Hvernig Jónshús í Kaupmannahöfn tengist rannsókn Samherjamálsins í Namibíu
Umfjöllun færeyska ríkissjónvarpsins um Samherjamálið í Namibíu hefur hjálpað til við að varpa ljósi á af hverju útgerðarfélagið stofnaði danskt félag, staðsett í Jónshúsi, árið 2016. Í stað danska félagsins var samnefnt færeyskt félag notað til að greiða íslenskum starfsmönnum Samherja í Namibíu laun og er þetta nú til rannsóknar í Færeyjum.
FréttirHeimavígi Samherja
55399
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
FréttirLaxeldi
100491
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
Íslensk laxeldisfyrirtæki fara á hlutabréfamarkað í Noregi eitt af öðru. Norsk laxeldisfyrirtæki eiga stærstu hlutina í íslensku félögunum. Hagnaðurinn af skráningu félaganna rennur til norsku. Engin sambærileg lög gilda um eignarhlut erlendra aðila á íslensku laxeldisauðlindinni og á fiskveiðiauðlindinni.
FréttirSamherjaskjölin
62688
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
Gögn innan úr Samherja sýna að Jóhannes Stefánsson kom hvergi að rekstri Esju Seafood á Kýpur. Þetta félag greiddi hálfan milljarð í mútur til Dubai. Ingvar Júlíusson stýrði félaginu með sérstöku umboði og Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kom og kemur einnig að rekstri Esju.
FréttirSamherjaskjölin
2191.119
Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa
Félag Samherja sem lánaði Eyþóri Arnalds fyrir hlutabréfum í Morgunblaðinu tapaði 200 milljónum í fyrra. Skuld félags Eyþórs við Samherjafélagið hefur nú verið afskrifuð að fullu. Félagið sem lánar Eyþóri er fjármagnað óbeint af sama félagi á Kýpur og greiddi Namibíumönnum hundruð milljóna króna í mútur.
FréttirSamherjaskjölin
4119
Þess vegna eru þessi sex yfirheyrð í Namibíumálinu
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á Namibíumálinu og voru þeir yfirheyrðir í sumar. Þetta sýnir að rannsókn Namibíumálsins er í gangi hjá embættinu.
Greining
66349
Þorsteinn Már barði í borðið: Það sem Seðlabankamálið snerist um
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur fært umræðuna um Seðlabankamálið inn í þann farveg að það snúist um viðskipti með karfa og samsæri RÚV og Seðlabanka Íslands. Umræður í aðalmeðferð skaðabótamáls Samherja gegn Seðlabanka Íslands hafa hins vegar sprengt þá söguskýringu.
Úttekt
3301.105
Kristján í Samherja er stærsti eigandi nýs miðbæjar Selfoss
Bygging nýs miðbæjar á Selfossi stendur nú yfir. Verið er að reisa 35 hús sem byggð eru á sögulegum íslenskum byggingum. Stærsti hluthafi miðbæjarins er Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður í Samherja, en eignarhald hans á nýja miðbænum var ekki uppi á borðum þegar gengið var til íbúakosningar um framkvæmdirnar árið 2018.
ÚttektSamherjaskjölin
72326
Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim
Samherji er eitt stærsta fyrirtæki Íslands og einnig eitt af stærstu útgerðarfélögum Evrópu.
Erlend starfsemi er rúm 55% af heildarstarfsemi félagsins og félagið á nær 16 prósent af öllum útgefnum kvóta á Íslandi.
FréttirSamherjaskjölin
59444
Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
Samherji ætlaði sér að opna skrifstofu í Kaupmannahöfn og lét eiginmann forstöðumanns Jónshúss, Hrannar Hólm, sjá um stofnun félagsins. Samherjaskjölin sýna millifærslur til félagsins frá Kýpur. Félagið á Kýpur tók líka við peningum frá Namibíu og millifærði fé í skattaskjól.
GreiningSamherjaskjölin
21201
Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í febrúar að Samherji væri ekki „skattfælið“ fyrirtæki. Í Samherjaskölunum koma hins vegar fram upplýsingar um stórfellda notkun útgerðarfélagsins á skattaskjólum hátt í áratug.
FréttirSamherjaskjölin
116940
Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, er ræðismaður Kýpur á Íslandi, en mútugreiðslur fyrirtækisins fóru fram í gegnum dótturfélag þess á eyjunni.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.