Listflakkarinn
Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Hættum að bregðast Hauki

Eina raunverulega byltingin sem framin hefur verið á Íslandi er bylting Jörgen Jörgensens árið 1809. Líkt og allar úrbætur í réttindum Íslendinga fyrr og síðar kom byltingin utan frá, lýðræði, mannréttindi, frjálslyndi og verkalýðsbarátta eru allt innfluttar afurðir sem okkur hefur verið skammtað samkvæmt ströngustu tollkvótum. Árið 1992 þegar mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslenska ríkinu með...

Teprur Íslands sameinist

Hafa brjóst nýlega farið fyrir brjóstið þitt? Er nútímalist og/eða klassísk list of klámfengin og ögrandi. Þá máttu vita það að þú ert ekki ein/einn. Þú ert ekki eina fórnarlamb Borghildar Indriðadóttur og Gunnlaugs Blöndal. Það eru fleiri sem þjást. Nú þarft þú ekki lengur að þjást í þögn. Ég vil þakka Sigmundi Davíð, fyrrum forsætisráðherra, fyrrum kröfuhafa í íslensku...

Síðustu dagar íslenska fjölmiðilsins

Þjáningarfrelsið er viðtalsbók við helstu leikendur og gerendur í fjölmiðlaheimi Íslands í gegnum árin, eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Í formálanum tekur Auður Jónsdóttir sérstaklega fram að ekki er um fræðibók að ræða, né heldur annál blaðamannafélagsins, kannski ekki að ástæðulausu því manni gæti við lestur bókarinnar dottið það í hug. Þó svo ekki sé um...

Kosningaþankar

1. Vangaveltur yfir framboði eins prósentsins. 1% þjóðarinnar fóru í framboð. Það er eiginlega bara pínu krúttlegt, frábært að svona margir treysti sér til erfiðra verkefna. Sveitastjórnarkosningar eru oftast mun fallegri birtingarmynd lýðræðis heldur en alþingiskosningar. Fáum dettur í hug að dreifa óhróðri um nágranna sína og eftir kosningar er oft auðvelt að finna samvinnugrundvöll. Enda vilja allir hreinar götur,...

Spurning til frambjóðenda VG

Nú styttist í kosningar og fylgi VG hefur hrapað. Í borginni hefur flokkurinn farið frá 20% niður í 6% og það liggur ljóst fyrir að þarna veldur núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Ég á marga vini sem studdu VG og eru mjög reiðir flokkinum fyrir þetta samstarf og finnst þeir með atkvæði sínu hafa verið gabbaðir til að styðja Bjarna Ben inn í...

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú kjósir

Þórólfur heitir maður Halldórsson. Sýslumaður. Ferill hans er um margt athyglisverður. Hann sat í kjördæmisráði fyrir sjálfstæðisflokkinn á norðvesturlandi meðan hann gegndi embætti sýslumanns á Patreksfirði. Þá var hann kærður fyrir það að keyra um bæjinn með kjörkassa og safna í þau atkvæðum sjálfstæðismanna. Framkvæmd kosninga á Íslandi er um margt sérstök, en þetta var svona í sérstakara lagi. Illa...

Sjálfvirk gagnagreining sjálfsagt mál

Í augnablikinu er Alþingi með til umfjöllunar breytingu á höfundalögum sem eiga að leyfa sjálfvirka gagnagreiningu. Í stuttu máli snýst það um heimila og auðvelda rannsóknir, þannig að algrímur og gervigreindir geti nýtt sér texta í gagnasöfnun. Engin tapar pening á þessu, enda eru gervigreindir lítið í því að kaupa bækur, blöð eða „lesa“ í þeim skilningi sem við leggjum...

Fyrrum ráðherra ræðst á fjölmiðil

Ögmundur Jónasson vegur að starfsheiðri Þórðar Snæs ritstjóra Kjarnans í pistli á bloggi sínu í dag. Þar vísar hann í ritstjórnargrein þar sem Þórður skrifar: Það liggur fyrir að nið­ur­staða rann­sóknar á meintum brotum for­stjór­ans fyrr­ver­andi hefur aldrei verið birt. Í stað þess hafi Ásmundur Einar Daða­son, núver­andi ráð­herra, ein­fald­lega sagt þing­heimi ósatt um nið­ur­stöðu máls­ins, ákveðið ein­hliða...

Elítuhöllin

Hrós dagsins fær Örvar Blær Guðmundsson þjónustufulltrúi í Hörpu sem sagði upp frekar en að samþykkja launalækkun. Skammir dagsins fær forstjóri Hörpu Svanhildur Konráðsdóttir fyrir að taka sér 20% launahækkun meðan starfsfólk Hörpu er látið lækka. Mér þykir vænt um að við séum með flott tónlistarhús. Við eigum ekki að vera nísk þegar kemur að þannig innviðum, en Harpa var...

Ráðningarskrifstofa VG

Stjórnmálaflokkar á Íslandi í dag virka meira eins og ráðningarskrifstofur heldur en fjöldahreyfingar. Eitt ágætt dæmi um það er hvernig dómsmálaráðuneytið dró til baka auglýsingu eftir nýjum upplýsingafulltrúa til að sníða ný skilyrði þegar í ljós kom að útvaldi kandídatinn var að keppa við fólk sem passaði betur inn í eðlilegar hæfniskröfur. Annað gott dæmi er sirkúsinn í kringum mál...

Nokkur ljóð um alheiminn

Árekstrarnir Skammtafræðin kennir okkur að ekkert sé til nema í tengslum við hvort annað. Alheimurinn er fullur af eindum sem eru svo litlar að þegar við lítum undan eru þær ekki þarna. Þær eru ekki til fyrr en þær rekast á aðra eind. Þannig er alheimurinn einn risavaxinn árekstur. Og ekkert er til nema það sé að rekast á eitthvað...

Þegar þú getur allt eins stofnað aflandsfélag

Það eru núna tvö ár liðin síðan í ljós kom að fjármála og stjórnmála-elíta Íslands ætti talsverðar eignir í skattaskjólum. Í sjálfu sér hefði það ekki átt að koma neinum á óvart. Almenningur vissi vel að aðrar reglur giltu fyrir þá að ofan, að þeir kæmu ekki alltaf með gjaldeyrinn heim, og þegar þeir gerðu það þá myndu þeir gera...

Okkar vinir, okkar skömm

Það er ekki sjálfgefið að lýðræði, mannréttindi og skynsemi sigri ávallt. Slíkt gerist ekki ef meginþorri okkar lætur eins og sér komi ekkert við nema bara það sem gerist í næsta nágrenni við sig. (Og stundum varla það). Ótal smærri þjóðir um allan heim eru undir hælnum á öðrum stærri. Þannig hefur það kannski alltaf verið, bæði áður og eftir...

Hvar værum við án þeirra?

Ljósmæður, hvar værum við án þeirra? Mjög stór hluti okkar væri eflaust ekki hér og nú að lesa þessa grein. Það er nefnilega ekki að ástæðulausu að strax árið 1761 var farið að mennta ljósmæður eða yfirsetukonur. (Og reyndar ljósfeður/yfirsetumenn líka, fyrsti karlmaður til að taka ljósmóðurpróf á Íslandi var Jón Halldórsson bóndi sem gerði það 1776, árið sem Bandaríkin...

Verum ekki meðvirk með Erdogan!

Hvað munu íslensk stjórnvöld gera ef það fæst staðfest að friðarsinninn og aktívistinn Haukur Hilmarsson er látinn, myrtur í hinni glæpsamlegu árás tyrkneskra stjórnvalda á Afrin? Þetta er spurning sem verður vonandi tekin fyrir á þingi, í utanríkismálanefnd og ef íslenskur ríkisborgari hefur sannarlega verið myrtur af tyrkneskum stjórnvöldum þá krefst það aðgerða af hálfu utanríkisráðherra. Þegar árásin í Afrin...

Kjararáð handa öllum

Stundum velti ég fyrir mér hvort barátta ASÍ fyrir því að Alþingi leiðrétti ákvörðun kjararáðs um launakjör þingmanna sé rétt áhersla. Jú, við getum verið sammála því að æðstu ráðamenn eigi ekki að rjúka fram úr venjulegu launafólki í kjörum. Launahækkun upp á 45% er einfaldlega gróteskur gjörningur sér í lagi þegar fólkið sem kemur að ákvörðuninni eru jafnvel makar...

Styttri vinnuvika: Vökulög 21 aldarinnar

Íslendingar sóa mesta tímanum af öllum á Norðurlöndum. Það sýna tölur um framleiðni. Samt eyða þeir mestum tíma í vinnunni og í skóla. Þrátt fyrir að allt bendi til þess að með því að taka sér meira frí myndi framleiðni og námsárangur aukast. Tími er verðmætasta auðlindin. Við eigum takmarkaðan tíma á jörðinni, takmarkaðan tíma með fjölskyldunni, takmarkaðan tíma á...

Lausn í leit að vandamáli

Lausn í leit að vandamáli *Viðvörun: Ég er að skrifa um eitthvað sem verður auðveldlega að miklu tilfinningamáli enda snýst það um börn. Hvað um börnin er alveg lögmætt komment undir þessari grein. En hafa verður í huga að þó áhrifin séu nærri engin á yfir 90% Íslendinga og margir fyllast réttmætri reiði þegar einhver efast um skynsemi laganna, þá...

Verkefnastyrkir listamanna

Köllum þetta verkefnastyrki af því það er það sem um er að ræða. Það er uppi algengur misskilningur að listamannalaunum fylgi engin skilyrði eða aðhald, en það er líklega af því ferlið er að óþörfu ógagnsætt. Með hverri höfnun og hverju vali gæti fylgt stutt útskýring þar sem dómnefnd nefnir hvaða verkefni henni hafi litist á, eða ástæður þess að...

Adults in the room-bókadómur

Það er ekki á hverjum degi sem maður les virkilega spennandi sjálfsævisögulega bók eftir stjórnmálamann. Hvað þá fjármálaráðherra. En það er kannski skiljanlegt að bók Yanis Varoufakis sé á köflum eins og spennusaga, viðfangsefnið eru harkalegustu samningaviðræður sem þjóð innan evrópusambandsins hefur farið í við sambandið sjálft. Þarna er í húfi framtíð sambandsins, framtíð Grikklands og jafnvel heimsins. Niðurstöðurnar eru...

Af óvinsælum skoðunum

Hef verið að velta vöngum yfir óvinsælum skoðunum upp á síðkastið. Það er ekki skrítið að upplifa það sem kúgun þegar stór hluti fólks snýst gegn manni fyrir að segja eitthvað óvinsælt, jafnvel þegar það er verðskuldað óvinsælt eins og karlremba, rasismi eða ranghugmyndir hreinlega eins og að álíta jörðina flata. Ég hef skrifað talsvert um málfrelsið í gegnum tíðina....

Örninn, fálkinn og sólhvörfin

Það er ekki mikið í jólabókaflóðinu sem beinlínis kallar á sérstaka furðusagnarýni, en ég hef þó rekist á tvær bækur sem verðskulda meðmæli og sérstaka umfjöllun sem fulltrúar furðusagna þessi jól. SólhvörfFramhaldið af Víghólum sem ég rýndi í fyrra er komið út. Víghólar var fjórða skáldsaga Emils Hjörvar Petersen sem hafði áður gefið út ljóðabækur og þríleikinn um framhald...

Léttvæg stjórnarskrárbrot

Stjórnarskrárbrot eru alvarleg brot. Enda er stjórnarskráin æðstu lög landsins. Það væri alvarlegt brot að takmarka trúfrelsi, að svipta einstakling ríkisborgararétti, að beita einhvern pyntingum eða senda í nauðungarvinnu. Sömuleiðis væri alvarlegt brot að virða ekki skoðunarfrelsið eða eignarrétt, tryggja sjúklingum ekki aðstoð eða börnum menntun. Um allt þetta er kveðið á um í stjórnarskrá sem er grundvöllur allra laga....

Efinn og lýðræðið

Ég var farinn að efast. Það er hollt að efast, en auðvitað er það óþægilegt líka. Ef efinn væri ekki óþægilegur væri hann ekki raunverulegur. Efinn snerist um hvort ég væri virkilega Pírati. Þrátt fyrir allt eru ekki Píratar alls staðar, jú á netinu, en þeir eru ekki stjórnmálahreyfing með veruleg ítök nema í nokkrum öðrum ríkjum. Tékkland, Finnland og...

Fimmti dagur lögbanns

Ég er vonsvikinn. Ég er reiður. Lögbann sem við vitum að stenst ekki alþjóðlega mannréttindasáttmála eða jafnvel okkar eigin lög stendur ennþá og mun standa fram yfir kosningar. Þegar ég las fréttirnar um að lögmenn væru að reyna að ryðjast inn á Stundina og taka gögn var mín fyrsta hugsun sú að þjóta inn á ritstjórn og meina þeim inngöngu....