Listflakkarinn

Katrín Macron

Fyrir örstuttu síðan var nýkjörinn forseti Frakka, Emmanuel Macron, bjargvætturinn frá brjáluðu hægri-popúlistunum, víðsýnn og sanngjarn nútímamaður, vinsælasti stjórnmálamaður Frakklands. Nú hafa götumótmæli og óeirðir gulu vestanna niðurlægt hann og Macron er óvinsælasti forseti í sögu Frakklands. (Met sem forveri hans Francois Hollande hafði áður í skoðanakönnunum, og forveri hans þar á undan Nicolas Sarkozy, allt eins kjörtímabils forsetar).

Að vera forseti í eitt kjörtímabil er ekki svo slæmt auðvitað. Ef maður fórnar möguleikanum á endurkjöri fyrir eitthvað sem maður trúir á. En þannig blasir hegðun ákveðinna stjórnmálamanna við mér. Þau eru reiðubúin að leggja allt í sölurnar til að ná fram vissum málum og sjá ekkert eftir því þó tölurnar í könnunum lækki.

Fátt þykir mér ólíklegra en að þúsund Íslendingar í gulum vestum muni storma niður Laugaveginn, veltandi bílum, brjótandi búðarglugga, rúllandi brennandi dekkjum niður Bankastræti í átt að stjórnarráðinu. Það er afar ólíklegt að slíkur mannskari mæti svo vígbúnu lögregluliði á Lækjartorgi, að átökin dreifist inn Austurstræti, táragas streymi inn um brotna glugga 10/11 verslunarinnar, Eymundsson, inn um glugga á ritstjórn Stundarinnar og með vindinum yfir Austurvöll og Alþingishúsið. Enn ólíklegra þykir mér að lögreglan smám saman hörfi undan gulu vestunum þar til hún loks innikróuð í bílastæðakjallaranum á þinghúsinu tilkynni að forsætisráðherrann hyggist ávarpa almenning á mánudegi, á aðfangadegi jóla.

Já, mér þykir það sem sagt ólíklegt að hækkandi kostnaður fyrir bílaeigendur og reiðin vegna vegatolla muni skila lúpulegri Katrínu Jakobsdóttur inn í sjónvarpsstúdíó þar sem hún afsaki ónæðið og tilkynni að hætt hafi verið við vegagjöldin.

Það er það sem gerðist í Frakklandi þegar Emmanuelle Macron, forsetinn, Júpíter sjálfur, steig til jarðar og ávarpaði Frakka í sjónvarpinu eftir mikilar óeirðir. Þá baðst hann vægðar fyrir ríkisstjórn sína og tilkynnti að hætt hefði verið við bensíngjöldin.

Bókmenntafræðingurinn Katrín og bankamaðurinn Macron eiga fljótt á litið ekkert ótrúlega margt sameiginlegt. En það sama gæti orðið þeim að falli. Það er ranglætið sem almenningur í bæði Frakklandi og Íslandi upplifir.

Macron var vinsælasti ráðherrann í ríkisstjórn Francois Hollande fyrrum forseta Frakklands, alveg eins og Katrín Jakobsdóttir var vinsælasti ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra Íslands. Fljótt á litið veit ég ekki alveg hvað þau bæði gerðu til að eignast þessar vinsældir, eflaust margt, en sú tilfinning sem maður hafði fyrir Macron í kosningunum var að hann væri hálfpartinn yfir pólitíkina hafinn, skynsamur maður með vissa sýn, sem væri þó reiðubúinn að hlusta á aðra. Ætli það megi ekki segja að maður upplifi stjórnmálakonuna Katrínu á svipaðan máta.

Svona úr fjarska.

Eitt af aðaláherslumálum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur verið lækkun á veiðigjöldum hjá útgerðum sem skila milljarða hagnaði. Fyrir því hafa verið ýmis rök tínd til, þó kannski fyrst og fremst sú að það sé svo gríðarlega atvinnuskapandi og ýti undir fjárfestingu.

Það minnir um margt á áherslur ríkisstjórnar Macrons. Hann lét afnema skatta sem lögðust einungis á allra ríkustu Frakkana, svokallaðan „heritage“ skatt og lækkaði fjármagnstekjuskatta. Það var aðalforgangsatriðið ... ekki umbætur í heilbrigðiskerfinu sem hann hafði þó talað meira um í sjálfum kosningaslagnum. En rökstuðningurinn var auðvitað hin gríðarlega atvinnusköpun og ýtni fjárfestinga. Og maðurinn sem fenginn var til að leiða stjórnina var Edouard Philippe, vonarstjarna úr hægriflokkinum gamla ... sem kom sumum stuðningsmönnum Macrons á óvart. Það var erfitt að skilja hvers vegna yfirlýstur miðjumaður sem átti upphaf síns ferils í ríkisstjórn Sósíalistaflokks væri búinn að gera íhaldsmann að ráðherra. Skrítið.

Katrín og Macron eru ólíkar manneskjur, en ferill þeirra á margt sameiginlegt. Hverjum hefði dottið í hug að hún myndi bjarga pólitískum ferli Bjarna Ben þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk sína lélegustu kosningu í sögu sinni eftir tvær stjórnir í röð þar sem allt sprakk vegna hans? Hverjum hefði dottið í hug að yfirlýstur miðjumaður sem hóf feril sinn sem ráðherra í ríkisstjórn sósíalista myndi nýta sitt pólitíska kapítal til að bjarga stjórnmálaframa íhaldsmanna úr flokkinum Les Republicains sem voru ári áður yfirlýstir andstæðingar stjórnarinnar sem Macron sat í?

Katrín og Macron tilheyra saman tegundinni Homo Sapiens Politicus. Sama gildir um Frakka og Íslendinga, í löndunum tveimur er ólík menningar- og mótmælahefð, en báðar þjóðir tilheyra þó að mestu Homo Sapiens Almenningus. Homo Sapiens er félagslynd mannapategund og líkt og aðrar slíkar bregst hún ókvæð við því sem hún upplifir sem ranglátt. Sjáið bara þetta vídjó:

Þetta skilja allar prímatategundir og bregðast ókvæða við. Þegar tilraun var gerð með að greiða Kapuchin öpum misháar upphæðir fyrir sömu vinnu brugðust Kapuchin aparnir ókvæða við, og skipti þá engu máli þó svo um kaupmáttaraukningu væri að ræða (talið í gúrkum). Sama hefur sýnt sig að gildir um simpansa, sem vilja að eplum sé jafnt útdeilt. Þannig að þó það sé ólíklegt að Íslendingar taki sig til og stormi í gulum vestum með logandi kyndla og barefli í átt að stjórnarráðinu liḱt og Frakkar gerðu þegar þeir heyrðu af sinni gjaldtöku, þá er líka ólíklegt að þarna sé komið fyrsta afbrigði mannapa sem möglunarlaust sættir sig við að sumir borgi fyrir innviði samfélagsins en aðrir ekki.

Því ef svo er, þá þurfum við kannski ekki bara að segja okkur úr NATO eins og Katrín eflaust þráir heitt, og berst hetjulega fyrir, heldur þurfum við kannski að íhuga stöðu okkar sem prímatategund.

Það er ekki endilega það að almenningur í Frakklandi og Íslandi skilji ekki að til að byggja umferðarmannvirki eins og Reykjanesbraut þurfi ekki að safna pening fyrir framkvæmdinni. Það er ekki það að almenningur í þessum löndum hafi heldur ekki skilning á að eitthvað verði að gera til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að hindra stórar náttúruhörmungar á þessari öld. En að byrðarnar eigi allar að leggjast á Homo Almenningus en ekki Homo Politicus eða Homo Sapiens Kvotus Billionarus líka, er einfaldlega ranglátt.

Þetta er kerfið sem fjármálaráðherrar sjálfstæðisflokksins hafa í skjóli samstarfsflokka smám saman byggt. Það er kerfi þar sem margir borga mikið og örfáir borga ekki neitt. Til þess að kvótagreifar sleppi undan gjöldum þarf einhver annar að greiða veiðigjöldin. Þess vegna hefur þurft að rukka hærri þinglýsingargjöld, hærri skráningargjöld, í ókeypis háskólanámi hefur þurft að hækka skráningargjöld, það þarf að setja á komugjöld eða náttúrupassa, og núna loks vegagjöld. Allt af því að þegar sumir vilja ekkert borga þá þurfa aðrir að borga meira. En það jafnvel það dugir ekki til, skólabörn þurfa að bíða yfir ár eftir greiningu til að fá viðeigandi aðstoð, gamlar konur verða að hírast inn á spítalaklósettum, ekkert bólar á stjórnaraðgerðum til að laga húsnæðivanda ungs fólks, enginn virðisaukaskattslækkun framundan á bókum eða matvælum, lítið bólar á húsi íslenskra fræða eða nýjum listaháskóla eða stuðningi við starf SÁÁ, og á meðan sligast lögregla, kennarar og hjúkrunarfræðingar undan miklu álagi í lélegum aðstæðum.

Og fyrir það eru sumir til í að borga gríðarlegt pólitískt kapítal. Jafnvel sætta sig við að vera forseti í bara eitt kjörtímabil.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
3

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis
4

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
5

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum
6

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins
7

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Nýtt á Stundinni

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·
Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Símon Vestarr

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

·
MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Félögin íhuga að slíta viðræðum

Félögin íhuga að slíta viðræðum

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
Sussararnir

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

·
Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·