Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
FréttirSamherjaskjölin
68382
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
FréttirHeimavígi Samherja
51377
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
RannsóknHeimavígi Samherja
128462
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
FréttirSamherjaskjölin
183711
Áhrif Samherjamálsins í Namibíu: 92 prósent Íslendinga telja Samherja hafa greitt mútur
Marktækur munur er á afstöðu fólks til útgerðarfélagsins Samherja eftir því hvort það býr í Eyjafirði eða annars staðar á landinu. Í Eyjafirði starfa rúmlega 500 manns hjá Samherja sem er stærsti einkarekni atvinnurekandinn í byggðarlaginu. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar á stöðu Samherja á Akureyri og á Dalvík.
FréttirSamherjaskjölin
41264
Skattrannsóknarstjóri telur Samherja hafa notað lepp í skattaskjólinu Belís
Skattrannsóknarstjóri og íslenskur lögmaður ónafngreinds félags í skattaskjólinu Belís tókust á um afhendingu gagna um starfsemi félagsins. Kenning embættisins er að Samherji hafi í raun átt félagið en ótilgreindur aðili hafi leppað eignarhaldið.
FréttirSamherjaskjölin
102237
Sjávarútvegsráðherra hefur ekki svarað hvort hann hafi verið í laxveiði í boði Samherja
Útgerðarfélagið Samherji hefur stundað það um árabil að bjóða starfsmönnum sínum og velunnurum í laxveiði. Eitt slíkt holl hefur Samherji verið með í Rangá í ágúst og hefur Stundin undir höndum ljósmyndir úr einni ferð þangað. Stundin hefur heimildir fyrir að Kristján Þór Júlíusson hafi verið í boðsferð í veiði á vegum Samherja.
FréttirSamherjaskjölin
61247
Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn
Ríkissaksóknari Namibíu, Martha Imalwa, er bjartsýn á samvinnu við Ísland við saksókn gegn þremur Samherjamönnum. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari segir samstarf við Namibíu hafa átt sér á grundvelli réttarbeiðna en að Ísland framselji ekki ríkisborgara sína til Namibíu.
FréttirLaxeldi
102346
Tveir starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish eru formenn bæjarráða á Vestfjörðum
Formenn bæjarráða Ísafjarðar og Bolungarvíkur eru nú báðir orðnir starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish sem ætlar að framleiða 25 þúsund tonn fyrir 2025. Þeir Baldur Smári Eiríksson og Daníel Jakobsson hafa báðir vikið af fundum vegna þessara tengsla.
Fréttir
151374
Selja þriggja milljarða makrílkvóta: „Þetta er mikill tilfinningarússíbani“
Páll Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins í Eyjum, segir að erfitt sé að horfa á eftir útgerð sem verið hefur í fjölskyldunni í 62 ár. Huginn er frumkvöðull í makrílveiðum við Ísland og fékk 6.6 milljarða kvóta fyrir þremur árum.
FréttirSamherjaskjölin
94287
Sakborningur í Samherjamálinu í Namibíu vill að ríkið greiði lögmannskostnað hans
Sacky Shangala, fyrrverandi ríkissaksóknari og dómsmálaráðherra Namibíu, vill að ríkið útvegi honum lögmann eða greiði lögmannskostnað hans. Upplýsingar hafa komið fram sem bendla forseta Namibíu við Samherjamálið og gæti krafa Shangala byggt á því að hann hafi verið að fylgja skipunum.
FréttirSamherjaskjölin
84344
Peningar frá Samherja runnu til Swapo-flokksins sem fjárframlög
Útgerðarfélagið greiddi fé inn á reikning namibískrar lögmannsstofu sem svo rann til flokksþings SWAPO-flokksins í Namibíu. Um var að ræða ríflega 40 milljónir króna árið 2017. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá namibískum lögmanni sem var handlangari í viðskiptunum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.