Listflakkarinn

Sex þingmenn ganga inn á bar

Sex þingmenn ganga inn á bar

Sex þingmenn ganga inn á bar.

Hljómar næstum eins og byrjun á brandara. Nema að í brandaranum þá væru þetta þrír þingmenn og einn þeirra frá Hafnarfirði, svo gleymið því.

Sex ríkisstarfsmenn settust á klausturbar á vinnutíma og byrjuðu að baktala samstarfsfólk sitt. Klúrt orðbragð eins og húrrandi klikkaðar hórur, helvítis tíkur og ýmislegt fékk að fljúga, aðallega í átt að kvenkyns vinnufélögum en samt var líka skotið á letingja, fatlað fólk, samkynhneigða og eflaust fleiri. Einn þeirra játaði á sig alvarlegt brot sem fullt tilefni er til að rannsaka, þegar hann viðurkenndi að hann hefði ráðið mann í sendiherrastöðu á vafasömum forsendum, ráðið frænda sinn í leiðinni til að rugla fólk í ríminu, en að hann hefði aðallega gert það til að eiga inni sendiherrastöðu í framtíðinni.

Það má færa góð rök fyrir því að þetta sé brot gegn almennum hegningarlögum. Það er a.m.k. fullt tilefni til að rannsaka málið. Hér er góður pistill um málið, en eins og kemur fram í honum segir utanríkisráðherrann fyrrverandi Gunnar Bragi:

Ég átti fund með Bjarna [Benediktsson] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“

Sigmundur Davíð, drykkjufélagi Gunnars Braga, og fyrrum forsætisráðherra staðfestir orð hans:

… Niðurstaðan var sú að Bjarni féllst á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum.

Þarna eru menn að nýta sér aðstöðu sína og skipa menn í mikilvæg embætti án þess að litið sé til hæfni. GB hefur nú sagt í fjölmiðlum að hann telji sig geta orðið góðan sendiherra, en það verður að teljast hæpið. Ætli það verði ekki að teljast mikilvægur eiginleiki hjá sendiherra að hafa stjórn á drykkju sinni og baktala ekki samstarfsfólk sitt? En þetta setur ráðningu Árna Þórs og Geir Haarde í alveg nýtt ljós. Er Geir Haarde stætt að vera núna fulltrúi okkar við alþjóðabankann, og Árna Þór að vera áfram sendiherra?

En kannski er mest aðkallandi spurningin hvort þessir þingmenn geti setið áfram eftir þetta. Það er eiginlega ekki hægt að bjóða samstarfsfólki þeirra upp á það. Og ef samstarfsfólk þeirra lætur bjóða sér upp á það er vandséð að það sjálft eigi erindi inni á þingi. Besta sem klausturmenn geta gert er sennilega að finna sér annað hvort nýja vinnu eða setjast í helgan stein. Það er líka skýrasta merkið sem þeir gætu gefið um iðrun, sem er frumforsenda fyrirgefningar.

Orðatiltækið að setjast í helgan stein má rekja til þess þegar menn gengu í klaustur á efri árum eftir langa vinnuævi. Sennilega getum við þakkað mörgum öldungum sem settust í helgan stein að við höfum Íslendingasögurnar í dag, en ætla má að stór hluti þeirra hafi verið skrifaður af nunnum og munkum. Ekki voru samt allir munkar í jafnháfleygum þönkum og þeir sem helguðu sig bókmenntum, frægt er t.d. þegar Möðruvallaklaustur brann þegar hópur munka kom drukkinn heima af fyllerí á Gásum og fóru óvarlega með ljós.

Það er allavega ljóst að þetta er ekki fyrsta fyllerí Íslandssögunnar til að draga á eftir sér dilka.  Munkarnir sem kveiktu í Möðruvallaklaustri í ölæði lifðu það aldrei að sjá það aftur endurbyggt. Mögulega mun sagan verða svipuð um Miðflokkinn. A.m.k. er útlit fyrir fjölmenn mótmæli á morgun sem krefjast afsagnar þingmannanna sex á morgun. Ætli nokkur fulltrúi frá þeim flokki muni þora að mæta á opinn dag í þinghúsinu?

E.S.

Ef siðanefnd kemur saman til að ræða mál sexmenningana, þá er kjörið tækifæri fyrir hana til að taka fyrir erindi Björn Levís um hvernig eigi að bregðast við óhóflegum akstursgreiðslum þingmanna og grunsemdum um fjárdrátt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfiðast að halda þessu leyndu
5

Erfiðast að halda þessu leyndu

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“
6

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Mest lesið í vikunni

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
1

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
5

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
1

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
5

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða  frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“