Nígería
Svæði
Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

·

Farið er fram á að máli gegn þeim Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju, sem stóðu upp í flugvél til að mótmæla brottvísun hælisleitanda, verði vísað frá dómi. Segja ákæruna of óskýra til að hægt sé að taka afstöðu til sakargifta auk þess ákærðu hafi ekki notið réttlátar málsmeðferðar.

Fær ekki að koma heim fyrr en hann borgar brottflutninginn

Fær ekki að koma heim fyrr en hann borgar brottflutninginn

·

Eugene Imotu fær ekki að koma aftur til Íslands fyrr en hann hefur borgað fyrir brottflutning sinn úr landi. Hann var í sumar handtekinn, aðskilinn fjölskyldu sinni og fluttur úr landi, eftir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Stuttu síðar fengu börnin hans þrjú dvalarleyfi.

Regína og börnin komin með dvalarleyfi: „Við erum svo hamingjusöm og þakklát“

Regína og börnin komin með dvalarleyfi: „Við erum svo hamingjusöm og þakklát“

·

Regína Osarumaese og börnin hennar þrjú, Daniel, Felix og Precious eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Eugene, faðir barnanna sem vísað var úr landi í sumar, hyggst sækja aftur um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi

Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi

·

Ungum nígerískum hjónum hefur verið gert að yfirgefa landið ásamt sjö ára dóttur þeirra. Konan flúði mansal og segir að hún hafi þurft að þola hótanir alla tíð síðan, en móðir hennar var myrt og systir hennar blinduð. Eiginmaður hennar hraktist frá heimalandinu vegna pólitískra ofsókna. Útlendingastofnun hefur ákveðið að senda sjö ára dóttur þeirra til Nígeríu, en hún er fædd á Ítalíu, talar íslensku og hefur aldrei búið í Nígeríu.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

·

Ákvörðun Útlendingastofnunar í máli Eze Okafor felld úr gildi. Stofnuninni gert að taka málið upp að nýju.

„Ætlar ríkið að útvega börnunum mínum nýjan föður?“

„Ætlar ríkið að útvega börnunum mínum nýjan föður?“

·

Regína Osaramaese fékk ekki að kveðja barnsföður sinn í dag áður en hann verður fluttur úr landi. Íslenska ríkið hefur stíað í sundur nígerískri fjölskyldu og hyggst senda barnsföðurinn úr landi síðar í dag. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi í þrjú ár og tvö yngri börnin fæddust hér á landi.

Föður barnanna vísað úr landi í nótt

Föður barnanna vísað úr landi í nótt

·

Eugene verður vísað úr landi í nótt og því aðskilinn barnsmóður sinni Regínu Osaramaese og börnunum þeirra þriggja Felix, Daniel og Precious. Fjölskyldan hefur dvalið á landinu í þrjú ár og fæddust tvö yngstu börnin hér á landi.

Tóku ekki tillit til hagsmuna og réttinda Eze

Tóku ekki tillit til hagsmuna og réttinda Eze

·

Lögmaður Eze Okafor hyggst kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála.

Eze í áfalli: „Ég er eiginlega bara hvergi“

Eze í áfalli: „Ég er eiginlega bara hvergi“

·

Útlendingastofnun hefur synjað beiðni Eze Okafor um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Stofnunin telur hann ekki í sérstakri hættu í heimalandinu Nígeríu þrátt fyrir að þar hafi hann verið ofsóttur af meðlimum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Prestur innflytjenda gagnrýnir stofnunina harðlega fyrir vinnubrögðin.

Ofsóttur af Boko Haram en Útlendingastofnun telur öruggt að senda hann til Nígeríu

Ofsóttur af Boko Haram en Útlendingastofnun telur öruggt að senda hann til Nígeríu

·

Útlendingastofnun telur Eze Okafor ekki í hættu í Nígeríu þrátt fyrir tíðar árásir í heimaborg hans að undanförnu. Ef hann telji svo vera geti hann komið sér fyrir í suðurhlutanum en þar hefur hann engin tengsl. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað þrátt fyrir að hann eigi unnustu á Íslandi.

Átti að fá svar í janúar en bíður ennþá í felum: „Ég væri bara á götunni án þessa fólks“

Átti að fá svar í janúar en bíður ennþá í felum: „Ég væri bara á götunni án þessa fólks“

·

Eze Okafor hefur beðið í meira en tíu mánuði eftir svari við umsókn sinni um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Var lofað að svar kæmi í janúar en allt kemur fyrir ekki. Lætur lítið fyrir sér fara í Svíþjóð og er upp á velvilja annarra kominn.

Reginu hafnað um endurupptöku: Fjölskyldunni vísað úr landi

Reginu hafnað um endurupptöku: Fjölskyldunni vísað úr landi

·

Reginu Osaramaese verður vísað úr landi ásamt tveimur ungum börnum sínum. Regina á von á sínu þriðja barni og mun þurfa að gangast undir keisaraskurð þegar það fæðist. Kærunefnd Útlendingamála hefur hafnað beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku á málinu því engar breytingar séu á upphaflegum málsástæðum hælisumsóknarinnar.