Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Listamannalaun eru of lág og of fá

Listflakkarinn

Listamannalaun eru of lág og of fá

Listamannalaun eru of lág upphæð. Þau eru hlægilega lág og það er einhvern veginn réttlætt með fullyrðingu um að þau séu bara 70%. Sorrý, en hvorki Kjarval né Laxness unnu 70% að list sinni, þeir unnu 100% og ömmur þeirra sáu fyrir rest. Listamannalaun eru líka hlægilega fá. Jón Kalman fær bara í níu mánuði! Hvað þarf maður að áorka...

Úthlutarinn

Listflakkarinn

Úthlutarinn

Það var síðla kvölds og ég á leið í háttinn þegar ég úthlutaði óvart fjórum tonnum af grásleppukvóta til bróður míns. Það hafði ekki verið meiningin en ég var nýbúinn að bursta tennurnar og spýta í vaskinn þegar ég áttaði mig á því að á leiðinni úr stofunni inn á baðherbergið hafði ég alveg óvart úthlutað grásleppunum, eins og getur...

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Listflakkarinn

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Það var kominn tími á að einhver birti hina óskráðu stjórnarskrá, þessa sem við höfum í raun og munum aldrei losna við. I. 1. Ísland er lýðveldi með ráðherrabundinni stjórn. 2. Ráðuneyti og samtök atvinnulífsins fara með löggjafarvaldið. Ráðherrar ráða (framkvæmdarvaldið). Dómendur fara með dómsvaldið og dæma í hag þess sem greiðir hærri upphæð fyrir lögfræðiþjónustu. 3. A)Forseti Íslands skal...

Selurinn Snorri-minningargrein

Listflakkarinn

Selurinn Snorri-minningargrein

Selurinn Snorri er allur. Það er ekki Selurinn Snorri í allegórísku barnabókinni sem hvatti til viðnáms gegn nasistum og var bönnuð í Noregi. Sú bók lifir enn góðu lífi. Ég er að skrifa um selinn Snorra sem bjó í Húsdýragarðinum og sem ég man glögglega eftir að heimsækja þegar ég var í barnaskóla. Í selsárum og mannsárum vorum við sennilega...

Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

Ef skáldskapurinn er sannur þá verður hið skáldaða að sannleik. En hvað verður þá um sannleikann? Verður hann að skáldskap?   Ég þekkti einu sinni höfund sem vildi skrifa um allt í heiminum. Þetta hljómar eins og verkefni af stærðargráðu sem maður les einungis um í smásögum eftir Borges, en skáldinu var ólíkt argentínska bókaverðinum, algjör alvara. Það ætlaði sér...

Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

Þeir eru orðið ekki margir sem þora að öðra drekanum í austri. Þess vegna vakti það athygli mína um daginn þegar borgarstjórn Prag ákvað að bjóða Kína birginn og slíta vináttusamning milli Prag og Beijing til þess að sýna Taiwan og Hong Kong-búum samstöðu. Þetta er svo sjaldgæft orðið að það minnir helst á sögurnar um Ástrík og Steinrík...

Vegatollar í umboði hverra?

Listflakkarinn

Vegatollar í umboði hverra?

Í síðustu kosningum lofuðu allir flokkar því að ekki yrðu settir á vegagjöld. Nei, sagði núverandi samgönguráðherra, nei, sögðu öll þingmannaefni suðurlands, og nei, sögðu hér um bil allir pólitíkusar sem voru spurðir. Í ljósi þess að engin háði kosningabaráttu sem gekk út á að fjármagna samgöngubætur með vegatollum mætti hæglega spyrja sig hvort einhver hafi umboð til að gera...

Íslenskt interrail

Listflakkarinn

Íslenskt interrail

Í fyrra tilkynnti evrópusambandið að það hyggðist gefa ungmennum ókeypis lestarferðir til að heimsækja heimsálfuna. Hér er linkur um það. Nú þegar er tiltölulega ódýrt að komast milli staða í Evrópusambandinu og nágrannalöndum þess. Það eru möguleikar á ódýrum rútumiðum og interrail-passinn sem ESB var nú þegar góð leið til að heimsækja marga staði ódýrt. En ungmenni sem eru...

Þau senda ekki sína bestu

Listflakkarinn

Þau senda ekki sína bestu

Þegar Bandaríkin senda varaforseta sína hingað þá senda þau ekki sína bestu. Þeir eru ekki að senda þig. Þeir eru ekki að senda þig. Þau eru að senda fólk með vandamál og þau taka vandamálin sín með sér. Þau koma með stríð, þau koma með fordóma, þau koma trúarofsa. Og sum, geri ég ráð fyrir eru góðar manneskjur. Mike Pence...

Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

Listflakkarinn

Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

Fyrir um mánuði síðan kom upp hneykslismál í Noregi. Þingkona hafði ofrukkað fyrir ferðakostnað. "Við höfum skoðað þetta alvarlega mál. Við biðjum nú lögregluna um að hefja rannsókn til að fá á hreint hvað hefur gerst. Við viljum líka fá að vita hvort þetta sé refsivert, sagði Marianne Andreassen forstöðukona í stjórnsýsludeild norska Stórþingsins." Ástæðan var sú að rökstuddur...

Frjálsir einstaklingar, Frjálsir líkamar

Listflakkarinn

Frjálsir einstaklingar, Frjálsir líkamar

Frelsi, frelsi, frelsi. Eitt orð, margar merkingar. Sumir vilja meina að maðurinn sé frjáls til að fjárfesta í vopnaframleiðslu-fyrirtækjum, en ekki frjáls til að kaupa sér bjór eftir klukkan sex á kvöldin. Að hann sé frjáls til að reka manssalshringi svo lengi sem hann kalli þá starfsmannaleigur, en ekki frjáls til að sækja um atvinnu ef hann er flóttamaður. Stundum...

Galdramennirnir þrír

Listflakkarinn

Galdramennirnir þrír

Einu sinni var galdramaður sem stýrði ríki með harðri hendi. Stór og mikill turn hans gnæfði yfir landið og þaðan sá galdramaðurinn allt sem gerðist í ríkinu. Sá hængur var þó á að galdramaðurinn sá einungis þá hluti sem gerðust í rigningu eða þoku. Þessvegna varð þetta ríki þekkt sem Regnlandi, því það rigndi nærri alla daga með stöðugum flóðum,...

Markaðsbrestirnir í miðborginni

Listflakkarinn

Markaðsbrestirnir í miðborginni

Það var einu sinni torg. Hjartatorg. Og það má segja að í stuttan tíma, meðan það var til hafi það verið hjartað í borginni. (Ólíkt flugvellinum í Vatnsmýrinni sem er í þessari líkingu sennilega bólgni botnlanginn). Saga miðborgar Reykjavíkur síðustu ár hefur verið saga mikillar uppbyggingar. Túrisminn hefur breytt bænum til hins betra. Það er núna líf á Laugaveginum jafnvel...

Nagli, höfuð, húsaskjól

Listflakkarinn

Nagli, höfuð, húsaskjól

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar hitti naglann á höfuðið í samtali við fréttastofu RÚV í gær. Þegar hann var spurður út í þær „hamfarir“ sem verkfall hótelstarfsmanna á að vera að valda ferðaiðnaðinum svaraði hann: „Ég held að líf fólks á lægstu launum sem hefur þurft að búa við óðaverðbólgu í langstærsta einstaka útgjaldalið heimilanna sem er húsnæðiskostnaður á síðustu...

Ísland án þrælahalds 2019?

Listflakkarinn

Ísland án þrælahalds 2019?

Það er engin refsing og engin viðurlög við launaþjófnaði. Þetta kom fram í máli Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, í samtali við fréttastofu RÚV um daginn. Í sjálfu sér eru þetta ekki nýjar fréttir. Allir þingmenn sem sitja í atvinnuveganefnd eins og ég gerði þegar ég kom inn sem varamaður í október síðastliðnum eru fullkomlega meðvitaðir um þessa hluti, því...

Tepran sem stal byltingunni

Listflakkarinn

Tepran sem stal byltingunni

Það krafðist eflaust mikils hugrekkis að viðurkenna að myndin sem hékk á veggnum inn á vinnustaðnum olli manni óþægindum. Eflaust gerðu sumir grín að manneskjunni sem játaði að sér þætti þetta verk ekki við hæfi þarna. En það er allt í lagi. Sumir hafa tekið þennan slag yfir klám-dagatölum, aðrir vegna málverka með erótískum undirtónum.  Nú eru margir búnir að...