Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Listflakkarinn
Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Hvar værum við án þeirra?

Ljósmæður, hvar værum við án þeirra? Mjög stór hluti okkar væri eflaust ekki hér og nú að lesa þessa grein. Það er nefnilega ekki að ástæðulausu að strax árið 1761 var farið að mennta ljósmæður eða yfirsetukonur. (Og reyndar ljósfeður/yfirsetumenn líka, fyrsti karlmaður til að taka ljósmóðurpróf á Íslandi var Jón Halldórsson bóndi sem gerði það 1776, árið sem Bandaríkin...

Verum ekki meðvirk með Erdogan!

Hvað munu íslensk stjórnvöld gera ef það fæst staðfest að friðarsinninn og aktívistinn Haukur Hilmarsson er látinn, myrtur í hinni glæpsamlegu árás tyrkneskra stjórnvalda á Afrin? Þetta er spurning sem verður vonandi tekin fyrir á þingi, í utanríkismálanefnd og ef íslenskur ríkisborgari hefur sannarlega verið myrtur af tyrkneskum stjórnvöldum þá krefst það aðgerða af hálfu utanríkisráðherra. Þegar árásin í Afrin...

Kjararáð handa öllum

Stundum velti ég fyrir mér hvort barátta ASÍ fyrir því að Alþingi leiðrétti ákvörðun kjararáðs um launakjör þingmanna sé rétt áhersla. Jú, við getum verið sammála því að æðstu ráðamenn eigi ekki að rjúka fram úr venjulegu launafólki í kjörum. Launahækkun upp á 45% er einfaldlega gróteskur gjörningur sér í lagi þegar fólkið sem kemur að ákvörðuninni eru jafnvel makar...

Styttri vinnuvika: Vökulög 21 aldarinnar

Íslendingar sóa mesta tímanum af öllum á Norðurlöndum. Það sýna tölur um framleiðni. Samt eyða þeir mestum tíma í vinnunni og í skóla. Þrátt fyrir að allt bendi til þess að með því að taka sér meira frí myndi framleiðni og námsárangur aukast. Tími er verðmætasta auðlindin. Við eigum takmarkaðan tíma á jörðinni, takmarkaðan tíma með fjölskyldunni, takmarkaðan tíma á...

Lausn í leit að vandamáli

Lausn í leit að vandamáli *Viðvörun: Ég er að skrifa um eitthvað sem verður auðveldlega að miklu tilfinningamáli enda snýst það um börn. Hvað um börnin er alveg lögmætt komment undir þessari grein. En hafa verður í huga að þó áhrifin séu nærri engin á yfir 90% Íslendinga og margir fyllast réttmætri reiði þegar einhver efast um skynsemi laganna, þá...

Verkefnastyrkir listamanna

Köllum þetta verkefnastyrki af því það er það sem um er að ræða. Það er uppi algengur misskilningur að listamannalaunum fylgi engin skilyrði eða aðhald, en það er líklega af því ferlið er að óþörfu ógagnsætt. Með hverri höfnun og hverju vali gæti fylgt stutt útskýring þar sem dómnefnd nefnir hvaða verkefni henni hafi litist á, eða ástæður þess að...

Adults in the room-bókadómur

Það er ekki á hverjum degi sem maður les virkilega spennandi sjálfsævisögulega bók eftir stjórnmálamann. Hvað þá fjármálaráðherra. En það er kannski skiljanlegt að bók Yanis Varoufakis sé á köflum eins og spennusaga, viðfangsefnið eru harkalegustu samningaviðræður sem þjóð innan evrópusambandsins hefur farið í við sambandið sjálft. Þarna er í húfi framtíð sambandsins, framtíð Grikklands og jafnvel heimsins. Niðurstöðurnar eru...

Af óvinsælum skoðunum

Hef verið að velta vöngum yfir óvinsælum skoðunum upp á síðkastið. Það er ekki skrítið að upplifa það sem kúgun þegar stór hluti fólks snýst gegn manni fyrir að segja eitthvað óvinsælt, jafnvel þegar það er verðskuldað óvinsælt eins og karlremba, rasismi eða ranghugmyndir hreinlega eins og að álíta jörðina flata. Ég hef skrifað talsvert um málfrelsið í gegnum tíðina....

Örninn, fálkinn og sólhvörfin

Það er ekki mikið í jólabókaflóðinu sem beinlínis kallar á sérstaka furðusagnarýni, en ég hef þó rekist á tvær bækur sem verðskulda meðmæli og sérstaka umfjöllun sem fulltrúar furðusagna þessi jól. SólhvörfFramhaldið af Víghólum sem ég rýndi í fyrra er komið út. Víghólar var fjórða skáldsaga Emils Hjörvar Petersen sem hafði áður gefið út ljóðabækur og þríleikinn um framhald...

Léttvæg stjórnarskrárbrot

Stjórnarskrárbrot eru alvarleg brot. Enda er stjórnarskráin æðstu lög landsins. Það væri alvarlegt brot að takmarka trúfrelsi, að svipta einstakling ríkisborgararétti, að beita einhvern pyntingum eða senda í nauðungarvinnu. Sömuleiðis væri alvarlegt brot að virða ekki skoðunarfrelsið eða eignarrétt, tryggja sjúklingum ekki aðstoð eða börnum menntun. Um allt þetta er kveðið á um í stjórnarskrá sem er grundvöllur allra laga....

Efinn og lýðræðið

Ég var farinn að efast. Það er hollt að efast, en auðvitað er það óþægilegt líka. Ef efinn væri ekki óþægilegur væri hann ekki raunverulegur. Efinn snerist um hvort ég væri virkilega Pírati. Þrátt fyrir allt eru ekki Píratar alls staðar, jú á netinu, en þeir eru ekki stjórnmálahreyfing með veruleg ítök nema í nokkrum öðrum ríkjum. Tékkland, Finnland og...

Fimmti dagur lögbanns

Ég er vonsvikinn. Ég er reiður. Lögbann sem við vitum að stenst ekki alþjóðlega mannréttindasáttmála eða jafnvel okkar eigin lög stendur ennþá og mun standa fram yfir kosningar. Þegar ég las fréttirnar um að lögmenn væru að reyna að ryðjast inn á Stundina og taka gögn var mín fyrsta hugsun sú að þjóta inn á ritstjórn og meina þeim inngöngu....

Trompað lýðskrum Sjálfstæðisflokksins

Völd eru ávanabindandi, rannsóknir benda jafnvel til að þau hafa svipuð áhrif á heilann og fíkniefni. Þegar maður hefur haft völd lengi sýnir reynslan að fólk verður einungis kræfara og óforskammaðra í viðleitni sinni til að halda þeim. Einn afmarkaður hópur fólks í íslensku samfélagi er einmitt kominn á þennan stað og löng valdaseta hans hefur mögulega haft einhver...

Í stríði við Reykjavík

Það ríkir húsnæðisskortur. Á þessu ári hækkaði leiga um 13% og hefur á síðustu árum hækkað um tugi prósenta árlega. Því miður eru ekki bara réttindi leigjenda á Íslandi ótrygg heldur er kostnaður þeirra af húsnæði sínu mun hærri en annars staðar í Evrópu. En skorturinn hefur ekki bara áhrif á leigjendur. Hann hefur áhrif á alla Íslendinga sem...

Þetta getur ekki haldið svona áfram

Við sitjum föst í sama hjólfarinu. Þriðja ríkisstjórn sjálfstæðismanna fellur út af siðferðisskorti, vanhæfni og opinberun á lygum. Ég veit ekki með ykkur en ég er dauðþreyttur á þessu. Dauðþreyttur á að það þurfi að kjósa aftur og aftur og við fáum sama hrokann, sömu hegðunina og sömu lygarnar. Helst væri ég til í að ræða við ykkur stöðu háskólanáms...

Að sjá ekki skólann fyrir sjómanninum

Núna um daginn átti sér stað sjómannshvarf. Það var að vísu ekki skipskaði heldur var málað yfir greyið manninn og vakti þetta skyndilega brotthvarf mikla umræðu, sem á endanum hverfðist um gamlan karl í blokk skammt frá. Í sjálfu sér var ekki mikill missir af verkinu, þótt það væri synd ef veggur sjávarútvegsráðuneytisins héldist áfram hvítur. En ef niðurstaðan er...

Vopnuð lögregla- við hverju má búast?

Lögregla á Íslandi hefur vopnast án þess að samfélagið hafi kallað eftir því. Ekki er svo langt síðan fyrsti Íslendingurinn var skotinn til bana í lögregluaðgerð, nokkuð sem ekki allir hafa náð sér fyllilega eftir. En íslenskt samfélag verður aldrei samt aftur. Vopnun lögreglunnar gerist án þess að þingið sinni fyllilega eftirlitshlutverki sínu. Ein þingkona úr stjórnarmeirihlutanum gerðist jafnvel...

Hið íslenska cargo cult

Íslensk stjórnmálastétt ber ekki virðingu fyrir kjósendum sínum, lýðræðinu og jafnvel eigin siðareglum. Vanþroskuð stjórnmálamenning hefur reynst okkur dýrkeypt. Þegar umhverfisráðherra valsaði um þingsal í 250 þúsund króna kjól hagaði hún sér meira eins og franskur aristókrati heldur en þingkona. En hún er ekki einsdæmi. Gjörningur hennar inni á Alþingi og kjóllinn eru bara táknræn fyrir mjög algengan þankagang. Þankagang...

Flokkskírteini framar ferilskrá

Árið er 2017 og flokksskírteini þitt er mikilvægara en ferilskrá þín. Árið er 2017 og maður getur verið númer 30 í hæfnismati, en fyrrum samstarfsfélagi maka þíns af Lex (núverandi dómsmálaráðherra) færir þig upp í númer 15. 14 aðrir eru metnir hæfari. En hvernig liði þér ef þú værir einn af þeim 15 hæfustu og nr. 30 fengi sætið þitt?...

Skilið húsinu framsókn!

Viðgangast mútur á Íslandi? Ólafur Ólafsson gaf framsókn þetta hús og mánuði síðar fékk hann banka. Já, þú last rétt. Ólafur gaf hús og fékk mánuði síðar banka. Framsókn fékk hús og Ólafur ókeypis banka. Í raun er ótækt eftir að þessi blekking hefur fengist staðfest, eftir að í ljós kom að Ólafur með tengslum sínum við framsóknarflokkinn náði...

Gagnslaus og frek

Íslensk útgerðarelíta vill að þú greiðir fyrir olíuna á bátnum og skipið sjálft með launum þínum. En auðvitað eignastu ekkert í dallinum. Íslensk útgerðarelíta vill að þú gefir fiskinn í sjónum. En hún ætlar ekki að gefa tilbaka í samfélagið neitt. Ekki greiða skatta til að reka skóla, eða spítala. Ekki vill hún heldur greiða gjöld til að byggja hafnargarða...

Nei Gylfi, það er ekki kennurum að kenna

Manstu Gylfi þegar þú hélst ræðu 1. maí árið 2009 á Austurvelli? Einhver hrópaði: „Velkominn á Austurvöll! Við erum búin að vera hérna síðan í haust, hvar hefur þú verið?“ Síðan hló þvagan fyrir framan þig og þú gerðir vandræðalega grettu og hélst svo áfram með ræðuna. Ætli þetta hafi ekki verið eins og að vera í draumi og átta...

Ráðherra eða sölumaður?

Misnotkun á embætti? Fyrrum heilbrigðisráðherra, núverandi menntamálaráðherra er að auglýsa tæki sem eiginkona náins samstarfsaðila er að selja. Boditrax er tæki til að mæla vöðvamassa og fitu segir í fréttatilkynningu frá Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs, utanríkisráðherra, sem Smartland birtir. Það má vel vera að Boditrax sé ágætt tæki til að mæla árangur af líkamsrækt, þetta snýst ekki um...

Við þurfum ekki að vera ósammála

Það er margt sem við getum verið ósammála um en við þurfum ekki að vera ósammála um að nemendur eigi ekki að verða veikir bara af því einu að mæta í skólann. Það er hins vegar upplifun mörg hundruð háskólanema sem hafa útskrifast í gegnum tíðina frá Listaháskóla Íslands. Myglusveppir eru skæð plága og margir Íslendingar kannast við hann. Hárlos,...

Veislan ósýnilega

Íslendingar með meira en eina milljón í mánaðarlegar tekjur telja Ísland vera á réttri leið. Íslendingar með minna en eina milljón í mánaðarlegur tekjur telja Ísland hins vegar vera á rangri braut. Það sýnir ný skoðanakönnun MMR, sem vekur ágætis spurning: Hvor hópurinn er geðveikur og undir hughrifum? Meirihluti Íslendinga er í fyrrnefnda hópinum, eins og dræmur stuðningur við...