Setningar verða að myndum sem segja meira en þúsund orð en listakonan Jana Birta Björnsdóttir, listamaður og lífeindafræðingur, er meðlimur í Tabú feminískri hreyfingu sem beinir spjótum sínum af margþættri mismunum gagnvart fötluðu fólki. „Að vera í jaðarhópi hvetur mig til að tjá mig um það misrétti sem ég sé.“
Fréttir
Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur 12.500 máltíðir á dag til skólabarna og gerir viðhorfskannanir sem það opinberar ekki. Forsvarsmenn fjögurra stórra sveitarfélaga segja almenna ánægju með þjónustuna. Framkvæmdastjóri Skólamatar vill ekki gefa upp hvers vegna hann vill ekki gefa upp niðurstöðurnar.
Fréttir
Rúmlega 40 milljóna króna arður greiddur út úr starfsemi Skólamatar
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum. Sveitarfélögin kaupa einnig mat af fyrirtækinu fyrir leikskóla en án beinnar kostnaðarþátttöku foreldra. Rúmlega 31 milljón króna hefur verið greidd í arð út úr fasteignafélaginu sem leigir Skólamat aðstöðu. Framkvæmdastjórinn, Jón Axelsson, fagnar spurningum um arðgreiðslurnar en segir að það sé ekki hans að meta réttmæti þeirra.
Rannsókn
Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Sýni sem Stundin tók sýndi meira en níu sinnum meira magn þungmálmsins nikkels en leyfilegt er á Ásbrú í Reykjanesbæ.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Reykjanesbær „illa í stakk búinn“ vegna United Silicon
Reykjanesbær þarf að draga lærdóm af máli kísilversins United Silicon að mati meirihluta bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúi Miðflokksins segir ábyrgðina pólitíska og málið áfellisdóm yfir stjórnsýslu.
Fréttir
Segja áhuga NATO á Helguvíkuruppbyggingu „sögusagnir“
Meirihlutinn í Reykjanesbæ vill ekki taka þátt í „moldviðri“ alþingismanna vegna hugmynda um milljarða uppbygingu fyrir NATO í Helguvík. Forsætisráðherra segir engin formleg samtöl hafa átt sér stað um málið.
FréttirCovid-19
Vilja byggja upp herskipahöfn í ljósi Covid-kreppunnar
Reykjaneshafnir, Ásmundur Friðriksson og Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, eru á einu máli um að byggja upp aðstöðu fyrir NATO til að bregðast við efnahagsþrengingum.
FréttirCovid-19
101 sagt upp hjá Isavia
Isavia hefur sagt upp 101 starfsmanni og lækkað starfshlutfall 37 starfsmanna til viðbótar. Fyrirtækið hyggst ekki að svo stöddu nýta sér úrræði stjórnvalda sem snúa að greiðslu atvinnubóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar.
FréttirCovid-19
Óttast að smitast af covid-19 á Ásbrú
Hælisleitendur sem dvelja í húsnæði Útlendingastofnunar að Ásbrú í Reykjanesbæ óttast covid-19 smit og forðast margir að nota sameiginlega eldhúsaðstöðu. Í fjölmennasta úrræði stofnunarinnar búa sjötíu og sex karlmenn tveir og tveir saman í herbergi. Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir það gilda um íbúa á Ásbrú eins og aðra, að þeir verði að leggja sitt að mörkum til að minnka líkur á smiti.
Fréttir
Tekjur af bílastæðagjöldum óþekkt stærð
Isavia þekkir ekki hver nýtingin á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll er né hvaða tekjur félagið hefur af bílastæðagjöldum. Félagið dró svo mánuðum skipti að veita úrskurðarnefnd um upplýsingamál gögn.
Fréttir
Réðu tengdason bæjarstjóra í slökkviliðið
Tengdasonur Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, var fastráðinn til Brunavarna Suðurnesja þrátt fyrir að hafa ekki löggildingu sem slökkviliðsmaður. Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri segir fastar stöður aldrei auglýstar hjá embættinu.
Fréttir
Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda
Þórður Snær Júlíusson segir framsetningu á forsíðu Morgunblaðsins gefa í skyn fyrirætlan hælisleitanda sem var staðinn að skrítnu, en ekki ólöglegu, athæfi. Rithöfundur kallar fréttaflutninginn áróður.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.