Þessi færsla er meira en ársgömul.

Beint lýðræði en bara þegar hentar

Beint lýðræði en bara þegar hentar

Lýðræðið hefur ekkert listrænt gildi. Lýðræðið er jafnvel smekklaust. Skoði maður niðurstöður í kosningum sem fóru fram í Vesturbænum veturinn 2020 væri auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, en þá greiddu um það bil 772 manns atkvæði með því að reist væri brjóstmynd af Kanye West skammt frá Vesturbæjarlaug.

Þessi tillaga virðist þrátt fyrir þessar vinsældir hafa farið fyrir brjóstið á ókjörnum embættismönnum og meintum sérfræðingum, sem telja tillöguna ótæka. Þó svo þeir segi það ekki með berum orðum í bréfi sínu til hugmyndahöfundar þá telja þeir hana greinilega of flippaða.

Flippuð er hugmyndin vissulega og heitustu stuðningsmenn hennar eru ungir gaurar sem eru eflaust frekar flippaðar týpur, eða telja sig vera það, en það má segja það um mörg góð útilistaverk líka. Í einu af úthverfum Seattle borgar má finna styttu af Lenín til dæmis, sem marg oft hefur verið reynt að fjarlægja en nýtur samt sem áður meiri hylli en óvildar, enda eitthvað svo skrítið og heillandi við að í borg sem hýsir Boeing, Microsoft og fjölmörg önnur stórfyrirtæki sé risavaxin stytta af stofnanda Sovétríkjanna. Mér allavega fannst taka því að fara þangað, taka mynd af mér með Lenín og fá mér kaffi þarna.

Að reisa styttu af Kanye West er ekki mikið flippaðri hugmynd. Hún er t.d. varla eins flippuð og að reisa risavaxin glerhylki utan um pálmatré í hverfi sem á eftir að reisa. Bæði pálmatrén og West eru umdeildar hugmyndir, ótal kommentarar æstu sig í kommentakerfunum yfir því að planta ætti pálmatrjám í listrænum tilgangi, og það er auðvitað ekki víst að hugmyndin gangi upp. Persónulega finnst mér hún tilraunarinnar virði, sérstaklega þegar ég ímynda mér pálmatrén standa tígullega upplýst og umlukin móðu innan í glersúlu meðan við hin erum úti í kuldanum að þramma í gegnum slyddu og skafrenning. Ef hugmyndin hefði komið upp í Betri Reykjavík hefði ég kosið með henni, en það er alveg öruggt að margir hefðu kosið á móti. Svipað og með West. Fjölmargir kusu með því að reisa styttu af rapparanum, og margir, meira en hundrað manns kusu gegn honum.

En stóri munurinn á pálmatrjáar-pælingunni, og styttunni af rapparanum er sú að ein hugmynd var valin af kjörnum fulltrúum og sérfræðingum, og hin af fólkinu sem býr í hverfinu. Það er því ljóst að styttan af Kanye West er með mun skýrara lýðræðislegt umboð. Hvað svo sem embættismönnum kann að finnast um listrænt gildi.

Þannig virðast embættismenn hjá borginni þó ekki skilja málið. Í svari til hugmyndahöfundarins Aron Kristins Jónassonar, (sem iðulega titlar sig Geitin sjálf), þá segja þeir hugmyndina ekki hafa neitt listrænt gildi. Þeir vísa til þess að brjóstmyndir séu sjaldgæfar núorðið, sem er í sjálfu sér rétt, en breytir ekki því hver niðurstaða kosninganna var. Listrænt gildi er álitamál. Huglægt mat. Í mínum huga er styttan af Kanye West einmitt ögrandi af því tenging hans við Vesturbæ er svo lítil. Svipað og Lenín í Seattle og fjölmörg önnur útilistaverk víða um heim. Ekki öll útilistaverk eru með djúpstæða sögulega tengingu við borgarlandslagið. Sum þeirra eru hugsuð sem brandari, og ég held að það megi nokkuð örugglega fullyrða um þessa tillögu.

En þó svo brjóstmynd af Kanye West sé kannski ekki eins hátíðleg hugmynd að reisa styttu af fyrstu alþingiskonunni fyrir framan inngang Alþingis, eða styttan af Ingólfi upp á Arnarhóli, þá getur verkið engu að síður veitt fólki gleði, skapað umræður.

Og ef fólk fílar hana ekki þá má alltaf setja þá tillögu inn í Betri Reykjavík að fjarlægja styttuna, og ef 700 manns vilja losna við styttuna og setja í staðinn brjóstmynd af Björk Guðmundsdóttur og 100 manns vilja halda henni, þá verður hún fjarlægð.

Aðalatriðið er að virða lýðræðislegar niðurstöður úr íbúakosningum, því annars er hætt við því að sjálft kosningaferlið verði brandarinn. Ekki Kanye West.

Ég skora því á Reykjavíkurborg að gera eftirfarandi:

Kanna hvort að Kanye West væri samþykkur því að stytta af honum verði reist í Vesturbæ.

Gefi hann samþykki sitt, ætti hugmyndin að fara á næsta stig í ferlinu sem er að kanna hvort íbúar í Vesturbæ vilji eyða útsvarspeningum sínum í að borga fyrir styttuna.

Ef að niðurstöður íbúakosninga eru einungis virtar þegar embættismönnum hentar þá munu íbúar á endanum missa áhugann á að taka þátt í þeim. Sem væri synd því að Betri Reykjavík er frábær vettvangur. Það hafa aldrei fleiri kosið og aldrei fleiri sent inn hugmyndir. Niðurstöður kosninga í Betri Reykjavík gefa okkur miklu betri mynd af lýðræðislegum vilja íbúa í Reykjavík heldur kosningar á fulltrúum sem svo dreifa ábyrgð sinni til misgáfulegra embættismanna í kerfinu. Og þessir íbúar sem tóku þátt hafa raunverulegan áhuga á því að gera borgina sína betri, ekki bara með því að kjósa um gangstéttarviðgerðir eða lagfæringar á ljósastaurum, heldur með því að hafa raunveruleg áhrif á umhverfi sitt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Úkraínu, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.