Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Katrín Macron

Listflakkarinn

Katrín Macron

Fyrir örstuttu síðan var nýkjörinn forseti Frakka, Emmanuel Macron, bjargvætturinn frá brjáluðu hægri-popúlistunum, víðsýnn og sanngjarn nútímamaður, vinsælasti stjórnmálamaður Frakklands. Nú hafa götumótmæli og óeirðir gulu vestanna niðurlægt hann og Macron er óvinsælasti forseti í sögu Frakklands. (Met sem forveri hans Francois Hollande hafði áður í skoðanakönnunum, og forveri hans þar á undan Nicolas Sarkozy, allt eins kjörtímabils forsetar). Að...

Þegar forsetinn keypti krakk!

Listflakkarinn

Þegar forsetinn keypti krakk!

Nokkrir lesendur og vinir hafa haft samband og spurt mig hvort ég vilji ekki skrifa minningargrein um George H. W. Bush í svipuðum anda og pistillinn sem ég lét frá mér um John McCain. Enginn pistill hjá mér hefur verið jafnheitt elskaður og jafnheitt hataður, og ég hef gaman af því að vekja upp sterk tilfinningaleg viðbrögð, en að þessu...

Sex þingmenn ganga inn á bar

Listflakkarinn

Sex þingmenn ganga inn á bar

Sex þingmenn ganga inn á bar. Hljómar næstum eins og byrjun á brandara. Nema að í brandaranum þá væru þetta þrír þingmenn og einn þeirra frá Hafnarfirði, svo gleymið því. Sex ríkisstarfsmenn settust á klausturbar á vinnutíma og byrjuðu að baktala samstarfsfólk sitt. Klúrt orðbragð eins og húrrandi klikkaðar hórur, helvítis tíkur og ýmislegt fékk að fljúga, aðallega í átt...

Aðeins um gungur, druslur og gluggaskraut

Listflakkarinn

Aðeins um gungur, druslur og gluggaskraut

„Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“ Það er alltaf svolítið gaman að renna yfir það sem stjórnmálamenn hafa sagt áður og bera saman við það sem þeir segja í dag.  Þegar Steingrímur J. Sigfússon lét...

Grínast með hatur

Listflakkarinn

Grínast með hatur

Einn vinur minn varð fyrir miður skemmtilegri lífsreynslu þegar sonur hans hringdi úr grunnskólanum. „Pabbi….Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir af mér og ég skil ekki af hverju?“ (Það má nálgast status Hákon Helga Leifssonar um þetta mál hér). Í umræddum status útskýrir Hákon...

Aðeins um samráð og virðingu

Listflakkarinn

Aðeins um samráð og virðingu

Það virðist vera rosalega erfitt fyrir stjórnmálafólk að hlusta á listamenn og sýna þeim þá virðingu sem sýnd er öðrum hagsmunaaðilum. Tökum sem dæmi listaháskóla Íslands. Góður listaháskóli þarf eins og aðrir skólar að hafa kennslustofur, en líka verkstæði, sýningarrými og sé leiklist kennd þar svartmálað sýningarrými og nokkra ljóskastara. Að öðru leyti er þetta eins og flest annað nám,...

Ekki sama Vigdís og séra Jón

Listflakkarinn

Ekki sama Vigdís og séra Jón

  Í listasafni Íslands er lítill hliðarsalur þar sem eitt verðmætasta verk í eigu safnsins má finna. Það er stytta af Jaqueline Picasso sem eiginmaður hennar gerði af henni stuttu fyrir andlát sitt. Erfitt er að segja hversu mikils virði það er, en málverk eftir Picasso hafa slegið mörg met á uppboðum og selst á tugi milljóna. Málverk hans frá...

42 var það heillin

Listflakkarinn

42 var það heillin

  Tveir ráðherrar vöktu athygli í þessari viku. Hegðun þeirra ruglaði jafnvel trygga fylgismenn í ríminu. Til hvers var fjármálaráðherra að ávarpa kirkjuþing þegar flokkur hans hefur ályktað um aðskilnað ríkis og kirkju. Af hverju sagði hann ungt fólk kjána sem ekkert vissu um áföll í lífinu og hefðu því enn ekki fattað hvað þjóðkirkjan væri mikilvæg? Og af hverju...

Þróunarsagan

Listflakkarinn

Þróunarsagan

Á hverjum degi endurtekur þróunarsagan sig: Vekjarinn hringir hálfátta og ég er botnfiskur að skríða upp á þurrt land. Um hálfníu er ég risaeðla þrammandi um í vinnunni og á öðrum kaffibollanum neandertalsmaður með hæfileikana til að nota verkfæri en ekki enn kominn með það fegurðarskyn og húmor sem fullþroska homo sapiens hefur yfir að ráða. Loks um hádegi er...

Gerum hafpulsuna varanlegt minnismerki!

Listflakkarinn

Gerum hafpulsuna varanlegt minnismerki!

Litla hafpulsan sem birtist á Reykjavíkurtjörn í tilefni Cycle listahátíðinni er ein skemmtilegasta stytta og listgjörningur í borginni í lengri tíð. Styttan er snjöll, einföld, húmorísk og falleg. Besti parturinn af verkinu eru þó menningarlegu vísanirnar. Styttan vísar í litlu hafmeyjuna sem er ein íkonískasta stytta á Norðurlöndunum og ein frægasta táknmynd Kaupmannahafnar (sem er gamla höfuðborg Íslands). Pulsan (eða...

Njósnaði ríkisstjórnin um Hörð Torfason?

Listflakkarinn

Njósnaði ríkisstjórnin um Hörð Torfason?

Þetta er ekki bókarýni, þó svo mér finnist skorta sárlega að fólk skrifi meira um bækurnar sem það lesi og að við eigum í öflugri umræðu um mikilvægar bækur. T.d. held ég að bókarýnin sem ég skrifaði um Þjáningarfrelsið fyrir nokkrum mánuðum sé eini bókadómurinn um þá bók (þið leiðréttið mig bara ef mér skjátlast). En ég ætla ekki að...

Ísland og lögbönnin þrjú

Listflakkarinn

Ísland og lögbönnin þrjú

Í síðasta pistli sínum áður en hann var myrtur skrifaði blaðamaðurinn Jamal Khashoggi að það sem arabaheimurinn þyrfti helst væri meira tjáningarfrelsi. Hann kvartaði undan því að eftir fordæmingu vesturlanda fylgdi yfirleitt einungis þögn og því kæmust arabaríki upp með að þagga gagnrýna umræðu niður óáreitt, og hefðu gert lengi. Stuttu síðar var búið að myrða hann af sautján sádí-arabískum...

Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

Maður hefur heyrt svo margar skýringar á því hvernig Hillary Clinton, næstóvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, tókst að tapa fyrir Donald Trump, óvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, að ég myndi frekar kveikja í mér og stökkva út um gluggann heldur en að hlusta á enn einn fyrirlesturinn um það. Lof mér bara að segja að ég held að skýringin um...

Við Stephen Dedalus

Listflakkarinn

Við Stephen Dedalus

„Tungan sem við erum að tala er tunga hans áðuren hún er tunga mín. Orð einsog heimili, Kristur, öl, kennari hljómasvo allt öðruvísi af vörum hans en vörum mínum. Ég get ekki sagt eða skrifað þessi orð ánþess að finna til óróleika og öryggisleysis. Mál hans, sem er svo kunnuglegt og svo framandi mun ævinlega vera mér áunnin tunga. Ég...

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

Listflakkarinn

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

Hrós dagsins fær Þórhildur Sunna aðalþingkona Pírata úr Reykjavík Suður fyrir að vera ekki að skafa af því í umræðum um traust á þinginu í dag. Umræðuefnið var skýrsla um traust sem forsætisráðherra pantaði. Sennilega er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sú ríkisstjórn sem hefur verið hvað duglegust að panta skýrslur og skipa nefndir, bara svo hægt sé að fresta hinum allra...

Dýrasti þingmaðurinn

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

Frá manninum sem færði okkur Vaðlaheiðargöng, sem gætu endað á að kosta okkur allt frá 17 milljörðum til 30, er nú komið nýtt reikningsdæmi. Það er sérstakur hátíðisfundur á þingvöllum til að fagna fullveldi. Umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur var heiðursgestur á samkomu sem eiginlega náði að kristalla alla pólitík Gamla Íslands sem búsáhaldabyltingin gekk út á að mótmæla. Samkoman snerist um...