Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans

„Við segj­um nú er kom­ið nóg,“ seg­ir að­gerða­hóp­ur­inn Kon­ur í lækna­stétt sem krefst að­gerða á Land­spít­al­an­um. Það sé ekki nóg að bæta verk­ferla held­ur þurfi að breyta menn­ing­unni. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sýna að þriðj­ung­ur al­mennra lækna hef­ur upp­lif­að kyn­bund­ið of­beldi eða mis­rétti á spít­al­an­um. Fæst­ir leita eft­ir stuðn­ingi spít­al­ans en þeir sem það gera fá lít­inn sem eng­an stuðn­ing.

Sunna Snædal, nýrnalæknir og meðlimur í aðgerðahópnum Konur í læknastétt, segir að þótt Landspítalinn sé nú í því ferli að bæta verkferla varðandi kynbundið áreiti og misrétti dugi það ekki til, ef ekki verði farið í að breyta menningunni innan spítalans.

Sunna er ein þeirra sem hefur verið Landspítalanum innan handar við að breyta og bæta verkferla stofnunarinnar hvað varðar einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi á Landspítalanum. Hún var fengin til þess eftir að aðgerðahópurinn hafði bent á ýmsa vankanta á verkferlum spítalans. 

Krefjast aðgerða af hálfu spítalans

Hópurinn sendi stjórnendum spítalans bréf síðastliðið sumar þar sem fram kom að verkferlar spítalans væru óskýrir varðandi kynferðislega áreitni, sér í lagi fyrir þá sem þurfa að beita þeim, og að þeir sem beiti þeim hafi ekki „gripið ofbeldismál sem upp hafa komið og eru þá eflaust mörg sem ekki eru tilkynnt“.

„Við segjum nú er komið nóg. Við krefjumst …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GMJ
    Gróa Margrét Jónsdóttir skrifaði
    Þessir verkferlar eru því miður enganvegin nægjanlegir í reynd.
    0
  • GMJ
    Gróa Margrét Jónsdóttir skrifaði
    Það er með ólíkindum hvernig kynferðisáreitni af hálfu sama gerenda sem er læknir hefur verið látin viðgangast af hálfu spítalans sem hefur tekið stöðu með geranda skipti eftir skipti og þolandi verið brotin með skipulögðum hætti
    0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Já, er svona yfirgengilega bölvuð ómenning innan hins hámenntaða starfsliðs Landspítalans? Og trúlega þá innan alls heilbrigiskerfisins?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Konur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár