Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
Oddvitar Reykjavíkurframboðanna eru flestir sammála um að bæta eigi almenningssamgöngur og aðeins einn sagðist vera á móti Borgarlínu. Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, vill greiða götu einkabílsins og hætta við Borgarlínu.
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022
2
Kappræður Stundarinnar 2022
Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
Það besta og versta á kjörtímabilinu
Borgarfulltrúar hafa mismunandi sýn á það sem upp úr stóð á líðandi kjörtímabili, bæði gott og slæmt. Skoðanir á því hvernig tókst til í velferðarmálum eru þannig skiptar en ekki endilega eftir því hvort fólk sat í meiri- eða minnihluta. Borgarfulltrúar í meirihluta telja sig ekki hafa staðið sig nægilega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Fráfarandi borgarfulltrúi brýnir næstu borgarstjórn til að undirbúa borgina undir framtíðina.
FréttirLaxeldi
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
Gauti Jóhannesson, fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings á Austurlandi, segir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjörinn fulltrúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyrir laxeldisfyrirtæki á Austurlandi. Gauti var meðal annars í viðtali í Speglinum á RÚV á þriðjudaginn þar sem hann ræddi laxeldi og skipulagsmál og þá kröfu Múlaþings að fá óskorað vald til að skipuleggja sjókvíaeldi í fjörðum sveitarfélagsins.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis
Úrgangurinn sem fer í GAJA inniheldur eingöngu 70% lífrænan úrgang, en bæði finnst plast og þungmálmar í moltunni. Umhverfisstofnun segir að eingöngu mætti taka við lífrænum úrgangi. Stöðin verður ekki starfrækt frekar á þessu ári.
Vettvangur
Hjólahýsafólkið sem vildi kaupa brunabíl
Við Laugarvatn hafa staðið hjólhýsi í marga áratugi. Samfélag sem iðar af lífi á sumrin en leggst svo í dvala yfir veturinn. Hjólhýsin eru í misjöfnu ásigkomulagi en flestum virðist vel við haldið og skrautlegir garðar og stórir pallar umlykja þau flest. Þarna hefur fólk komið sér fyrir, sumir komið árlega lengi en aðrir tiltölulega nýmættir. Núna í september verður hins vegar skrúfað fyrir vatnið og nær öllum gert að vera farin fyrir áramót.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, gagnrýndi að Reykjavíkurborg heimilaði félagi Alvogen að færa skuldir á lóð sem borgin hafði afhent félaginu til annars félags. Með snúningnum eignaðist félag í eigu Róberts Wessman fasteign sem annað félag hafði fengið vilyrði fyrir. Fasteignin gæti verið um 20 milljarða króna virði í dag.
Fréttir
Allt að helmingur tekna fámennari sveitarfélaga koma frá Jöfnunarsjóði
Á sama tíma og fólki búsettu á Íslandi fjölgaði fækkaði íbúum í sextán fámennari sveitarfélögum á landinu. Fallið var frá lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga í nýjum sveitarstjórnarlögum. Fámennari sveitarfélög treysta í miklum mæli á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í rekstri sínum.
Fréttir
Strætó í vondri stöðu og sækir um yfirdrátt
Handbært fé Strætó er uppurið og hefur stjórn félagsins óskað eftir heimild til að taka 300 milljónir króna í yfirdrátt sem „engar líkur eru á að Strætó bs. geti greitt upp í fyrirsjáanlegri framtíð“. KPMG leggur til útvistun á akstri.
Fréttir
Laun borgarfulltrúa hækkað tvisvar frá upphafi faraldurs
Laun borgarfulltrúa hækkuðu 1. janúar. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi lagði til frystingu vegna Covid-faraldursins, en hún hefur ekki komið til atkvæða nær ári síðar.
Fréttir
Gagnrýna kostnaðinn við bílastæða-app
Allt að 95 krónur leggjast ofan á hvert bílastæðagjald ef EasyPark appið er notað í stað stöðumæla. Borgarfulltrúar segja þetta búa til vandamál og kostnað fyrir notendur.
ÚttektSkotárás á stjórnmálamenn
Ofbeldisumræða heldur áfram eftir skotárásina
Skotárás á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við heimili hans er höfð í flimtingum á umræðuvettvöngum stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Þar er hvatt til frekari skotárása á stjórnmálamenn.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.