Listflakkarinn

Vegatollar í umboði hverra?

Í síðustu kosningum lofuðu allir flokkar því að ekki yrðu settir á vegagjöld. Nei, sagði núverandi samgönguráðherra, nei, sögðu öll þingmannaefni suðurlands, og nei, sögðu hér um bil allir pólitíkusar sem voru spurðir. Í ljósi þess að engin háði kosningabaráttu sem gekk út á að fjármagna samgöngubætur með vegatollum mætti hæglega spyrja sig hvort einhver hafi umboð til að gera slíkt. Hugmyndin með fulltrúalýðræði er jú að ef setja á skatta og gjöld þá verði að biðja kjósendur um leyfi fyrir því. Út á það gekk til dæmis Bandaríska byltingin. Engin skattlagning án fulltrúa voru einkunnarorðin (no taxation without representation).

Breska þingið, kjörið af Bretum hafði ákveðið að skattleggja te-innflutning til Bandaríkjanna. Ólíkt Bretum höfðu Bandaríkjamenn ekki fulltrúa á þessu þingi og upprunalega krafan var ekki sú að engir skattar væru settir, heldur að Bandaríkjamenn væru hafðir með í ráðum. Þeir höfðu ekki verið spurðir og voru skiljanlega ósáttir. Ekkert um okkur, án okkar eins og sagt er í nútímanum.

Síðan þá hafa Bandaríkjamenn fengið að ráða sínum eigin skatt, og það gerum við líka sem sjálfstætt ríki. Við kjósum okkur fulltrúa sem fá að ákveða gjöld og skatta, þó að vísu þeir séu duglegri við að lofa afnámi þeirra en álagningu. Og vegna þess að þeir vilja helst ekki skattleggja ríkasta fólk samfélagsins eru alls kyns gjöld út um allt sem fylla inn í holuna sem það skilur eftir í ríkissjóð.

Okkar fulltrúar eru svo einstaklega lélegir í að skilja hvernig sú álagning virkar. Við eigum til dæmis fjármálaráðherra sem furðar sig á bjórverði í sömu viku og það birtist í fréttum að hann hyggist hækka áfengisgjöld ... aftur. En það er auðvitað ekki skrítið að fólk sem borgi ekki skatta skilji ekki hvernig skattar virki. Okkar stjórnmálastétt er nefnilega með evrópumetið í því að greiða ekki skattana sem hún sjálf leggur á almenning.

Fyrir bara þremur árum síðar komst upp að forsætisráðherra, fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi áttu eignir í alræmdum skattaskjólum, og borgarfulltrúinn hafði meira að segja verið svo siðlaus að eignirnar faldi hann ekki bara fyrir skattinum heldur var hann að fela föðurarfinn fyrir móður sinni og systkinum. Þessi fámenni hópur fólk er eflaust ekki hættur að fela eignir sínar, eða stunda innherjaviðskipti, nú í augnablikinu er t.d. einn borgarfulltrúi sem ekki virðist vilja gefa upp hundruð milljón króna viðskipti sín og stærsta útgerðarfyrirtækis landsins með bréf í morgunblaðinu. Bréfin eru annað hvort verðlaus eða mörg hundruð milljón króna virði eftir því hver er spurður, en samflokksmenn borgarfulltrúans hafa ítrekað að það er ókurteisi að spyrja.

Ætli það mætti ekki bora ný göng í hvern einasta fjörð og reka gjaldfrjálsa rafmagnsknúna lestarlínu sem næði að tengja höfuðborgarsvæðið, Árborg og Keflavíkurflugvöll ef allir sem skulduðu skatta myndu greiða skattinn sinn. En ef hann skilar sér ekki úr vasa þeirra sem eiga mikinn pening þá þarf að sækja peningin í vasa þeirra sem eiga lítinn pening.

Eins kaldhæðnislega og það kann að hljóma er eitt aðalstarf þessarar stjórnmálastéttar sem eru núverandi titilhafar evrópuleikanna í skattsvikum, að lofa kjósendahópum sínum hvað skattpeningar þeirra eiga að fara í. Þegar stjórnmálamennirnir hafa skammtað sjálfum sér í gegnum milliliði eins og flokksfélaga í kjararáði og úthlutun ýmissa nefnda, bensínpeninga og dagpeninga, og svo að sjálfsögðu 700 milljón króna styrks til rekstur stjórnmálaflokkana sjálfra (sem eru náttúrulega bara vinnumiðlunin sem skaffaði þeim gigginu) þá snúa þeir sér að því að uppfylla loforðin.

Á nærri hverju ári lofa pólitíkusar dýrum samgönguframkvæmdum í sínum heimakjördæmum. Þetta er gert til að viðhalda stopulu taki stjórnmálamannana á völdum. Þessu geta þeir lofað og látið aðra greiða án þess þó að við getum vitað fyrir víst að þeir taki sjálfir þátt í að greiða.

Það getur verið 20% niðurfelling húsnæðisskulda sem annað hvort hrægammar eða Mexíkó eiga að borga, en það geta líka verið samgönguframkvæmdir.

En þá kemur babb í bátinn. Því þó svo flokkar lofi því að inn í bönkunum séu mörg hundruð milljarðar á stangli, eins t.d. þegar Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu því að 150 milljarðar myndu galdrast út úr Arion banka og fara beint í að gera spítala gjaldfrjálsa, námslán að styrkjum og svo framvegis, þá er raunveruleikinn oft annar. Það er einfaldlega ekki til meira af skattpeningum, en við greiðum í skatt.

Og í landi þar sem efri lög samfélagsins greiða helst ekki skatt nema í Panama eða Seychelles eyjum þá er oft ekki auðvelt að leggja nýja braut eða halda strætó gangandi.

Á höfuðborgarsvæðinu hefur til dæmis verið framkvæmdafrysting í ótal ár og umferðin fyrir löngu sprungin enda skattgreiðendum og bílum fjölgað hvort sem vegir hafa verið lagaðir eða lagðir.

Svo hvað er þá hægt að gera? Ja, það er um tvennt að ræða, A) annað hvort geta Sigmundur Davíð og Bjarni Ben, og allir vinir þeirra byrjað að greiða skatta eins og þeir eiga að gera. Eða B) við byrjum að heimta inn vegatolla. Gettu hvaða valmöguleika ríkisstjórn Katrínar Jakobs valdi?

Nú eru eflaust margir það barnalegir að þeir telji sig nú þegar hafa greitt fyrir vegaframkvæmdir með bensínsköttum eða stöðumælagjöldum, en fólk sem trúir því er fólk sem trúir kosningaloforðum og ætti að vita betur. Eflaust munu vegagjöld renna í framkvæmdir fyrstu árin, en það mun ekki líða á löngu þar til einhverjum stjórnmálamanni tekst að lofa einhverju sem hann ræður ekki við og þarf að seilast í þann sjóð.

En það má auðvitað vel vera að vegagjöld séu  jákvæð. Þau tryggja það að fólk neyðist til að keyra minna sem er eflaust umhverfisvænt. Að vísu munu þeir sem lögðu gjöldin á seint taka eftir því. Laun ráðherra eru þannig að þeir þurfa lítið að velta fyrir sér vegagjöldum og sennilega mun Alþingi enda á því að greiða þau sem hluta af starfskostnaði. (M.ö.o. þá mun Ásmundur Friðriksson kosta tvöfalt meira á næsta ári! Að keyra fram og til baka frá tunglinu er dýrt, en það jafnast ekkert á við kostnaðinn þegar vegagjöld eru komin á tunglið)

Það munu einhverjir í neðri lögum samfélagsins, þau sem eru með of lágar tekjur til að það taki því fyrir þau að stofna reikninga í gegnum panamísk lögfræðingafyrirtæki, þurfa að leggja bílnum. Og Katrín Jakobsdóttir mun fyrir vikið geta brosað stolt framan í kamerur í næstu kosningabaráttu og sagt að kolefnisspor Íslendinga að meðallagi dregist saman um 0,8% og að baráttan fyrir betri heim sé að vinnast ... og síðan kannski skellt sér með fjölskyldunni til Flórída og fengið lánaðan Engeyjingabústaðinn í Orlando. (Eða hvar sem hann nú er).

Þau munu svo lofa því, alveg eins og þau lofuðu að vegatollar yrðu ekki settir á, að vegatollarnir munu alls ekki hækka á næsta kjörtímabili. Peningarnir munu finnast annars staðar, Sigmundur mun komast að því að það sé olía undir vatnajökli sem myndi duga til að afnema verðtryggð lán ef hann bara fengi að verða forsætisráðherra aftur og svo mun koma í ljós þegar Miðflokks-Sjálfstæðis-Vinstri Græna stjórnin kemst til valda að ekki verði nú alveg hægt að standa við allt nema aksturinn yfir Miklubraut kosti þúsund krónum meira og húsaleigubætur verði afnumdar.

Þau munu auðvitað ekki hafa umboð til þess frekar en nú, en engu að síður verður þetta verða tilkynnt hátíðlega sem tímamótaskref í víðtæku samráði stjórnmálastéttarinnar með sjálfri sér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
5

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
5

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?