Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Listflakkarinn

Síðustu dagar íslenska fjölmiðilsins

Þjáningarfrelsið er viðtalsbók við helstu leikendur og gerendur í fjölmiðlaheimi Íslands í gegnum árin, eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Í formálanum tekur Auður Jónsdóttir sérstaklega fram að ekki er um fræðibók að ræða, né heldur annál blaðamannafélagsins, kannski ekki að ástæðulausu því manni gæti við lestur bókarinnar dottið það í hug. Þó svo ekki sé um annál eða fræðibók að ræða tel ég engu að síður að bókin sé góð heimild fyrir framtíðar fræðibækur sem vilji skoða stöðu fjölmiðla og tjáningarfrelsis á Íslandi í upphafi 21. aldarinnar. Mastersneminn sem skrifar um endalok íslenskrar fjölmiðlunar um miðbik 21. aldarinnar hefur fulla ástæðu til að vera þakklátur þeim Auði, Báru og Steinunni að safna þessum sögum.

Bókin er auðlesin þrátt fyrir að vera mikill doðrantur og inniheldur ýmsar krassandi sögur, (krassandi er auðvitað bara mín leið til að komast hjá að lýsa sögunum sem hrollvekjandi eða óhugnanlegum). Staða tjáningarfrelsis á Íslandi er nefnilega ekki góð og staða fjölmiðla ekkert til að hrópa húrra yfir. Maður getur varla annað en dáðst að þeim viðmælendum sem þrátt fyrir að geta sagt miklar raunasögur og standa í erfiðum rekstri láta engan bilbug á sér finna. (Svo eru auðvitað þeir sem hafa gefist upp líka, sem eru ekki síður athyglisverðir).

Mörg viðtalanna eru þess eðlis að það er vel þess virði að kaupa bókina bara til þess að glugga í þau. Jón Ólafsson heimspekiprófessor nær að fanga kjarna íslenskrar þjóðarsálar þegar hann játar að jafnvel hann, formaður Gagnsæis, fann til með Sigmundi Davíð í Wintris-viðtalinu fræga og að erlendur mastersnemi hafi skammað hann með orðunum: Það er nákvæmlega svona sem þið Íslendingar eruð. Þið ráðið ekki við að horfa á samskipti af þessu tagi í fjölmiðlum. Um leið og umfjöllunin verður óþægileg þá viljið þið frekar losna við hana.

Þarna eru mörg atriði sem hafa komið í fréttir áður en er vel þess virði að rifja upp. Til dæmis hvernig fjölmargar fréttir hafa verið stöðvaðar inn á miðlum í gegnum tíðina. Árni Snævarr sem vann á stöð tvö lengi segir frá því hvernig honum var sagt upp eftir ósætti sem hefst í kjölfar þess að eigendur stöðvarinnar vildu ekki birta frétt um að Geir Haarde (þá fjármálaráðherra) væri í laxveiðiferðum í boði Kaupþings (Arion banka). Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, rifjar líka upp þegar frétt hans um að sérstakur saksóknari ætlaði sér að kæra Baldur Guðlaugsson fyrir innherjaviðskipti var kæfð innan morgunblaðsins, og þegar Jón Ásgeir Jóhannesson hafði bein afskipti af fréttaflutningi hans þegar Þórður vann á fréttablaðinu. Íslenskir kaupsýslumenn eru óhemju kræfir þegar það kemur að því að refsa blaðamönnum, ekki bara með þeim óteljandi meiðyrðamálum sem þeir henda út til að koma í veg fyrir umræðu, heldur líka hvernig þeir eyðileggja dreifingu blaða sem þeim eru ekki þóknanleg. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, nú ritstjóri Stundarinnar, rifjar m.a. upp hvernig eigandi Kaupáss, Jón Helgi Guðmundsson tók tímaritið Ísafold úr sölu í sínum búðum (sem þá var einn þriðji af markaðinum á Íslandi) eftir að blaðið fjallaði um vændi á skemmtistað í eigu vinar hans.

Þessar reynslusögur einar og sér gera það að verkum að þessi bók ætti að vera í bókahillum allra Íslendinga. Bókin er ágæt sneiðmynd af veruleika fjölmiðla rétt eftir hrun, fyrst og fremst hvað varðar rekstur, á tímum þegar félagsmiðlar hafa tekið við af ruglaða auðkýfingnum og hörundsára embættimanninum sem helsta ógn við tilvist gagnrýna fjölmiðilsins.

Eitt af því sem ég sakna við lestur bókarinnar er skortur á beinum þræði og nægilegri gagnrýni á samfélagið. Allir viðmælendur eru gerðir jafnréttháir, hvort sem þeir eru prinsippfastir rannsóknarblaðamenn, fyrrum ritstjórar flokksblaða eða starfandi almannatenglar. Það er mikill galli, því fréttastjórar og ritstjórar virðast aldrei fá erfiðar spurningar, hvort þeir beri einhverja ábyrgð á stöðu fjölmiðla á Íslandi í dag. Sumir þeirra bera nefnilega ábyrgð fyrir áralanga þjónkun við valdafólk.

Auður segir frá því í byrjun að innblástur bókarinnar hafi komið þegar hún var kærð fyrir meiðyrði eftir að hafa skrifað pistil í Kjarnann og henni hafi langað til að skrifa bók um ferlið að vera stefnt fyrir orð, að henni hafi langað til að blanda þessu saman við viðtöl við ýmsa höfunda og blaðamenn sem staðið hafa á svipuðum stað.

Í stað þess að skrifa þá bók strokar höfundur sig að mestu leyti úr bókinni og beinir augum sínum þess í stað að fjölmiðlastéttinni og heimi hennar. Þarna eru upplýsandi viðtöl við fræðimenn, fyrrum ritstjóra, blaðamenn og heimspekinga. En mig grunar að upprunalega hugmyndin hefði verið sterkari, Auður hefur sýnt það í gegnum tíðina að hún kann að skrifa góða sjálfsævisögu eða skáldævisögu, ég sakna hennar raddar þar inni því án hennar er ekkert sem límir saman bókina.

Það var ekki markmið höfundar að skrifa fræðibók svo það þýðir heldur ekki að agnúast yfir því þó stundum vanti að hlutir séu settir í sögulegt samhengi. Samt verð ég að gera það. Ástæða þess að staða borgararéttinda eins og tjáningarfrelsis er ekki eins sterk og víða annars staðar á vesturlöndum er auðvitað sú að við erum fyrrum nýlenda. (Tékkið bara á innsetningunni Fungiland eftir listamennina Kristinn og Peter í gámunum við enda Álftamýrar ef þið trúið mér ekki).

Án þessa sögulega samhengis er erfitt að skilja að staða tjáningarfrelsis hér er öðruvísi en t.d. í Svíþjóð þar sem það hefur verið verndað frá því um lok átjándu aldar. Borgarinn hér fer nefnilega fyrst að nálgast sambærilega lögvernd fyrir yfirvaldinu og á meginlandi Evrópu þegar Þorgeir Þorgeirson vinnur mál sitt fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Það mál er þó hvergi útskýrt, og hann einungis nefndur á nafn af einum viðmælanda.

Höfundarnir þrír hefðu getað farið um víðari völl, t.d. rætt við listamenn sem hafa fengið hótanir frá valdafólki, velt fyrir sér af hverju umræða um menningarmál er svona daufleg á Íslandi (menningarblaðamennska fær fínt pláss í bókinni, en full lofsamlega umfjöllun), spurt gagnrýnna spurninga og veitt málum eins og máli Þorgeir Þorgeirsonar fyrir mannréttindadómstóli meira pláss. Það vantar líka raddir fleiri blaðamanna, eins og t.d. Jóhann Páls Jóhannssonar. Kannski er stærsti gallinn sá að ekki er kafað ofan í lekamálið af meiri dýpt. Það er stór galli, því þar komu best í ljós brestirnir í samstöðu blaðamanna og heiftin sem kerfið sýnir til að vernda valdafólk.

Að þessu sögðu þá finnst mér gott að Auður skrifaði þessa bók með þeim Báru og Steinunni. Erindið er brýnt og þrátt fyrir að bróðurparturinn sé sögur úr samtímanum mun innihaldið eflaust eldast vel. Þetta verður mikilvæg heimild að leita í þegar fram líða stundir fræðibækur um hvarf íslenska fjölmiðilsins birtast upp úr miðbiki 21. aldarinnar. En bókin hefði getað verið betri hefðu þær haft hugrekkið til.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
1

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans
2

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
3

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
4

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
5

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·
Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn
6

Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
7

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·

Mest deilt

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
1

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
2

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
3

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna
4

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“
5

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
6

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·

Mest deilt

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
1

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
2

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
3

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna
4

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“
5

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
6

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

·

Mest lesið í vikunni

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
3

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
4

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
5

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
6

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·

Mest lesið í vikunni

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
3

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
4

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
5

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
6

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·

Nýtt á Stundinni

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum

·
Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

·
Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

·
Langtímarannsóknir á erfðabreyttum matvælum sýna fram á kosti þeirra

Langtímarannsóknir á erfðabreyttum matvælum sýna fram á kosti þeirra

·
Bakslag í stríðinu gegn fátækt

Bakslag í stríðinu gegn fátækt

·
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

·
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

·
Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·
Semjum um styttingu vinnuvikunnar, ellegar setjum lög

Af samfélagi

Semjum um styttingu vinnuvikunnar, ellegar setjum lög

·
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

·
Flókið samspil frjósemi og hlýnunar jarðar

Flókið samspil frjósemi og hlýnunar jarðar

·
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“

·