Listflakkarinn

Markaðsbrestirnir í miðborginni

Markaðsbrestirnir í miðborginni

Það var einu sinni torg. Hjartatorg. Og það má segja að í stuttan tíma, meðan það var til hafi það verið hjartað í borginni. (Ólíkt flugvellinum í Vatnsmýrinni sem er í þessari líkingu sennilega bólgni botnlanginn).

Saga miðborgar Reykjavíkur síðustu ár hefur verið saga mikillar uppbyggingar. Túrisminn hefur breytt bænum til hins betra. Það er núna líf á Laugaveginum jafnvel á djammlausum vetrardögum, veitingastaðir opna og fara ekki á hausinn, og tómum húsum fer fækkandi. Einu sinni var eina framtíðarsýnin sem fólk gat ímyndað sér fyrir Laugaveginn að þar yrði einhvers konar drive-through gullúra sala. Gullúra og skartgripabílalúgurnar hafa vikið fyrir einhvers konar mannlífi, sem yfirvöld virðast hafa trú á því að geti þraukað bíllaust jafnvel yfir mesta vetrartímann. Þetta verður athyglisverð tilraun. Sjálfur veit ég ekki hvort ég sem gangandi vegfarandi á leið í Bónus eða á kaffihús geti hugsað mér að standa þarna án þess að útblástur úr umferðarteppu hlýji mér, Laugavegur verður líkast til aldrei samur án þess að koltvísýringurinn leiki um nasir mér og blandist ilminum af japönsku fjúsíon barbeque, ristuðum kaffibaunum eða nýbökuðum croissant úr Sandholtsbakarí.

Tölum nú aðeins um markaðsbrestina.

Á uppbyggingartímum hefur fjármagn ævinlega tilhneiginguna til að valta yfir lýðræðið. Uppbygging getur verið niðurrif, jafnvel þótt húsum fjölgi, af því að byrgja fyrir sólina er hagvöxtur og unglingar að graffa veggmyndir, fremja gjörninga og skapa tónlist er ekki hagvöxtur. Það þarf oft utanaðkomandi fólk til að koma auga á verðmætin.

„One of the best things I've found in Iceland is The Heart Garden, a derelict city block, reclaimed by the community and transformed into a park.“

Árið 2012 átti ferðabloggarinn Peter Drew leið í gegnum miðborgina og kom auga á hjartagarðinn. Hann sá að þarna söfnuðust íbúar miðbæjarins saman og Peter skrifar:

When I arrived a team of kids had just finished painting a slide. Another group were building their own skate ramp. Murals surrounding the park were being renewed, DJs and musicians play on a makeshift stage, kids breakdance, People bring their own beers and the park emits a rare kind of happiness that's totally contagious.“

Hver í ósköpunum myndi finnast góð hugmynd að rífa svona stað? Breyta tyrftu grasinu í steypu og loka á sólina?

Ákvörðunin eins og oft áður er tekin á tíma áður en fólk áttar sig á möguleikunum. Það var raunveruleg þörf fyrir opnum garði í miðborginni þar sem krakkar gætu leikið sér, þar sem eldra fólk gat legið í grasinu að lesa bók eða spjalla, þar sem DJ-ar gætu haldið óvæntar tónlistarhátíðar og Michelangelóar samtímans tjáð sig með spreydós.

Þessi ljósmynd, sem var deilt á twitter núna um daginn af listamanninum Geoffrey sýnir hið nýja upphitaða steyputorg sem stendur tómt alla daga sama hvernig viðrar til. Ég hef búið í nágrenninu um nokkurn tíma og aldrei séð nokkurn fara þangað, né eiga erindi, og ekkert dregur mig þangað. Eflaust leit þetta vel út á blaði, þar sem arkitektar gátu teiknað inn fólk í forritinu sínu, en raunveruleikinn er sá að við höfum glatað mannlífi og fengið steypu í staðinn.

Pallih rekur sögu deiliskipulagsins ágætlega á síðu sinni(og skrifar í kjölfar sömu umræðu og ég).  Þegar uppbyggingin er ákveðin hefur torgið enn ekki orðið til. Sjálfboðaliðar hafa enn ekki tekið völdin í sínar hendur og tyrft svæðið. Listamenn og krakkar hafa enn ekki komið auga á möguleikana. Ég man sjálfur vel eftir svæðinu sem tómu drullusvaði í lok sumars árið 2008 þegar ég og vinir mínir í Stígis frömdum gjörning þar á menningarnótt. Ákvörðunin er ekki skrítin árið 2004 þegar hún er tekin, en árið 2012 er hún orðin að hryðjuverki.

En það var eitthvað sem kallaði okkur og aðra þangað. Einhver löngun til að eigna okkur borgina og glæða hana lífi.

Á þessum tíma voru fleiri sem hugsuðu á sama veg. Það voru gerðar tilraunir til að bjarga Vatnsstíg 4 úr klóm þeirra sömu steingeldu hugmyndafræði og síðar átti eftir að ganga frá Hjartagarðinum.

Vatnsstíg 4 mætti reyndar ennþá bjarga. Húsið, sem var byggt 1901, hefur munað tímanna tvenna hefur sennilega aldrei staðið eins lengi autt og nú. Það hefur staðið til að rífa það einhvern tímann í framtíðinni, í mjög langan tíma og ekki er víst að það sem eigi að koma í staðinn sé fallegra en húsið sem nú stendur. Satt að segja er ég efins um það og efins um að sem fjárfesting það borgi sig. Ef eigandi hússins hefði gert það upp og breytt í leiguhúsnæði árið 2008 og síðan selt það árið 2018 hefði hann grætti tugi milljóna. En ég er efins um að samsvarandi gróði muni skila sér af því að breyta því í verslunarhúsnæði, okra á öllum þeim frumkvöðlum sem reyna að leigja það og fara svo á hausinn þegar þeir standa ekki undir leigunni.

Græðgi borgar sig ekki.

Vatnsstígur 4 er vel þekktur því þarna fór fram þekktasta hústaka í sögu Íslands árið 2009. Því miður er ekki sambærileg hefð hérlendis og er í Þýskalandi, Hollandi, Póllandi, Spáni eða Danmörku. Það er nefnilega ekki réttur eiganda að láta gömul hús grotna niður og skemma hverfi, draga úr verðmætum húsanna í kring og jafnvel skapa hættu. Eigendur mega nýta hús, en ef þeir finna engin not önnur en að láta þau standa tóm í meira en áratug þá á samfélagið ekki að taka því þegjandi. Yfirvöld verða að virða nýtingarrétt almennings, íbúar borgarinnar hafa rétt á því að búa í henni og skapa lifandi rými fyrir annað fólk.

Tilraunin með Vatnsstíg var jafn flott og tilraunin með Hjartagarðinn. Deilibúðin virkaði vel, ég býttaði á nokkrum bókum í gegnum hana, nýmálað húsið var algjör prýði og það var alltaf stemning meðan hústakan stóð yfir. Nágrannar voru ánægðir.

En því miður er réttur eiganda sem aldrei sér húsið sitt grotna niður talinn hærri af yfirvöldum, heldur en réttur nágranna til að búa í frjóu borgarlandslagi.

Vatnsstígurinn og Hjartagarður eru á ábyrgð þessara yfirvalda fyrst og fremst. Því fjármagn er heimskt og skynjar ekki umhverfi sitt. Það er okkar sem samfélags að setja því mörk, og yfirvalda að tryggja að þessi mörk séu virt.

Því miður var hreyfingin í kringum Hjartagarðinn og Vatnsstíginn ekki nógu öflug til að verja þessar tilraunir.  En vonandi verður þetta víti til varnaðar. Til eru dæmi um að íbúar hafi náð að hindra slys, bjarga trjám og gömlum húsum. Sumsstaðar hefur það verið til bóta að byggja upp á nýtt, en það væri margt vitlausara hægt að gera en að rífa eitt af húsunum við steyputorgið, brjóta upphitaðar hellurnar, koma fyrir eins og einum hjólabrettarampi og tyrfa restina.

Og já, taka Vatnsstíg 4, eignarnámi.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
2

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
3

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum
6

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skilið sparifé okkar!!
5

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skilið sparifé okkar!!
5

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Ritstjórn

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals