Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Elítuhöllin

Elítuhöllin

Hrós dagsins fær Örvar Blær Guðmundsson þjónustufulltrúi í Hörpu sem sagði upp frekar en að samþykkja launalækkun.

Skammir dagsins fær forstjóri Hörpu Svanhildur Konráðsdóttir fyrir að taka sér 20% launahækkun meðan starfsfólk Hörpu er látið lækka.

Mér þykir vænt um að við séum með flott tónlistarhús. Við eigum ekki að vera nísk þegar kemur að þannig innviðum, en Harpa var og er umdeild því hún var kláruð á tíma þegar skorið var allsstaðar niður og þúsundir Íslendinga urðu gjaldþrota og hrökkluðust af landinu. Við megum vera stolt af þessu húsi, en við eigum líka að gera kröfur til þess. Það var byggt fyrir okkur öll, og á því að hýsa ekki bara þá sem hafa efni á miðanum og ekki bara það tónlistafólk sem hefur efni á að borga háa leigu. Þarna ber forstjórinn ekki ábyrgðina heldur pólitíkusar sem elska að reisa sér minnismerki en tíma svo aldrei að leggja pening í að reka minnismerkin.

Saga hússins því miður mótast af skoðunum elítunar að hverju sinni. Frekar var litið til þarfa landsbankans heldur en þörfum dansflokks og óperu. Enn í dag er ekki til nein bygging til að hýsa dansflokkinn en þó hefði alveg mátt gera ráð fyrir honum í Hörpu líkt og tónlistarhús víða annars staðar hýsa balletflokka. Þess í stað er dansflokkurinn upp á náð og velvild borgarleikhús komin og staða sjálfstæðra dansara jafnvel enn erfiðari. En nóg um það.

Hvernig væri að geyma launahækkun forstjórans þar til rekstur Hörpu er hallalaus? Eða miðaverðið þannig að fátækari Íslendingar geti líka nýtt sér húsið? Þarna bera stjórnvöld líka ábyrgð af því hluti af ástæðu þess að Harpa er ekki fyrir alla er að ekki er að þau sýna ekki nægilegan metnað. Ef við myndum setja meiri pening í rekstur hússins þá væri vel hægt að hafa hátíðir eins Jazzhátíð Reykjavíkur innan dyra og alls kyns spennandi tónlistarviðburði á vegum fólks sem ekki á mikið fjármagn.

Mig langar nefnilega til að geta þótt vænt um þetta hús, því það er fallegt og auðvitað eigum við að hafa tónlistarhús sem við getum verið stolt af. Því miður er það erfitt núna.

 

E.S.

Og hvað í fokkanum er landsbankinn að spá með að byggja höfuðstöðvar sínar í miðbænum. Þarna ættu að vera íbúðir, veitingastaðir og túristabúðir, ekki fjármálaferlíki. Maður hefði haldið að fólkið sem ber ábyrgð á Icesave ruglinu hefði vit á því að fela sig betur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu