Ákvarðanir um saksókn og fjársektir í skattahluta Samherjamálsins teknar samhliða
Embætti héraðssaksóknara fékk skattahluta Samherjamálsins í Namibíu sendan frá embætti skattrannsóknarstjóra. Ekki var búið að fullrannsaka málið og er haldið áfram með rannsóknina hjá héraðssaksóknara.
FréttirNý Samherjaskjöl
Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
Hlutverk Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, hjá útgerðarfélaginu Samherja, hefur ekki legið alveg ljóst fyrir á liðnum árum. Hann hefur borið hina ýmsu starfstitla og jafnvel stýrt félagi sem Samherji hefur keypt en á sama tíma alltaf líka verið með puttana í útgerðinni á bak við tjöldin. Þetta sýna rannsóknargögnin í Samherjamálinu í Namibíu þar sem nafn Baldvins kemur það mikið fyrir að ætla má að hann sé eins konar aðstoðarforstjóri föður síns hjá Samherja.
FréttirNý Samherjaskjöl
KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
Endurskoðendafyrirtækið KPMG breytti skýrslu sinni um stjórnendastrúktúr Samherjasamstæðunnar eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson lýsti yfir óánægju með drög að skýrslunni. Embætti héraðssaksóknara hefur yfirheyrt starfsmann KPMG, sem sá um skýrslugerðina, sem vitni og er ljóst að ákæruvaldið hefur mikinn áhuga á valdsviði Þorsteins Más innan Samherja.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
Eitt af því sem Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, gerði ítrekað fyrir útgerðarfélagið var að reyna að stuðla að því að mútugreiðslurnar til ráðamannanna í Namibíu færu leynt. Jón Óttar sagðist ekki bera skylda til að fela þessar greiðslur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eftir að hann hóf störf hjá Samherja í Namibíu.
FréttirNý Samherjaskjöl
Fjármálastjóri Samherja í Namibíu: „Það sleppir enginn gullskeiðunum!“
Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, er kominn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn málsins. Samskipti hans og bókara hjá Samherja sýna þá vitneskju sem var um mútugreiðslurnar í Namibíu á meðal starfsmanna Samherja sem komu að starfseminni í Namibíu.
FréttirSamherjaskjölin
Jón Óttar yfirheyrður í Samherjamálinu í Namibíu og er kominn með réttarstöðu sakbornings
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaðurinn, Jón Óttar Ólafsson, var sendur til Namibíu, að sögn Samherja, til að skoða rekstur fyrirtækisins þar í landi. Hann átti í samskiptum við mennina sem þáðu mútur frá Samherja í skiptum fyrir fiskveiðikvóta í Namibíu. Upplýsingafulltrúi Samherja segir að hann starfi ekki hjá félaginu í dag.
FréttirSamherjaskjölin
Ríkissaksóknarinn rekur hvernig 323 milljónir frá Samherja runnu til namibísks ráðamanns og meðreiðarsveina hans
Ríkissaksóknarinn í Namibíu, Martha Imalwa, hefur lagt fram gögn fyrir dómstólum þar sem sýna hvernig peningar runnu frá Samherja til namibískra ráðamanna í gegnum hina svokölluðu Namgomar-fléttu.
FréttirSamherjaskjölin
Opinberanir í tölvupóstum: Samherjamaður lagði á ráðin með Namibíumanni um að fela greiðslurnar
Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja, ræddi við einn af Namibíumönnunum sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að þiggja mútur frá útgerðinni um hvernig hægt væri að fela millifærslurnar til þeirra. Namibíumaðurinn vildi að Samherji millifærði peninga úr öðrum namibískum banka þar sem upplýsingar virtust leka úr bankanum sem íslenska útgerðin notaði.
FréttirSamherjaskjölin
Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
Tölvupóstar milli starfsmanna Samherja, sem ekki hafa komið fram áður, sýna hvernig Aðalsteinn Helgason stakk upp á því að ráðamönnum í Namibíu yrði mútað í lok árs 2011. Póstarnir sýna meðal annars að Jóhannes Stefánsson getur ekki hafa verið einn um að ákveða að greiða ráðamönnunum mútur.
Rannsókn
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Sagan um skreiðarviðskipti Íslands í Nígeríu kann að eiga þátt í skoðunum sumra útgerðarmanna á Íslandi á Namibíumálinu þar sem mútur og hvers kyns sporslur tíðkist víða í löndum Afríku. Ólafur Björnsson hjá samlagi skreiðarframleiðenda talaði fjálglega um mútur og „smurningar“ í bók sinni um viðskipti Íslendinga með skreið til Nígeríu. Íslenskir útgerðarmenn, eins og Gunnar Tómasson, vísa til skreiðarviðskiptanna sem ákveðinni hliðstæðu Namibíumáls Samherja þegar þeir eru spurðir um mat sitt á þessu máli.
FréttirSamherjaskjölin
Mörg ár liðu þar til ákært var í málum sem líkjast Samherjamálinu í Namibíu
Tvö af þekktustu málum Svíþjóðar þar sem mútugreiðslur í öðrum löndum voru rannsökuð í fimm og átta ár áður en. ákærur voru gefnar út í þeim. Í báðum tilfellum höfðu fyrirtækin viðurkennt að hafa mútað áhrifamönnum í Úsbekistan og Djibouti. Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir ómögulegt að fullyrða hvenær rannsókn Samherjamálsins í Namibíu muni ljúka.
ÚttektSamherjaskjölin
Pólitískir Samherjar
Starfsemi útgerðarinnar Samherja teygir sig um allan heim. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að víðast hvar má finna lykilstarfsmenn með sterk pólitísk tengsl; allt frá Íslandi til Færeyja og niður til Afríku.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.