Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Skáldskapur

Ef skáldskapurinn er sannur þá verður hið skáldaða að sannleik. En hvað verður þá um sannleikann? Verður hann að skáldskap?

 

Ég þekkti einu sinni höfund sem vildi skrifa um allt í heiminum. Þetta hljómar eins og verkefni af stærðargráðu sem maður les einungis um í smásögum eftir Borges, en skáldinu var ólíkt argentínska bókaverðinum, algjör alvara. Það ætlaði sér að lýsa hverjum degi í lífi sínu frá upphafi til enda, götunum í heimabæ sínum, öllu fólkinu og ættartölu þess, og rekja alla þessa ótal flóknu vefi saman við allt sem hafði gerst áður og það sem skáldið ímyndaði sér að myndi gerast. Þetta var mikilmennskubrjálæði af því tagi að James Joyce myndi skammast sín fyrir metnaðarleysi ef hann heyrði af því. Og nákvæmni af því tagi sem myndi láta Marcel Proust sundla, en honum sundlaði reyndar heldur auðveldlega hugsa ég.

 

Það er kannski óþarfi að taka það fram að auðvitað náði skáldið aldrei flugi í skrifum sínum. Það starði bara á tölvuskjáinn og sá fyrir sér hvernig orðin myndu tengja saman alla þessu flóknu vefi, hvernig hann væri eins og könguló sem næði að hlaupa eftir hverjum þræði, með hundruðir bolta á lofti í sínum átta örmum. Skjárinn fylltist ekki orðum, en inn á milli páraði skáldið í stílabók, með staka orðum og upphrópanamerkjum. Hundur! Frænka! Stúlka í grænum kjól! Föstudagurinn fimmtándi apríl! Dagurinn sem bjórinn var leyfður! Spænski rannsóknarrétturinn!

 

Svo komu pennastrik með spurningamerkjum.

 

Fara þau á bókasafnið? Torg hins himneska friðar? Bókstaflega beinagrindur í kjallaranum? Klisja?

 

Svo komu yfirstrikuð orð. Hugmyndir sem voru strikaðar út og svo skrifaðar aftur. Stundum bara langir listar. Hallgrímskirkja, aðventkirkjan á Akranesi, listasafn Árnesinga, Draugasafnið, Þjóðminjasafn Íslands, flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.

 

Stundum sameinuðust orðin í hálfkláraðar setningar ... þau hittast í framtíðinni á flugvellinum í Hvassahrauni ... þau fengu sér Tikka Masala og síðan ... draumasena þar sem hún sér geimverur fljúga yfir álfahólnum og tárast yfir fegurðinni en ....

 

Að lokum var skáldið búið að missa töluna á stílabókunum og áhugann á að segja sögu. Ekki eitt stakt orð stóð skrifað í word-skjalinu sem það hafði opnað fyrir ótal mánuðum. Þess í stað safnaði það stöðum, hljóðum, litum, fyrirbrigðum, heimspekihugmyndum, trúarsetningum, ártölum, atburðum, í stuttu máli orðum sem ekki tengdust á neinn máta og var ekki raðað upp eftir neinu kerfi. Það ætlaði sér að skrifa stærstu, mestu og flóknustu bók allra tíma og á sinn máta var þetta samansafn stílabóka sem fyrir löngu var búið að sprengja allar íbúðir og allar geymslur að einhverju leyti stærsta og flóknasta verk sem þetta skáld hefði nokkurn tímann getað skapað.

 

Það leit aldrei aftur til baka. Það óttaðist mest af öllu að opna gamla stílabók og átta sig á því hversu fáránlegt verkefnið væri orðið, hversu langt það væri komið frá upprunalegu hugmyndinni, og hyldýpi hæfileikaleysisins, því var sú staðreynd að verkið var óklárað nokkuð annað en sönnun á hrópandi hæfileikaleysi?

 

Þetta hefði kannski ekki skipt máli ef skáldið væri ekki að missa vitið, gleymdi ég að nefna það? Það er atriði sem skiptir töluverðu máli. Verkið var þess eðlis auðvitað að einungis brjálæðingur myndi reyna á það og ímynda sér að hann myndi klára það. Skáldið hafði verið að vinna í verkinu í ótal mánuði þegar það loks áttaði sig á því að það hafði ekki skrifað neitt, en væri komið með fimmtán stútfullar geymslur af stílabókum sem jafnvel þreföld listamannalaun myndu ekki ná að borga leiguna af. Það hringdi í vin sinn og bað hann um að heilsa upp á sig. Þeir tveir fengu sér kaffi, vinurinn var nýkominn úr mánaðarlöngu ferðalagi um heiminn og hafði fullt af sögum þaðan en skáldið mátti ekki vera að því að hlusta á það. Því langaði að deila með vini sínum og skýra út hugmyndir sínar, en allt kom fyrir ekki það gat ekki komið í orð út á hvað bókin gekk eða hver sagan í henni var.

 

Bíddu, bað vinurinn. Ég skil ekki. Ég skil ekki neitt.

 

Hann áttaði sig auðvitað ekki á því að þeir væru staddir inn í bókinni.

 

Í tilraun sinni til að skrifa bók sem fjallaði um allt hafði skáldinu tekist með ítrekaðri hugleiðslu fyrir framan tóman tölvuskjáinn að skapa hliðarveruleika þar sem allt hið óskrifaða var skrifað. Hvert einasta smá atriði. Liturinn á gardínunum. Froskadúkkan með júllurnar í sófanum. Hálfkláraður bananinn sem hafði lent í ruslinu og byrjað að mygla og flugurnar í kringum hann. Internet-vafrasagan með ótal klámsíðum, wikipediafærslum og endalausum innskráningum inn og út af samfélagsmiðlum. Genagallinn í vininum sem myndi leiða til krabbameins síðar á ævinni. Heilbrigðisskýrsla ömmu hans. Læknirinn sem sá um mjaðmaskiptaaðgerð hennar. Frænka hans á Sauðárkróki. Allir í bókinni áttu auðvitað frænkur á Sauðárkróki, en þessi átti tvo hunda, huskie hunda sem höfðu verið aldir upp á Egilsstöðum sem komu fyrir í kafla átján þegar kunningi skáldsins keyrir í gegnum staðinn á leiðinni til Seyðisfjarðar. Ekki án viðkomu á bókakaffinu og langri lýsingunni á hjónabandssælunni sem hann keypti sér. Ekki án upptalningar á öllum bókunum og samanburðinum á bókakostinum þarna og á bókakaffinu á Selfossi sem rekið var af fyrrum alþingismanni sem skáldið hafði einu sinni rekist á og spurt til vegar eins og kom fyrir í kafla 37. Ekki án þess að meðan hann stakk upp í sig bita úr hjónabandssælunni opnaði eina bókina og var hugsað til sameiginlegrar kunningjakonu hans og skáldsins, hans og vinarins sem hafði farið til Taiwan og hvernig hún hafði einu sinni brosað til hans eða hvort hann hafði bara verið að ímynda sér það. Skáldið skrifaði að það hafði verið ímyndun en það er ekki víst.

 

Um hvað snýst bókin? spurði vinurinn aftur en fékk ekkert svar.

 

Skáldið var horfið og út um allt lágu bara stílabækur á víð og dreif í hring eins og nornahringur úr einhverri lélegri unglingahryllingsmynd frá tíunda áratugnum og þegar vinur skáldsins beygði sig fram og lyfti upp einni stílabókinni las hann:

 

Kafli áttatíu og átta, þau fara í leikhús en verða fyrir vonbrigðum. Leiksýningin endar aldrei, leikritið er endalaust, áhorfendur reyna að fá leikarana til að hætta með því að klappa, en jafnvel standandi uppklapp fær ekki tíu tíma eintalið til að enda né sautján tíma dansatriðið til að hætta, né viku langa senuna. Það er ekki fyrr en gagnrýnandi frá RÚV tekur sig til og kveikir í sjálfum sér og nær í dauðaslitrunum að gera leiktjöldin alelda að sýningin endar með því að þak leikhússins hrynur og drepur leikhópinn og áhorfendur.

 

Bíddu gerðist þetta ekki um daginn hugsaði vinurinn og rifjaði upp forsíðu fréttatímans þann fjórða maí.

 

Hann lokaði stílabókinni, hleypti sér úr húsi eftir að kalla nafn skáldsins nokkrum sinnum og heyrði síðan aldrei aftur í félaga sínum. Með tímanum gleymdi hann að það hefði nokkurn tímann verið til, en sannleikurinn var sá að skáldið var komið inn í enn annan hliðarveruleika. Það var komið inn í stílabókina sem félagi hans í misgáningi hafði tekið með sér og hélt áfram að krota og fylla upp í plássið milli spássíana með athugasemdum, tillögum, hugmyndum án þess nokkurn tímann að nema staðar og spyrja sig hvort nokkuð þarna inni ætti erindi.

 

Söguheimurinn hélt vitaskuld áfram að eiga erindi hvort sem skapari hans áttaði sig á því eða ekki og hélt áfram að stækka og þenjast út. Þannig verða heimar til, þegar skáld missa vitið verða stórar sprengingar og alheimurinn þenst út meðan þau telja sandkornin, lýsa fiskum skríða á land, risaeðlum liggjandi flatmagandi í sólskininu þar til þær bráðna niður í olíu og hverfa oní jarðlögin milli Júratímans og Krítartímans, riddurum í burtreiðum breytast í eiturspúandi bíla sem í stað þess að reiða sig á lifandi hesta ríða á hestöflum löngu horfinna dýra, jeppana breytast í æsta vegan-umhverfissinna á hjólum sem vonast til þess að með því að hjóla í hringi í kringum borgina sína muni þeir ná öllu eitrinu úr loftinu, en ná engu að síður ekki að koma í veg fyrir bráðnun jöklana, losunina á metangasinu og aldauða lífríkisins, en í sínum lokaandarslitrum kenna hvort öðru um en ekki bara dæmalausri óheppni apategundar sem fékk allt upp í hendurnar.

 

Skaparanir vita auðvitað aldrei hvernig á að enda sögurnar og það er ákveðið gæðamerki þegar þær enda ekki. Eða mjög snögglega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
ÞrautirSpurningaþrautin

791. spurn­inga­þraut: Picasso mál­aði portrett af ... hvaða konu?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þetta fjall? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða vin­sæla hljóm­sveit sendi frá sér plöt­una Their Satanic Maj­esties Requ­est ár­ið 1967? 2.  Hver var þá að­al gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar?   3.  Dönsk yf­ir­völd og sér í lagi for­sæt­is­ráð­herr­ann hafa nú feng­ið skömm í hatt­inn hjá op­in­berri rann­sókn­ar­nefnd í Dan­mörku vegna fram­göngu sinn­ar í máli sem sner­ist um ákveðna dýra­teg­und. Hvaða dýr voru...
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
MenningHús & Hillbilly

Myndi ör­ugg­lega aldrei fara neitt ef hún vissi allt

Covid-far­ald­ur­inn birt­ist ljós­lif­andi á nýj­asta lista­verki lista­kon­unn­ar Eirún­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, Raun­tím­ar­efl­in­um, sem var saumað­ur með­an á far­aldr­in­um stóð. Ref­ill­inn tók mið af stöðu far­ald­urs­ins á hverj­um tíma og var loka­út­kom­an því ekki fyr­ir­fram ákveð­in.
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Þeg­ar full­orð­ið fólk ger­ir sig að fífli

Rétt eins og flokk­ur­inn hef­ur þeg­ar sann­að að hann er ekki leng­ur vinstri­hreyf­ing með þjónk­un sinni við efna­hags­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá er nú morg­un­ljóst að hann er ekki held­ur grænt fram­boð, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um Vinstri græn.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
ÞrautirSpurningaþrautin

790. spurn­inga­þraut: Úr hvaða kvik­mynd­um eru skjá­skot­in?

Þema­þraut dags­ins snýst um er­lend­ar kvik­mynd­ir. Auka­spurn­ing­arn­ar eru um ís­lenska sjón­varps­þætti. * Fyrri auka­spurn­ing: Hér fyr­ir of­an er aug­lýs­ing fyr­ir ís­lenska sjón­varps­þætti sem nefnd­ust ... ? Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Úr hvaða bíó­mynd er þetta? 2.  Úr hvaða mynd er þetta? * 3.  Kannski hafa ekki marg­ir séð þessa mynd núorð­ið. En þið ætt­uð samt að þekkja hana með nafni....