Þessi færsla er meira en ársgömul.

Það sem Alþingi gleymdi að ræða

Í síðustu viku létu lífið þrjár manneskjur í bruna sem hefði verið hægt að komast hjá.

Engin hefði þurft að stökkva út um glugga í örvæntingu ef hlustað hefði verið á þær raddir sem fyrir fjórum árum bentu á að engar útgönguleiðir aðrar væru. Auðvitað hefði enginn átt að hírast þarna inni til að byrja með, hvað þá greiða okurverð fyrir þá ömurlegu vist.

Þetta mál er því miður ekkert einsdæmi. Hundruðir barna búa í óöruggu húsaskjóli sem ekki uppfyllir þær lágmarkskröfur sem við hin höfum efni á að gera. Slökkviliðið og eftirlitsaðilar vita af þeim í Hafnarfirði, í Kópavogi, og Reykjavík, jafnvel bara í næsta nágrenni við húsið sem brann.

Við höfum horft á Kveik fjalla um þessi mál. Um arðrán, launastuld sem starfsmannaleigur (sem réttilega mætti kalla þrælaleigur) stunda, um tugi eða hundruðir manna sem hírast í húsnæði sem er langt frá því að teljast viðunandi þar sem þeir greiða leigu sem hirðir frá þeim alltof stóran hluta af alltof litlum launaseðli.

Þegar Kveikur sjokkeraði fyrir tveimur eða þremur árum fóru fram umræður á þingi, sem leiddu til nefnda og samráðs, og eflaust starfshópa og samráðnefnda, og loforða án efnda. Það eina sem kom út úr því var örstutt upprifjun á að félags og atvinnumálaráðherra ætti sjálfur hlut í fyrirtæki sem hefði snuðað erlendan verkamann, og ekki mikið meira en það.

Aðgerða var þörf. Löggjafar var þörf. En ekkert gerðist. Enda kannski ekki í hag þeirra sem sitja í ráðherrastólum að gera eitthvað.

Nú er Groundhog-day hafinn á ný. Nema í þetta sinn vöknum við með andfælum við það að ekki er nóg með að hafi verið svindlað á fólki, skeytingarleysi okkar hefur í þetta sinn kostað mannslíf.

Þegar ég skrifaði pistil minn á sunnudaginn átti ég raunverulega von á því að málið yrði tekið til umræðu. Ég átti ekki von á aðgerðum. Ég átti von á nefnd eða starfshóp, nefnd um starfshóp eða starfshóp um nefnd, sem hugsanlega myndi skila tillögu inn í ráðuneyti eða skýrslu handa þingi.

Auðvitað býst enginn við því að þessi stjórn geri það sem stéttarfélögin leggja til og skilgreini þjófnað á launum sem þjófnað. Eða að hún líti á það sem hlutverk sitt að tryggja verkafólki öruggt húsaskjól.

En það er stórfurðulegt að enginn þingmaður eða þingkona hafi stigið upp í pontu og a.m.k. sagt einhver samúðarorð, eitthvað til að minnast manneskja sem að vísu höfðu ekki atkvæðisrétt en þó voru hluti af samfélaginu.

Það er skammarlegt og opinberandi.

Eitt af því sem það opinberar er viðhorfið til þeirra sem ekki eru áhrifafólk í þessu samfélagi. Þeirra sem ekki eiga greiðan aðgang að valdinu, geta ekki tjáð sig með peningagjöfum í prófkjöri, áhrifavaldi í fjölmiðlum og miklu atkvæðamagni í kosningum. Erlent verkafólk sem er sá hópur sem verður verst úti á hinum stórhættulega íslenska leigumarkaði hefur engin áhrif í samfélaginu. Sama gildir um þá fíkla sem þjást vegna þess að veikindi þeirra hafa gert þá að skotmarki fyrir refsikerfið og stríðið gegn fíkniefnum. Hagsmunir og staða þessara hópa fer ekki alltaf saman, en viðhorfið er svipað, alþingismenn þurfa ekki að óttast reiði þeirra og sýna þess vegna velferð þessara hópa algjört skeytingarleysi.

Þegar fiskeldisfyrirtæki var gert að hlíta úrskurði sem náttúruverndarsinnar höfðu fengið í gegn fyrir tveimur árum tók þingheimur sig til og afgreiddi í flýti frumvarp sem sá til þess að fiskeldið þurfti ekki að missa svo mikið sem hálfan aur eða krónu úr markaðsvirði sínu. Það tók ekki nema sólarhring að ræða.

Það sýnir að þegar vilji er fyrir hendi er ekkert mál að hrista úr ermi sinni frumvarp sem er kannski gallað, en getur verið sótthreinsandi eða plástur á svöðusár.

Engin bjóst við dugnaði, elju, framsýni eða skilningi.

En ég er samt undrandi á þessari þögn. Var í alvöru engan lærdóm hægt að draga af brunanum á Bræðraborgarstíg? Var engin ástæða til að fara í naflaskoðun og spyrja sig hvernig við komum fram við fólkið sem vinnur erfiðustu og lægstlaunuðustu vinnuna?

Í stað þess fór fram nokkurra klukkustunda málþóf sem snerist um misskilning á því hvað fælist í almenningssamgöngum, og hálftíma umræðu um það hvort karlmenn á þingi ættu að vera í jakka eða ekki. Mér hefði þótt það sóun á tíma hvenær sem er, en núna er fjölda-atvinnuleysi, húsnæðiskrísa, varhugaverðir farsóttartímar og hugsanlega stærsta efnahagskreppa í manna minni fram undan, fyrir utan fílinn í herberginu, reykskýið sem sveif yfir höfuðstaðnum í síðustu viku.

Verðskuldaði hið íslenska Grenfell ekki nokkur orð um að þetta mætti ekki gerast aftur?

Eða er hugmyndin sú að spara umræðuna þar til þetta gerist í annað sinn?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Úkraínu, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.