Listflakkarinn

Skáldskapur

Ef skáldskapurinn er sannur þá verður hið skáldaða að sannleik. En hvað verður þá um sannleikann? Verður hann að skáldskap?

 

Ég þekkti einu sinni höfund sem vildi skrifa um allt í heiminum. Þetta hljómar eins og verkefni af stærðargráðu sem maður les einungis um í smásögum eftir Borges, en skáldinu var ólíkt argentínska bókaverðinum, algjör alvara. Það ætlaði sér að lýsa hverjum degi í lífi sínu frá upphafi til enda, götunum í heimabæ sínum, öllu fólkinu og ættartölu þess, og rekja alla þessa ótal flóknu vefi saman við allt sem hafði gerst áður og það sem skáldið ímyndaði sér að myndi gerast. Þetta var mikilmennskubrjálæði af því tagi að James Joyce myndi skammast sín fyrir metnaðarleysi ef hann heyrði af því. Og nákvæmni af því tagi sem myndi láta Marcel Proust sundla, en honum sundlaði reyndar heldur auðveldlega hugsa ég.

 

Það er kannski óþarfi að taka það fram að auðvitað náði skáldið aldrei flugi í skrifum sínum. Það starði bara á tölvuskjáinn og sá fyrir sér hvernig orðin myndu tengja saman alla þessu flóknu vefi, hvernig hann væri eins og könguló sem næði að hlaupa eftir hverjum þræði, með hundruðir bolta á lofti í sínum átta örmum. Skjárinn fylltist ekki orðum, en inn á milli páraði skáldið í stílabók, með staka orðum og upphrópanamerkjum. Hundur! Frænka! Stúlka í grænum kjól! Föstudagurinn fimmtándi apríl! Dagurinn sem bjórinn var leyfður! Spænski rannsóknarrétturinn!

 

Svo komu pennastrik með spurningamerkjum.

 

Fara þau á bókasafnið? Torg hins himneska friðar? Bókstaflega beinagrindur í kjallaranum? Klisja?

 

Svo komu yfirstrikuð orð. Hugmyndir sem voru strikaðar út og svo skrifaðar aftur. Stundum bara langir listar. Hallgrímskirkja, aðventkirkjan á Akranesi, listasafn Árnesinga, Draugasafnið, Þjóðminjasafn Íslands, flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.

 

Stundum sameinuðust orðin í hálfkláraðar setningar ... þau hittast í framtíðinni á flugvellinum í Hvassahrauni ... þau fengu sér Tikka Masala og síðan ... draumasena þar sem hún sér geimverur fljúga yfir álfahólnum og tárast yfir fegurðinni en ....

 

Að lokum var skáldið búið að missa töluna á stílabókunum og áhugann á að segja sögu. Ekki eitt stakt orð stóð skrifað í word-skjalinu sem það hafði opnað fyrir ótal mánuðum. Þess í stað safnaði það stöðum, hljóðum, litum, fyrirbrigðum, heimspekihugmyndum, trúarsetningum, ártölum, atburðum, í stuttu máli orðum sem ekki tengdust á neinn máta og var ekki raðað upp eftir neinu kerfi. Það ætlaði sér að skrifa stærstu, mestu og flóknustu bók allra tíma og á sinn máta var þetta samansafn stílabóka sem fyrir löngu var búið að sprengja allar íbúðir og allar geymslur að einhverju leyti stærsta og flóknasta verk sem þetta skáld hefði nokkurn tímann getað skapað.

 

Það leit aldrei aftur til baka. Það óttaðist mest af öllu að opna gamla stílabók og átta sig á því hversu fáránlegt verkefnið væri orðið, hversu langt það væri komið frá upprunalegu hugmyndinni, og hyldýpi hæfileikaleysisins, því var sú staðreynd að verkið var óklárað nokkuð annað en sönnun á hrópandi hæfileikaleysi?

 

Þetta hefði kannski ekki skipt máli ef skáldið væri ekki að missa vitið, gleymdi ég að nefna það? Það er atriði sem skiptir töluverðu máli. Verkið var þess eðlis auðvitað að einungis brjálæðingur myndi reyna á það og ímynda sér að hann myndi klára það. Skáldið hafði verið að vinna í verkinu í ótal mánuði þegar það loks áttaði sig á því að það hafði ekki skrifað neitt, en væri komið með fimmtán stútfullar geymslur af stílabókum sem jafnvel þreföld listamannalaun myndu ekki ná að borga leiguna af. Það hringdi í vin sinn og bað hann um að heilsa upp á sig. Þeir tveir fengu sér kaffi, vinurinn var nýkominn úr mánaðarlöngu ferðalagi um heiminn og hafði fullt af sögum þaðan en skáldið mátti ekki vera að því að hlusta á það. Því langaði að deila með vini sínum og skýra út hugmyndir sínar, en allt kom fyrir ekki það gat ekki komið í orð út á hvað bókin gekk eða hver sagan í henni var.

 

Bíddu, bað vinurinn. Ég skil ekki. Ég skil ekki neitt.

 

Hann áttaði sig auðvitað ekki á því að þeir væru staddir inn í bókinni.

 

Í tilraun sinni til að skrifa bók sem fjallaði um allt hafði skáldinu tekist með ítrekaðri hugleiðslu fyrir framan tóman tölvuskjáinn að skapa hliðarveruleika þar sem allt hið óskrifaða var skrifað. Hvert einasta smá atriði. Liturinn á gardínunum. Froskadúkkan með júllurnar í sófanum. Hálfkláraður bananinn sem hafði lent í ruslinu og byrjað að mygla og flugurnar í kringum hann. Internet-vafrasagan með ótal klámsíðum, wikipediafærslum og endalausum innskráningum inn og út af samfélagsmiðlum. Genagallinn í vininum sem myndi leiða til krabbameins síðar á ævinni. Heilbrigðisskýrsla ömmu hans. Læknirinn sem sá um mjaðmaskiptaaðgerð hennar. Frænka hans á Sauðárkróki. Allir í bókinni áttu auðvitað frænkur á Sauðárkróki, en þessi átti tvo hunda, huskie hunda sem höfðu verið aldir upp á Egilsstöðum sem komu fyrir í kafla átján þegar kunningi skáldsins keyrir í gegnum staðinn á leiðinni til Seyðisfjarðar. Ekki án viðkomu á bókakaffinu og langri lýsingunni á hjónabandssælunni sem hann keypti sér. Ekki án upptalningar á öllum bókunum og samanburðinum á bókakostinum þarna og á bókakaffinu á Selfossi sem rekið var af fyrrum alþingismanni sem skáldið hafði einu sinni rekist á og spurt til vegar eins og kom fyrir í kafla 37. Ekki án þess að meðan hann stakk upp í sig bita úr hjónabandssælunni opnaði eina bókina og var hugsað til sameiginlegrar kunningjakonu hans og skáldsins, hans og vinarins sem hafði farið til Taiwan og hvernig hún hafði einu sinni brosað til hans eða hvort hann hafði bara verið að ímynda sér það. Skáldið skrifaði að það hafði verið ímyndun en það er ekki víst.

 

Um hvað snýst bókin? spurði vinurinn aftur en fékk ekkert svar.

 

Skáldið var horfið og út um allt lágu bara stílabækur á víð og dreif í hring eins og nornahringur úr einhverri lélegri unglingahryllingsmynd frá tíunda áratugnum og þegar vinur skáldsins beygði sig fram og lyfti upp einni stílabókinni las hann:

 

Kafli áttatíu og átta, þau fara í leikhús en verða fyrir vonbrigðum. Leiksýningin endar aldrei, leikritið er endalaust, áhorfendur reyna að fá leikarana til að hætta með því að klappa, en jafnvel standandi uppklapp fær ekki tíu tíma eintalið til að enda né sautján tíma dansatriðið til að hætta, né viku langa senuna. Það er ekki fyrr en gagnrýnandi frá RÚV tekur sig til og kveikir í sjálfum sér og nær í dauðaslitrunum að gera leiktjöldin alelda að sýningin endar með því að þak leikhússins hrynur og drepur leikhópinn og áhorfendur.

 

Bíddu gerðist þetta ekki um daginn hugsaði vinurinn og rifjaði upp forsíðu fréttatímans þann fjórða maí.

 

Hann lokaði stílabókinni, hleypti sér úr húsi eftir að kalla nafn skáldsins nokkrum sinnum og heyrði síðan aldrei aftur í félaga sínum. Með tímanum gleymdi hann að það hefði nokkurn tímann verið til, en sannleikurinn var sá að skáldið var komið inn í enn annan hliðarveruleika. Það var komið inn í stílabókina sem félagi hans í misgáningi hafði tekið með sér og hélt áfram að krota og fylla upp í plássið milli spássíana með athugasemdum, tillögum, hugmyndum án þess nokkurn tímann að nema staðar og spyrja sig hvort nokkuð þarna inni ætti erindi.

 

Söguheimurinn hélt vitaskuld áfram að eiga erindi hvort sem skapari hans áttaði sig á því eða ekki og hélt áfram að stækka og þenjast út. Þannig verða heimar til, þegar skáld missa vitið verða stórar sprengingar og alheimurinn þenst út meðan þau telja sandkornin, lýsa fiskum skríða á land, risaeðlum liggjandi flatmagandi í sólskininu þar til þær bráðna niður í olíu og hverfa oní jarðlögin milli Júratímans og Krítartímans, riddurum í burtreiðum breytast í eiturspúandi bíla sem í stað þess að reiða sig á lifandi hesta ríða á hestöflum löngu horfinna dýra, jeppana breytast í æsta vegan-umhverfissinna á hjólum sem vonast til þess að með því að hjóla í hringi í kringum borgina sína muni þeir ná öllu eitrinu úr loftinu, en ná engu að síður ekki að koma í veg fyrir bráðnun jöklana, losunina á metangasinu og aldauða lífríkisins, en í sínum lokaandarslitrum kenna hvort öðru um en ekki bara dæmalausri óheppni apategundar sem fékk allt upp í hendurnar.

 

Skaparanir vita auðvitað aldrei hvernig á að enda sögurnar og það er ákveðið gæðamerki þegar þær enda ekki. Eða mjög snögglega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest deilt

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
2

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Sómakennd Samherja
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
5

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
6

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Mest deilt

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
2

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Sómakennd Samherja
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
5

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
6

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
3

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
6

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
3

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
6

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Nýtt á Stundinni

Kveikur – hvað svo?

Guðmundur Hörður

Kveikur – hvað svo?

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Samherji í gráum skugga

Indriði Þorláksson

Samherji í gráum skugga

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Hér þarf engar mútur

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Öðrum til viðvörunar

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Öðrum til viðvörunar

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa