Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Pírati í Prag ögrar Peking

Pírati í Prag ögrar Peking

Þeir eru orðið ekki margir sem þora að öðra drekanum í austri. Þess vegna vakti það athygli mína um daginn þegar borgarstjórn Prag ákvað að bjóða Kína birginn og slíta vináttusamning milli Prag og Beijing til þess að sýna Taiwan og Hong Kong-búum samstöðu. Þetta er svo sjaldgæft orðið að það minnir helst á sögurnar um Ástrík og Steinrík og síðasta gaulverjaþorpið sem ekki hafði gefist upp fyrir Rómverjum.

Fyrir tveimur áratugum var það viðtekin mantra að útrás kapítalisma myndi þýða stórsigur lýðræðisins. Síðan bættist internetið inn í draumsýnina. Þessi hugmyndafræði er skiljanleg í ljósi þess sem undan var gengið. Lýðræðisþjóðirnar í vestri höfðu unnið ráðstjórnarþjóðirnar í austri, og kommúnistablokkin hafði meira eða minna fallið undan eigin þunga. Það var a.m.k. narratívan. Sigur lýðræðis og kapítalisma á einræði og kommúnisma, og síðan innreið algjörs upplýsingafrelsis og frjálslyndis á öldum internetsins sem átti eftir að tengja heiminn.

Lýðræðið var reyndar búið að vinna marga glæsta sigra áður en það gerðist, t.d. á Spáni og Portúgal, sem voru meðal einræðisríkjanna í vesturblokkinni, og mörg ráðstjórnarríkjanna voru mis-lýðræðisleg og mis markaðsvædd, alveg eins og margar þjóðirnar vestan megin Berlínarmúrsins voru með blönduð markaðshagkerfi og ekki öll lýðræðisleg. En veltum ekki fyrir okkur smáatriðum. Endir sögunnar var framundan.

Núna hefur þessu verið snúið á haus. Í stað þess að dreifa úr gildum frjálslyndis og lýðræðis hefur netið grafið undan lýðræðinu og gefið afturhaldsöflum óvænt kombakk. Ríki á borð við Rússland, Kína og Íran þurftu ekki að óttast netið, þau gátu stýrt því og beitt því sem vopni gagnvart þjóðum sem ofmátu sinn eigin stöðugleika.

En í stað þess að viðskiptatengsl leiddu til aukins frjálsræðis hafa viðskiptahagsmunir lýðræðisríkjanna gert það að verkum að þau eru farin að stunda sjálfsritskoðun. Bandarísk tölvuleikjafyrirtæki ritskoða notendur sína og gefa kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um þá, auk þess sem þau mismuna og útiloka keppendur rafíþrótta sem voga sér að gagnrýna drekann.

Blizzard eitt af stærstu tölvuleikjafyrirtækjum í heimi bannaði nýverið Chung Ng Wai að taka þátt í að keppa í Hearthstone. Það hljómar ekki eins og stórmál í fyrstu að vera útilokaður frá tölvuleik, fyrr en við áttum okkur á því að Chung er atvinnumaður í þessari grein. Að keppa er vinnan hans, leið hans til að greiða leigu og aðra reikninga og Blizzard lét ekki duga að taka af honum lífsviðurværi hans heldur neitaði að afhenda honum mörgþúsund dollara verðlaunafé sem hann hafði unnið sér inn með því að vinna stórmeistaratitil í leiknum.

Fyrir hvað? Jú, Chung endurtók slagorð Hong Kong mótmælanna: Frelsum Hong Kong, bylting okkar tíma (Liberate Hong Kong-revolution of our times) í viðtali.

Þetta er ekki eina dæmið um það hvernig bandarískur skemmtanaiðnaður er byrjaður að ritskoða sig. Hollywood og NBA hafa líka verið harðlega gagnrýnd fyrir þjónkun sína.

Vegna þessa hefur verið athyglisvert að fylgjast með „stríðinu“ milli Beijing og Prag. Borgarstjóri Prag Zdeněk Hřib lýsti því yfir 4. október síðastliðinn að hann ætlaði sér að slíta vinabæja samkomulagi milli Prag og Beijing. Samkomulagið var undirritað 2016 á tímapunkti þegar bæði forsetinn, Miloš Zeman, og forsætisráðherra landsins og flokkar þeirra vildu komast í mjúkinn hjá Beijing. Árið 2018 átti hins vegar sú breyting sér stað að flokkar þeirra misstu tökin á Prag og Píratar tóku stjórn.

Píratar í Tékklandi sjá sig að ýmsu leyti sem arftaka Václav Havel og eftir því sem íhaldsflokkar landsins hafa orðið skeptískari á vestræna samvinnu hafa Píratarnir tekið upp málstað Evrópusamvinnu og sýnt andúð á hvernig Zeman hefur stefnt að nánara sambandi Kína og Tékklands.

Það er því að einhverju leyti táknrænt innanlands þegar borgarstjórnin í Prag gerði mál úr orðalagi vinasáttmála borganna og vildi fjarlægja texta sem kveður á um eitt land með tveimur kerfum. Með þessu móti vildi borgarstjórinn sýna samstöðu með Taiwan og frelsisbaráttu Hong Kong-búa annars vegar og hins vegar skjóta á pólitíska andstæðinga innanlands sem eru í auknum mæli frekar farnir að líta austur en vestur.

En þetta er sennilega undantekningin frekar en reglan nú orðið. Um daginn var fyrrum borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, á eigin sjónvarpsstöð að verja Xi Jinping. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur talsverðra hagsmuna að gæta því sjóðir hans fjárfesta í Kína.

Er þetta það sem koma skal, munu viðskiptahagsmunir vesturlanda leiða til þess að gagnrýni á kínversk stjórnvöld færist yfir á jaðarinn, eða munu andófssinnar á borð við Zdeněk Hřib hafa sigurinn? Á endanum veltur það í raun á því hvort að meintir, frjálslyndir lýðræðissinnar hafi þá sannfæringu sem þeir segjast hafa, eða hvort þetta sé bara innantómur orðavaðall, að það hafi í raun aldrei snúist um frelsi fólks heldur frelsi fyrirtækjanna til að græða sem mest.

Svo virðist vera sem tékknesku Píratarnir hafi fylgst nógu vel með kosningunum í Taiwan og mótmælunum í Hong Kong og hafi gert upp hug sinn um hvorum megin í sögunni þeir ætli sér að standa. En hvorum megin munum við taka stöðu?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
ÞrautirSpurningaþrautin

791. spurn­inga­þraut: Picasso mál­aði portrett af ... hvaða konu?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þetta fjall? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða vin­sæla hljóm­sveit sendi frá sér plöt­una Their Satanic Maj­esties Requ­est ár­ið 1967? 2.  Hver var þá að­al gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar?   3.  Dönsk yf­ir­völd og sér í lagi for­sæt­is­ráð­herr­ann hafa nú feng­ið skömm í hatt­inn hjá op­in­berri rann­sókn­ar­nefnd í Dan­mörku vegna fram­göngu sinn­ar í máli sem sner­ist um ákveðna dýra­teg­und. Hvaða dýr voru...
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
MenningHús & Hillbilly

Myndi ör­ugg­lega aldrei fara neitt ef hún vissi allt

Covid-far­ald­ur­inn birt­ist ljós­lif­andi á nýj­asta lista­verki lista­kon­unn­ar Eirún­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, Raun­tím­ar­efl­in­um, sem var saumað­ur með­an á far­aldr­in­um stóð. Ref­ill­inn tók mið af stöðu far­ald­urs­ins á hverj­um tíma og var loka­út­kom­an því ekki fyr­ir­fram ákveð­in.
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Þeg­ar full­orð­ið fólk ger­ir sig að fífli

Rétt eins og flokk­ur­inn hef­ur þeg­ar sann­að að hann er ekki leng­ur vinstri­hreyf­ing með þjónk­un sinni við efna­hags­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá er nú morg­un­ljóst að hann er ekki held­ur grænt fram­boð, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um Vinstri græn.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
ÞrautirSpurningaþrautin

790. spurn­inga­þraut: Úr hvaða kvik­mynd­um eru skjá­skot­in?

Þema­þraut dags­ins snýst um er­lend­ar kvik­mynd­ir. Auka­spurn­ing­arn­ar eru um ís­lenska sjón­varps­þætti. * Fyrri auka­spurn­ing: Hér fyr­ir of­an er aug­lýs­ing fyr­ir ís­lenska sjón­varps­þætti sem nefnd­ust ... ? Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Úr hvaða bíó­mynd er þetta? 2.  Úr hvaða mynd er þetta? * 3.  Kannski hafa ekki marg­ir séð þessa mynd núorð­ið. En þið ætt­uð samt að þekkja hana með nafni....