Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kristján í Samherja er stærsti eigandi nýs miðbæjar Selfoss

Bygg­ing nýs mið­bæj­ar á Sel­fossi stend­ur nú yf­ir. Ver­ið er að reisa 35 hús sem byggð eru á sögu­leg­um ís­lensk­um bygg­ing­um. Stærsti hlut­hafi mið­bæj­ar­ins er Kristján Vil­helms­son, út­gerð­ar­mað­ur í Sam­herja, en eign­ar­hald hans á nýja mið­bæn­um var ekki uppi á borð­um þeg­ar geng­ið var til íbúa­kosn­ing­ar um fram­kvæmd­irn­ar ár­ið 2018.

Kristján Vilhelmsson, annar stærsti eigandi útgerðarfélagsins Samherja, er annar stærsti eigandi fasteignafélaga sem eiga tugir lóða og fasteigna sem munu mynda nýjan miðbæ á Selfossi á Suðurlandi. Helsta félagið kallast Sigtún þróunarfélag og standa framkvæmdir nú á fullu yfir í bænum. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 5,5 milljarðar króna.

Vitneskjan um að Kristján Vilhelmsson sé einn helsti eigandi hins nýjar miðbæjar á Selfossi er ekki útbreidd. Til að mynda virðist núverandi formaður bæjarráðs Árborgar, Eggert Valur Guðmundsson, ekki vita að Kristján Vilhelmsson er stærsti eigandi verkefnisins og þar með framtíðar miðbæjar Selfoss. Í ljósi þessa má spyrja hversu útbreidd vitneskjan um eignarhald Kristjáns er í sveitarfélaginu, en hann er hvergi tengdur við verkefnið í opinberum upplýsingum frá Sigtúni þróunarfélagi.

Lágreistur miðbæjarkjarni með sögulegum innblæstri

Verið er að byggja 35 ný hús sem eiga að mynda nýja miðbæinn á tveggja hektara svæði og mun byggingarmagnið verða um 25 þúsund fermetrar. Í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Tómas boðaður í skýrslutöku vegna tilboðs Leós
FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Tóm­as boð­að­ur í skýrslu­töku vegna til­boðs Leós

Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Ár­borg, hef­ur ver­ið boð­að­ur í skýrslu­töku hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara vegna frétta af til­boði sem hann fékk sem kjör­inn full­trúi. Til­boð­ið kom frá Leó Árna­syni fjár­festi og for­svars­manni Sig­túns þró­un­ar­fé­lags. Tóm­as seg­ir að er­indi skýrslu­tök­unn­ar sé að ræða um „mögu­legt mútu­brot“.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
Svona eignast útgerðarmaður bæ
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Svona eign­ast út­gerð­ar­mað­ur bæ

Nýr mið­bær hef­ur ris­ið á Sel­fossi á síð­ustu ár­um og stend­ur til að stækka hann enn frek­ar. Á bak við fram­kvæmd­irn­ar eru Leó Árna­son at­hafna­mað­ur og Kristján Vil­helms­son, stofn­andi Sam­herja. Um­svif þeirra á Sel­fossi eru mun meiri og snúa með­al ann­ars að áform­um um bygg­ingu 650 íbúða í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi minni­hlut­ans, Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að etja kappi við fjár­sterka að­ila og lýð­ræð­is­hall­inn sé mik­ill.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu