Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Landspítali er vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“

Eggert Eyj­ólfs­son, bráða­lækn­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og fé­lags­mað­ur í Fé­lagi bráða­lækna, seg­ir spít­al­ann vís­vit­andi vera að setja sjúk­linga og starfs­fólk spít­al­ans í hættu eins og ástand­ið er þar núna. Í yf­ir­lýs­ingu sem Fé­lag bráða­lækna sendi frá sér vís­ar fé­lag­ið ábyrgð­inni á al­var­leg­um at­vik­um er varða sjúk­linga yf­ir á stjórn spít­al­ans, því að þeirra sögn geta lækn­ar ekki bor­ið ábyrgð á at­vik­um í ástandi sem slíku.

„Landspítali er vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“
Geta ekki ábyrgst alvarleg atvik Félag bráðalækna lýstu því yfir við forstjóra Landspítala að læknar bráðamóttöku gætu ekki tekið ábyrgð á þeim alvarlegu atvikum sem kynnu að verða sökum manneklu á deildinni Mynd: Heiða Helgadóttir

Hver einasti starfandi sérfræðilæknir á bráðamóttöku, að yfirlæknum frátöldum, skrifuðu undir bréf til forstjóra Landspítalans, Páls Matthíassonar, þann 6. maí síðastliðinn, þar sem þeir sögðu Landspítala vera „vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“.

Læknarnir mátu ástandið á bráðamóttökunni þannig að vegna stöðunnar munu „óþarfa alvarleg atvik koma upp sem geta jafnvel leitt til dauða“, að hætt sé við því að sjúklingar fái „ranga greiningu og þannig ranga meðferð“, að vegna manneklu sérfræðilækna á deildinni sé „augljóslega ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem leita á bráðamóttöku“ og að sjúklingar munu verða fyrir óþarfa töf sem í sumum tilfellum getur verið „lífshættuleg“.

Einn þeirra sérfræðilækna sem skrifuðu undir bréfið er Eggert Eyjólfsson, starfandi bráðalæknir á bráðamóttöku, sem segir forstjóra spítalans hafa svarað erindinu samdægurs í óformlegum tölvupósti þar sem hann tilgreindi að erindið væri móttekið og skoðað fljótt. „Síðan heyrum við ekki neitt fyrr en bara í síðustu viku. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spítalinn er sjúklingurinn

Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Yfirfull bráðamóttaka gat ekki tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Yf­ir­full bráða­mót­taka gat ekki tek­ið á móti sjúk­lingi í hjarta­stoppi

Helga Rósa Más­dótt­ir, deild­ar­stjóri bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að sjúk­lingi í hjarta­stoppi var vís­að frá bráða­mót­tök­unni yf­ir á Hjarta­gátt spít­al­ans vegna þess að bráða­mót­tak­an var full. Skráð hef­ur ver­ið at­vik vegna máls­ins. „Við er­um að hafna deyj­andi fólki,“ seg­ir áhyggju­full­ur starfs­mað­ur.
Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.
Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Áhyggj­ur af því að kom­andi kosn­ing­ar hafi áhrif á sam­stöðu al­menn­ings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár