Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Látum söguna ekki endurtaka sig í þetta sinn

Látum söguna ekki endurtaka sig í þetta sinn

Sagan endurtekur sig, er eitt óhugnanlegasta orðatiltæki sem til er, því þó svo mannkynssagan innihaldi mörg afreksverk og athyglisverða hluti þá inniheldur hún ótal atburði sem við ættum að læra af og sjá til þess að endurtaki sig aldrei.

Málshátturinn, þeir sem læra ekki af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana, er aðeins skárri. Manni líður stundum eins og enginn læri neitt, eða breyti neinu, en ég vil þó trúa því að það sé val og að við getum betur.

Við getum séð til þess að sagan endurtaki sig ekki, a.m.k. ekki hér á Íslandi og að bruninn á Bræðraborgarstíg þar sem þrír létust verði einsdæmi. En þá verðum við að hafa hraðar hendur. Alþingi verður að breyta lögum. Sveitastjórnir verða að breyta stefnum. Sumir, þeir sem bera ábyrgð, ættu að víkja til hliðar. Og það verður að refsa fyrir glæpina sem ollu þessum mannskaða.

Við upphaf síðustu aldar bjuggum við í heimi þar sem engar reglur voru til sem vernduðu vinnufólk og því að sjálfsögðu ekkert eftirlit með þeim heldur. Fólk vann við lífshættulegar aðstæður án þess að fá eðlilega hvíld, með þeim afleiðingum að oft urðu hræðileg slys.

En slys er eiginlega rangnefni. Því þegar búið er að vara við einhverju ítrekað, og það er hunsað af því einhver annar vill græða, spara eða telur það sér ekki í hag að bregðast við, þá er um voðaverk að ræða. Jafnvel vísvitandi manndráp.

Eitt af þessum frægustu voðaverkum átti sér stað í New York 1911, þegar Triangle Waist Company brann til grunna. Þessi skyrtu verksmiðja stóð í Greenwich Village og hafði um 500 konur í vinnu hjá sér, konur sem flestar voru innflytjendur og hefðu hugsanlega ekki þekkt rétt sinn, ef réttur þeirra hefði verið nokkur í lagabókstafnum. Á þessum tíma var svo ekki. Engin lög voru gegn því að greiða fólki laun sem dugðu ekki fyrir lifibrauði, og heldur ekki nein sem giltu um stórhættulegan búnaðinn, vélarnar eða úrganginn (hrúgurnar af afgangsefni sem lágu á víð og dreif). Ég þekki ekki hvort þessi eini brunaútgangur sem konurnar höfðu aðgang að hafi verið löglegur þá eða ekki,  en samtímamenn þessarar verksmiðju áttu síðar eftir að fordæma eigendur hennar fyrir þessar aðstæður.

Enda þegar verksmiðjan brann til kaldra kola og 146 starfsmenn létu lífið þá voru eigendur verksmiðjunnar dæmdir fyrir manndráp. Þeir höfðu verið varaðir við og höfðu ekki hlustað.

Því miður þurftu þá 146 manns að láta lífið. Einn þriðji þeirra stökk út um glugga til að verða ekki eldsmatur og hröpuðu til jarðar, sem hlýtur að hafa verið hrikaleg sjón að sjá.

Það eru núna um það bil fjögur ár síðan fjölmiðlar skrifuðu greinar um aðstæðurnar á Bræðraborgarstíg. Um gluggana sem voru ónýtir, um rafmagnssnúrurnar sem stóðu úr veggjum, mygluna og þá staðreynd að „ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur.

Þetta er orðrétt tilvitnun. Og þetta er líka einmitt það sem gerðist fyrir nokkrum dögum, fjórum árum eftir að greinin birtist í Stundinni.

Þetta ætti því hvorki að koma slökkviliðinu, verkalýðsfélögum, sveitarstjórn, né stjórnvöldum á óvart.

Þau vissu vel af þessu, og þau vita vel að þetta er ekki einsdæmi. Þau vita t.d. að í húsinu við hliðina á þessu er annað hús með enn fleiri kennitölur í sama lögheimili. Og slökkviliðið hefur langan lista af húsnæði sem telst óhæft til mannabúsetu, en við vitum samt að fólk hírist í.

Fjölmiðlar hafa líka skrifað um nokkur hundruð börn sem búa í svona óöruggu húsnæði.

Við eigum ekki að bíða eftir næstu hörmungum. Við eigum ekki að bíða eftir því að lesa um börn sem kafna í reyk, eða hlusta á þá sem þræta fyrir og gaslýsa þessu máli.

Við verðum að krefjast aðgerða.

Í kjölfar Triangle Shirtwaist hörmungana voru í fyrsta sinn samþykkt í Bandaríkjunum lög sem kváðu um einhvers konar vinnustaðaeftirlit. Skyldur og kvaðir um brunavarnir og útganga. Og mennirnir sem báru ábyrgð á verksmiðjunni fóru í fangelsi fyrir manndráp.

Hvað ætlum við að gera hér?

Hvernig ætlum við að tryggja að sagan endurtaki sig ekki?

Sem betur fer hefur Alþingi ekki enn slitið störfum þó svo búið sé að semja um þinglok. Sé vilji fyrir hendi þá getur vinstri flokkurinn sem leiðir þessa ríkisstjórn, forsetinn Steingrímur J. og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir, kallað alla flokka á fund sinn, ásamt fulltrúum frá verkalýðshreyfingunni og fundið út úr því hvernig við komum í veg fyrir að börn og fullorðnir búi enn einn mánuðinn í viðbót í aðstæðum sem ógna lífi þeirra.

Það er nóg af lausu plássi. Og nóg af vinnandi höndum sem gætu byggt meira. Við þurfum einungis stjórnvöld sem taka húsnæðisvandann alvarlega.

Við getum líka gert launaþjófnað raunverulega ólöglegan. Því ef við getum refsað fólki sem stelur samloku með fangelsisvist, þá getum við refsað fólki sem rænir ígildi þúsund samlokna frá starfsfólki sínu á annan máta en að það leiðrétti launaseðilinn. Því núverandi löggjöf sýnir að við tökum ekki allan þjófnað jafn alvarlega.

Í þriðja lagi þurfa sveitarfélög og slökkvilið að hafa valdið til að grípa inn í strax, og koma fólki úr lífshættulegum aðstæðum um leið og vitað er af þeim. Mögulega er skortur á baráttufólki innan þess geira sem á að hafa eftirlit með þessu, standi fólk ekki undir þessari ábyrgð verður það einfaldlega að víkja, en þetta vald á ekki að þýða umboð til að henda fólki út á götuna.

Það standa tóm hótelherbergi um þessar mundir. Nýtum þau.

 

E.S.

Þing, ríkisstjórn, sveitarfélög og aðrir eftirlitsaðilar hefðu líka getað brugðist við eftir Kveik-þátt fyrir nokkrum árum. Ekki láta gaslýsa ykkur til að halda að núna sé ekki tíminn og að betra sé að gera eitthvað í haust. Tíminn er núna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Fréttir

Land­ið sem fel­ur sann­leik­ann bak við lás og slá

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.
Við þurfum að tala um Eritreu
Viðtal

Við þurf­um að tala um Er­itr­eu

Sam­son Habte, frétta­stjóri fjöl­mið­ils­ins Er­isat, fékk skjól í Reykja­vík en hann neydd­ist til að flýja heima­land sitt, Er­itr­eu, vegna starfa sinna. Þar eru þús­und­ir í fang­els­um án dóms og laga, marg­ir vegna skoð­ana sinna, og frjáls­ir fjöl­miðl­ar eru bann­að­ir. Sam­son seg­ist vera rödd óvin­ar­ins í aug­um ein­ræð­is­stjórn­ar Er­itr­eu. Frétt­ir sem Sam­son og nokk­ur land­flótta er­itresk starfs­systkin hans víða um heim senda gegn­um gervi­hnött til Er­itr­eu ná til um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
ÞrautirSpurningaþrautin

797. spurn­inga­þraut: Kon­ur í NATO, inn­rás Frakka á Eng­land og hæð Heklu

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þessi eyja? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver var sá hæst­setti sem þurfti að segja af sér vegna Waterga­te-hneyksl­is­ins? 2.  En hvers vegna nefn­ist Waterga­te-hneyksl­ið Waterga­te-hneyksli? 3.  Á NATO-fund­in­um sem lauk á dög­un­um mættu fjór­ar kon­ur sem leið­tog­ar ríkja sinna. Ein þeirra var vita­skuld Katrín Jak­obs­dótt­ir héð­an frá Ís­landi en hvað­an komu hinar kon­urn­ar þrjár? Þið þurf­ið að...
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
Fréttir

Bjarni furð­ar sig á dómur­um og seg­ir þá eiga að skila því sem of­greitt var

„Fólk­ið í land­inu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flók­ið fyr­ir efsta lag rík­is­ins, æðstu emb­ætt­is­menn­ina, að skila því sem of­greitt var úr op­in­ber­um sjóð­um,“ skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um mót­mæli dóm­ara við því að þurfa að end­ur­greiða of­greidd laun.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Fréttir

Rík­ið hef­ur of­greitt kjörn­um full­trú­um og emb­ætt­is­mönn­um sam­tals 105 millj­ón­ir

Vel á þriðja hundrað kjör­inna full­trúa, ráð­herra og emb­ætt­is­manna hafa á síð­ustu ár­um feng­ið greidd of há laun frá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem studd­ist við rangt við­mið við launa­hækk­an­ir. Sam­tals nem­ur of­greiðsl­an 105 millj­ón­um króna. 45 þess­ara ein­stak­linga eru ekki leng­ur á launa­skrá rík­is­ins. Tólf mán­aða end­ur­greiðslu­áætlun hef­ur ver­ið sam­þykkt.
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Fréttir

22 börn biðu eft­ir brott­flutn­ingi í byrj­un júní

Tug­ir um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hafa beð­ið leng­ur en ár eft­ir að vera flutt af landi brott eft­ir að um­sókn­um þeirra hef­ur ver­ið hafn­að. Tutt­ugu og tvö börn biðu brott­flutn­ings í byrj­un mán­að­ar, sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi.
796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.