Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Reddum sumrinu, björgum vetrinum

Við erum öll í þessu saman er frasi sem heyrist oft þessa daganna, en sumar kennitölur eru jafnari en aðrar. Þetta á sérstaklega við um kennitölur sem tilheyra fyrirtækjum ekki fólki, sem er skrítið, í ljósi þess að það er mannfólkið sem heldur samfélaginu og fyrirtækjunum gangandi en ekki öfugt. Fyrir-tæki er fyrst og fremst það sem orðið segir að það sé, tæki. Þetta tæki getur greitt skatta heima þar sem það býr til tekjurnar sínar, eða falið þá í skattholi einhvers staðar, það getur greitt eiganda sínum arð, stundum mengar það án þess að hreinsa upp eftir sig, og þessa hluti þolum við sem samfélag þrátt fyrir að flest eigum við ekki fyrirtæki.

Við þolum stundum slæma hegðun í von um að fyrirtæki ráði fólk í vinnu, og við viljum flest hafa vinnu af því með þeirri leið náum við að lifa. Fyrir utan lífsviðurværið er vinnan svo oft líka stór hluti af sjálfsímynd og sjálfsvirðingu fólks, en ég þarf varla að skrifa það fyrir þá sem lesa þennan pistil. Ég get eiginlega gefið mér að allir lesendur mínir séu fólk en ekki fyrirtæki og viti vel hvernig það er að vera manneskja sem ýmist hefur vinnu eða ekki.

Samt hefur ríkisstjórnin gert allt sem hún getur fyrir fyrirtækin og gleymt fólkinu í sumum tilvikum. Sem er undarlegt, fyrirtæki gæti gufað upp og skipt um kennitölu án þess að það kosti mannslíf, en það sama er ekki hægt að segja um hina kennitöluhafana. Og þar að auki eru flest fyrirtæki hvort sem er dauðadæmd ef fólk hefur ekki pening milli handanna.

Gott dæmi um fólk sem heldur uppi fyrirtækjum eru námsmenn. Nemendur við háskóla og menntaskóla landsins fara nú flest út í sumarið án þess að hafa vinnu. Í fyrstu kann það að hljóma illa en þó ekki hrikalega, mjög margir búa hjá foreldrum og eru ekki í hættu á að skorta lífsnauðsynjar. En mjög margir nemendur, jafnvel í menntaskóla búa ekki við slíkan lúxus, um þann hóp þarf að hugsa sérstaklega vel augljóslega.

Ódýrir matsölustaðir, skemmtistaðir, fatabúðir, kvikmyndahús, menningarrými, alls kyns frumkvöðlar og námskeiða-haldarar eru háðir því að námsmenn hafi eitthvað milli handanna þegar þeir koma út úr sumrinu. Vegna þess hversu miklu máli neysla námsmanna skiptir fyrir litlu tannhjól hagkerfisins getur það haft geigvænleg áhrif að hunsa atvinnukrísu þeirra. Þessi skortur á kaupmætti námsmanna gæti orðið að snjóbolta sem vindur upp á sig allan vetur með þeim afleiðingum að sumarstörfin verði enn færri árið eftir.

Þá skiptir engu máli þó svo fyrirtækinu hafi boðist að segja upp starfsfólki og að ríkið borgi uppsagnarfrestinn, starfsmaðurinn verður ekki endurráðinn ef eftirspurnin eykst ekki í haust eða vetur. Það skiptir heldur ekki máli þó starfsmaðurinn sé settur í hlutastarf og atvinnuleysisbætur sjái um rest, starfsmanninum verður þá bara sagt upp í haust eða hlutfallið minnkað enn frekar þegar samdrátturinn eykst.

Á meðan tillögum um að hjálpa námsmönnum var hafnað, var peningum dælt svokallaða hlutabótaleið sem mörg fyrirtæki misnotuðu. Eitt fyrirtæki greiddi sér 600 milljónir í arð en lét ríkið taka á sig aukin kostnað til að spara sér pening. (Ef fyrirtæki hefðu sálir myndi maður kannski höfða til samvisku þess, eða jafnvel útskýra fyrir því hversu skammsýn þessi aðgerð væri, því ekki myndi fyrirtækið selja mikið í næsta ársfjórðungi ef allir höguðu sér svona).

Fjármálaráðherra kallaði þessa hegðun rýtingsstungu, en hann var varaður við. Fólk með kennitölu hefur samvisku, hinar kennitölurnar hafa það ekki og það verður að haga regluverkinu eftir því. Fyrirtækin greiddu sér arð á meðan ríkið greiddi þeim styrk til að segja upp fólki, og ekki einu sinni var gerð krafa um að þessi fyrirtæki forðuðust að nota skattaskjól. Sem þýðir náttúrulega að þau sem geta komist undan skatti og fengið aðstoð engu að síður munu gera það áfram þótt það sé álíka fáránlegt og ef tryggingafyrirtæki myndi greiða manni skaðabætur sem aldrei hefði greitt neitt tryggingagjald.

Í fljótu bragði lítur það út eins og krísa hafi verið nýtt til þess að dæla fé almennings til einkaaðila, en maður ætti svo sem aldrei að gera ráð fyrir illum ásetningi þegar heimska og klunnaskapur dugar til skýringar.

Þarna fór margt fé til spillis, en maður á aldrei að láta góða krísu fara til spillis eins og Winston Churchill sagði. Við getum nýtt krísuna til að gera góð hluti sem gagnast fólki, og jafnvel til lengri tíma.

Þann 18.mars skrifaði ég pistil um að nú væri að losna hópur fólks með mikla grunnþekkingu sem gæti hjálpað okkur að bjarga íslenskunni. Ef okkur er alvara um að viðhalda þessu örmáli þá þurfum við að tryggja aðgengi að íslensku efni á netinu. Það felur í sér að styðja við fjölmiðla og framleiðslu á alls kyns íslensku efni, en það þarf ekki alltaf að vera jafn stórtækt og heill kvikmyndaiðnaður eða risa efnisveitur.

Á hverjum degi nota ótal Íslendingar wikipedia til að fletta upp sér til gamans, eða vegna þess að þau þurfa að vita eitthvað, og þau neyðast oftar en ekki til að leita inn á ensku útgáfu síðunnar. Enda eru þar sex milljónir færslna (6,075,132), sem oft á tíðum eru mun ítarlegri en þær 49 þúsund(49,690) sem eru á íslensku útgáfunni. (Sem er ekki slæmt miðað við höfðatölu, en samt ekki nógu gott).

Jafnvel þó við réðum tvö hundruð námsmenn í að þýða eða skrifa færslur frá grunni heilt sumar, þá myndi það sennilega ekki færa okkur í flokk með tungumálum á borð við spænsku og ensku, en kannski gætum við náð að keppa við Esperanto með sínar 279 þúsund (279,788) færslur, eða Velsku með sínar 130 þúsund (130,711). Og það myndi dýpka þekkingu þeirra sem vinna við það, jafnvel á því sviði sem þau eru að læra akademískt.

Annað mikilvægt verkefni sem krefst gríðarlegs mannafla er endurheimt votlendis á Íslandi og skógrækt. Ef verstu spár rætast og Grænlandsjökull bráðnar gæti sjórinn í kringum Ísland kólnað með ófyrirséðum og hrikalegum afleiðingum. Svo maður tali nú ekki um ef Golfstraumurinn breytir um átt.

En fyrir utan hversu miklu máli það gæti skipt Ísland að hægja á hlýnun jarðar, þá væri það líka siðferðisleg skylda okkar þó svo lítið væri í húfi fyrir okkur. Milljónir, jafnvel milljarður manna gæti þurft að flýja hlýjustu svæði jarðar á þessari öld, og það er sviðsmynd sem mér langar helst ekki til að draga upp því hún er mjög óhugnanleg.

Þó það væri lítið á vogarskálarnar að þessu sinni, þá væri það snjallt og réttmæt ákvörðun að ráða alla þá námsmenn sem vildu í að moka ofan í skurði og planta trjám þannig að skógar og votlendi skili sér aftur á þá staði sem þeir voru eitt sinn.

Því það eru litlu neytendurnir á borð við námsmenn sem halda hagkerfinu gangandi. Fyrirtæki koma og fara, en þau eru háð því að einhver kaupi vörurnar þeirra. Hvers vegna ekki að sinna brýnum verkefnum, og redda sumrinu til að bjarga vetrinum?

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Fréttir

Land­ið sem fel­ur sann­leik­ann bak við lás og slá

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.
Við þurfum að tala um Eritreu
Viðtal

Við þurf­um að tala um Er­itr­eu

Sam­son Habte, frétta­stjóri fjöl­mið­ils­ins Er­isat, fékk skjól í Reykja­vík en hann neydd­ist til að flýja heima­land sitt, Er­itr­eu, vegna starfa sinna. Þar eru þús­und­ir í fang­els­um án dóms og laga, marg­ir vegna skoð­ana sinna, og frjáls­ir fjöl­miðl­ar eru bann­að­ir. Sam­son seg­ist vera rödd óvin­ar­ins í aug­um ein­ræð­is­stjórn­ar Er­itr­eu. Frétt­ir sem Sam­son og nokk­ur land­flótta er­itresk starfs­systkin hans víða um heim senda gegn­um gervi­hnött til Er­itr­eu ná til um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
ÞrautirSpurningaþrautin

797. spurn­inga­þraut: Kon­ur í NATO, inn­rás Frakka á Eng­land og hæð Heklu

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þessi eyja? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver var sá hæst­setti sem þurfti að segja af sér vegna Waterga­te-hneyksl­is­ins? 2.  En hvers vegna nefn­ist Waterga­te-hneyksl­ið Waterga­te-hneyksli? 3.  Á NATO-fund­in­um sem lauk á dög­un­um mættu fjór­ar kon­ur sem leið­tog­ar ríkja sinna. Ein þeirra var vita­skuld Katrín Jak­obs­dótt­ir héð­an frá Ís­landi en hvað­an komu hinar kon­urn­ar þrjár? Þið þurf­ið að...
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
Fréttir

Bjarni furð­ar sig á dómur­um og seg­ir þá eiga að skila því sem of­greitt var

„Fólk­ið í land­inu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flók­ið fyr­ir efsta lag rík­is­ins, æðstu emb­ætt­is­menn­ina, að skila því sem of­greitt var úr op­in­ber­um sjóð­um,“ skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um mót­mæli dóm­ara við því að þurfa að end­ur­greiða of­greidd laun.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Fréttir

Rík­ið hef­ur of­greitt kjörn­um full­trú­um og emb­ætt­is­mönn­um sam­tals 105 millj­ón­ir

Vel á þriðja hundrað kjör­inna full­trúa, ráð­herra og emb­ætt­is­manna hafa á síð­ustu ár­um feng­ið greidd of há laun frá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem studd­ist við rangt við­mið við launa­hækk­an­ir. Sam­tals nem­ur of­greiðsl­an 105 millj­ón­um króna. 45 þess­ara ein­stak­linga eru ekki leng­ur á launa­skrá rík­is­ins. Tólf mán­aða end­ur­greiðslu­áætlun hef­ur ver­ið sam­þykkt.
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Fréttir

22 börn biðu eft­ir brott­flutn­ingi í byrj­un júní

Tug­ir um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hafa beð­ið leng­ur en ár eft­ir að vera flutt af landi brott eft­ir að um­sókn­um þeirra hef­ur ver­ið hafn­að. Tutt­ugu og tvö börn biðu brott­flutn­ings í byrj­un mán­að­ar, sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi.
796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.