Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Tístað til lögreglunnar ( 1.hluti ?)

Tístað til lög­regl­unn­ar ( 1.hluti ?)

„Oft­ar en ekki fá mál hjá lög­reglu far­sæl­an end­ir þótt tví­sýnt kunni að hafa ver­ið um slíkt í upp­hafi,“hófst færsla hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu núna um dag­inn. Sögu­efn­ið var hrak­far­ir eldri konu sem týndi bíl og barni þeg­ar hún gekk út vit­lausu meg­in í versl­un­ar­mið­stöð og hringdi í lög­regl­una. „Leit­in stóð hins veg­ar stutt yf­ir því eft­ir rúm­ar 10 mín­út­ur,...

Fund­að í gjánni

Ár­ið 2004 synj­aði for­seti Ís­lands frum­varpi um fjöl­miðla sem Al­þingi hafði sam­þykkt. Þing­ið hafði sam­þykkt lög sem meiri­hluti Ís­lend­inga var á móti, að kom­inn væri gjá milli þings og þjóð­ar. Það hef­ur auð­vit­að oft ver­ið gjá á milli vald­stjórn­ar­inn­ar og fólks­ins, tveir menn sam­þykktu stuðn­ing þjóð­ar við Ír­aks­stríð þrátt fyr­ir að yf­ir 90% sömu þjóð­ar væru and­víg því. Fleka­skil verða...
Ljósmæðurnar og ráðherrann

Ljós­mæð­urn­ar og ráð­herr­ann

Fyr­ir nokkr­um ár­um var orð­ið ljós­móð­ir val­ið fal­leg­asta orð ís­lenskr­ar tungu. Þetta er vissu­lega mjög fal­legt orð, en kannski svold­ið væm­ið. Ljós og móð­ir sam­an hljóm­ar of gott til að vera starfs­heiti, fæð­ing­ar­tækni­verk­fræð­ing­ur væri kannski betra. Ljótt orð sem hljóm­ar samt eins og ein­hver á ráð­herra­laun­um. Ef við vær­um að verð­launa eft­ir mik­il­vægi starfs­stétta væru ljós­mæð­urn­ar svo sann­ar­lega á ráð­herra­kaupi,...
Hættum að bregðast Hauki

Hætt­um að bregð­ast Hauki

Eina raun­veru­lega bylt­ing­in sem fram­in hef­ur ver­ið á Ís­landi er bylt­ing Jörgen Jörgen­sens ár­ið 1809. Líkt og all­ar úr­bæt­ur í rétt­ind­um Ís­lend­inga fyrr og síð­ar kom bylt­ing­in ut­an frá, lýð­ræði, mann­rétt­indi, frjáls­lyndi og verka­lýðs­bar­átta eru allt inn­flutt­ar af­urð­ir sem okk­ur hef­ur ver­ið skammt­að sam­kvæmt ströngustu toll­kvót­um. Ár­ið 1992 þeg­ar mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu úr­skurð­aði í máli Þor­geirs Þor­geir­son­ar gegn ís­lenska rík­inu með...

Tepr­ur Ís­lands sam­ein­ist

Hafa brjóst ný­lega far­ið fyr­ir brjóst­ið þitt? Er nú­tíma­list og/eða klass­ísk list of klám­feng­in og ögr­andi.   Þá máttu vita það að þú ert ekki ein/einn. Þú ert ekki eina fórn­ar­lamb Borg­hild­ar Ind­riða­dótt­ur og Gunn­laugs Blön­dal. Það eru fleiri sem þjást. Nú þarft þú ekki leng­ur að þjást í þögn. Ég vil þakka Sig­mundi Dav­íð, fyrr­um for­sæt­is­ráð­herra, fyrr­um kröfu­hafa í...

Síð­ustu dag­ar ís­lenska fjöl­mið­ils­ins

Þján­ing­ar­frels­ið er við­tals­bók við helstu leik­end­ur og gerend­ur í fjöl­miðla­heimi Ís­lands í gegn­um ár­in, eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur. Í for­mál­an­um tek­ur Auð­ur Jóns­dótt­ir sér­stak­lega fram að ekki er um fræði­bók að ræða, né held­ur ann­ál blaða­manna­fé­lags­ins, kannski ekki að ástæðu­lausu því manni gæti við lest­ur bók­ar­inn­ar dott­ið það í hug. Þó svo ekki sé um...

Kosn­inga­þank­ar

Vanga­velt­ur yf­ir fram­boði eins pró­sents­ins. 1% þjóð­ar­inn­ar fóru í fram­boð. Það er eig­in­lega bara pínu krútt­legt, frá­bært að svona marg­ir treysti sér til erfiðra verk­efna. Sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar eru oft­ast mun fal­legri birt­ing­ar­mynd lýð­ræð­is held­ur en al­þing­is­kosn­ing­ar. Fá­um dett­ur í hug að dreifa óhróðri um ná­granna sína og eft­ir kosn­ing­ar er oft auð­velt að finna sam­vinnu­grund­völl. Enda vilja all­ir hrein­ar göt­ur,...
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú kjósir

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekki að þú kjós­ir

Þórólf­ur heit­ir mað­ur Hall­dórs­son. Sýslu­mað­ur. Fer­ill hans er um margt at­hygl­is­verð­ur. Hann sat í kjör­dæm­is­ráði fyr­ir sjálf­stæð­is­flokk­inn á norð­vest­ur­landi með­an hann gegndi embætti sýslu­manns á Pat­reks­firði. Þá var hann kærð­ur fyr­ir það að keyra um bæj­inn með kjör­kassa og safna í þau at­kvæð­um sjálf­stæð­is­manna. Fram­kvæmd kosn­inga á Ís­landi er um margt sér­stök, en þetta var svona í sér­stak­ara lagi. Illa...
Sjálfvirk gagnagreining sjálfsagt mál

Sjálf­virk gagna­grein­ing sjálfsagt mál

Í augna­blik­inu er Al­þingi með til um­fjöll­un­ar breyt­ingu á höf­unda­lög­um sem eiga að leyfa sjálf­virka gagna­grein­ingu. Í stuttu máli snýst það um heim­ila og auð­velda rann­sókn­ir, þannig að al­grím­ur og gervi­greind­ir geti nýtt sér texta í gagna­söfn­un. Eng­in tap­ar pen­ing á þessu, enda eru gervi­greind­ir lít­ið í því að kaupa bæk­ur, blöð eða „lesa“ í þeim skiln­ingi sem við leggj­um...
Fyrrum ráðherra ræðst á fjölmiðil

Fyrr­um ráð­herra ræðst á fjöl­mið­il

Ög­mund­ur Jónas­son veg­ur að starfs­heiðri Þórð­ar Snæs rit­stjóra Kjarn­ans í pistli á bloggi sínu í dag. Þar vís­ar hann í rit­stjórn­ar­grein þar sem Þórð­ur skrif­ar: Það ligg­ur fyr­ir að nið­ur­staða rann­sókn­ar á meint­um brot­um for­stjór­ans fyrr­ver­andi hef­ur aldrei ver­ið birt. Í stað þess hafi Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, nú­ver­andi ráð­herra, ein­fald­lega sagt þing­heimi ósatt um nið­ur­stöðu máls­ins, ákveð­ið ein­hliða...
Elítuhöllin

Elítu­höll­in

Hrós dags­ins fær Örv­ar Blær Guð­munds­son þjón­ustu­full­trúi í Hörpu sem sagði upp frek­ar en að sam­þykkja launa­lækk­un. Skamm­ir dags­ins fær for­stjóri Hörpu Svan­hild­ur Kon­ráðs­dótt­ir fyr­ir að taka sér 20% launa­hækk­un með­an starfs­fólk Hörpu er lát­ið lækka. Mér þyk­ir vænt um að við sé­um með flott tón­list­ar­hús. Við eig­um ekki að vera nísk þeg­ar kem­ur að þannig inn­við­um, en Harpa var...
Þegar þú getur allt eins stofnað aflandsfélag

Þeg­ar þú get­ur allt eins stofn­að af­l­ands­fé­lag

Það eru núna tvö ár lið­in síð­an í ljós kom að fjár­mála og stjórn­mála-elíta Ís­lands ætti tals­verð­ar eign­ir í skatta­skjól­um. Í sjálfu sér hefði það ekki átt að koma nein­um á óvart. Al­menn­ing­ur vissi vel að aðr­ar regl­ur giltu fyr­ir þá að of­an, að þeir kæmu ekki alltaf með gjald­eyr­inn heim, og þeg­ar þeir gerðu það þá myndu þeir gera...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu