Jóhannes segir valdamenn í Namibíu hafa viljað sér illt: „Það var lagt á ráðin um að skjóta mig“
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu og uppljóstrari í Namibíumálinu, segir í viðtali við sænskt dagblað að hann hafi ítrekað óttast um líf sitt. Jóhannes fékk verðlaun fyrir uppljóstrarnir sínar í Samherjamálinu í Svíþjóð í liðinni viku.
FréttirSamherjaskjölin
Stjórnarmanni í Samherja veitt æðsta viðurkenning ÍSÍ eftir ákvörðun stjórnar
Helgu S. Guðmundsdóttur, stjórnarmanni í Samherja og fyrrverandi stórs hluthafa, hefur verið veitt æðsta viðurkenning ÍSÍ. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að framkvæmdastjórn beri ábyrgð á tilnefningum. Fyrrverandi þingmaður hefur gagnrýnt ákvörðunina.
FréttirSamherjaskjölin
Jón Óttar úr Namibíumálinu fór í túr á togara Síldarvinnslunnar
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og ráðgjafi útgerðarfélagsins Samherja, fór í túr sem háseti á togara Síldarvinnslunnar nú í haust. Jón Óttar er einn af þeim aðilum sem er með réttarstöðu sakbornings í rannsókninni á Namibíumálinu.
FréttirNý Samherjaskjöl
Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
Hlutverk Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, hjá útgerðarfélaginu Samherja, hefur ekki legið alveg ljóst fyrir á liðnum árum. Hann hefur borið hina ýmsu starfstitla og jafnvel stýrt félagi sem Samherji hefur keypt en á sama tíma alltaf líka verið með puttana í útgerðinni á bak við tjöldin. Þetta sýna rannsóknargögnin í Samherjamálinu í Namibíu þar sem nafn Baldvins kemur það mikið fyrir að ætla má að hann sé eins konar aðstoðarforstjóri föður síns hjá Samherja.
FréttirNý Samherjaskjöl
KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
Endurskoðendafyrirtækið KPMG breytti skýrslu sinni um stjórnendastrúktúr Samherjasamstæðunnar eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson lýsti yfir óánægju með drög að skýrslunni. Embætti héraðssaksóknara hefur yfirheyrt starfsmann KPMG, sem sá um skýrslugerðina, sem vitni og er ljóst að ákæruvaldið hefur mikinn áhuga á valdsviði Þorsteins Más innan Samherja.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
Eitt af því sem Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, gerði ítrekað fyrir útgerðarfélagið var að reyna að stuðla að því að mútugreiðslurnar til ráðamannanna í Namibíu færu leynt. Jón Óttar sagðist ekki bera skylda til að fela þessar greiðslur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eftir að hann hóf störf hjá Samherja í Namibíu.
FréttirNý Samherjaskjöl
Fjármálastjóri Samherja í Namibíu: „Það sleppir enginn gullskeiðunum!“
Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, er kominn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn málsins. Samskipti hans og bókara hjá Samherja sýna þá vitneskju sem var um mútugreiðslurnar í Namibíu á meðal starfsmanna Samherja sem komu að starfseminni í Namibíu.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
3
Bankastjóri og stjórnarmaður Íslandsbanka liðkuðu til fyrir viðskiptum Samherja í Namibíu
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með stjórnarmanni og bankastjóra Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttur, um aðstoð við að stunda fiskveiðar í Namibíu. Fundurinn leiddi til þess að Samherji fékk meðmælabréf sem sent var til Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra. Birna Einarsdóttir segir að hún hafi einungis verið að aðstoða viðskiptavin bankans og að hún hafi aldrei vitað til hvers fundurinn leiddi.
FréttirNý Samherjaskjöl
Þorsteinn Már tilkynnti saksóknara að hann myndi engu svara
Þorsteinn Már Baldvinsson var yfirheyrður vegna Namibíumálsins í annað sinn í sumar. Hann mætti með bókun í farteskinu sem lögmaður hans lagði fram þar sem hann tilkynnti rannsakendum að hann ætlaði ekki að svara neinum spurningum.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
6
Ný Samherjaskjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“
Ný gögn sem eru undir í rannsóknum héraðssaksóknara og namibískra yfirvalda varpa ljósi á hversu víðtæk þekking var um mútugreiðslur og háttsemi Samherja í Namibíu innan útgerðarrisans. Frjálslega var talað um mútugreiðslur og hótanir í skriflegum samskiptum lykilstjórnenda. Þorsteinn Már Baldvinsson fékk stöðugar upplýsingar um gang mála.
FréttirSamherjaskjölin
Jón Óttar yfirheyrður í Samherjamálinu í Namibíu og er kominn með réttarstöðu sakbornings
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaðurinn, Jón Óttar Ólafsson, var sendur til Namibíu, að sögn Samherja, til að skoða rekstur fyrirtækisins þar í landi. Hann átti í samskiptum við mennina sem þáðu mútur frá Samherja í skiptum fyrir fiskveiðikvóta í Namibíu. Upplýsingafulltrúi Samherja segir að hann starfi ekki hjá félaginu í dag.
FréttirSamherjaskjölin
Samherjamenn telja ólíklegt að Jóhannes beri vitni í Namibíu: ,,Þeir eru bara að fríka út"
Í yfirlýsingu eins starfsmanns Samherja, Ingvars Júlíussonar, til dómstóla í Namibíu koma fram röksemdir fyrir því af hverju hann telur að vitnisburður Jóhannesar Stefánssonar muni kollvarpa Samherjamálinu þar ytra. Ingvar segir ólíklegt að Jóhannes beri vitni en sjálfur fullyrðir hann að ekkert muni stoppa sig.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.