Útgerðarfélagið Samherji lét dótturfélag sitt á lágskattasvæðinu Kýpur, Esju Seafood, flytja rúmlega 2,4 milljarða króna til Íslands með lánveitingu til íslensks dótturfélags síns, Kaldbaks ehf., í ársbyrjun árið 2012. Kaldbakur gaf út skuldabréf upp á 2,4 milljaða sem Kýpurfélagið fjárfesti og gat Samherjasamstæðan þannig fengið 20 prósent afslátt af íslenskum krónum sem fyrirtækið notaði svo til að fjárfesta í verktaka- og rannsóknarfyrirtækinu Jarðborunum í félagi við sjóðsstýringarfyrirtækið Stefni og lífeyrissjóði árið 2012. Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Kaldbaki og forsvarsmaður Kötlu Seafood, settist í forstjórastól Jarðborana í kjölfar þessa.
Sýnir leyndina sem hvílir á fjárfestingarleiðinni
Fjármögnun Kýpurfélagsins á skuldabréfum Kaldbaks kemur fram í ársreikningi Esju Seafood fyrir árið 2014 sem Stundin hefur undir höndum og fjallað er um í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Ekki hefur komið fram áður að Samherji nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í gegnum umrætt Kýpurfélag þó svo að það hafi vissulega komið fram að Samherji hafi ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir