Listflakkarinn

Tepran sem stal byltingunni

Tepran sem stal byltingunni

Það krafðist eflaust mikils hugrekkis að viðurkenna að myndin sem hékk á veggnum inn á vinnustaðnum olli manni óþægindum. Eflaust gerðu sumir grín að manneskjunni sem játaði að sér þætti þetta verk ekki við hæfi þarna. En það er allt í lagi. Sumir hafa tekið þennan slag yfir klám-dagatölum, aðrir vegna málverka með erótískum undirtónum. 

Nú eru margir búnir að hamast á „teprunni“ svokölluðu í Seðlabankanum. Ég er reyndar á meðal þeirra. Sá hamagangur byggist að sumu leyti á misskilningi, það er t.d. búið að dreifa um allt málverk eftir Gunnlaug Blöndal af naktri konu að greiða sér sem þó er ekki málverkið sem um ræðir. Það er í raun magnað hversu margir eru reiðubúnir að tjá sig um verk sem þeir hafa aldrei persónulega séð. (Þarna er ég að skjóta á sjálfan mig líka). 

En að því sögðu þá er listrænu tjáningarfrelsi ekki ógnað af fólki sem hefur skoðanir á því hvaða verk mega hanga inn á vinnustað sínum. „Tepran“ svokallaða var ekki að kalla eftir því að öllum verkum Blöndals yrði héðan í frá komið ofan í geymslu, eða fjarlægð af listasöfnum. Eigum við ekki bara að viðurkenna hina augljósu staðreynd að sýningarrými fyrir list og vinnustaður eru tvenns konar rými sem verða að hafa öðruvísi reglur um hvað má og hvað má ekki? Þeir sem raunverulega hafa áhyggjur af tjáningarfrelsi ættu kannski að nýta rými leiðara sinna til að tjá sig um lögbann á fjölmiðlum, breyta meiðyrðalöggjöf og/eða styðja við bakið á þeim fjölmörgu listamönnum sem bandalags- og viðskiptaþjóðir okkar eins og Tyrkland hafa látið handsama.

Þessi umræða um púritanisma fyllti leiðara, bakþanka og félagsmiðla-yfirlýsingar ýmissa alvarlegra álitsgjafa í gær, svo mjög að ekki nokkur þeirra minntist á að í þann dag væri tíu ára afmæli Búsáhaldabyltingarinnar. Það hefði verið verðugara umfjöllunarefni, að ræða hvaða menningarlegar, stjórnskipulegar og pólitískar afleiðingar það hafði að mótmælendum tókst að koma ríkisstjórn frá. Að þann 21. janúar 2009 hefðu þúsund Íslendingar streymt út á Austurvöll, hindrað störf þjóðþingsins, leitt til þess að byrjað var að skrifa nýja stjórnarskrá, að forsætisráðherra varð að stíga til hliðar og var á endanum dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot og ýmislegt fleira. Tíu ára afmæli hefði verið fín tímasetning til að gera upp þá arfleifð í leiðurum, bakþönkum eða öðrum umræðuvettvöngum.

Það reyndist ómögulegt. Freistingin var of mikil. Þarna gátu allir slegið sér upp sem málfrelsis-riddurum og um leið sýnt hvað þau voru svöl og víðsýn því þau sáu ekkert rangt við nekt í myndlist. (Eins og nokkur hafi komið fram með þá skoðun að nekt væri óviðeigandi í myndlist).

Enn og aftur talaði fólk fram og tilbaka um hjólaskýlið og litinn sem það átti að hafa, frekar en að ræða kostnað kjarnorkuofnsins.

Hvað um það. Mér finnst þrátt fyrir það „tepran“ sem í raun er bara hugrakkur einstaklingur sem tjáir sig um hvað sér finnist óþægilegt og hvar mörk hans/hennar/hán liggja, hafa vakið máls á mikilvægri spurningu.

Er réttlætanlegt að Seðlabanki Íslands geymi ómetanleg listaverk eftir klassíska málara Íslands í geymslu þar sem enginn fær notið þeirra? Hvað með aðrar ríkisstofnanir? Ráðuneytin búa yfir fallegum og merkilegum verkum líka. Sama gildir um bankanna sem þjóðin hefur eytt hundruðum milljarða í að endurreisa.

Það var mikill harmleikur þegar ódauðleg verk eftir helstu listamenn Íslandssögunnar voru seld í einkavæðingu bankanna án nokkurrar umræðu. Það gleymdist að ræða örlög Blöndals, Kjarvals, Nínu Tryggvadóttur og fleiri, fleiri listamanna sem bankarnir höfðu styrkt í gegnum tíðina með kaupum á verkum þeirra, með peningum sem tilheyrðu þjóðinni sameiginlega.

Svo lítil var menningarleg vitund ráðamanna þá að þeir pældu ekki einu sinni í því að með bönkunum færu merk listaverk.

Sem betur fer gefst okkur tími til að leiðrétta þetta. Og ríkisstjórnin gæti tekið sig til og gefið annað hvort listasafni Íslands eða listasafni ASÍ þessi verk hvort sem þau tilheyra núna ráðuneytum, bönkum eða seðlabönkum. Þessir vinnustaðir gætu síðan leigt verkin til baka frá listasöfnunum ... nú eða bara skilað þeim til hinna réttmætu eigenda, þjóðarinnar, sem gæti fengið að njóta þeirra í þeim sölum þar sem þessi verk eiga heima. Það væri gaman að sjá verk sem hingað til hafa verið lokuð inn í banka eða jafnvel bara geymslum fá að njóta sín þar, eða jafnvel í almannarými, hugsanlega bara í útláni frá söfnunum á kaffihúsum eða bókasöfnum.

Hlakka til að sjá verkið umrædda á einhverri yfirlitssýningu í listasafni Íslands í framtíðinni. 

E.S. Höfundur er að reka sýningarrými þar sem í augnablikinu stendur yfir sýning með talsverðri nekt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
3

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hægðasnobb
6

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Nýtt á Stundinni

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·
Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

Listflakkarinn

Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

·