Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
„Það þarf að loka netfanginu hans og endurstilla lykilorðið á dropbox reikningnum til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, í skilaboðum til Örnu McClure, innanhúslögfræðings útgerðarinnar, og Aðalsteins Helgasonar lykilstarfsmanns. Jón Óttar Ólafsson rekur nákvæmlega hvernig hann braust inn á Dropbox uppljóstrarans í Namibíumálinu í yfirlýsingu sinni til dómstóla.
FréttirSamherjaskjölin
Yfirvöld í Namibíu halda áfram að reyna að fá þrjá Samherjamenn framselda
Yfirvöld í Namibíu segjast eiga í nánum samskiptum við íslensk yfirvöld um að fá þrjá Samherjamenn framseld. Embætti ríkissaksóknara á Íslandi hefur verið skýrt með að enginn Íslendingur verði framseldur til Namibíu. Yfiirvöld í Namibíu vilja mögulega að réttað verði yfir Samherjamönnum á Íslandi gangi framsal ekki eftir.
Fréttir
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist ekki ætla að svara um efni afsökunarbeiðni sem fyrirtæki hans birti óundirritaða á vefsíðu sinni um helgina. Stundin beindi til hans sömu spurningu og lögmaður fyrirtækisins hafði krafið Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra svara um nokkrum vikum fyrr. Í afsökunarbeiðninni er fullyrt að umfjöllun hafi verið „einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum“.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Gengst við samskiptum við Pál
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist hafa verið í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja og einn meðlima „skæruliðadeildar“ fyrirtækisins. Ráðherrann svaraði ekki spurningum Stundarinnar um samskiptin þegar greint var frá þeim á þriðjudag.
FréttirSamherjaskjölin
Framkvæmdastjóri SFS svarar ekki spurningum um áhrif Samherjamálsins í Namibíu
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur ekki viljað svara spurningum um áhrif Samherjamálsins í Namibíu á íslenskan sjávarútveg og stöðu útgerðarinnar innnan SFS.
ÚttektSamherjaskjölin
Stórútgerðirnar segjast standa með Samherja: „Ég held að þetta mál sé tiltölulega óþekkt“
Framkvæmdastjórar íslenskra stórútgerða segja að Namibíumál Samherja hafi ekki haft nein áhrif á önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og sölu- og markaðsstarf þeirra erlendis. Stór hluti framkvæmdastjóranna velur hins vegar að tjá sig ekki um málið og hluti þeirra svarar ekki erindum um málið.
FréttirSamherjaskjölin
Samherjamálið í DNB: Bankinn horfði framhjá 80 prósent af vísbendingum um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti
Sektargreiðslan sem DNB-bankinn út af rannsókninni á peningaþvættisvörnum sem hófst eftir Samherjamálið er sú hæsta í sögu Noregs. Sektin er hins vegar einungis 1/30 hluti af sektinni sem Danske Bank greiddi fyrir að stöðva ekki peningaþvætti í gegnum bankann.
Fréttir
Namibískir blaðamenn fordæma árásir Samherja á íslenskt fjölmiðlafólk
Samtök blaðamanna í Namibíu, NAMPU, skora á útgerðarfyrirtækið Samherja að láta af áreitni sinni í garð fréttamanna sem fjallað hafa um Namibíumálið. NAMPU hvetja einnig blaðamenn um allan heim til að bjóða fram aðstoð sína.
FréttirSamherjaskjölin
Norska fjármálaeftirlitið „húðflettir“ DNB-bankann út af Samherjamálinu í Namibíu: Greiðir sex milljarða í sekt
DNB bankinn þarf að greiða bætur upp á 6 milljarða fyrir að fylgja ekki regluverki um varnir gegn peningaþvætti í Samherjamálinu. Bankinn sagði upp öll viðskiptum við Samherja eftir að málið kom upp í árslok 2019.
Fréttir
Seðlabankastjóri gagnrýnir Samherja fyrir árásir á starfsmenn bankans: „Ég er mjög ósáttur”
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er ósáttur við hvernig útgerðarfélagið Samherji hefur ráðist að starfsfólki bankans með meðal annars kærum til lögreglu. Hann kallar eftir því að Alþingi setji lög til að koma í fyrir veg slíkar atlögur að opinberum starfsmönnum.
FréttirSamherjaskjölin
Ákæruvaldið í Namibíu vill fá tvo Samherjamenn framselda
Ákæruvaldið í Namibíu sagðist fyrir dómi í morgun vinna að því að fá Aðalstein Helgason og Egil Helga Árnason framselda til Namibíu. Embætti ríkissaksóknara á Íslandi hefur hins vegar sagt að Ísland framselji ekki ríkisborgara sína til Namibíu. Réttarhöldunum yfir sakborningunum í Samherjamálinu hefur verið frestað til 20. maí.
FréttirSamherjaskjölin
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.