Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Ísland og lögbönnin þrjú

Listflakkarinn

Ísland og lögbönnin þrjú

·

Í síðasta pistli sínum áður en hann var myrtur skrifaði blaðamaðurinn Jamal Khashoggi að það sem arabaheimurinn þyrfti helst væri meira tjáningarfrelsi. Hann kvartaði undan því að eftir fordæmingu vesturlanda fylgdi yfirleitt einungis þögn og því kæmust arabaríki upp með að þagga gagnrýna umræðu niður óáreitt, og hefðu gert lengi. Stuttu síðar var búið að myrða hann af sautján sádí-arabískum...

Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

·

Maður hefur heyrt svo margar skýringar á því hvernig Hillary Clinton, næstóvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, tókst að tapa fyrir Donald Trump, óvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, að ég myndi frekar kveikja í mér og stökkva út um gluggann heldur en að hlusta á enn einn fyrirlesturinn um það. Lof mér bara að segja að ég held að skýringin um...

Við Stephen Dedalus

Listflakkarinn

Við Stephen Dedalus

·

„Tungan sem við erum að tala er tunga hans áðuren hún er tunga mín. Orð einsog heimili, Kristur, öl, kennari hljómasvo allt öðruvísi af vörum hans en vörum mínum. Ég get ekki sagt eða skrifað þessi orð ánþess að finna til óróleika og öryggisleysis. Mál hans, sem er svo kunnuglegt og svo framandi mun ævinlega vera mér áunnin tunga. Ég...

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

Listflakkarinn

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

·

Hrós dagsins fær Þórhildur Sunna aðalþingkona Pírata úr Reykjavík Suður fyrir að vera ekki að skafa af því í umræðum um traust á þinginu í dag. Umræðuefnið var skýrsla um traust sem forsætisráðherra pantaði. Sennilega er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sú ríkisstjórn sem hefur verið hvað duglegust að panta skýrslur og skipa nefndir, bara svo hægt sé að fresta hinum allra...

Dýrasti þingmaðurinn

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·

Frá manninum sem færði okkur Vaðlaheiðargöng, sem gætu endað á að kosta okkur allt frá 17 milljörðum til 30, er nú komið nýtt reikningsdæmi. Það er sérstakur hátíðisfundur á þingvöllum til að fagna fullveldi. Umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur var heiðursgestur á samkomu sem eiginlega náði að kristalla alla pólitík Gamla Íslands sem búsáhaldabyltingin gekk út á að mótmæla. Samkoman snerist um...

Grafið undan trausti með fréttamennskuna að vopni

Listflakkarinn

Grafið undan trausti með fréttamennskuna að vopni

·

Á morgunvakt rás eitt í morgun fór fram athyglisvert spjall milli fjölmiðla og stjórnmálamanna. Hanna Katrín þingflokksformaður Viðreisnar og Bjarkey Olsen þingflokksformaður Vinstri-Grænna voru mættar til að ræða ýmislegt, þar á meðal skortinn á trausti til stjórnmálafólks. Hanna Katrín var frekar auðmjúk, talaði um nauðsyn samtalsins og að stjórnmálafólk þurfi að líta í sinni eigin barm, þetta væri ekki bara...

Minningarorð um vondan mann

Listflakkarinn

Minningarorð um vondan mann

·

Sem betur fer, fyrir fyrrum öldungardeildarþingmanninn bandaríska John McCain er helvíti ekki raunverulega til. Ef svo væri þá væri hann þar í djúpsteikingarpotti innan um aðrar McCain franskar. Um hann hef ég fátt annað að segja en að mín tilnefning til friðarverðlauna nóbels í ár er æxlið sem dró hann til dauða. Og þó, fyrst ég er byrjaður þá er...

Mölflugan

Listflakkarinn

Mölflugan

·

Að vera skáld er stundum eins og að vera fiðrildasafnari sem eltir litrík og falleg fiðrildi, en þegar það hefur fangað fiðrildið áttar það sig á að þetta var ekki sjaldgæf og áður óþekkt vera, heldur ósköp venjuleg og grá mölfluga. Þannig finnst mér það oft vera þegar ég byrja að hamra inn stafi á lyklaborðið í móðu innblásturs og...

Húsnæðið fyrst!

Listflakkarinn

Húsnæðið fyrst!

·

Fréttablaðið birti um daginn dásamlegt viðtal við tvo menn sem áður voru í gistiskýlum eða húsvögnum og eru nú með heimili á Víðinesi. Þar gera þeir hluti sem þeir hafa loksins næði til að gera, lesa heimspeki og horfa á netflix. Eins furðulegt og það kann að hljóma þá vantar stundum fátækum bara pening til að komast úr fátækt...

Tístað til lögreglunnar ( 1.hluti ?)

Listflakkarinn

Tístað til lögreglunnar ( 1.hluti ?)

·

„Oftar en ekki fá mál hjá lögreglu farsælan endir þótt tvísýnt kunni að hafa verið um slíkt í upphafi,“hófst færsla hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu núna um daginn. Söguefnið var hrakfarir eldri konu sem týndi bíl og barni þegar hún gekk út vitlausu megin í verslunarmiðstöð og hringdi í lögregluna. „Leitin stóð hins vegar stutt yfir því eftir rúmar 10 mínútur,...

Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·

Árið 2004 synjaði forseti Íslands frumvarpi um fjölmiðla sem Alþingi hafði samþykkt. Þingið hafði samþykkt lög sem meirihluti Íslendinga var á móti, að kominn væri gjá milli þings og þjóðar. Það hefur auðvitað oft verið gjá á milli valdstjórnarinnar og fólksins, tveir menn samþykktu stuðning þjóðar við Íraksstríð þrátt fyrir að yfir 90% sömu þjóðar væru andvíg því. Flekaskil verða...

Ljósmæðurnar og ráðherrann

Listflakkarinn

Ljósmæðurnar og ráðherrann

·

Fyrir nokkrum árum var orðið ljósmóðir valið fallegasta orð íslenskrar tungu. Þetta er vissulega mjög fallegt orð, en kannski svoldið væmið. Ljós og móðir saman hljómar of gott til að vera starfsheiti, fæðingartækniverkfræðingur væri kannski betra. Ljótt orð sem hljómar samt eins og einhver á ráðherralaunum. Ef við værum að verðlauna eftir mikilvægi starfsstétta væru ljósmæðurnar svo sannarlega á ráðherrakaupi,...

Tekjutengjum sektir

Listflakkarinn

Tekjutengjum sektir

·

Víða um heim, til dæmis í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Frakklandi eru umferðarsektir og annað í þeim dúr tekjutengdar. Til eru alls kyns útfærslur á því. Tilgangur sektanna er að hafa fælingaráhrif, ekki að setja fólk í gjaldþrot en tryggja að fólk leggi ekki í stæði sem þau eiga ekki tilkall til, keyri bíl á hraða sem ógnar...

Hættum að bregðast Hauki

Listflakkarinn

Hættum að bregðast Hauki

·

Eina raunverulega byltingin sem framin hefur verið á Íslandi er bylting Jörgen Jörgensens árið 1809. Líkt og allar úrbætur í réttindum Íslendinga fyrr og síðar kom byltingin utan frá, lýðræði, mannréttindi, frjálslyndi og verkalýðsbarátta eru allt innfluttar afurðir sem okkur hefur verið skammtað samkvæmt ströngustu tollkvótum. Árið 1992 þegar mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslenska ríkinu með...

Teprur Íslands sameinist

Listflakkarinn

Teprur Íslands sameinist

·

Hafa brjóst nýlega farið fyrir brjóstið þitt? Er nútímalist og/eða klassísk list of klámfengin og ögrandi. Þá máttu vita það að þú ert ekki ein/einn. Þú ert ekki eina fórnarlamb Borghildar Indriðadóttur og Gunnlaugs Blöndal. Það eru fleiri sem þjást. Nú þarft þú ekki lengur að þjást í þögn. Ég vil þakka Sigmundi Davíð, fyrrum forsætisráðherra, fyrrum kröfuhafa í íslensku...

Síðustu dagar íslenska fjölmiðilsins

Listflakkarinn

Síðustu dagar íslenska fjölmiðilsins

·

Þjáningarfrelsið er viðtalsbók við helstu leikendur og gerendur í fjölmiðlaheimi Íslands í gegnum árin, eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Í formálanum tekur Auður Jónsdóttir sérstaklega fram að ekki er um fræðibók að ræða, né heldur annál blaðamannafélagsins, kannski ekki að ástæðulausu því manni gæti við lestur bókarinnar dottið það í hug. Þó svo ekki sé um...