Listflakkarinn

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Það var kominn tími á að einhver birti hina óskráðu stjórnarskrá, þessa sem við höfum í raun og munum aldrei losna við.

I.

1. Ísland er lýðveldi með ráðherrabundinni stjórn.

2. Ráðuneyti og samtök atvinnulífsins fara með löggjafarvaldið. Ráðherrar ráða (framkvæmdarvaldið). Dómendur fara með dómsvaldið og dæma í hag þess sem greiðir hærri upphæð fyrir lögfræðiþjónustu.

3.

A)Forseti Íslands skal þjóðkjörinn og ekki skipta máli. Hann má einnig kalla ígildi danadrottningar.
B)Túlki maður stjórnarskrá þessa á aðra vegu má skilja sem svo að forseti skipti öllu máli og ráði sem mestu. Það fer eftir forseta.

4. Kjörgengur til forseta Íslands er einhver týpa sem engan móðgar og hljómar gáfulega.

5. Þingmenn, ráðherrar og embættismenn eru með öllu ábyrgðarlausir á stjórnarathöfnum.

II.

6.
A)Á Íslandi ríkir málfrelsi nema það móðgi einhvern, særi einhvern, einhver tapi pening á því eða það sé þriðjudagur.
B)Dómsvaldinu er heimilt að líta svo á að bendi einhver á glæp geti það verið alvarlegra en að fremja glæpinn, birti blaðamenn frétt um glæpinn ber dómsvaldinu að refsa til fullnustu. Dagblöð njóta engrar verndar gagnvart lögbanni og blaðamenn njóta aldrei vafans birti þeir eitthvað. Blaðamenn bera ábyrgð á stjórnarathöfnum öllum.
C)Fjölmiðlanefnd skal úrskurða um hvað telst fjölmiðlun.

7. Auðlindir Íslands skulu vera í eigu fámennrar klíku manna sem sóttu sjóinn um 1980, og afkomenda þeirra um alla tíð. Veðsetja, framselja og eyðileggja má auðlindir að vild.

8. Fossar Íslands eru ætlaðir til að græða á. Komi ekki yfir þúsund ferðamenn að skoða fossa skal virkja þá erlendum auðhring til hagsbóta, ellegar girða af og selja laxveiðiréttindi.

9. Á Íslandi skal vera þjóðkirkja og skal ríkið greiða þeim leigu fyrir jarðir hennar sem kirkjan ákveður sjálf.

10. Óheimilt er að spyrja hvað þjóðkirkjan á og á ekki.

11. Öll löggjöf er varðar nútímaleg fyrirbrigði skal vera í höndum evrópskra sérfræðinga í Brussel og/eða lobbýista á meginlandi Evrópu.

12. Lögmynt á Íslandi er íslensk króna nema þú eigir pening, en þá hefurðu réttinn til að stofna aflandsfélag í suðurhafseyjum.

13. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekkert vægi nema um Reykjavíkurflugvöll sé að ræða.

III.

14. Á alþingi skulu kjörnir 63 velstæðir Íslendingar sem teljast óhæfir til annarra starfa. Kosning skal vera leynileg en án viðunandi öryggisstaðla.

15. Kosningarétt hafa allir Íslendingar yfir átján ára aldri, þó skulu íbúar Reykjavíkur hafa hálfan kjörseðil á við aðra Íslendinga.

16. Við upphaf hvers þingárs skal ungur sjálfstæðisþingmaður leggja fram frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á áfengi.

17. Alþingi er friðheilagt. Enginn skal raska frið þess, helgi, dagpeningum, aksturspeningum eða þriggja mánaða sumarleyfi.

IV.

18. Á Íslandi ríkir trúfrelsi. Þó er fólki ekki heimilt að hafa trú sína í friði fyrir yfirvaldinu og skulu þegnar landsins tilkynna yfirvaldinu um hana svo ríkið geti greitt trúfélögum samkvæmt lögum um trúarkvóta.

19. A) Á Íslandi eiga allir réttinn á menntun og heilbrigðisþjónustu. ATH. að ekki eru komugjöld, skráningargjöld, lyfjakostnaður, legugjald eða önnur gjöld innifalinn í annars ókeypis þjónustu.
B) Legu landspítalans má aldrei breyta óháð því hvernig borgarlandslagið þróast.

20. Engan má svipta frelsi, pynta eða niðurlægja án dóms og laga, nema viðkomandi þjáist af geðsjúkdóm, sé fátækur eða af erlendu bergi brotinn.

21. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs. ATH. símafyrirtæki, tölvuframleiðendur og samfélagsmiðlar njóta undanþágu og heimildar til að njósna um fólk að vild.

22. Allir eiga rétt á að stunda þá atvinnu sem þeir vilja nema almenningsálit snúist gegn þeirri grein, en þá má setja lög sem hefta það.

V.

23. Þessari stjórnarskrá má eigi breyta, en þurfirðu þess endilega skal alþingi Íslendinga í nánu samráði við eigendur sjávarútvegsauðlinda tefja fyrir annars langdregnu ferli. Ljúki því ferli einhvern tímann skal Alþingi Íslendinga kjósa um stjórnarskrárbreytingar, síðan skal halda þingkosningar og næsta þing skal samþykkja þær breytingar og gangi þér vel með það.

VI

24. Sá frekasti skal ráða.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
7

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Illugi Jökulsson

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu