Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Húsnæðið fyrst!

Listflakkarinn

Húsnæðið fyrst!

·

Fréttablaðið birti um daginn dásamlegt viðtal við tvo menn sem áður voru í gistiskýlum eða húsvögnum og eru nú með heimili á Víðinesi. Þar gera þeir hluti sem þeir hafa loksins næði til að gera, lesa heimspeki og horfa á netflix. Eins furðulegt og það kann að hljóma þá vantar stundum fátækum bara pening til að komast úr fátækt...

Tístað til lögreglunnar ( 1.hluti ?)

Listflakkarinn

Tístað til lögreglunnar ( 1.hluti ?)

·

„Oftar en ekki fá mál hjá lögreglu farsælan endir þótt tvísýnt kunni að hafa verið um slíkt í upphafi,“hófst færsla hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu núna um daginn. Söguefnið var hrakfarir eldri konu sem týndi bíl og barni þegar hún gekk út vitlausu megin í verslunarmiðstöð og hringdi í lögregluna. „Leitin stóð hins vegar stutt yfir því eftir rúmar 10 mínútur,...

Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·

Árið 2004 synjaði forseti Íslands frumvarpi um fjölmiðla sem Alþingi hafði samþykkt. Þingið hafði samþykkt lög sem meirihluti Íslendinga var á móti, að kominn væri gjá milli þings og þjóðar. Það hefur auðvitað oft verið gjá á milli valdstjórnarinnar og fólksins, tveir menn samþykktu stuðning þjóðar við Íraksstríð þrátt fyrir að yfir 90% sömu þjóðar væru andvíg því. Flekaskil verða...

Ljósmæðurnar og ráðherrann

Listflakkarinn

Ljósmæðurnar og ráðherrann

·

Fyrir nokkrum árum var orðið ljósmóðir valið fallegasta orð íslenskrar tungu. Þetta er vissulega mjög fallegt orð, en kannski svoldið væmið. Ljós og móðir saman hljómar of gott til að vera starfsheiti, fæðingartækniverkfræðingur væri kannski betra. Ljótt orð sem hljómar samt eins og einhver á ráðherralaunum. Ef við værum að verðlauna eftir mikilvægi starfsstétta væru ljósmæðurnar svo sannarlega á ráðherrakaupi,...

Tekjutengjum sektir

Listflakkarinn

Tekjutengjum sektir

·

Víða um heim, til dæmis í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Frakklandi eru umferðarsektir og annað í þeim dúr tekjutengdar. Til eru alls kyns útfærslur á því. Tilgangur sektanna er að hafa fælingaráhrif, ekki að setja fólk í gjaldþrot en tryggja að fólk leggi ekki í stæði sem þau eiga ekki tilkall til, keyri bíl á hraða sem ógnar...

Hættum að bregðast Hauki

Listflakkarinn

Hættum að bregðast Hauki

·

Eina raunverulega byltingin sem framin hefur verið á Íslandi er bylting Jörgen Jörgensens árið 1809. Líkt og allar úrbætur í réttindum Íslendinga fyrr og síðar kom byltingin utan frá, lýðræði, mannréttindi, frjálslyndi og verkalýðsbarátta eru allt innfluttar afurðir sem okkur hefur verið skammtað samkvæmt ströngustu tollkvótum. Árið 1992 þegar mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslenska ríkinu með...

Teprur Íslands sameinist

Listflakkarinn

Teprur Íslands sameinist

·

Hafa brjóst nýlega farið fyrir brjóstið þitt? Er nútímalist og/eða klassísk list of klámfengin og ögrandi. Þá máttu vita það að þú ert ekki ein/einn. Þú ert ekki eina fórnarlamb Borghildar Indriðadóttur og Gunnlaugs Blöndal. Það eru fleiri sem þjást. Nú þarft þú ekki lengur að þjást í þögn. Ég vil þakka Sigmundi Davíð, fyrrum forsætisráðherra, fyrrum kröfuhafa í íslensku...

Síðustu dagar íslenska fjölmiðilsins

Listflakkarinn

Síðustu dagar íslenska fjölmiðilsins

·

Þjáningarfrelsið er viðtalsbók við helstu leikendur og gerendur í fjölmiðlaheimi Íslands í gegnum árin, eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Í formálanum tekur Auður Jónsdóttir sérstaklega fram að ekki er um fræðibók að ræða, né heldur annál blaðamannafélagsins, kannski ekki að ástæðulausu því manni gæti við lestur bókarinnar dottið það í hug. Þó svo ekki sé um...

Kosningaþankar

Listflakkarinn

Kosningaþankar

·

Vangaveltur yfir framboði eins prósentsins. 1% þjóðarinnar fóru í framboð. Það er eiginlega bara pínu krúttlegt, frábært að svona margir treysti sér til erfiðra verkefna. Sveitastjórnarkosningar eru oftast mun fallegri birtingarmynd lýðræðis heldur en alþingiskosningar. Fáum dettur í hug að dreifa óhróðri um nágranna sína og eftir kosningar er oft auðvelt að finna samvinnugrundvöll. Enda vilja allir hreinar götur,...

Spurning til frambjóðenda VG

Listflakkarinn

Spurning til frambjóðenda VG

·

Nú styttist í kosningar og fylgi VG hefur hrapað. Í borginni hefur flokkurinn farið frá 20% niður í 6% og það liggur ljóst fyrir að þarna veldur núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Ég á marga vini sem studdu VG og eru mjög reiðir flokkinum fyrir þetta samstarf og finnst þeir með atkvæði sínu hafa verið gabbaðir til að styðja Bjarna Ben inn í...

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú kjósir

Listflakkarinn

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú kjósir

·

Þórólfur heitir maður Halldórsson. Sýslumaður. Ferill hans er um margt athyglisverður. Hann sat í kjördæmisráði fyrir sjálfstæðisflokkinn á norðvesturlandi meðan hann gegndi embætti sýslumanns á Patreksfirði. Þá var hann kærður fyrir það að keyra um bæjinn með kjörkassa og safna í þau atkvæðum sjálfstæðismanna. Framkvæmd kosninga á Íslandi er um margt sérstök, en þetta var svona í sérstakara lagi. Illa...

Sjálfvirk gagnagreining sjálfsagt mál

Listflakkarinn

Sjálfvirk gagnagreining sjálfsagt mál

·

Í augnablikinu er Alþingi með til umfjöllunar breytingu á höfundalögum sem eiga að leyfa sjálfvirka gagnagreiningu. Í stuttu máli snýst það um heimila og auðvelda rannsóknir, þannig að algrímur og gervigreindir geti nýtt sér texta í gagnasöfnun. Engin tapar pening á þessu, enda eru gervigreindir lítið í því að kaupa bækur, blöð eða „lesa“ í þeim skilningi sem við leggjum...

Fyrrum ráðherra ræðst á fjölmiðil

Listflakkarinn

Fyrrum ráðherra ræðst á fjölmiðil

·

Ögmundur Jónasson vegur að starfsheiðri Þórðar Snæs ritstjóra Kjarnans í pistli á bloggi sínu í dag. Þar vísar hann í ritstjórnargrein þar sem Þórður skrifar: Það liggur fyrir að nið­ur­staða rann­sóknar á meintum brotum for­stjór­ans fyrr­ver­andi hefur aldrei verið birt. Í stað þess hafi Ásmundur Einar Daða­son, núver­andi ráð­herra, ein­fald­lega sagt þing­heimi ósatt um nið­ur­stöðu máls­ins, ákveðið ein­hliða...

Elítuhöllin

Listflakkarinn

Elítuhöllin

·

Hrós dagsins fær Örvar Blær Guðmundsson þjónustufulltrúi í Hörpu sem sagði upp frekar en að samþykkja launalækkun. Skammir dagsins fær forstjóri Hörpu Svanhildur Konráðsdóttir fyrir að taka sér 20% launahækkun meðan starfsfólk Hörpu er látið lækka. Mér þykir vænt um að við séum með flott tónlistarhús. Við eigum ekki að vera nísk þegar kemur að þannig innviðum, en Harpa var...

Ráðningarskrifstofa VG

Listflakkarinn

Ráðningarskrifstofa VG

·

Stjórnmálaflokkar á Íslandi í dag virka meira eins og ráðningarskrifstofur heldur en fjöldahreyfingar. Eitt ágætt dæmi um það er hvernig dómsmálaráðuneytið dró til baka auglýsingu eftir nýjum upplýsingafulltrúa til að sníða ný skilyrði þegar í ljós kom að útvaldi kandídatinn var að keppa við fólk sem passaði betur inn í eðlilegar hæfniskröfur. Annað gott dæmi er sirkúsinn í kringum mál...

Nokkur ljóð um alheiminn

Listflakkarinn

Nokkur ljóð um alheiminn

·

Árekstrarnir Skammtafræðin kennir okkur að ekkert sé til nema í tengslum við hvort annað. Alheimurinn er fullur af eindum sem eru svo litlar að þegar við lítum undan eru þær ekki þarna. Þær eru ekki til fyrr en þær rekast á aðra eind. Þannig er alheimurinn einn risavaxinn árekstur. Og ekkert er til nema það sé að rekast á eitthvað...