Þessi grein er rúmlega 5 mánaða gömul.

Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja

Sag­an um skreið­ar­við­skipti Ís­lands í Níg­er­íu kann að eiga þátt í skoð­un­um sumra út­gerð­ar­manna á Ís­landi á Namib­íu­mál­inu þar sem mút­ur og hvers kyns sporsl­ur tíðk­ist víða í lönd­um Afr­íku. Ólaf­ur Björns­son hjá sam­lagi skreið­ar­fram­leið­enda tal­aði fjálg­lega um mút­ur og „smurn­ing­ar“ í bók sinni um við­skipti Ís­lend­inga með skreið til Níg­er­íu. Ís­lensk­ir út­gerð­ar­menn, eins og Gunn­ar Tóm­as­son, vísa til skreið­ar­við­skipt­anna sem ákveð­inni hlið­stæðu Namib­íu­máls Sam­herja þeg­ar þeir eru spurð­ir um mat sitt á þessu máli.

Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Fjörleg frásögn um skrautleg Nígeríuviðskipti Bók Ólafs Björnssonar er fjörleg frásögn um skrautleg og á kölfum ruglkennd viðskipti Íslendinga með skreið til Nígeríu á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda.

Heimildir eru um mútugreiðslur íslenskra útgerðarmanna í Afríku á 9. áratugnum, sem stórútgerðarmenn vísa til í dag þegar rætt er um mútugreiðslur Samherja í Namibíu.

Ein heimildanna er frásögn Ólafs Björnssonar, fyrrverandi formanns Samlags skreiðarframleiðenda á Íslandi, um viðskipti samlagsins við þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra Nígeríu, Mahmud Tukur, árið 1984.

„Hann sagði að á síðustu stundu hefði Turkur [sic] viðskiptaráðherra neitað að skrifa undir nema hann fengi 2,5% í sinn vasa. Þótt ekki væri það okkur ljúft þorðum við ekki annað en að samþykkja það og skrifuðum undir yfirlýsingu um að jafnharðan og að greiðslur bærust yrðu lögð inn á reikning sem Turkur gæfi upp 2,5%,“ skrifaði hann.

Ólafur var útgerðarmaður og bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Keflavík sem tók að sér störf fyrir Landssamtök skreiðarframleiðenda. Hann var fæddur árið 1924 og lést 91 árs gamall árið 2015.  Ólafur var formaður skreiðarsamlagsins á árunum 1983 til 1992 þegar íslensk skreið var aðallega seld til Nígeríu og skrifaði hann um þetta bókina Skreiðarannál: Reyfarakennda sögu um samskipti Íslendinga og Nígeríumanna í skreiðarviðskiptum þessara þjóða sem kom út árið 1994. Bókin er sannarlega „reyfarakennd“ þar sem Ólafur lýsir þeim skrautlegu, erfiðu og ótraustu viðskiptum sem hann og skreiðarsamlagið reyndu að stunda í Nígeríu á þessu árum. 

Nokkrum sinnum talar Ólafur, eða Óli Björns eins og hann var kallaður af þeim sem hann þekktu, um „smurningar“ eða að „smyrja“ þegar hann talar um hvernig hafi verið gerðar kröfur um að liðka fyrir viðskiptum með greiðslum undir borðið eða til milliliða.

Bað um 2,5 prósent undir borðiðÓlafur Björnsson lýsir því í bók sinni hvernig Mahmud Tukur, viðskiptaráðherra Nígeríu, bað um 2,5 prósenta greiðslu undir borðið fyrir að kaupa skreið frá Íslandi.

Önnur elsta útflutningsvara Íslands

Á þessum árum var skreiðin frá Íslandi, aðallega þurrkaður þorskur en einnig keila meðal annars, afar mikilvægur hluti af útflutningi Íslendinga og var meðal annars þriðja stærsta útflutningsvara landsins samkvæmt því sem Ólafur segir í bókinni. Vegna þessa mikla útflutnings til Nígeríu var landið yfirleitt á milli þriggja og fjögurra helstu útflutningslanda Íslands á níunda áratugnum. Á Alþingi á þessum árum var meðal annars talað um það að Ísland kæmi sér upp sérstöku sendiráði í höfuðborginni Lagos vegna umfangs þessara viðskipta. 

Segja má með sanni að skreið sé önnur elsta útflutningsvara Íslands þar sem þessi afurð hefur verið flutt út frá Íslandi frá því á 14. öld. Fram eftir öldum var skreiðin helsta undirstaðan í útflutningsverslun landsins, ásamt vaðmáli. Sú aðferð að loftþurrka fisk eykur geymsluþol mikið og var því hægt að flytja fiskinn út fyrir vikið án þess að hann skemmdist. Síðustu áratugina hefur Nígería verið nær eini útflutningsstaður íslensku skreiðarinnar. 

Viðskipti Íslands við Nígeríu eru enn þá mikilvæg í útflutningi landsins en landið hefur verið í topp tíu yfir helstu útflutningslönd sjávarafurða á Íslandi í gegnum árin, meðal annars í 9. sæti árið 2016. Útflutningur á hertum fiski til Nígeríu hefur verið frá tæplega 10 þúsund tonnum og upp í rúmlega 40 þúsund tonn á ári síðastliðin 20 ár. Samkvæmt síðustu staðfestu tölum Hagstofu Íslands nam útflutningurinn til Nígeríu rúmlega 20 þúsund tonnum árið 2019. 

Umfang skreiöarsölu til NígeríuTaflan sýnir umfang skreiðarsölu frá Íslandi til Nígeríu síðastliðin 20 ár.

Hálfopinber viðskipti 

Eitt af því sem vekur athygli við bók Ólafs Björnssonar eru að þau viðskipti sem þar er lýst að farið hafi fram í gegnum skreiðarsamlagið, þar sem meðal annars samið var um að greiðslur til ráðherra undir borðið vegna tiltekinna samninga, voru hálfopinber. Þau voru hálfopinber í þeim skilningi að samvinna samlagsins við opinbera aðila á Íslandi, eins og utanríkisráðuneytið, sendiherra, ríkisbankann Landsbankann, Seðlabanka Íslands og fleiri opinbera aðila, voru mjög mikil á þessum tíma. 

Ekki er tekið beint fram að tilteknir nafntogaðir aðilar hafi verið viðriðnir eða haft vitneskju um þau skipti þar sem tilgreint er að samið hafi verið sérstaklega við einhverja stjórnmálamenn vegna tiltekinna viðskipta um kaup á skreið. Hins vegar er að finna í bókinni efnisgreinar eins og þessa hérna þar sem verið er að lýsa því að íslensk ríkisfyrirtæki hafi verið höfð með í ráðum varðandi greiðslur undir borðið í einstaka viðskiptum. Í eftirfarandi efnisgrein eru bæði Landsbanki Íslands, sem þá var í meirihlutaeigu íslenska ríkisins, og sendiráð Íslands í London með í ráðum um ætlaða greiðslu til ótilgreindra aðila. 

Orðrétt segir: „22. mars hringdi Felix Kalu í Ragnar og tilkynnti að fyrsta ábyrgðin upp á 11 til 12 milljónir dollara væri tilbúin. Við yrðum að hafa til taks USD tvær millj. fyrir sína menn. Við fórum allir saman í Landsbankann til þess að ræða málið. Niðurstaðan varð sú að við fengum tvær ávísanir upp á USD eina milljón hvora. Tekin voru ljósrit af þeim til þess að láta Felix hafa. Sjálfar ávísanirnar voru settar í umslag sem átti að fá geymt í sendiráðinu í London. Það átti ekki að afhenda umslagið nema samkvæmt óyggjandi fyrirmælum frá okkur.“ 

Þarna var því um að ræða skipulagningu á ætluðum greiðslum til milliliða upp á tvær milljónir dollara sem allir hlutaðeigandi aðilar voru sammála um að það þyrfti að greiða til að verða myndi af samningi um sölu á íslenskri skreið til Nígeríu. Þarna virðast því tveir opinberar aðilar á Íslandi hafa verið með í ráðum um að greiða þyrfti fjármuni til milliliða í Nígeríu til að verða mætti af tilteknum viðskiptum.

Skreið er ein elsta útflutningsvara ÍslandsSkreið hefur verið flutt út frá Íslandi frá því á 14. öld og er enn þá flutt úr landi í nokkuð stórum stíl, nær eingöngu til Nígeríu.

Opinber heimsókn frá Nígeríu

Í annarri sögu er þessi sami Felix – Felix Kalu hét hann – að taka við 300 þúsund dollara ávísun frá Landsbanka Íslands árið 1984 sem þóknun til að tryggja það að viðskiptaráðuneytið í Nígeríu skrifi undir samning um kaup á skreið af Íslendingnum. Ólafur segir svo frá því að hann hafi krafist þess að Felix skrifaði undir yfirlýsingu um að hann myndi skila peningunum ef honum tækist ekki að tryggja undirskrift samningsins en að nokkuð hafi verið deilt um þetta. Einn fundarmanna sagði sem svo að í slíkum „bransa“ væri ekki til siðs að kvitta fyrir hlutunum. „12. júlí kom Felix til Íslands og daginn eftir fór allt liðið með hann í Landsbankann. Þar tóku á móti okkur allir aðalbankastjórarnir ásamt Barða Árnasyni. Þegar Felix var búinn að fá ávísunina spurði ég hvort hann ætti ekki að kvitta fyrir henni. Þeir Bjarni og Ragnar hlógu að því og sögðu að í svona „bransa“ væri ekki til siðs að kvitta. Ég krafðist þess að Felix kvittaði fyrir og skrifaði jafnframt undir að upphæðin yrði endurgreidd ef samningar kláruðust ekki á næstunni. Um þetta varð talsvert þjark. Þeir Bjarni og Ragnar fóru, sögðu þetta tóma vitleysu. En ég lét mig ekki og mótmælti að Felix færi út nema að kvitta fyrst. Hannes studdi mig og á endanum útbjóa Barði kvittun eins og ég vildi hafa hana og Felix skrifaði undir fyrir hönd Ikenze, en ávísunin var stíluð á hann.“

Sama ár, 1984, í ágúst kom sendinefnd frá Nígeríu til Íslands í opinbera heimsókn og voru meðlimir hennar leiddir á milli íslenskra ráðherra, eins og Ólafur segir, auk þess sem farið var með nefndina í heimsókn í Verslunarráð og Hafrannsóknastofnun. Með þessari heimsókn áttu skreiðarvandamálin á milli Íslands og Nígeríu að vera úr sögunni.

En í aðdraganda þeirrar samningsgerðar á milli yfirvalda í Nígeríu og skreiðarsamlagsins sem leiddu til opinberu heimsóknarinnar höfðu að minnsta kosti verið gerðir tveir samningar þar sem nígerískir aðilar, einn viðskiptaráðherra og svo Felix Kalu, fengu greitt persónulega fyrir aðkomu sína að samningnnum um skreiðarsöluna.

Samherji selur til NigeríuÞorsteinn Már Baldvinsson hefur rætt opinberlega um mikilvægi Nígeríumarkaðar fyrir Ísland en Samherji selur skreið og hausa til Nigeríu.

Þorbjörn, Vísir og Samherji meðal skreiðarútflytjenda

Ísland flytur enn þá út talsvert af skreið til landa í Afríku, meðal annars útgerðarrisinn Samherji og einnig fyrirtæki eins og Haustak á Reykjanesi, sem er í eigu útgerðanna Þorbjarnar og Vísis í Grindavík. Um 20 þurrrkunarverksmiðjur eru á Íslandi og starfa alls í þeim um 350 manns í heildina. 

Einn af verkstjórum Haustaks, Pálmi Kristmannsson, hefur meðal annars lýst því með eftirfarandi orðum hversu brokkgeng viðskiptin geta verið. „Það hafa alltaf verið skin og skúrir á þessum markaði. Það hafa dottið niður sölur, sérstaklega þegar eru stjórnarskipti í Nígeríu. Þá eru oft miklar væringar og ný stjórn að koma sér fyrir og skipuleggja hluti upp á nýtt. Þá hefur orðið tregða en það hefur aldrei verið til langframa,“ sagði hann í viðtali við RÚV árið 2015.  Haustak er stærsta þurrkunarfyrirtæki Íslands. 

Útgerðarrisinn Samherji getur sömuleiðis framleitt 15 þúsund tonn af skreið á ári í verksmiðjum sínum á Dalvík og á Laugum. Þetta er eignir sem voru hluti af þeim sem Samherji keypti af útgerðinni árið 2011 þegar Samherji eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa. 

Samherji seldi hluta af skreiðarframleiðslu sinni til Afríku í gegnum eignarhaldsfélag sitt á Kýpur, eins og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ræddi um í viðtali við Stundina árið 2019. Árið 2014 seldi Samherji skreið til Afríku. „Árið 2013 byrjum við að flytja út þurrkaðar afurðir til Afríku og gerum það undir vörumerki Kötlu Seafood sem var eign Esju Seafood. Þegar við seljum útgerðina í Afríku gerðum við samkomulag við kaupandann um að fá að nota vörumerkið Katla Seafood í eitt ár þar á eftir. Við notuðum það til seinni parts 2014 og eftir það átti salan sér stað frá Icefresh á Íslandi,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður að því af hverju Samherji hefði selt íslenska skreið til Afríku í gegnum Kýpur.

Frá kampavíni til lágra og hárra peningagreiðslna

Í bók sinni um skreiðarviðskipti Íslands við Nígeríu á níunda áratug síðustu aldar lýsir Ólafur Björnsson fjölmörgum dæmum um það hvernig liðkað var til fyrir viðskiptum í Nígeríu með greiðslum til milliliða, eða jafnvel ráðherra eins og hér að ofan, og hvernig því sem hann kallar „smurningum“ var ítrekað beitt til að opna dyr og til af viðskiptum mætti verða. Sögurnar sem Ólafur segir ná allt frá samningi um greiðslur til ráðherra eins og Mahmud Tukurs til sporslna eins og einnar kampavínsflösku til að komast í gegnum tollinn á flugvellinum í Lagos, höfuðborgar Nígeríu, í fyrstu heimsókn sinni til landsins. Alltaf, samkvæmt frásögnum Ólafs, var verið að reyna að fá útlendingana til að láta eitthvað af hendi rakna; það þurfti að „smyrja“ eins og Ólafur segir á einum stað. 

Þessari kampavínssögu lýsir Ólafur svo, með gamansömum hætti: „Fyrsta ferð mín til þessa furðulands varð um margt reynslu- og lærdómsrík. Það fyrsta sem við tók var hitastækja og löng biðröð. Heimamenn ruddust fram fyrir okkur. Þegar loksins kom að mér var úrskurðað að of stutt væri liðið frá því ég fékk sprautu við gulusótt. Ég var leiddur afsíðis. Þeir sögðust líklega þurfa að senda mig heim með sömu vél. Engar nirur (svo heitir gjaldmiðillinn þeirra) hafði ég og stranglega hafði ég verið varaður við að flíka öðrum peningum. Eftir nokkurt þjark hugkvæmdist mér að rétta þeim kampavínsflösku, sem ætluð var í gjöf til höfðingja. Þetta þótti þeim svo rausnarlegt að þeir sáu um að ég komst klakklaust í gegnum það sem eftir var í flugstöðinni.“

Í annarri sögu greinir Ólafur frá því hvernig hann þurfti að múta þjóni á hóteli í Lagos tvívegis til að fá hann til að hleypa sér inn á herbergi íslensks manns, Bjarna Magnússonar, sem hafði verið handtekinn af Interpol vegna meintra ólöglegra viðskipta. Ólafur þurfti að ná í vegabréf mannsins til að freista þess að leysa hann úr fangelsi:  „Miðað við þær sögur sem ég hafði heyrt um vistina í fangelsum í Nígeríu vildi ég ekki gefast upp við svo búið. Ég bað George að lána mér bílinn sinn, að sjálfsögðu með bílstjóra. Við gátum ekki komist í síma þarna. Ég fór á Eko hotel. Þar var ég vel kunnugur og vissi herbergisnúmer Bjarna. Þegar ég var búinn að þamba nægju mína mútaði ég þjóni sem ég þekkti til þess að hleypa mér inn á herbergið. Áður en við fórum vék ég einhverju að símastelpunum.“ Á meðan, segir Ólafur, var Bjarni að „smyrja“ starfsmenn Interpol til að losna úr fangelsinu. 

Í annarri sögu verður Ólafur Björnsson fyrir líkamsárás frá millilið í skreiðarviðskiptum sem hafði átt að fá 20 prósent í afslátt af íslenskri skreið undir borðið en vegna gengisfalls nígeríska gjaldmiðilsins hafi þetta ekki gengið eftir. Svo segir Ólafur frá þessu: „Ég mætti á tilsettum tíma og komst beint til ritarans. Hún fylgdi mér til mr. Emma Egbunike, yfirmanns utanríkisviðskipta, sem við Barði hittum í okkar ferð. Meðan hann var að ganga frá fyrirmælum til útibúsins í Lagos, ruddist Okeke inn á skrifstofuna. Hann er með stærstu mönnum og að sama skapi ljótur. Hann var ofsareiður, slengdi mér út í horn og sagði að ég skyldi ekki sleppa út með eina niru öðruvísi en að hann fengi sinn hlut út úr henni. Hann hafði átt að fá 20% í afslátt undir borðið en við það fall sem orðið hafði á nirunni var fyrirframgreiðslan sem hann fékk orðin mikið meira en það. Ég neitaði að semja við hann um eitt eða neitt, sagði hann vera búinn að ræna okkur nóg.“

Svona er bók Ólafs um viðskiptin með skreiðina í Nígeríu; hún er full af skrautlegum sögum um hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni og ruglið og hringavitleysan er oft þannig í framvindu viðskiptanna og stöðu að erfitt getur verið að halda þræði. Ólafur segir meðal annars frá því að þegar Sverrir Hermannsson varð bankastjóri Landsbanka Íslands hafi hann ekki haft áhuga á að setja sig inn í þessar „skreiðarflækjur“ eins og fyrirrennari hans, Helgi Bergs, hafði gert og því hafi hann látið næstráðanda sinn í bankanum sjá um samskiptin við skreiðarsölumennina eins og Ólaf Björnsson.

Bræðurnir Eiríkur og Gunnar Tómassynir í ÞorbirninumEiríkur og Gunnar Tómassynir eru eigendur Þorbjarnar í Grindavík sem á stærsta skreiðarfyrirtæki á Íslandi. Bræðurnir hafa lengi komið að viðskiptunum með skreiðina og sat Eiríkur meðal annars í stjórn skreiðarsamlagsins á níunda áratug síðustu aldar.

Skreiðarviðskiptin og orð Gunnars í Þorbirni

Þegar Stundin hefur rætt við íslenska útgerðarmenn um Namibíumál útgerðarinnar Samherja hafa sumir þeirra minnst á það, on the record eða off the record, að ýmiss konar óvanalegar greiðslur hafi tíðkast í Afríku og víða annars staðar til að liðka fyrir viðskiptum. 

Einn íslenskur útgerðarmaður sagði til dæmis við Stundina off the record að það hafi gerst í sjóferðum íslenskra skipa í Afríku gegnum árin að sígarettum hafi verið gaukað  að opinberum starfsmönnum eins og tollvörðum ef upp kæmu vandamál í samskiptum áhafnanna við þá.  

Annar útgerðarmaður segir við Stundina off the record að það sé svona sem kaupin gangi fyrir sig á eyrinni víða í Afríku og að það viti allir. Fáir vilji hins vegar segja þetta undir nafni, rétt eins og fáir vilja segja sínar skoðanir á Samherjamálinu. Sjálfur segist hann aldrei hafa viljað koma nálægt viðskiptum í sjávarútvegi í Afríku, meðal annars vegna þess. 

Annar útgerðarmaður, Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, sagði við Stundina að „alls konar greiðslur“ hefðu tíðkast þar en að kannski væri Namibíumál Samherja „eitthvað af öðrum toga“. „Við höfum verið í viðskiptum í Afríku með sölu á skreið í gegnum tíðina. Viðskipti við Afríku hafa alltaf verið erfið. Þar hafa alls konar svona greiðslur til að liðka til fyrir viðskiptum tíðkast lengi og við þekkjum það langbest úr skreiðinni. Þannig að við höfum þurft að glíma oft við það og fengið stjórnvöld á Íslandi með okkur í þann slag. Þannig að það er ekki nýtt fyrir okkur. En þetta Namibíumál er kannski eitthvað af öðrum toga en ég þekki það bara ekki.“

Gunnar gerir því þennan samanburð á viðskiptunum með skreið frá Íslandi í gegnum tíðina og svo í Namibíumálinu í þeim skilningi að í báðum tilfellum hafi „alls konar greiðslur“ átt sér stað. En hann segir jafnframt að Namibíumálið sé „kannski eitthvað af öðrum toga“, án þess að fara nánar út í það. 

Áðurnefnt fyrirtæki, Haustak á Reykjanesi, er meðal annars í eigu Þorbjarnar í Grindavík og heyrir því undir útgerðina. Bróðir Gunnars Tómassonar, Eiríkur, var í stjórn skreiðarsamlagsins á þeim tíma sem Ólafur stýrði því og er samskiptum við hann meðal annars lýst í bókinni. Gunnar, sem er að nálgast sjötugt, ætti því að vita um hvað hann er að tala.

Þegar Gunnar er inntur eftir frekari útskýringum á orðum sínum um skreiðarviðskiptin vísar hann til bókar Ólafs Björnssonar sem hér er fjallað um. 

 

Ekki sambærilegt við Namibíu en mútur nefndar 

Frásagnirnar um greiðslurnar í skreiðarviðskiptunum frá Íslandi á níunda áratugnum eru auðvitað alls ekki einu heimildirnar um slíkar óeðlilegar greiðslur undir borðið vegna viðskipta Íslendinga í sjávarútvegi í Afríku.

Eins og Stundin hefur greint frá upp úr gögnunum sem umfjöllun blaðsins, Kveiks og Wikileaks um Namibíumálið byggði á árið 2019 þá gerðu vinnugögn frá Samherja í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013 ráð fyrir því að greiða þyrfti mútur í löndunum. Í viðskiptaáætlunum Samherja var sérstakur rekstrarliður sem nefndur er „mútur“. Þessi ætlaði kostnaður var settur undir „annan kostnað“ í kostnaðargreiningum.

Í göngunum var hins vegar ekki að finna nein eiginleg dæmi um slíkar mútugreiðslur í þessum löndum en gögnin sýna hins vegar að gert hafi verið ráð fyrir þeim.

Annað sambærilegt dæmi um ætlaðar mútugreiðslur í Marokkó er bókhaldslykill sem finna má í gögnunum með yfirskriftinni „mútur til tollsins“ [e. bribe to customs].  

Jóhannes Stefánsson hefur sagt við Stundina að þetta gagn sé tilkomið vegna þess að á sínum tíma, þegar Samherji stundaði veiðar í Marokkó, þá hafi fyrirtækið flutt þangað inn dýr tæki sem félagið hefði átt að borga tolla af. Í staðinn fyrir að greiða tollana af tækjunum hafi Samherji hins vegar greitt tollvörðum í Marokkó til að fá þá til að horfa framhjá umræddum tækjum við tollskoðun. 

Í máli Jóhannesar kom hins vegar janframt fram að upphæðirnar sem um ræddi undir þessum bókhaldslykli hafi verið lágar og ekkert í líkingu við umfang þeirra greiðslna sem kom fram að Samherji hefði síðar reitt af hendi í Namibíu. „Fyrir þeim voru múturnar bara ein talan inn í Excel-skjalið. Þetta var bara spurning um hvernig niðurstaðan kæmi út, þetta var bara sjálfsagður hlutur. […] Þetta var bara ein breytan í heildardæminu,“ sagði Jóhannes við Stundina. 

Aftur þá má nefna, rétt eins og Gunnar Tómasson, impraði á í tilfelli skreiðarviðskiptanna, þá má segja að fyrri heimildir um ætlaðar mútugreiðslur og sporslur í veiðum Samherja í Máritaníu og Marokkó hafi verið annars eðlis en síðar í Namibíu.

„Ómögulegt að segja hvert peningarnir fara“

Í gögnunum um veiðar Samherja og áður Sjólaskipa í Márítaníu og Marokkó kom einnig fram að að  Samherji, og þar á undan Sjólaskip sem Samherji keypti Afríkuútgerðina af árið 2007 og endurskírði Kötlu Seafood, hafi keypt kvóta sinnaf svokölluðum kvótahöfum þar í landi. 

Eins og Stundin hefur greint frá veiddu þessar útgerðir samtals um meira en 200 þúsund tonn af hestamakríl og öðrum tegundum í löndunum á árunum 2004 til 2008. Þetta kom fram í  Power Point-kynningu sem var hluti af gögnunum í Namibíumálinu. Þennan kvóta komust útgerðirnar yfir meðal annars með samningum við kvótagrúppur sem lutu stjórn þingmanna á marokkóska þinginu. Tveir af þingmönnunum hétu Slimane Derham og Cheikh Amar samkvæmt gögnunum. 

Alls 57 prósent af kvótanum sem þessar útgerðir veiddu í Marokkó kom frá kvótagrúppu þar í landi sem heitir Frigroupe sem laut stjórn Slimane Derhams og valdafjölskyldu í stjórnmála- og viðskiptalífi Marokkó sem heitir Kabbage.

Í gögnunum kemur fram að á árunum 2004 til 2008 hafi Sjólaskip og Samherji greitt rúmlega 9,6 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 1.200 milljónir króna, til kvótahafa í Marokkó á árunum í skiptum fyrir kvótann. 

Aftur má nefna að þessi viðskipti við kvótahafana eru annars eðlis en síðar í Namibíu.

Sjólaskip og Samherji einfaldlega keyptu kvótann af aðilum sem höfðu fengið hann úthlutaðan. Þetta reyndust vera meðal annars hópar sem voru tengdir inn í stjórn- og valdakerfi Marokkó. Í Namibíu voru þeir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja ekki kvótahafar heldur stjórnmála- og embættismenn og tengdir aðilar sem sáu til þess að Samherji fengi úthlutaðan kvóta frá ríkinu gegn því að þeir fengju greitt fyrir það.

Muninn á þessu tvennu má meðal annars útskýra með þeim orðum sem einn af sjómönnum Samherja í Marokkó og Máritaníu lét falla í viðtali við DV árið 2012 þar sem hann sagði að Samherji vissi ekkert endilega hvert peningarnir sem félagið greiddi fyrir kvótann færu. „Menn eru ekki að veiða þarna þvert gegn vilja stjórnvalda. Ef það væri tilfellið þá værum við ekki að veiða þarna. […] Fulltrúi stjórnvalda selur okkur veiðileyfin og er tengiliður okkar. Við kaupum bara leyfin frá stjórnvöldum. Hver það er sem á endanum fær peningana er ómögulegt að segja.“

Upphæðirnar sem um ræðir í Namibíumálinu, sem og eðli þeirra viðskipta sem nú eru til rannsóknar þar í landi og Íslandi, eru því nokkuð annars eðlis en aðrar heimildir um „smurningar“ og mútugreiðslur sem hingað til hafa komið fram í íslenskum sjávarútvegi og fisksölu í Afríku. Samherji var miklu beinni þátttakandi í því sem er til rannsóknar í Namibíumálinu á meðan Samherji kom ekki með beinum hætti að því að tilteknir þingmenn í Marokkó fengu kvóta þar í landi sem þeir áframseldu svo til einstakra útgerða. 

Muninn á Namibíumálinu og öðrum sambærilegum málum í Afríku má kannski meðal annars skýra með því sem Þorsteinn Már Baldvinsson sagði eitt sinn um veiðar félagsins á umdeildu hafsvæði í Marokkó. „Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál.“ Í Namibíu má hins vegar segja að Samherji hafi byrjað að blanda sér í innanríkismál þar sem lögum í landinu var meðal annars breytt svo Samherji gæti fengið kvóta.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
1
FréttirLaun Björns Zoega

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoega, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
Orkustofnun vill koma í veg fyrir að N1 ofrukki neytendur fyrir rafmagnið
2
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Orku­stofn­un vill koma í veg fyr­ir að N1 of­rukki neyt­end­ur fyr­ir raf­magn­ið

Orku­stofn­un ætl­ar að beita sér gegn því að N1 raf­magn of­rukki við­skipta­vini sína sem koma í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Sam­keppn­is­að­il­ar N1 raf­magns hafa ver­ið harð­orð­ir í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
3
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.
Framkvæmdastjórn SÁÁ slegin vegna lögreglukæru
4
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ sleg­in vegna lög­reglukæru

„Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ harm­ar þann far­veg sem mál­ið er kom­ið í,“ seg­ir í til­kynn­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ sem Ein­ar Her­manns­son, formað­ur sam­tak­anna, sendi fjöl­miðl­um. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands kærðu sam­tök­in til embætt­is hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir „gríð­ar­legt magn“ til­hæfu­lausra reikn­inga.
Illugi Jökulsson
5
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

80 ár í dag frá Wann­see-fund­in­um — hverj­ir sátu þenn­an skelfi­lega fund?

Það gerð­ist fyr­ir slétt­um 80 ár­um. Fimmtán karl­ar á miðj­um aldri komu sam­an á ráð­stefnu í svo­lít­illi höll við Wann­see-vatn spöl­korn suð­vest­ur af Berlín. Við vatn­ið voru og eru Berlín­ar­bú­ar van­ir að hafa það huggu­legt og njóta úti­lífs en þá var há­vet­ur og ekki marg­ir á ferli sem fylgd­ust með hverri svartri límús­ín­unni af ann­arri renna að höll­inni aft­an­verðri og...
Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
6
Fréttir

Sauð­fjár­bóndi seg­ir ekk­ert upp úr bú­skapn­um að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“
Illugi Jökulsson
7
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Hæg­an nú, svik­ari Önnu Frank er EKKI fund­inn!

Fyr­ir fá­ein­um dægr­um fóru um heims­byggð­ina frétt­ir af því að rann­sókn­ar­menn með full­komn­ustu tæki, tól og öll gögn hefðu nú af­hjúp­að sann­leik­ann um það hver sveik Önnu Frank og fjöl­skyldu henn­ar í hend­ur þýsku her­náms­yf­ir­vald­anna í Hol­land 1944. Það var hol­lensk­ur fjöl­miðla­mað­ur, Pieter van Twisk, sem setti sam­an rann­sókn­ar­hóp­inn og voru í hon­um meira en tutt­ugu manns, bún­ir nýj­ustu græj­um...

Mest deilt

Helgi Seljan hefur störf á Stundinni
1
Fréttir

Helgi Selj­an hef­ur störf á Stund­inni

Rann­sókn­ar­frétta­mað­ur­inn Helgi Selj­an, sem er marg­verð­laun­að­ur fyr­ir störf sín, með­al ann­ars að um­fjöll­un um Sam­herja­mál­ið, Pana­maskjöl­in og að­gerða­leysi eft­ir­lits­stofn­ana, geng­ur til liðs við Stund­ina.
Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
2
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
3
Viðtal

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
4
Fréttir

KS hætt­ir að selja Teyg og slít­ur öllu sam­starfi við Arn­ar Grant

Frá­sagn­ir af of­beldi af hálfu Arn­ars Grant ollu því að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga ákvað að hætta fram­leiðslu á jurta­pró­tíndrykkn­um Teyg og taka hann strax úr sölu. Arn­ar þró­aði og mark­aðs­setti drykk­inn í sam­starfi við Kaup­fé­lag­ið.
Jón Trausti Reynisson
5
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Ekk­ert að þakka

Ef við fylgj­um slóð fólks­ins, eign­ar­inn­ar og pen­ing­anna sjá­um við sögu­þráð Ver­búð­ar­inn­ar. Á sama tíma fara út­gerð­ar­menn í aug­lýs­inga­her­ferð.
Kæruferlið hjá lögreglu gerði ofbeldisupplifunina verri
6
Viðtal

Kæru­ferl­ið hjá lög­reglu gerði of­beld­is­upp­lif­un­ina verri

Kona sem kærði fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann sinn fyr­ir að beita sig al­var­legu of­beldi á heim­ili þeirra seg­ir að kæru­ferl­ið hjá lög­regl­unni hafi gert of­beld­is­upp­lif­un­ina erf­ið­ari. Hún seg­ir vinnu­brögð lög­reglu hing­að til hafa ver­ið eitt alls­herj­ar klúð­ur; gögn hafi týnst, neyð­ar­hnapp­ar ekki virk­að og þeg­ar hún kærði hafi henni ver­ið sagt að rann­sókn lyki eft­ir þrjá mán­uði, síð­an sé lið­ið rúmt ár og mál­ið sé enn á borði lög­reglu.
Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald
7
Fréttir

Mik­il reiði með­al kvenna í stétt kúa­bænda vegna Ara Edwald

Reiði og þrýst­ing­ur kúa­bænda, einkum kvenna, vóg þungt í þeirri ákvörð­un Ís­eyj­ar út­flutn­ings að segja Ara Edwald upp störf­um vegna frá­sagna um meint kyn­ferð­is­brot hans.

Mest lesið í vikunni

Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
1
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
2
Viðtal

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Stefán Ingvar Vigfússon
3
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an klef­ans: Um vináttu og vina­leysi karl­manna

Þeg­ar Stefán Ingvar Vig­fús­son var að al­ast upp sagð­ist fað­ir hans ekki eiga neina vini. Sjálf­ur hef­ur hann minni þörf fyr­ir fé­lags­skap held­ur en kon­an hans. Hann leit­ar hér til föð­ur síns og ým­issa sér­fræð­inga í leit á skýr­ing­um hvað veld­ur, hvers vegna þeir séu ut­an klef­ans.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Ekk­ert að þakka

Ef við fylgj­um slóð fólks­ins, eign­ar­inn­ar og pen­ing­anna sjá­um við sögu­þráð Ver­búð­ar­inn­ar. Á sama tíma fara út­gerð­ar­menn í aug­lýs­inga­her­ferð.
Samherjafélög rekin frá DNB í faðm Arion banka
5
Úttekt

Sam­herja­fé­lög rek­in frá DNB í faðm Ari­on banka

Ari­on banki sótti um kenni­tölu fyr­ir eitt af Kýp­ur­fé­lög­um Sam­herja ár­ið 2020 til að hægt væri að opna banka­reikn­inga fyr­ir það. Það var nokkr­um mán­uð­um eft­ir að sama fé­lag hafði ver­ið rek­ið úr við­skipt­um við norska bank­ann DNB eft­ir rann­sókn á að­gerð­um bank­ans varð­andi pen­inga­þvætti. Ari­on banki virð­ist ekki hafa upp­fyllt skil­yrði laga um pen­inga­þvættis­varn­ir þeg­ar hann kom fram fyr­ir hönd fé­lags­ins gagn­vart Skatt­in­um.
Þorvaldur Gylfason
6
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Sann­ar sög­ur

Það er óþarfi að ýkja ef efn­ið er nógu safa­ríkt.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Hvað á að segja um svona trú?

Af hverju trúði fólk því sem gekk svo aug­ljós­lega gegn hags­mun­um þess sjálfs? spyr Ill­ugi Jök­uls­son

Mest lesið í mánuðinum

Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
1
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
2
Viðtal

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Ari Edwald í leyfi frá Ísey vegna ásakana á samfélagsmiðlum
3
Fréttir

Ari Edwald í leyfi frá Ís­ey vegna ásak­ana á sam­fé­lags­miðl­um

Ari Edwald, fram­kvæmda­stjóri Ís­ey út­flutn­ings, syst­ur­fé­lags Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, er kom­inn í leyfi frá störf­um. Þetta stað­fest­ir stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tækj­anna, sem seg­ir Ara hafa sjálf­an ósk­að eft­ir leyf­inu. Er það vegna ásak­ana ungr­ar konu um að hann hafi ásamt hópi annarra far­ið yf­ir mörk í sum­ar­bú­staða­ferð.
Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt
4
Fréttir

Bogi ósk­aði eft­ir að við­tal Sölva við sig yrði ekki birt

Sölvi Tryggva­son hef­ur sett nýja hlað­varps­s­íðu í loft­ið eft­ir að hafa tek­ið nið­ur alla hlað­varps­þætti sína í kjöl­far ásak­ana um kyn­ferð­is­brot. Sölvi hafði tek­ið við­tal við Boga Ág­ústs­son áð­ur en ásak­an­irn­ar komu í fram í dags­ljós­ið. Bogi fór fram á að við­tal­ið yrði ekki birt.
Stefán Ingvar Vigfússon
5
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an klef­ans: Um vináttu og vina­leysi karl­manna

Þeg­ar Stefán Ingvar Vig­fús­son var að al­ast upp sagð­ist fað­ir hans ekki eiga neina vini. Sjálf­ur hef­ur hann minni þörf fyr­ir fé­lags­skap held­ur en kon­an hans. Hann leit­ar hér til föð­ur síns og ým­issa sér­fræð­inga í leit á skýr­ing­um hvað veld­ur, hvers vegna þeir séu ut­an klef­ans.
Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald
6
Fréttir

Mik­il reiði með­al kvenna í stétt kúa­bænda vegna Ara Edwald

Reiði og þrýst­ing­ur kúa­bænda, einkum kvenna, vóg þungt í þeirri ákvörð­un Ís­eyj­ar út­flutn­ings að segja Ara Edwald upp störf­um vegna frá­sagna um meint kyn­ferð­is­brot hans.
Logi á leið í frí: „Ég hef verið betri“
7
Fréttir

Logi á leið í frí: „Ég hef ver­ið betri“

Út­varps­mað­ur­inn Logi Berg­mann Eiðs­son til­kynnti síð­deg­is að hann væri á leið í frí. Hann er einn þeirra sem hef­ur ver­ið ásak­að­ur op­in­ber­lega um að hafa brot­ið á ungri konu. Þrír menn hafa í dag hætt tíma­bund­ið eða var­an­lega í störf­um sín­um vegna máls­ins.

Nýtt á Stundinni

N1 Rafmagn baðst afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Fréttir

Sauð­fjár­bóndi seg­ir ekk­ert upp úr bú­skapn­um að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“
635. spurningaþraut: Ríki með landamæri að aðeins einu ríki öðru
Þrautir10 af öllu tagi

635. spurn­inga­þraut: Ríki með landa­mæri að að­eins einu ríki öðru

Hér er fyrri auka­spurn­ing, hún er svona: Út­lín­ur hvaða eyj­ar má sjá hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða ís­lensk­um firði er Hergils­ey? 2.  Hvað er Maríu­tása?  3.  Hvaða þétt­býl­is­stað­ur er næst­ur í vestri þeg­ar far­ið er frá Hvols­velli? 4.  Í hvaða landi hef­ur Pedro Sánchez ver­ið for­sæt­is­ráð­herra frá 2018? 5.  Gunn­ar Helga­son skrif­aði eina vin­sæl­ustu barna­bók síð­asta árs....
Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í yf­ir­lýs­ingu sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu
Fréttir

0,03 pró­sent covid-smit­aðra eru á gjör­gæslu

Alls eru 23 þús­und Ís­lend­inga í ein­angr­un eða sótt­kví í dag, á með­an þrír liggja inni á gjör­gæslu með Covid 19. Minni­hluti covid-smit­aðra á Land­spít­al­an­um er þar vegna covid-sýk­ing­ar­inn­ar. 6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar er í aflok­un vegna smits eða um­gengni við smit­aða.
Platar Pútín Biden?
Greining

Plat­ar Pútín Biden?

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur viðr­að mögu­leika á að Rúss­ar ráð­ist inn í Úkraínu án af­ger­andi við­bragða frá Nató-ríkj­um, en síð­ar dreg­ið orð sín til baka. „Það eru ekki til nein­ar smá­vægi­leg­ar inn­rás­ir,“ seg­ir for­seti Úkraínu í andsvari. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Al­ex­ei Navalny seg­ir að Pútín sé að plata.
Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá ráðherra um ofrukkanir á sölu rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill fá svör frá ráð­herra um of­rukk­an­ir á sölu raf­magns

Einn af þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, hef­ur sent fyr­ir­spurn í 16. lið­um til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, ráð­herra orku­mála. Við­skipta­hætt­ir N1 Raf­magns hafa vak­ið mikla at­hygli síð­ustu vik­urn­ar.
Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
FréttirLaun Björns Zoega

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoega, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

80 ár í dag frá Wann­see-fund­in­um — hverj­ir sátu þenn­an skelfi­lega fund?

Það gerð­ist fyr­ir slétt­um 80 ár­um. Fimmtán karl­ar á miðj­um aldri komu sam­an á ráð­stefnu í svo­lít­illi höll við Wann­see-vatn spöl­korn suð­vest­ur af Berlín. Við vatn­ið voru og eru Berlín­ar­bú­ar van­ir að hafa það huggu­legt og njóta úti­lífs en þá var há­vet­ur og ekki marg­ir á ferli sem fylgd­ust með hverri svartri límús­ín­unni af ann­arri renna að höll­inni aft­an­verðri og...
634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?
Þrautir10 af öllu tagi

634. spurn­inga­þraut: Hvað ger­ir Valdi­mar þeg­ar hann nenn­ir ekki að horfa á klukk­una?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  „Sæl­ir eru hóg­vær­ir, því þeir munu erfa land­ið.“ Hver mælti svo? 2.  En hvernig er fram­hald­ið á orð­um sem við­komndi sagði líka: „Sæl­ir eru sorg­bitn­ir því þeir munu ...“ 3.  Þeg­ar söngv­ar­inn Valdi­mar er orð­inn leið­ur á að horfa á klukk­una, þótt vís­arn­ir fær­ist varla úr stað, og líka að...
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.