakobsson sótti sína menntun í mekka smurbrauðsins, til Danmerkur. Eftir að hafa rekið Jómfrúna í miðbæ Reykjavíkur um árabil hafa þeir Jakob og eiginmaður hans, Guðmundur Guðjónsson, nú stofnað Matkrána í Hveragerði og bera þar fram dýrindis smurbrauð og rétti fyrir matargesti.
Fréttir
Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu
Óháðan aðila þarf til að ræða við foreldra þeirra 937 barna sem breyttur opnunartími leikskóla í Reykjavík nær til, að mati móður í Hafnarfirði sem barist hefur gegn breytingunni. Samkvæmt tillögu Dags B. Eggertssonar eiga leikskólastjórnendur að eiga samtalið.
Fréttir
Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
Barnaverndarstofa gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar í máli drengs með fjölþættan vanda. Móðir hans telur að hann hafi beðið varanlegan skaða af meðhöndlun málsins.
Fréttir
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
Starfsfólk Bjargs, deildar við Hvaleyrarskóla sem sinnir kennslu barna sem sótt hafa um vernd á Íslandi, beita manngæsku og alúð í störfum sínum. Þau gleðjast þegar börn fá hér hæli en eru hrygg yfir öllum þeim sem send eru úr landi.
VettvangurHúsnæðismál
Huldufólkið: Þúsundir búa í iðnaðarhverfum, þar af 860 börn
Á bilinu fimm til sjö þúsund einstaklingar búa í iðnaðarhverfum höfuðborgarsvæðisins, þar af 860 börn. Eftir því sem neyðarástand á leigumarkaði harðnar leita sífellt fleiri skjóls í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði. Íbúar þora ekki að stíga fram af ótta við að missa það litla sem þeir þó hafa. Þeir lýsa vonleysi og depurð yfir því að hafa endað í þessari stöðu.
FréttirFerðaþjónusta
Stýra Hotel Africana hlaut dóma fyrir dóp og barnaofbeldi
Judy Medith Achieng Owuor, sem rekur ólöglegt gistirými í Hafnarfirði, var nýverið dæmd í 2 ára og 3 mánaða fangelsi fyrir umferðar-, fíkniefna- og hegningarlagabrot sem og brot gegn barnaverndarlögum.
FréttirFerðaþjónusta
Svikin og kölluð „heimsk, ljót hóra“ í ólöglegu gistirými í Hafnarfirði
Leigusali óskráðs gistirýmis við Reykjavíkurveg jós fúkyrðum yfir leigjanda þegar hún bað um tryggingarpening til baka. Anna Piechura kom til Íslands í sumarvinnu en gat ekki leitað réttar síns vegna ágreinings við stjórnanda hins leyfislausa Hotel Africana.
Fréttir
Kæra Rósu
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði hyggjast kæra
Fréttir
Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu
Vegagerðin sér fram á að öll gatnamót á meginstofnvegum höfuðborgarsvæðisins verði mislæg. Hægt verði að keyra frá Hvalfirði til Keflavíkur án umferðarljósa. Einnig er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Fréttir
Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu
Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fá greiðslur frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrir setu í stjórn. Upphæðirnar nema tæpum 11 milljónum króna á ári fyrir færri en tíu fundi. Slökkviliðsstjóri segir fyrirkomulagið vera til að stytta boðleiðir.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.