Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa
Félag Samherja sem lánaði Eyþóri Arnalds fyrir hlutabréfum í Morgunblaðinu tapaði 200 milljónum í fyrra. Skuld félags Eyþórs við Samherjafélagið hefur nú verið afskrifuð að fullu. Félagið sem lánar Eyþóri er fjármagnað óbeint af sama félagi á Kýpur og greiddi Namibíumönnum hundruð milljóna króna í mútur.
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
14
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
3
Fréttir
37236
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirSamherjaskjölin
58307
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6107
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2757
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Samherji gefur eftir kröfu sínaDótturfélag Samherja hefur fært niður 257 milljóna króna kröfu sína á hendur félagi Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa sem heldur utan um hlutabréf í Árvakri.Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn
Eignarhaldsfélagið Kattarnef ehf., sem er í eigu útgerðarfélagsins Samherja í gegnum fjárfestingarfélagið Kaldbak, hefur afskrifað 257 milljóna króna seljendalán sem félagið veitti eignarhaldsfélagi í eigu Eyþórs Arnalds árið 2017. Lánið var veitt félagi Eyþórs, Rames II. ehf, vegna kaupa þess félags á nærri fjórðungshluti í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í ársreikningi Kattarnefs ehf. fyrir árið 2019 sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkiskattstjóra þann 31. ágúst síðastliðinn.
Kattarnef var stofnað gagngert til að halda utan um hlutabréfaeign Samherja í Árvakri.
Tekið skal fram að Eyþór var ekki orðinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þegar hann keypti þessi hlutabréf Samherjafélagsins í Mogganum í apríl árið 2017. Eyþór varð borgarfulltrúi rúmu ári síðar, í lok maí árið 2018, og hefur hann haldið á umræddum hlutabréfum í Árvakri samhliða störfum sínum hjá Reykjavíkurborg æ síðan.
Eignarhald Eyþórs á bréfunum hefur vakið mikla athygli og umtal síðastliðin ár og nægir að nefna nýlega gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, sem hefur vakið umtal í fjölmiðlum síðustu daga.
Æltar ekki að hættaDóra Björt Guðjónsdóttir hefur sagt að hún ætli ekki að hætta að spyrja Eyþór Arnalds um viðskiptin með hlutabréfin í Árvakri.
Mynd: Píratar
Tapaði tæpum 200 milljónum
Í ársreikningi Kattarnefs ehf. kemur fram að félagið tapaði tæplega 200 milljónum króna í fyrra. Félagið átti samtals 256 milljóna króna eignir í árslok 2018 en í árslok 2019 voru þær komnar niður í 63 milljónir króna. Ástæðan er „virðisrýrnun krafna“ Kattarnefs á hendur félagi Eyþórs Arnalds, Ramsesi II ehf. Vaxtaberandi kröfur Kattarnefs fóru úr tæplega 250 milljónum króna í árslok 2018 og niður í 0 krónur í árslok 2019.
Eftir sem áður standa skuldir Kattarnefns við fjárfestingafélagið Kaldbak ehf. óniðurfærðar.
„Það er alvarlegt mál ef hægt er að kaupa stjórnmálamann“
Kaldbakur er móðurfélag Kattarnefs og er það í eigu Samherja. Kattarnef skuldar Kaldbaki tæplega 286 milljónir kríona. En þar sem Kattarnef á nær engar eignir, nema skatteign upp á rúmlega 50 milljónir króna, er ljóst að félagið getur ekki greitt Kaldbaki skuldina. Alveg ljóst er því að Kaldbakur mun á endanum þurfa að afskrifa kröfu sína á hendur Kattarnefi, alveg eins og Kattarnef hefur afskrifað kröfu sínar á hendur félagi Eyþórs Arnalds.
Eins og Stundin hefur greint frá er fjárfestingarfélagið Kaldbakur meðal annars fjármagnað með láni frá eignarhaldsfélagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood. Þetta félag flutti peninga til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands árið 2012. Fyrir vikið fékk Samherji 20 prósenta afslátt á íslensku krónunum sem voru keyptar fyrir peningana frá Esju Seafood.
Á næstu árum á eftir átti sama félag Samherja á Kýpur eftir að greiða mörg hundruð milljónir króna til namibískra áhrifamanna í skiptum fyrir kvóta í Namibíu, eins og Kveikur og Stundin greindu frá í fyrra í samvinnu við Wikileaks.
Sagði Eyþór hafa verið keyptan
Dóra Björt Guðjónsdóttir sagði í vikunni að ýmislegt benti til að Samherji hefði keypt Eyþór Arnalds. Hún setti viðskipti þeirra með hlutabréf í Árvakri í samhengi við viðskipti Kristjáns Vilhelmssonar, annars stærsta eiganda Samherja, með nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi sem nú rís. Eyþór var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Selfoss og ýjaði hún að því að Eyþór hefði liðkað til fyrir þeim viðskiptum. „Það er alvarlegt mál ef hægt er að kaupa stjórnmálamann. […] Núna hafa komið fram nýjar upplýsingar um uppbyggingu Samherja á Selfossi í miðbænum og ég hef ítrekað spurt Eyþór út í það hvers vegna hann fékk mörg hundruð milljónir frá Samherja þegar hann fékk gefins hlut í Morgunblaðinu og hann hefur aldrei svarað almennilega fyrir það. Hann fer alltaf að snúa út úr og drepa málum á dreif.“
„Hér dylgjar hún algerlega út í loftið“
Í umræðum um málið í borgarstjórn greip Eyþór til varnar fyrir sig og sagði Dóru Björt dylgja: „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum.“
Eyþór Arnalds hefur ekki skilað ársreikningi Ramses II ehf. fyrir árið 2019 og því er ekki hægt að sjá hvernig félag hans bókfærir viðskiptin við Kattarnef í nýjasta ársreikningi sínum.
Út frá fyrirliggjandi gögnum er hins að verða ljóst hver niðurstaðan í málinu er. Eyþór Arnalds keypti stóran hlut í Mogganum af Samherja árið 2017 og kemur hann ekki til með að greiða útgerðinni neitt af láninu sem hún veitti honum fyrir bréfunum.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirSamherjaskjölin
35344
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
14
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
3
Fréttir
37236
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirSamherjaskjölin
58307
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6107
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2757
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
35344
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
FréttirSamherjaskjölin
58306
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
3
Fréttir
37235
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirCovid-19
8142
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6106
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
7
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
2673
Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik
Í fjórum tilvikum af fimm þar sem tilkynnt var um alvarleg atvik, andlát og veikindi, eftir bólusetningar við Covid-19 var ekki eða mjög ólíklega um orsakasamband að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl en þó talið líklegra að andlát einstaklings hafi átt sér skýringar í undirliggjandi ástandi hans.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
51562
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
7295
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
Fréttir
25131
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
4
Pistill
29361
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
5
Pistill
39350
Þorvaldur Gylfason
Bankasýslan brennir af
Annað er eiginlega ekki hægt eins og ástatt er svo við byrjum á Trump þótt þessi grein fjalli um annað mál sem er að mestu – en þó ekki öllu – leyti óskylt honum.
6
Fréttir
167422
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
7
FréttirDauðans óvissa eykst
634
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.204
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
51562
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
227
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Fréttir
117
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
FréttirCovid-19
129
Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Rögnvaldur Ólafsson lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir skýrt að heimild sé til þess að ferðalangar megi dvelja eina nótt nálægt Keflavíkurflugvelli áður en þeir halda á dvalarstað í sóttkví.
FréttirCovid-19
8142
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
Þrautir10 af öllu tagi
2651
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Mynd dagsins
2
Fuglar, jólatré, gamalt skrifborð, plast og síðan olía
Á Álfsnesi voru urðuð hvorki meira né minna en 103 þúsund tonn af sorpi á síðasta ári, að sögn Arnórs Gunnarssonar hjá Sorpu. Innan um stórvirkar vinnuvélar voru hundruð fugla að finna sér æti í morgun, áður en mokað var yfir úrganginn. Næsta stóra verkefni Sorpu er að hefja þróunarstarf með PVD ehf. og í sameiningu ætla fyrirtækin að vinna olíu úr öllu því plasti sem berst í flokkunarstöð fyrirtækisins í Gufunesi. „Það að nýta plast í olíuframleiðslu gerir Sorpu kleift að endurnýta allt það plast sem áður hefur farið í brennslu erlendis."
FréttirSamherjaskjölin
35344
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
Fréttir
37236
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
2673
Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik
Í fjórum tilvikum af fimm þar sem tilkynnt var um alvarleg atvik, andlát og veikindi, eftir bólusetningar við Covid-19 var ekki eða mjög ólíklega um orsakasamband að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl en þó talið líklegra að andlát einstaklings hafi átt sér skýringar í undirliggjandi ástandi hans.
FréttirSamherjaskjölin
58307
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Bíó Tvíó#188
16
Í skugga hrafnsins
Andrea og Steindór ræða mynd Hrafns Gunnlaugssonar frá 1988, Í skugga hrafnsins.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir