Fréttamál

Samherjaskjölin

Greinar

Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Kannast ekki við óreglu uppljóstrara og vísar fullyrðingum um slíkt til Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Kann­ast ekki við óreglu upp­ljóstr­ara og vís­ar full­yrð­ing­um um slíkt til Sam­herja

All­ur vitn­is­burð­ur um óreglu Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, upp­ljóstr­ara Sam­herja­skjal­anna, er kom­inn frá starfs­fólki Sam­herja; þeim hinum sömu og lögðu á ráð­in um að koma í veg fyr­ir vitn­is­burð hans í Namib­íu. Þetta full­yrti einn sak­born­ing­anna, Tam­son Hatuikulipi , fyr­ir dómi.
Íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að senda Brynjar á fund í stað ráðherra
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lensk stjórn­völd gagn­rýnd fyr­ir að senda Brynj­ar á fund í stað ráð­herra

Namib­ísk sendi­nefnd sem var hér á landi í júní ósk­aði ekki eft­ir fundi í dóms­mála­ráðu­neyt­inu, held­ur var hún send þang­að að beiðni for­sæt­is­ráð­herra. Að­stoð­ar­mað­ur dóms­mála­ráð­herra sat hins veg­ar fund­inn og neit­ar að hafa gert at­huga­semd­ir við að namib­íski rík­is­sak­sókn­ar­inn vís­aði til Sam­herja­manna sem „sak­born­inga“ í máli sínu, eins og heim­ild­ir Stund­ar­inn­ar herma. Sendi­nefnd­in namib­íska taldi fund­inn tíma­sóun.
Brynjar hitti utanríkisráðherra Namibíu: Engin framsalsbeiðni enn borist í Samherjamáli
FréttirSamherjaskjölin

Brynj­ar hitti ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu: Eng­in framsals­beiðni enn borist í Sam­herja­máli

Namib­ísk yf­ir­völd hafa lýst yf­ir vilja til að fá þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja fram­selda til lands­ins. Namib­íski ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur rætt mál­ið við þrjá ís­lenska ráð­herra á fund­um. Til­raun­ir til að fá starfs­menn Sam­herja fram­selda virð­ast ekki eiga sér stoð í ís­lensk­um lög­um og hef­ur vara­rík­is­sak­sókn­ari sagt að þetta sé al­veg skýrt.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.
Utanríkisráðherra Namibíu ræddi framsalsmál við Katrínu forsætisráðherra
FréttirSamherjaskjölin

Ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu ræddi framsals­mál við Katrínu for­sæt­is­ráð­herra

Ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, er stödd hér á landi í tveggja daga heim­sókn. Hún fund­ar með ís­lensk­um ráð­herr­um og heim­sæk­ir fyr­ir­tæki. Að­stoð­ar­mað­ur ut­an­rík­is­ráð­herra, Þór­dís­ar Kol­brún­ar Gylfas­dótt­ur, seg­ir að namib­íski ráð­herr­ann hafi ekki vilj­að að­komu ís­lenskra fjöl­miðla að heim­sókn­inni.
Varpar ljósi á Namibíuævintýri íslenskra útgerðarrisa
FréttirSamherjaskjölin

Varp­ar ljósi á Namib­íuæv­in­týri ís­lenskra út­gerð­arrisa

Þor­geir Páls­son fórn­aði sveit­ar­stjóra­starfi þeg­ar hon­um of­bauð sér­hags­muna­gæsla, hann vitn­aði gegn Sam­herja í Namib­íu­mál­inu og vann mála­ferli gegn Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­eyj­um vegna Namib­íuæv­in­týr­is Eyja­manna sem far­ið hef­ur leynt.
Mannréttindasamtök skora á Samherja: „Skilið því sem var stolið“
FréttirSamherjaskjölin

Mann­rétt­inda­sam­tök skora á Sam­herja: „Skil­ið því sem var stol­ið“

Full­trú­ar mann­rétt­inda­sam­taka inn­an og ut­an Namib­íu kröfð­ust þess að Sam­herji bætti þann skaða sem spill­ing­ar­mál­ið í Namib­íu hef­ur vald­ið. Geri fyr­ir­tæk­ið það ekki sjálft ætti að þrýsta á hags­muna­að­ila sem stunda við­skipti.
Namibísk stjórnvöld krefja Samherjafélög um 2,7 milljarða í skatt
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk stjórn­völd krefja Sam­herja­fé­lög um 2,7 millj­arða í skatt

Namib­ísk stjórn­völd hafa gert 2,7 millj­arða kröfu vegna endurálagn­ing­ar skatta af starf­semi Sam­herja í land­inu. Þetta kem­ur fram í ás­reikn­ing­um Sam­herja Hold­ing fyr­ir ár­in 2019 og 2020 sem hef­ur nú ver­ið skil­að og þeir birt­ir op­in­ber­lega.
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
FréttirSamherjaskjölin

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags sem það á ekki

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags­ins Sam­herji Hold­ing ehf. inni á heima­síðu þess þrátt fyr­ir að fé­lag­ið hafi hætt að til­heyra sam­stæðu Sam­herja ár­ið 2018. Sam­herji á ekki Sam­herja Hold­ing leng­ur held­ur er eign­ar­hald­ið á síð­ar­nefnda fé­lag­inu hjá stofn­end­um Sam­herja, Þor­steini Má Bald­vins­syni og Kristjáni Vil­helms­syni á með­an eign­ar­hald­ið á ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu er nú hjá börn­um þeirra.
Hollenskt félag Þorsteins Más og fjölskyldu á 18 milljarða eignir
FréttirSamherjaskjölin

Hol­lenskt fé­lag Þor­steins Más og fjöl­skyldu á 18 millj­arða eign­ir

Fyrsti árs­reikn­ing­ur nýs hol­lensks fé­lags í eigu stofn­enda Sam­herja gerð­ur op­in­ber. Fé­lag­ið tók við eign­um frá Kýp­ur-fé­lög­um Sam­herja, sam­kvæmt orð­um Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. Tengsl Sam­herja við Hol­land eru orð­in æði mik­il og hafa þrír lyk­il­að­il­ar hjá út­gerð­inni sest að í land­inu frá því að Namib­íu­mál­ið kom upp í nóv­em­ber ár­ið 2019.
Ákvarðanir um saksókn og fjársektir í skattahluta Samherjamálsins teknar samhliða
FréttirSamherjaskjölin

Ákvarð­an­ir um sak­sókn og fjár­sekt­ir í skatta­hluta Sam­herja­máls­ins tekn­ar sam­hliða

Embætti hér­aðssak­sókn­ara fékk skatta­hluta Sam­herja­máls­ins í Namib­íu send­an frá embætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Ekki var bú­ið að full­rann­saka mál­ið og er hald­ið áfram með rann­sókn­ina hjá hér­aðssak­sókn­ara.