„Eitt andartak glitti í svona litrík heimsslit“
Hversu samdauna erum við orðin auglýsingum í almannarými? Margir héldu að auglýsingaskilti borgarinnar væru biluð, en það reyndist vera Upplausn, listasýning Hrafnkels Sigurðssonar. Fyrir suma var sýningin „frí“ frá stanslausri sölumennsku. Fyrir aðra áminning um hversu nálægt við erum brúninni.
Fréttir
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Í meira en hálfa öld hefur Valdi safnað föllnum hjólkoppum, gert við þá og sellt þá til endurnýtingar. Hann heldur ótrauður áfram, þrátt fyrir kreppu í bransanum og þótt hann hafi ekki fengið neina Covid-styrki. Valdi og bróðir hans lýsa lífinu í „jaðarsamfélaginu“ við mörk Reykjavíkur, sem nú er að ganga í endurnýjun lífdaga.
Fréttir
Verður daglega fyrir morðhótunum á netinu
Ung íslensk kona slapp naumlega undan manni sem réðst að henni á götu úti um hábjartan dag í Istanbúl fyrir nokkrum vikum. Maðurinn var vopnaður hnífi. Konan, sem er fædd í Sómalíu, er samfélagmiðlastjarna þar og birtir myndbönd og fyrirlestra undir heitinu MID SHOW. Hún verður daglega fyrir morðhótunum á samfélagsmiðlum vegna baráttu sinnar fyrir réttlæti til handa stúlkum og konum í fæðingarlandi hennar og víðar.
Vettvangur
Rússland eða lífið
Á meðan fréttir berast af nýju köldu stríði og rússneski flotinn ögrar nærri Íslandsströndum fór Valur Gunnarsson til Moskvu og var tekið vel.
Vettvangur
Hjólahýsafólkið sem vildi kaupa brunabíl
Við Laugarvatn hafa staðið hjólhýsi í marga áratugi. Samfélag sem iðar af lífi á sumrin en leggst svo í dvala yfir veturinn. Hjólhýsin eru í misjöfnu ásigkomulagi en flestum virðist vel við haldið og skrautlegir garðar og stórir pallar umlykja þau flest. Þarna hefur fólk komið sér fyrir, sumir komið árlega lengi en aðrir tiltölulega nýmættir. Núna í september verður hins vegar skrúfað fyrir vatnið og nær öllum gert að vera farin fyrir áramót.
Fréttir
Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn
Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður hefur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggvasonar. „Orð mín hafa sært einstaklinga,“ segir hún.
PistillCovid-19
Jón Trausti Reynisson
Kvíðaveiran dreifist um samfélagið
Rappari ætlaði að loka landinu, þingmaður talaði um „réttinn til að smita“, kona varð fyrir aðkasti fyrir að vera sólbrún og þjóðfélagshópur er „lagður í einelti“ vegna uppruna. Siðfárið vegur að frelsismenningu Íslendinga.
Reynsla
Hallgrímur Helgason
Ótrúleg ferðasaga flóttamanns
Hvernig Uhunoma frá Benin City endaði á stoppistöð í Hafnarfirði.
FréttirCovid-19
Segir Covid-smitin tengjast mistökum Íslendinga við að aðlaga innflytjendur
Fólkið sem reisti flestar byggingar á Íslandi síðasta áratuginn hefur ekki notið þess að vera fullgildur hluti af íslensku samfélagi, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Það er sá hópur sem hefur átt erfitt með að halda þessar takmarkanir,“ segir hann um covid-smitin undanfarið.
Pistill
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Atvinnuleysið lenti á þeim verr settu
Rannsókn sýnir hvernig atvinnuleysi fylgist að með fjölbreyttum skorti í lífi fólks. Atvinnulausir eru ólíklegri til að hafa tekið sér gott sumarfrí árin á undan, þeir eru líklegri til depurðar og helmingur atvinnulausra eiga erfitt með að ná endum saman. Vísbendingar eru um að þeir sem voru í veikustu stöðunni verði frekar atvinnulausir í Covid-kreppunni.
RannsóknHeimavígi Samherja
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
FréttirSamherjaskjölin
Áhrif Samherjamálsins í Namibíu: 92 prósent Íslendinga telja Samherja hafa greitt mútur
Marktækur munur er á afstöðu fólks til útgerðarfélagsins Samherja eftir því hvort það býr í Eyjafirði eða annars staðar á landinu. Í Eyjafirði starfa rúmlega 500 manns hjá Samherja sem er stærsti einkarekni atvinnurekandinn í byggðarlaginu. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar á stöðu Samherja á Akureyri og á Dalvík.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.