Brynjar hitti utanríkisráðherra Namibíu: Engin framsalsbeiðni enn borist í Samherjamáli
Namibísk yfirvöld hafa lýst yfir vilja til að fá þrjá núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja framselda til landsins. Namibíski utanríkisráðherra hefur rætt málið við þrjá íslenska ráðherra á fundum. Tilraunir til að fá starfsmenn Samherja framselda virðast ekki eiga sér stoð í íslenskum lögum og hefur vararíkissaksóknari sagt að þetta sé alveg skýrt.
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
FréttirSamherjaskjölin
3
Utanríkisráðherra Namibíu ræddi framsalsmál við Katrínu forsætisráðherra
Utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, er stödd hér á landi í tveggja daga heimsókn. Hún fundar með íslenskum ráðherrum og heimsækir fyrirtæki. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Gylfasdóttur, segir að namibíski ráðherrann hafi ekki viljað aðkomu íslenskra fjölmiðla að heimsókninni.
FréttirSamherjaskjölin
5
Varpar ljósi á Namibíuævintýri íslenskra útgerðarrisa
Þorgeir Pálsson fórnaði sveitarstjórastarfi þegar honum ofbauð sérhagsmunagæsla, hann vitnaði gegn Samherja í Namibíumálinu og vann málaferli gegn Ísfélaginu í Vestmannaeyjum vegna Namibíuævintýris Eyjamanna sem farið hefur leynt.
FréttirSamherjaskjölin
2
Mannréttindasamtök skora á Samherja: „Skilið því sem var stolið“
Fulltrúar mannréttindasamtaka innan og utan Namibíu kröfðust þess að Samherji bætti þann skaða sem spillingarmálið í Namibíu hefur valdið. Geri fyrirtækið það ekki sjálft ætti að þrýsta á hagsmunaaðila sem stunda viðskipti.
FréttirSamherjaskjölin
1
Namibísk stjórnvöld krefja Samherjafélög um 2,7 milljarða í skatt
Namibísk stjórnvöld hafa gert 2,7 milljarða kröfu vegna endurálagningar skatta af starfsemi Samherja í landinu. Þetta kemur fram í ásreikningum Samherja Holding fyrir árin 2019 og 2020 sem hefur nú verið skilað og þeir birtir opinberlega.
FréttirSamherjaskjölin
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félagsins Samherji Holding ehf. inni á heimasíðu þess þrátt fyrir að félagið hafi hætt að tilheyra samstæðu Samherja árið 2018. Samherji á ekki Samherja Holding lengur heldur er eignarhaldið á síðarnefnda félaginu hjá stofnendum Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni á meðan eignarhaldið á íslenska útgerðarfélaginu er nú hjá börnum þeirra.
FréttirSamherjaskjölin
3
Hollenskt félag Þorsteins Más og fjölskyldu á 18 milljarða eignir
Fyrsti ársreikningur nýs hollensks félags í eigu stofnenda Samherja gerður opinber. Félagið tók við eignum frá Kýpur-félögum Samherja, samkvæmt orðum Þorsteins Más Baldvinssonar. Tengsl Samherja við Holland eru orðin æði mikil og hafa þrír lykilaðilar hjá útgerðinni sest að í landinu frá því að Namibíumálið kom upp í nóvember árið 2019.
FréttirSamherjaskjölin
3
Ákvarðanir um saksókn og fjársektir í skattahluta Samherjamálsins teknar samhliða
Embætti héraðssaksóknara fékk skattahluta Samherjamálsins í Namibíu sendan frá embætti skattrannsóknarstjóra. Ekki var búið að fullrannsaka málið og er haldið áfram með rannsóknina hjá héraðssaksóknara.
FréttirSamherjaskjölin
1
Félag Þorsteins Más á 56 milljarða og hyggst greiða út arð í fyrsta sinn
Félag Þorsteins Más Baldvinssonar og Helgu S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, seldi hlutabréf sín í útgerðarfélaginu Samherja til barna þeirra. Félagið á í dag tugmilljarða eignir og heldur meðal annars utan um eignarhaldsfélög sem áttu starfsemi Samherja í Namibíu.
FréttirSamherjaskjölin
1
Ríkissaksóknari Namibíu: Fyrirtæki Samherja ennþá undir í kyrrsetningarmálum
Ríkissaksóknari Namibíu, Martha Imwala, segir að kyrrsetningarmál stjórnvalda í landinu beinist ennþá að félögum Samherja í landinu. Hún segir að þessi mál séu aðskilin frá sakamálinu þar sem ekki hefur tekist að birta stjórnendum Samherja í Namibíu ákæru.
FréttirSamherjaskjölin
2
Ætla að ákæra Samherjamenn um leið og þeir verða handsamaðir
Íslendingar sem störfuðu í Namibíu fyrir Samherja og áttu aðkomu að mútugreiðslum til þarlendra áhrifamanna eru ekki sloppnir við ákæru. Saksóknari þar í landi segir ástæðu þess að nöfn þeirra sé ekki á nýju ákæruskjali í málinu sé sú staðreynd að ekki hafi tekist að færa þá fyrir dóm.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.