Um Stundina

Ritstjórn


Hafa samband

Síminn hjá Stundinni er 415 2000.

Við mælum eindregið með því að fólk sendi okkur tölvupóst og við bregðumst við því um leið og færi gefst. Eins er hægt að senda okkur símanúmer í tölvupósti og við munum þá hringja til baka.

askrift@stundin.is fyrir áskrifendur og fyrirspurnir um áskriftir.

auglysingar@stundin.is  ef þú vilt auglýsa á Stundinni.

frett@stundin.is ef þú telur þig hafa fréttnæmt efni og vilt koma því á framfæri við blaðamenn Stundarinnar.

stundin@stundin.is ef þér finnst ekkert af þessum netföngum eiga við þitt erindi.


Saga

Stundin var stofnuð í febrúar 2015 með tilstuðlan hópfjármögnunar. Verkefnið sló met á hópfjármögnunarvefnum Karolina fund og hafði aldrei áður fengist jafnhá upphæð, jafnhratt og frá jafnmörgum styrkjendum.

Stofnendahópur Stundarinnar samanstóð af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana.

Tilgangurinn með stofnun Stundarinnar var að skapa valkost um nýjan og óháðan fjölmiðil.

Ein leiðin til þess að binda saman hagsmuni miðilsins og almennings var að sækja stofnfé til dreifðs hóps. Önnur leið var að leggja höfuðáherslu á tekjur frá almenningi. Með því að treysta á áskriftartekjur er Stundin fyrst og fremst háð almenningi.


Markmið

Aðstandendur Stundarinnar eru hópur sem hafði að markmiði að stofna nýjan, íslenskan fjölmiðil sem er undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi.

Við stofnun og mótun Stundarinnar var tekið mið af fjórum forsendum:

  1. Við tökum öll ákvarðanir byggðar á þeim upplýsingum sem við fáum. Á hverjum degi tökum við ákvarðanir sem borgarar, starfsfólk, foreldrar, neytendur og fleira. Við byggjum á eigin dómgreind, en upplýsingar bæði móta þessa dómgreind og eru hráefni hennar.

  2. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra. Hæfni, geta og dómgreind mynda saman „mannauð“, sem er birtingamynd réttra ákvarðana. Velmegun og farsæld þjóða ræðst ekki síður af mannauði en náttúruauðlindum. Auðlindir fara ekki endilega saman við háar þjóðartekjur, að hluta til vegna óupplýstra ákvarðana og margfeldisáhrifa þeirra.

  3. Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar. Hagsmunaaðilar geta og hafa eignast fjölmiðla og mótað þá eftir eigin höfði. Kaup og niðurgreiðlur á fjölmiðlaútgáfu getur flokkast undir markaðskostnað fyrir öfluga hagsmunaaðila. Eigendur fjölmiðla geta ráðið til starfa stjórnendur á ritstjórnum sem hafa gildismat, bakgrunn og skoðanir sem hæfa ytri hagsmunum þeirra, með þeim afleiðingum að umfjallanir færast í átt að þeirra hagsmunum.

  4. Þetta vald hefur ekki alltaf sömu hagsmuni og við sem einstaklingar eða heild. Hagsmunir þeirra sem ráða yfir nægilegu fjármagni og kjósa að kaupa upp fjölmiðla geta gengið gegn almannahagsmunum.

Áskrift að Stundinni fæst hér.


Hagsmunaskráning

Samkvæmt stofnsamþykktum Stundarinnar birta ritstjórar hagsmunatengsl sín með sambærilegum hætti og alþingismenn gera. Hagsmunaskráning Stundarinnar er hins vegar ítarlegri en skráning hagsmuna þingmanna, þar sem bæði er tekið til lána og svo pólitískrar fortíðar. Stundin er eini íslenski fjölmiðillinn sem birtir hagmsunatengsl með slíkum hætti.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Jón Trausti Reynisson


Meðferð upplýsinga

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru textaskrár sem eru vistaðar á tækinu þínu svo að vefsíðan muni eftir þér þegar þú heimsækir hana aftur. Vefkökurnar innihalda ekki persónuupplýsingar.

Stundin notar vefkökur m.a. til að halda utan hvaða auglýsingar hafa birst hverjum notanda. Einnig nýtir Stundin vefkökur  til að greina vefumferð með tólum á borð við Google Analytics og Chartbeat. Hægt er að nálgast upplýsingar um meðhöndlun Google og Chartbeat á vefkökum.

Persónuupplýsingar

Lesendur Stundarinnar þurfa að gefa upp persónuupplýsingar við kaup á áskrift. Sé farið fram á það mun Stundin eyða þeim persónuupplýsingum að áskrift lokinni. 

Útgáfufélagið Stundin ehf. áskilur sér rétt til að eiga í markaðssamskiptum við skráða notendur og áskrifendur Stundarinnar í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og fjarskiptalaga nr 81/2003.

Persónuupplýsingar tengdar áskriftum eru ekki gefnar upp til þriðja aðila án samþykkis nema að undangengnum dómsúrskurði.