FréttirKonur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna
3
Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans
„Við segjum nú er komið nóg,“ segir aðgerðahópurinn Konur í læknastétt sem krefst aðgerða á Landspítalanum. Það sé ekki nóg að bæta verkferla heldur þurfi að breyta menningunni. Niðurstöður rannsóknar sýna að þriðjungur almennra lækna hefur upplifað kynbundið ofbeldi eða misrétti á spítalanum. Fæstir leita eftir stuðningi spítalans en þeir sem það gera fá lítinn sem engan stuðning.
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn
33
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Lögreglurannsókn, ákæran, sem og málsmeðferðin, tóku mikið á Ástu sem lýsir meðferð málsins sem stríði. Þrátt fyrir að hafa hlotið sýknu í málinu hefur stríðið setið í henni, leitt hana á dimma staði þangað til að hún „missti allt úr höndunum“.
FréttirCovid-19
1
Álag á bráðamóttöku rakið til þess að fólk hafi ekki leitað læknis í faraldrinum
Líkur eru taldar á að eitt af því sem veldur nú miklu álagi á bráðamóttöku Landspítala sé að fólk hafi forðast að leita sér lækninga við ýmsum kvillum vegna Covid-faraldursins. Mikil fækkun á komum eldra fólks á bráðamóttöku á síðasta ári rennir stoðum undir þá kenningu.
Fréttir
Spítalinn segist hafa brugðist þolanda áreitni
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans og Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum, segja í svari til Stundarinnar að spítalinn hafi brugðist þolanda Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis og biðja hana afsökunar.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Læknar á Landspítalanum með heilabilunareinkenni vegna álags
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og sérfræðingur í streitu og kulnun, segist hitta tvo til þrjá lækna á viku í starfi sínu sem eru orðnir óvinnufærir vegna sjúklegrar streitu. Læknarnir geta þó ekki tekið sér veikindaleyfi vegna mönnunar vandans á spítalanum og geta því ekki hvílt sig til að ná bata.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Læknanemar krefjast aðgerða
Tíu læknanemar sendu í gær framkvæmdastjórn Landspítala bréf þar sem þau biðla hana að gera strax ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi mönnun á bráðamóttöku.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
„Ég get bara bent á vandamálið“
Alma D. Möller landlæknir segir hlutverk embættisins að benda á þau vandamál sem upp komi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki á hennar ábyrgð að gera úrbætur, það sé heilbrigðisstofnana og ráðherra að bregðast við.
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn
Landlæknir hefur ítrekað bent á að öryggi sjúklinga sé ógnað
Þegar árið 2018 sendi Alma Möller landlæknir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað vegna ófremdarástands á bráðamóttöku Landspítala. Í maí síðastliðnum lýsti landlæknir því á ný að þjónusta sem veitt væri á bráðamóttöku uppfyllti ekki faglegar kröfur.
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn
„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
Starfsmenn Landspítalans lýsa því yfir að neyðarástand hafi myndast á sumum deildum spítalans vegna álags og manneklu. Starfsmenn bráðamóttökunnar lýsa vinnuaðstæðum sem stríðsástandi og aðrir starfsmenn spítalans og jafnvel heilsugæslunnar lýsa því hvernig álagið færir sig þangað.
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn
„Landspítali er vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“
Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans og félagsmaður í Félagi bráðalækna, segir spítalann vísvitandi vera að setja sjúklinga og starfsfólk spítalans í hættu eins og ástandið er þar núna. Í yfirlýsingu sem Félag bráðalækna sendi frá sér vísar félagið ábyrgðinni á alvarlegum atvikum er varða sjúklinga yfir á stjórn spítalans, því að þeirra sögn geta læknar ekki borið ábyrgð á atvikum í ástandi sem slíku.
Viðtal
„Þú verður vitni að mjög sársaukafullum stundum fólks“
Vanlíðan og tilvistarlegar spurningar leiddu Vigfús Bjarna Albertsson til guðfræðináms. Í fimmtán ár veitti hann fólki sálgæslu á sársaukafyllstu stundum lífs þess, en varð líka vitni að mikill fegurð í því hvernig fólk hélt utan um hvað annað í sorg sinni. Hann segir samfélagið ekki styðja nógu vel við fólk sem verður fyrir áföllum og segir syrgjendur allt of oft eina með sorgina.
Fréttir
Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs
Ráðgjafarfyrirtæki Guðfinnu Bjarnadóttur hefur fengið greiðslur frá Landspítalanum umfram þau mörk sem miðað er við að framkvæma eigi útboð. Landspítalinn segir fjárhagslega hagkvæmt að viðhalda samningnum við fyrirtækið.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.