Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

Pírati í Prag ögrar Peking

Þeir eru orðið ekki margir sem þora að öðra drekanum í austri. Þess vegna vakti það athygli mína um daginn þegar borgarstjórn Prag ákvað að bjóða Kína birginn og slíta vináttusamning milli Prag og Beijing til þess að sýna Taiwan og Hong Kong-búum samstöðu. Þetta er svo sjaldgæft orðið að það minnir helst á sögurnar um Ástrík og Steinrík og síðasta gaulverjaþorpið sem ekki hafði gefist upp fyrir Rómverjum.

Fyrir tveimur áratugum var það viðtekin mantra að útrás kapítalisma myndi þýða stórsigur lýðræðisins. Síðan bættist internetið inn í draumsýnina. Þessi hugmyndafræði er skiljanleg í ljósi þess sem undan var gengið. Lýðræðisþjóðirnar í vestri höfðu unnið ráðstjórnarþjóðirnar í austri, og kommúnistablokkin hafði meira eða minna fallið undan eigin þunga. Það var a.m.k. narratívan. Sigur lýðræðis og kapítalisma á einræði og kommúnisma, og síðan innreið algjörs upplýsingafrelsis og frjálslyndis á öldum internetsins sem átti eftir að tengja heiminn.

Lýðræðið var reyndar búið að vinna marga glæsta sigra áður en það gerðist, t.d. á Spáni og Portúgal, sem voru meðal einræðisríkjanna í vesturblokkinni, og mörg ráðstjórnarríkjanna voru mis-lýðræðisleg og mis markaðsvædd, alveg eins og margar þjóðirnar vestan megin Berlínarmúrsins voru með blönduð markaðshagkerfi og ekki öll lýðræðisleg. En veltum ekki fyrir okkur smáatriðum. Endir sögunnar var framundan.

Núna hefur þessu verið snúið á haus. Í stað þess að dreifa úr gildum frjálslyndis og lýðræðis hefur netið grafið undan lýðræðinu og gefið afturhaldsöflum óvænt kombakk. Ríki á borð við Rússland, Kína og Íran þurftu ekki að óttast netið, þau gátu stýrt því og beitt því sem vopni gagnvart þjóðum sem ofmátu sinn eigin stöðugleika.

En í stað þess að viðskiptatengsl leiddu til aukins frjálsræðis hafa viðskiptahagsmunir lýðræðisríkjanna gert það að verkum að þau eru farin að stunda sjálfsritskoðun. Bandarísk tölvuleikjafyrirtæki ritskoða notendur sína og gefa kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um þá, auk þess sem þau mismuna og útiloka keppendur rafíþrótta sem voga sér að gagnrýna drekann.

Blizzard eitt af stærstu tölvuleikjafyrirtækjum í heimi bannaði nýverið Chung Ng Wai að taka þátt í að keppa í Hearthstone. Það hljómar ekki eins og stórmál í fyrstu að vera útilokaður frá tölvuleik, fyrr en við áttum okkur á því að Chung er atvinnumaður í þessari grein. Að keppa er vinnan hans, leið hans til að greiða leigu og aðra reikninga og Blizzard lét ekki duga að taka af honum lífsviðurværi hans heldur neitaði að afhenda honum mörgþúsund dollara verðlaunafé sem hann hafði unnið sér inn með því að vinna stórmeistaratitil í leiknum.

Fyrir hvað? Jú, Chung endurtók slagorð Hong Kong mótmælanna: Frelsum Hong Kong, bylting okkar tíma (Liberate Hong Kong-revolution of our times) í viðtali.

Þetta er ekki eina dæmið um það hvernig bandarískur skemmtanaiðnaður er byrjaður að ritskoða sig. Hollywood og NBA hafa líka verið harðlega gagnrýnd fyrir þjónkun sína.

Vegna þessa hefur verið athyglisvert að fylgjast með „stríðinu“ milli Beijing og Prag. Borgarstjóri Prag Zdeněk Hřib lýsti því yfir 4. október síðastliðinn að hann ætlaði sér að slíta vinabæja samkomulagi milli Prag og Beijing. Samkomulagið var undirritað 2016 á tímapunkti þegar bæði forsetinn, Miloš Zeman, og forsætisráðherra landsins og flokkar þeirra vildu komast í mjúkinn hjá Beijing. Árið 2018 átti hins vegar sú breyting sér stað að flokkar þeirra misstu tökin á Prag og Píratar tóku stjórn.

Píratar í Tékklandi sjá sig að ýmsu leyti sem arftaka Václav Havel og eftir því sem íhaldsflokkar landsins hafa orðið skeptískari á vestræna samvinnu hafa Píratarnir tekið upp málstað Evrópusamvinnu og sýnt andúð á hvernig Zeman hefur stefnt að nánara sambandi Kína og Tékklands.

Það er því að einhverju leyti táknrænt innanlands þegar borgarstjórnin í Prag gerði mál úr orðalagi vinasáttmála borganna og vildi fjarlægja texta sem kveður á um eitt land með tveimur kerfum. Með þessu móti vildi borgarstjórinn sýna samstöðu með Taiwan og frelsisbaráttu Hong Kong-búa annars vegar og hins vegar skjóta á pólitíska andstæðinga innanlands sem eru í auknum mæli frekar farnir að líta austur en vestur.

En þetta er sennilega undantekningin frekar en reglan nú orðið. Um daginn var fyrrum borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, á eigin sjónvarpsstöð að verja Xi Jinping. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur talsverðra hagsmuna að gæta því sjóðir hans fjárfesta í Kína.

Er þetta það sem koma skal, munu viðskiptahagsmunir vesturlanda leiða til þess að gagnrýni á kínversk stjórnvöld færist yfir á jaðarinn, eða munu andófssinnar á borð við Zdeněk Hřib hafa sigurinn? Á endanum veltur það í raun á því hvort að meintir, frjálslyndir lýðræðissinnar hafi þá sannfæringu sem þeir segjast hafa, eða hvort þetta sé bara innantómur orðavaðall, að það hafi í raun aldrei snúist um frelsi fólks heldur frelsi fyrirtækjanna til að græða sem mest.

Svo virðist vera sem tékknesku Píratarnir hafi fylgst nógu vel með kosningunum í Taiwan og mótmælunum í Hong Kong og hafi gert upp hug sinn um hvorum megin í sögunni þeir ætli sér að standa. En hvorum megin munum við taka stöðu?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
3

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
4

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
5

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Þegar mamma deyr
6

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
5

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
5

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Nýtt á Stundinni

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Þegar mamma deyr

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Símon Vestarr

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mótsagnir málsvara SFS

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Lífsgildin

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“