Listflakkarinn

Húsnæðið fyrst!

Fréttablaðið birti um daginn dásamlegt viðtal við tvo menn sem áður voru í gistiskýlum eða húsvögnum og eru nú með heimili á Víðinesi. Þar gera þeir hluti sem þeir hafa loksins næði til að gera, lesa heimspeki og horfa á netflix.

Eins furðulegt og það kann að hljóma þá vantar stundum fátækum bara pening til að komast úr fátækt og heimilislausum oftast einfaldlega bara húsaskjól. Það má hrósa Reykjavíkurborg fyrir víðsýni í þeim efnum með að samþykkja skilyrðislaust húsaskjól. Hugtakið Housing First hefur eiginlega ekki verið almennilega þýtt á íslensku, en þetta er nýstárleg og róttæk hugmynd sem hefur einungis verið reynd á nokkrum stöðum og gengur út frá þeirri róttæku stefnu að koma fólki í húsaskjól fyrst og fremst, án þess að setja íbúum húsnæðisins sérstakar reglur.

En það hefur strax sýnt sig að með því að koma fólki af götunni í skjól þá á það sjálft auðveldara með að laga annað í lífi sínu. Húsnæði fyrst, síðan forræðishyggja. (Eða ekki).

Það hafa ekki allir verið jafnhrifnir af hugmyndinni. Sumir þeir flokkar sem hafa hvað hæst núna um málefni heimilislausra hafa ekki verið hlynntir byggingu á félagslegu húsnæði. Stefna þeirra í öðrum sveitarfélögum sýnir það líka svart á hvítu.

Hvað varðar málefni fólks í neyslu þá hefur Reykjavíkurborg einnig sýnt meiri ábyrgð og víðsýni. Það eru nefnilega víða sprautufíklar og ekki bara í RVK. Átakið Fröken Ragnheiður er gott dæmi um hvernig borgin axlar meiri ábyrgð en bæjirnir í kring. Í hverri viku tryggir Fröken Ragnheiður fólki sem á við alvarlega fíkn að stríða hreinar sprautunálar, þau sem standa að baki átakinu eru m.a. hjúkrunarfræðingar sem vita að með þessu móti komum við í veg fyrir að alvarlegir sjúkdómar breiði úr sér. Starfsemi Fröken Ragnheiðar nær úti um allt, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð, auk Reykjavíkur, en einungis eitt af þessum bæjarfélögum veitir átakinu styrki til að geta haldið starfseminni uppi.

Ég held að þið getið alveg giskað á hvaða sveitarfélag það er.

Það er löngu kominn tími á að alþingi festi í lög ákveðna lágmarksprósentu félagshúsnæðis innan sveitarfélaga sem ná yfir segjum 4-5000 manna íbúafjölda. Einfaldlega af því það er ekki sanngjarnt að Reykjavík niðurgreiði Garðabæ og Seltjarnanes. Ef það gengur ekki þá hljótum við fyrr eða síðar að spyrja okkur að því hvort það gangi að þessi sveitarfélög séu sjálfstæð til lengdar. Í raun eru þau tilraun ákveðins hóps ríkra Íslendinga til að aðskilja sig frá restinni af Íslandi. Með því að taka ekki þátt í að styðja við fátæka og heimilislausa skapa þau lítil einsleit samfélög, og á sama tíma ýta þau undir stéttskiptingu.

Það hefur nefnilega mikil áhrif á tækifæri þín síðar í lífinu hvaða fólk þú kynntist í grunnskóla og menntaskóla og það er betra fyrir allt samfélagið í heild sinni að krakkar með mismunandi félagslegan bakgrunn fái að kynnast.

Annars langar mig til að enda þennan pistil á að hrósa ákveðinni konu en ekki bara sveitarfélagi (sem má enn um margt bæta sig).

Kristín Elfa Guðnadóttir kom inn í velferðarráð Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili. Hún hefur ekki haft hátt um hugmyndir sínar í málefnum heimilislausra eða eignað sér heiðurinn af þeim góðu verkum sem hafa verið unnin. Til þess er hún of hógvær.

En eldri konur sem vinna þögla vinnu baksviðs í nefndum og smám saman sannfæra aðra um að það sé sniðugt að binda enda á heimilisleysi einfaldlega með því að byggja húsnæði án skilyrða, samkvæmt róttækri aðferðafræði sem ekki er notuð nema í tilraunagjörnum og hugrökkum sveitarfélögum erlendis, eiga líka skilið hrós. Jafnvel þó þær hafi ekki farið fram annað kjörtímabil og hafi því ekki montað sig af vel unnum verkum í prófkjörum, eða troðið sér í fjölmiðla.

Hún lagði áherslu á tvennt í starfi sínu, annars vegar neyðarhúsnæði í Víðinesinu þar sem fólk gæti komið tímabundið eða verið til lengri tíma, og gæti jafnvel þróast í lítið sjálfbært samfélag (á forsendum þeirra sem velja að búa þar). Víðinesið gæti hentað vel eldra fólki sem hefur verið lengi utangarðs.

Svo er það hitt sem hún lagði áherslu á, en hefur ólíkt Víðinesinu ekki alveg náð nógu langt. Það er húsnæði sem er miðsvæðis í borginni handa fólki sem er að detta í heimilisleysi. Fyrir fólk sem hefur börn sem þurfa að sækja skóla og þarf sjálft að sækja vinnu, eða leita að henni, og treystir sér ekki til að vera of langt frá allri þjónustu. Í þessum málum verðum við öll að forðast Nimby-isma. Frekar ættum við að vera ánægð ef hverfið okkar þykir ákjósanlegur staður fyrir fólk til að ná aftur fótum.

Nú eru fyrstu íbúðirnar komnar í gagnið og það stendur til að byggja fleiri. Kristín myndi eflaust segja mér að það sé of mikið verk óunnið til að ausa á hana lofi, en ég ætla að gera það samt, af því hún sjálf er ekki að slá sig til riddara heldur áttaði sig bara á vandamáli á tímapunkti sem allir voru að rífast um borgarlínu og útsvar, og lagði til lausn og kom henni í gegnum kerfið með lagni og lítillæti. (Fyrir um fjórum árum var nærri enginn að spá í þessum vanda). Takk Kristín.

Að lokum skora ég á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, Seltjarnanes, Mosfellsbæ (sem keypt hefur einungis eina félagsíbúð síðan árið 2002), Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð, að láta sig málefni heimilislausra varða og taka þátt í að leysa hann. Ekki setja það einungis á herðar Reykjavíkurborgar að taka á heimilisofbeldi, fíkniefnanotkun og mengun. Við erum þegar á reynir öll saman í þessu.

P.S. hlustið á þennan fyrirlestur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
3

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
4

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
7

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
5

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
5

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“