Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Stundin býður kjósendum í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins upp á að taka kosningapróf. Hvaða framboð eða frambjóðandi hefur mestan samhljóm með þínum áherslum?

Kosningapróf Stundarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar Kjósendum gefst nú kostur á að máta áherslur framboða og frambjóðenda í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins við sínar eigin áherslur. Mynd: Samsett mynd

Stundin hefur nú birt kosningapróf sitt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og er það aðgengilegt fyrir almenning. Prófið er hugsað sem hjálpartæki fyrir kjósendur í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins og á að auðvelda fólki að kynna sér hversu nærri það stendur framboðum og einstaka frambjóðendum í áherslum.

Þetta er í þriðja sinn sem Stundin býður lesendum sínum upp á að taka kosningapróf en fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar var það einnig gert. Prófið samanstendur af á fjórða tug spurninga. Þá er kosningapróf Stundarinnar það eina sem býður svarendum tækifæri til að ákvarða aukið eða minnkað vægi málefna í svörum sínum.

Niðurstöður prófsins birtast sem listi þeirra stjórnmálaflokka og frambjóðenda sem standa næst áherslum þeirra sem prófið taka. Efstu frambjóðendum allra framboða í sveitarfélögunum ellefu var boðið að taka þátt í prófinu og brugðust flestir við því með þökkum. Þó hafa ekki allir flokkar eða frambjóðendur enn svarað prófinu.

Í Reykjavík hafa frambjóðendur úr öllum framboðum nema Frelsisflokknum og Sjálfstæðisflokknum svarað spurningunum, en boð til þeirra hefur verið ítrekað.

Þá er enn beðið svara flestra framboða í Fjarðabyggð.

Stundin er í dreifðri eignaraðild og hefur engin tengsl við stjórnmálaöfl. Rannsóknarfyrirtækið Maskína veitti ráðgjöf við gerð kosningaprófsins, yfirfór spurningar og aðferðafræði þess. Athugasemdir og ábendingar berist á netfangið kosningaprof@stundin.is.

Taktu prófið hér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Ríka Ísland

Ríka Ísland

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum