Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Veitum Chelsea skjól

Veitum Chelsea skjól

Í mars árið 2005 var skákmeistaranum Bobby Fischer veittur íslenskur ríkisborgararéttur af mannúðarástæðum. Síðan árið 1992 hafði þessi fyrrum heimsmeistari í skák verið á flótta eftir að hafa rofið viðskiptabann sem Bandaríkin höfðu sett á Júgóslavíu, með því að fljúga til Belgrade til að tefla við sinn forna andstæðing og félaga Boris Spassky.

Þetta viðskiptabann var ekki sett á í gríni. Ályktun 757 sem öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkti snerist um að koma í veg fyrir frekari átök í Bosníu-Herzegóvínu, en þar átti sér síðar stað hrikalegt umsátur og fjölmargir stríðsglæpir, og ekki sér enn fyrir endanum á afleiðingunum þeirra. Erindi Bobby Fischer var heldur ekki ýkja göfugt, hann fékk greidda háa fjárhæð fyrir skákina.

Engu að síður vakti mál Bobby samúð hjá Íslendingum. Við þekktum hann frá því hann hafði teflt um heimsmeistaratitilinn við Spassky árið 1972 og komið Reykjavík og Íslandi í sviðsljósið alþjóðlega. Þetta var á tímapunkti sem Ísland var ekki á hvers manns vörum sem land sem allir þyrftu að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Við vissum að hann var sérvitur og skrítinn. Bobby var auðvitað snillingur, en ég hugsa að árið 2005 þegar hann var kominn í japanskt fangelsi eftir að hafa verið stöðvaður á flugvellinum Narita með ógilt vegabréf hafi hann verið tæpt kominn bæði líkamlega og andlega.

Sem betur fer björguðum við honum og ég leyfi mér að fullyrða að ef Bobby Fischer hefði verið heimsmeistari í einhverri annarri og líkamlegri íþrótt, einhverri sem fæli í sér að skjóta boltum í körfur, kýla annað fólk, eða ryðjast á grasvelli með tuddaskap, þá hefði hann sennilega verið náðaður af einhverjum forsetanum áður en til þessa kom.

Ég man eftir að hafa séð hann nokkrum sinnum á vappi þegar ég var í Listaháskólanum á Sölvhólsgötu og rölti oft framhjá fornbókabúðinni á Klapparstíg þar sem hann var tíður gertur. Hann leit yfirleitt út fyrir að vera þreyttur og áttavilltur, en auðvitað þekkti ég ekki hagi hans neitt nánar og get ekki dregið neinar ályktanir um þá. Ég er einfaldlega stoltur af því að þessi heimsmeistari skyldi hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt og að hann skyldi hafa fengið að eyða ævikvöldinu á Íslandi.

Nú er önnur afreksmanneskja með sambærileg Íslands-tengsl ofsótt af stjórnvöldum í sínu heimalandi. Ég er að vísa til Chelsea Manning, en árið 2010 opinberaði hún gerendur í skelfilegum fjöldamorðum með hjálp Wikileaks. Á þessum tíma var hún hermaður og opinberunin var mikil fórn af hennar hálfu sem kostaði hana vináttu og virðingu samstarfsfélaga og þýddi að hún þurfti að eyða næstu árum í fangelsi. Í raun gat hún ekki vitað hvort hún myndi nokkurn tímann sleppa, en Barack Obama stytti dóminn rétt áður en hann lét af embætti. Þá hafði hún setið inni í fimm ár og þolað hrikalega meðferð.

Hún hafði verið pyntuð og sætt einangrun með þeim afleiðingum að hún gerði sjálfsmorðstilraun. Margra mánaða einangrun þar sem hún var stundum látin sofa nakin.

Eins og margir kannast við lék ríkisútvarpið stórt hlutverk í opinberun á fjöldamorðum Bandaríkjahers í Írak, og birti m.a. myndbandið sem kallað hefur verið Collateral Murder. Síðan þá hefur Kristinn Hrafnsson sem þá starfaði hjá þjóðar-fjölmiðlinum unnið náið með Wikileaks, meðal annars sem talsmaður. Kristinn Hrafnsson og Ingi Ingason áttu svo eftir að vinna til mannréttindaverðlauna í Barcelona fyrir myndina Collateral Murder árið 2011. Fleiri Íslendingar tóku þátt í þessu verkefni svo sem Birgitta Jónsdóttir þáverandi alþingiskona, en ég læt vera að telja þá upp þar sem þetta snýst um Chelsea Manning en ekki okkur.

Hún tók á sig fórnirnar og óhlýðnaðist sömu stjórnvöldum og Bobby Fischer. En það gerði hún í mun göfugri tilgangi. Hún opinberaði mannréttindabrot. Hún opinberaði spillingu. Hún kom upp um fjöldamorð.

Fyrir þetta var henni var refsað. Fyrir fjöldamorðin í Collateral Murder var henni einni var refsað. Þó svo að sjálfsögðu fælist glæpur hennar einungis í að koma sönnunargögnum í hendur fjölmiðla.

Samkvæmt Ethan McCord, hermanni sem kemur fyrir í myndbandinu Collateral Murder, var alvanalegt að skotið væri á almenning í Bagdad á þessu tímabili hernámsins. (Myndbandsupptakan sjálf er frá júlí 2007). Ég held að það sé öruggt að fullyrða að við vitum ekki um nema brotabrot af þeim hryllingi sem gerðist í Íraksstríðinu því það hefur verið svo vel þaggað niður, og sú sýn ekki borist vestrænum augum á sama máta og til dæmis Víetnamsstríðið.

Þegar Víetnamstríðið átti sér stað var enn einhver virðing borin fyrir rannsóknarblaðamennsku, og þeir sem uppljóstruðu gögnum sem talin voru eiga erindi við almenning eins og t.d. Daniel Ellsberg sem opinberaði Pentagon-Pappírana, voru hylltir sem hetjur. Þeir þurftu ekki að dúsa mánuðum saman í einangrun, naktir og niðurlægðir.

En nú er öldin önnur. Árið 2020 er heimurinn ekki góður staður fyrir hugsjónafólk.

Chelsea Manning hefur sýnt ótrúlegt þol og staðfestu. Þrátt fyrir að vera náðuð var hún aftur handtekin fyrir að vilja ekki vitna gegn Wikileaks í svívirðulegum réttarfars-skandala í Bandaríkjunum. Aftur var hún sett í einangrun. Aftur var hún pyntuð. Og aftur gerði hún sjálfsmorðstilraun.

Þetta er ekkert svo ólíkt nornafári, eða Guðmundar og Geirfinnsmálinu, þar sem einangrun er ætlað að buga fórnarlambið og þvinga úr því þann vitnisburð sem stjórnvöld vilja heyra.

Í þetta sinn leiddi bágt ásigkomulag Chelsea til þess að henni var sleppt úr haldi, eftir að hafa verið lokuð inni frá því í 8 mars í fyrra. Það gerir árs fangelsisvist fyrir þann glæp einan að segja stjórnvöldum ekki það sem þau vilja heyra.

Í ljósi þessa held ég við sem þjóð ættum að bjóða Chelsea Manning skjól. Við og heimurinn allur skuldum henni fyrir uppljóstranir hennar, en Manning hefur í það minnsta alveg jafn mikla Íslandstengingu og Bobby Fischer, auk þess sem við getum öll verið sammála um að hún er mun betri manneskja en við flest.

Að gefa henni kost á ríkisborgararétt og öryggi á Íslandi væri lítið skref í átt til þess að bæta upp fyrir stuðning okkar við innrásina í Írak.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
ÞrautirSpurningaþrautin

791. spurn­inga­þraut: Picasso mál­aði portrett af ... hvaða konu?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þetta fjall? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða vin­sæla hljóm­sveit sendi frá sér plöt­una Their Satanic Maj­esties Requ­est ár­ið 1967? 2.  Hver var þá að­al gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar?   3.  Dönsk yf­ir­völd og sér í lagi for­sæt­is­ráð­herr­ann hafa nú feng­ið skömm í hatt­inn hjá op­in­berri rann­sókn­ar­nefnd í Dan­mörku vegna fram­göngu sinn­ar í máli sem sner­ist um ákveðna dýra­teg­und. Hvaða dýr voru...
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
MenningHús & Hillbilly

Myndi ör­ugg­lega aldrei fara neitt ef hún vissi allt

Covid-far­ald­ur­inn birt­ist ljós­lif­andi á nýj­asta lista­verki lista­kon­unn­ar Eirún­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, Raun­tím­ar­efl­in­um, sem var saumað­ur með­an á far­aldr­in­um stóð. Ref­ill­inn tók mið af stöðu far­ald­urs­ins á hverj­um tíma og var loka­út­kom­an því ekki fyr­ir­fram ákveð­in.
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Þeg­ar full­orð­ið fólk ger­ir sig að fífli

Rétt eins og flokk­ur­inn hef­ur þeg­ar sann­að að hann er ekki leng­ur vinstri­hreyf­ing með þjónk­un sinni við efna­hags­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá er nú morg­un­ljóst að hann er ekki held­ur grænt fram­boð, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um Vinstri græn.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
ÞrautirSpurningaþrautin

790. spurn­inga­þraut: Úr hvaða kvik­mynd­um eru skjá­skot­in?

Þema­þraut dags­ins snýst um er­lend­ar kvik­mynd­ir. Auka­spurn­ing­arn­ar eru um ís­lenska sjón­varps­þætti. * Fyrri auka­spurn­ing: Hér fyr­ir of­an er aug­lýs­ing fyr­ir ís­lenska sjón­varps­þætti sem nefnd­ust ... ? Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Úr hvaða bíó­mynd er þetta? 2.  Úr hvaða mynd er þetta? * 3.  Kannski hafa ekki marg­ir séð þessa mynd núorð­ið. En þið ætt­uð samt að þekkja hana með nafni....