Eyþór Arnalds
Aðili
Eyþór seldi hlut í virkjunarfélagi sem OR vinnur með og settist í stjórn fyrirtækisins

Eyþór seldi hlut í virkjunarfélagi sem OR vinnur með og settist í stjórn fyrirtækisins

·

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, keypti virkjunarkost af Orkuveitu Reykjavíkur árið 2011 í gegnum Íslenska vatnsorku ehf. Eyþór settist í stjórn Orkuveitunnar í vikunni og svaraði því til á borgarstjórnarfundi að hann tengdist Íslenskri vatnsorku ekki lengur.

Nýjar reglur skýra hvort Samherji veitti Eyþóri Arnalds kúlulán

Nýjar reglur skýra hvort Samherji veitti Eyþóri Arnalds kúlulán

·

Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hefur til meðferðar endurskoðaðar reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna. Verði þær samþykktar mun Eyþór Arnalds þurfa að skrá 325 milljón króna lán sem hann fékk til kaupa á hlut í Morgunblaðinu sem Samherji segir hafa verið seljendalán.

Eyþór eða Samherji segja ósatt um kúlulán borgarfulltrúans

Eyþór eða Samherji segja ósatt um kúlulán borgarfulltrúans

·

Algjört ósamræmi er í skýringum Eyþórs Arnalds og Samherja á láni sem félag borgarfulltrúans fékk til að kaupa hlutabréf í Morgunblaðinu árið 2017. Samherji segist hafa veitt seljendalán en Eyþór segist hafa fengið lán hjá lánastofnun.

Fyrrverandi borgarfulltrúi: „Vigdís Hauksdóttir er sirkússtjórinn“

Fyrrverandi borgarfulltrúi: „Vigdís Hauksdóttir er sirkússtjórinn“

·

Magnús Már Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að borgarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Eyþór Arnalds og Marta Guðjónsdóttir lami borgarkerfið með framgöngu sinni gagnvart starfsmönnum ráðhússins.

Svara ekki um hluthafa Morgunblaðsins

Svara ekki um hluthafa Morgunblaðsins

·

Móðurfélag Morgunblaðsins jók hlutafé sitt um 200 milljónir í fyrra. Stjórnarformaður félagsins hefur ekki svarað fyrirspurn um samsetningu eignarhaldsins.

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerðist í nóvember stjórnarformaður Suðurljósa ehf., sem skráð er í fjölmiðlarekstri. Umsvif hans í atvinnulífinu, meðal annars sem stærsti eigandi Morgublaðsins, eru enn mikil, þrátt fyrir loforð hans um að aðskilja viðskipti og stjórnmál.

Bragginn sem borgin fær að borga fyrir

Bragginn sem borgin fær að borga fyrir

·

Vigdís Hauksdóttir segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri beri ábyrgð á framúrkeyrslu, röngum upplýsingum og lögbrotum. Eyþór Arnalds vill að Dagur segi af sér.

Eyþór og útgerðin fjármagna 284 milljóna tap Moggans

Eyþór og útgerðin fjármagna 284 milljóna tap Moggans

·

Móðurfélag í eigu aðila í sjávarútvegi og lögmennsku auk Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks fjármagna taprekstur Morgunblaðsins í fyrra. Laun til stjórnenda námu 111 milljónum króna.

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu

·

Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir lögðust ekki gegn Borgarlínu eins og félagar þeirra í Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn í gær. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vildi vísa málinu frá.

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

·

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í morgun vegna þess að þau töldu ekki hafa verið boðað með lögmætum hætti til fundarins. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir upphlaupið vera það vanhugsaðasta og vandræðalegasta sem hún hafi upplifað í pólítík.

Eyþór Arnalds skráir eign sína í Morgunblaðinu í hagsmunaskrá

Eyþór Arnalds skráir eign sína í Morgunblaðinu í hagsmunaskrá

·

Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur skráð félag með fjölda dótturfélaga og mikil umsvif í hagsmunaskrá borgarfulltrúa. Hann skráði einnig eign sína á húsnæði gjaldþrota málmbræðslu. „Ég er ekki í valdastöðu,“ segir Eyþór, sem lofaði í kosningabaráttunni að skilja sig frá viðskiptalífinu.

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann

·

Eyþór Arnalds lýsti sig gersamlega mótfallinn aukinni áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í Reykjavík í kosningaprófi RÚV í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Nú leggur hann fram bókanir þar sem meirihlutinn er gagnrýndur fyrir að „hunsa málaflokkinn“.