Hæstvirtir flokksformenn, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Sigurðsson.
Hugarafl eru samtök notenda sem hafa starfað með teymi fagfólks, svokölluðu GET-teymi þar sem sálfræðingar, iðjuþjálfi, félagsráðgjafi og fleiri, í alls 4 stöðugildum, hafa veitt einstaklingum með geðrænan vanda og fjölskyldum þeirra mikilvæga þjónustu, meðferð og eftirfylgd. Starfið hefur byggst á valdeflandi nálgun, hverjum notenda er mætt á eigin forsendum. Úrræðið hefur vakið athygli fyrir árangursríkt starf innanlands og utan fyrir hversu farsælt samstarf fagfólks og notenda hefur reynst. Virðisauki þessa úrræðis felst í samstarfi fagfólks og notenda. Jafningafræðsla og stuðningur frá fólki sem hefur reynslu af geðrænum vanda bætist þannig við þá þjónustu sem fagfólkið getur veitt. Batasögur notenda og rannsóknir á úrræðinu staðfesta vel árangur þess. Á undanförnum árum hefur starf GET/Hugarafls með ungu fólk eflst sérstaklega og það vinnur innan samtakanna undir nafninu UNG-HUGAR að fræðslu, til dæmis innan skóla, um geðrænan vanda. Alþjóðleg stefnumótun á sviði …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir