Listflakkarinn

Galdramennirnir þrír

Einu sinni var galdramaður sem stýrði ríki með harðri hendi. Stór og mikill turn hans gnæfði yfir landið og þaðan sá galdramaðurinn allt sem gerðist í ríkinu. Sá hængur var þó á að galdramaðurinn sá einungis þá hluti sem gerðust í rigningu eða þoku. Þessvegna varð þetta ríki þekkt sem Regnlandi, því það rigndi nærri alla daga með stöðugum flóðum, og algengt var að fólk týndist í þokunni. Sérstaklega fólkið sem var gagnrýnið, hvort sem það var á veðurfar eða stjórnarfar.

Að lokum þó heyrði galdramaðurinn fátt annað sagt um sig í rigningunni en ömurlega hluti og skynjaði að hann var að missa stuðning jafnvel sinna hörðustu fylgismanna. Til að koma í veg fyrir uppreisn leyfði hann því sólargeislum að skína inn. En bara örlítið og um leið og fyrstu regnbogarnir birtust kallaði hann fram dökk ský við sjóndeildarhringinn til að ná aftur að fylgjast með.

Nú gerðist svolítið sem kom galdramanninum á óvart. Í kjölfar sólskinsins var fólk mun ánægðara, líka með hann.

Galdramaðurinn brá þá á það ráð að fjölga sólskinsdögum og það brást ekki, hvert sinn sem regnið kom eftir sólskinið heyrði galdramaðurinn í gegnum regndropana fólkið tala betur um sig, vitra manninn í turninum, og hversu heppið það væri að búa í Regnlandi. En hann gat þó ekki varist tilfinningunni að þetta stöðuga sólskin sem gerði hann svo vinsælan væri ekki bara fólkið að blekkja hann. Hvernig get ég vitað að fólkið sé ekki að undirbúa uppreisn í sólskininu? spurði hann sjálfan sig.

Að lokum varð hann svo reiður út í fólkið að hann kallaði yfir margra ára þrumuveður. Það var þó ekki óánægjan með veðrið sem olli endalokum valdatíðar galdramannsins. Stöðugt regnið gróf undan undirstöðum turnsins og eldingar sem skullu á hann hjálpuðu til við að mola veggina. Að lokum hrundi turninn og galdramaðurinn fórst með honum.

Þegar galdramaðurinn dó stóð turninn lengi skakkur og brunninn og alveg auður. Sér til mikillar mæðu tóku íbúar Regnlands þá að kjósa stjórnendur sína. Það fyrirkomulag þótti bæði þeim kjörnu og kjósendunum vera til mikils ama, og galdramannsins sem hafði á sínum tíma þótt mikill harðstjóri var minnst sem mannsins sem vissi ávallt hvað hann var að gera. Fólk talaði um hversu gott það hafði verið þegar enginn komst upp með neitt múður, þegar menn sem kunnu að taka ákvarðanir voru við völd og þegar Regnland var alvöru land.

Einn af þeim sem talaði hvað hæst um að landið væri ekki lengur alvöru, og fólkið ekki lengur almennilegt nú þegar það réð sér sjálft var ungur galdramaður sem bjó yfir þeim eiginleika að hann heyrði allar lygar sem sagðar voru, en þegar fólk sagði satt heyrði hann ekkert nema suð.

Þegar galdramaðurinn komst til valda var fljótt bundinn endi á að kjósa og hann kom sér fyrir upp í turninum til að fylgjast með. Hann lét endurreisa turninn og sagði hann stærri en nokkru sinni áður. (Það var lygi sem enginn leiðrétti). Eins og lofað hafði verið voru ákvarðanir teknar, yfirleitt án þess að spyrja nokkurn og þeir sem voru með leiðindi hurfu í þokunni eins og áður. En þokan auðvitað kom nú á óreglulegum tímum því galdramaðurinn kunni ekkert á veður.

Þess í stað hvatti nýji leiðtoginn þegna sína til að ljúga meira. Það gerði hann svo að hann gæti fylgst betur með þeim og aflað upplýsinga um hverjir voru til vandræða. Oft fylgir líka sannleikskorn í lygunum og galdramaðurinn gat nýtt sér það að lygarnar sögðu yfirleitt meira um þann sem laug heldur en þann sem trúði.

Með tímanum urðu lygar og prettir algengari og algengari í landinu. Landið var nú þekkt sem Lygaland og íbúar þess orðið hættir að greina á milli þess sem var satt og logið, rétt og rangt. Viðskipti hrundu þegar traustið hvarf og engu skipti hvort það rigndi eða sólin skein, hlutir gengu almennt illa.

Engu að síður sögðust flestir ánægðir með stjórn galdramannsins, og flestir trúðu því sem þeir sögðu, og galdramaðurinn heyrði það allt.

Þegar hann dó tók við aftur tími þar sem kosið var með reglulegu millibili, öllum til ama. Að lokum steig fram maður sem sagðist vera galdramaður og þóttist geta heyrt og séð allt hvort sem það var sólskin eða rigning, sannleikur eða lygi.

Fólkið var fegið því að hafa loksins alvöru mann við stjórnvölinn og samþykkti að kasta á brott öllum þessum leiðinda réttindum sem millibilsástandið hafði leitt af sér.

Þetta reyndist þó enginn galdramaður heldur helber lygari. Hann vissi ekkert hvað fólkið sagði, enn minna um hvað það hugsaði, en engu að síður hvarf fólk í þokunni og þeir sem eftir voru gerðu ráð fyrir að það hefði verið til vandræða og eflaust átt skilið það sem kom fyrir.

Þessi þriðji galdramaður reyndist vinsælasti stjórnandi í sögu landsins og landið breytti um nafn í hans stjórnartíð. Það hét nú ALVÖRULAND. Aldrei hafði íbúum þess fundist sem þeir væru raunverulega til fyrr en nú, sögðu margir. Og enginn var duglegri við að fækka íbúunum. (Það þótti flestum til góðs og þar að auki minnkaði það kolefnafótsporið).

Í dag er Alvöruland því miður aftur komið á vald óstöðugleika og vitleysu, valdamenn ráða sífellt minna og í sífellt styttri tíma. Margir sakna gamla góða tímans þegar einhver einn vissi hvað hann var að gera og lét fólk ekki komast upp með neitt múður, og eflaust styttist í að einhver galdramaður stígi fram á sjónarsviðið og taki verkefnið að sér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
2

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
3

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Samfarir kóngs og drottningar
6

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skilið sparifé okkar!!
5

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skilið sparifé okkar!!
5

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Ritstjórn

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals