Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Þeg­ar Covid19 bjarg­aði ís­lensk­unni

Þeg­ar þessi orð eru skrif­uð er enn ekki ljóst hvers eðl­is efna­hagskrís­an sem tek­ur við af Covid-krís­unni verð­ur. Verð­bréfa­mark­að­ur­inn vest­an­hafs hef­ur tek­ið stærri dýf­ur en ár­ið 1929 þeg­ar heimskrepp­an mikla hófst, en það er sem bet­ur fer ekki eini mæli­kvarð­inn sem við höf­um, bless­uð land­fram­leiðsl­an og hag­vöxt­ur­inn eru ekki al­gild­ir mæli­kvarð­ar á hag­sæld fólks, og kannski verð­ur vöxt­ur­inn hrað­ur þeg­ar...
Veitum Chelsea skjól

Veit­um Chel­sea skjól

Í mars ár­ið 2005 var skák­meist­ar­an­um Bobby Fischer veitt­ur ís­lensk­ur rík­is­borg­ara­rétt­ur af mann­úð­ar­ástæð­um. Síð­an ár­ið 1992 hafði þessi fyrr­um heims­meist­ari í skák ver­ið á flótta eft­ir að hafa rof­ið við­skipta­bann sem Banda­rík­in höfðu sett á Júgó­slav­íu, með því að fljúga til Belgra­de til að tefla við sinn forna and­stæð­ing og fé­laga Bor­is Spassky. Þetta við­skipta­bann var ekki sett á í...

Lista­manna­laun eru of lág og of fá

Lista­manna­laun eru of lág upp­hæð. Þau eru hlægi­lega lág og það er ein­hvern veg­inn rétt­lætt með full­yrð­ingu um að þau séu bara 70%. Sorrý, en hvorki Kjar­val né Lax­ness unnu 70% að list sinni, þeir unnu 100% og ömm­ur þeirra sáu fyr­ir rest. Lista­manna­laun eru líka hlægi­lega fá. Jón Kalm­an fær bara í níu mán­uði! Hvað þarf mað­ur að áorka...

Út­hlut­ar­inn

Það var síðla kvölds og ég á leið í hátt­inn þeg­ar ég út­hlut­aði óvart fjór­um tonn­um af grá­sleppu­kvóta til bróð­ur míns. Það hafði ekki ver­ið mein­ing­in en ég var ný­bú­inn að bursta tenn­urn­ar og spýta í vaskinn þeg­ar ég átt­aði mig á því að á leið­inni úr stof­unni inn á bað­her­berg­ið hafði ég al­veg óvart út­hlut­að grá­slepp­un­um, eins og get­ur...

Hin raun­veru­lega stjórn­ar­skrá Ís­lands

Það var kom­inn tími á að ein­hver birti hina óskráðu stjórn­ar­skrá, þessa sem við höf­um í raun og mun­um aldrei losna við. I. 1. Ís­land er lýð­veldi með ráð­herra­bund­inni stjórn. 2. Ráðu­neyti og sam­tök at­vinnu­lífs­ins fara með lög­gjaf­ar­vald­ið. Ráð­herr­ar ráða (fram­kvæmd­ar­vald­ið). Dóm­end­ur fara með dómsvald­ið og dæma í hag þess sem greið­ir hærri upp­hæð fyr­ir lög­fræði­þjón­ustu. 3. A)For­seti Ís­lands skal...
Selurinn Snorri-minningargrein

Sel­ur­inn Snorri-minn­ing­ar­grein

Sel­ur­inn Snorri er all­ur. Það er ekki Sel­ur­inn Snorri í allegór­ísku barna­bók­inni sem hvatti til við­náms gegn nas­ist­um og var bönn­uð í Nor­egi. Sú bók lif­ir enn góðu lífi. Ég er að skrifa um sel­inn Snorra sem bjó í Hús­dýra­garð­in­um og sem ég man glögg­lega eft­ir að heim­sækja þeg­ar ég var í barna­skóla. Í sels­ár­um og manns­ár­um vor­um við senni­lega...

Skáld­skap­ur

Ef skáld­skap­ur­inn er sann­ur þá verð­ur hið skáld­aða að sann­leik. En hvað verð­ur þá um sann­leik­ann? Verð­ur hann að skáld­skap?   Ég þekkti einu sinni höf­und sem vildi skrifa um allt í heim­in­um. Þetta hljóm­ar eins og verk­efni af stærð­ar­gráðu sem mað­ur les ein­ung­is um í smá­sög­um eft­ir Bor­ges, en skáld­inu var ólíkt arg­entínska bóka­verð­in­um, al­gjör al­vara. Það ætl­aði sér...
Pírati í Prag ögrar Peking

Pírati í Prag ögr­ar Pek­ing

Þeir eru orð­ið ekki marg­ir sem þora að öðra drek­an­um í austri. Þess vegna vakti það at­hygli mína um dag­inn þeg­ar borg­ar­stjórn Prag ákvað að bjóða Kína birg­inn og slíta vináttu­samn­ing milli Prag og Beij­ing til þess að sýna Taiw­an og Hong Kong-bú­um sam­stöðu. Þetta er svo sjald­gæft orð­ið að það minn­ir helst á sög­urn­ar um Ást­rík og Stein­rík...

Vegatoll­ar í um­boði hverra?

Í síð­ustu kosn­ing­um lof­uðu all­ir flokk­ar því að ekki yrðu sett­ir á vega­gjöld. Nei, sagði nú­ver­andi sam­göngu­ráð­herra, nei, sögðu öll þing­manna­efni suð­ur­lands, og nei, sögðu hér um bil all­ir póli­tík­us­ar sem voru spurð­ir. Í ljósi þess að eng­in háði kosn­inga­bar­áttu sem gekk út á að fjár­magna sam­göngu­bæt­ur með vegatoll­um mætti hæg­lega spyrja sig hvort ein­hver hafi um­boð til að gera...

Ís­lenskt in­terrail

Í fyrra til­kynnti evr­ópu­sam­band­ið að það hyggð­ist gefa ung­menn­um ókeyp­is lest­ar­ferð­ir til að heim­sækja heims­álf­una. Hér er link­ur um það. Nú þeg­ar er til­tölu­lega ódýrt að kom­ast milli staða í Evr­ópu­sam­band­inu og ná­granna­lönd­um þess. Það eru mögu­leik­ar á ódýr­um rútumið­um og in­terrail-pass­inn sem ESB var nú þeg­ar góð leið til að heim­sækja marga staði ódýrt. En ung­menni sem eru...

Þau senda ekki sína bestu

Þeg­ar Banda­rík­in senda vara­for­seta sína hing­að þá senda þau ekki sína bestu. Þeir eru ekki að senda þig. Þeir eru ekki að senda þig. Þau eru að senda fólk með vanda­mál og þau taka vanda­mál­in sín með sér. Þau koma með stríð, þau koma með for­dóma, þau koma trú­arofsa. Og sum, geri ég ráð fyr­ir eru góð­ar mann­eskj­ur. Mike Pence...

Póli­tískt hæli fyr­ir öku­þóra

Fyr­ir um mán­uði síð­an kom upp hneykslis­mál í Nor­egi. Þing­kona hafði of­rukk­að fyr­ir ferða­kostn­að. "Við höf­um skoð­að þetta al­var­lega mál. Við biðj­um nú lög­regl­una um að hefja rann­sókn til að fá á hreint hvað hef­ur gerst. Við vilj­um líka fá að vita hvort þetta sé refsi­vert, sagði Mari­anne Andreassen for­stöðu­kona í stjórn­sýslu­deild norska Stór­þings­ins." Ástæð­an var sú að rök­studd­ur...

Frjáls­ir ein­stak­ling­ar, Frjáls­ir lík­am­ar

Frelsi, frelsi, frelsi. Eitt orð, marg­ar merk­ing­ar. Sum­ir vilja meina að mað­ur­inn sé frjáls til að fjár­festa í vopna­fram­leiðslu-fyr­ir­tækj­um, en ekki frjáls til að kaupa sér bjór eft­ir klukk­an sex á kvöld­in. Að hann sé frjáls til að reka manssals­hringi svo lengi sem hann kalli þá starfs­manna­leig­ur, en ekki frjáls til að sækja um at­vinnu ef hann er flótta­mað­ur. Stund­um...

Galdra­menn­irn­ir þrír

Einu sinni var galdra­mað­ur sem stýrði ríki með harðri hendi. Stór og mik­ill turn hans gnæfði yf­ir land­ið og það­an sá galdra­mað­ur­inn allt sem gerð­ist í rík­inu. Sá hæng­ur var þó á að galdra­mað­ur­inn sá ein­ung­is þá hluti sem gerð­ust í rign­ingu eða þoku. Þess­vegna varð þetta ríki þekkt sem Regn­landi, því það rigndi nærri alla daga með stöð­ug­um flóð­um,...
Markaðsbrestirnir í miðborginni

Mark­aðs­brest­irn­ir í mið­borg­inni

Það var einu sinni torg. Hjarta­torg. Og það má segja að í stutt­an tíma, með­an það var til hafi það ver­ið hjart­að í borg­inni. (Ólíkt flug­vell­in­um í Vatns­mýr­inni sem er í þess­ari lík­ingu senni­lega bólgni botn­lang­inn). Saga mið­borg­ar Reykja­vík­ur síð­ustu ár hef­ur ver­ið saga mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar. Túrism­inn hef­ur breytt bæn­um til hins betra. Það er núna líf á Lauga­veg­in­um jafn­vel...

Nagli, höf­uð, húsa­skjól

Við­ar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar hitti nagl­ann á höf­uð­ið í sam­tali við frétta­stofu RÚV í gær. Þeg­ar hann var spurð­ur út í þær „ham­far­ir“ sem verk­fall hót­el­starfs­manna á að vera að valda ferða­iðn­að­in­um svar­aði hann: „Ég held að líf fólks á lægstu laun­um sem hef­ur þurft að búa við óða­verð­bólgu í lang­stærsta ein­staka út­gjaldal­ið heim­il­anna sem er hús­næð­is­kostn­að­ur á síð­ustu...