Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Bjarni verður að víkja“

Aug­ljóst er að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hef­ur gerst sek­ur um ann­að af tvennu, van­hæfni eða lög­brot, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­mað­ur Pírata. „Það er ekki hægt að selja pabba sín­um hluta í rík­is­eign og sitja svo bara áfram eins og ekk­ert hafi í skorist.“

„Bjarni verður að víkja“
Niðurlagning Bankasýslunnar bara fyrirsláttur Þórhildur Sunna segir að verið sé að henda Banksýslunni fyrir rútuna til að draga athyglina frá ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á sölunni í Íslandsbanka. Eðlilegra hefði verið að reka forsvarsmenn Bankasýslunnar í stað þess að leggja hana niður. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta er bara fyrirsláttur og leið til að henda Bankasýslunni fyrir rútuna í stað þess að reka forsvarsmenn hennar, eins og fjármálaráðherra getur alveg gert. Ef honum væri alvara með að Bankasýslan hefði brugðist hlutverki sínu þá væri rétt að láta þá bara víkja, og það væri eðlilegt að gera að mínu viti.“ Þetta eru viðbrögð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og 2. varaformanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í morgun um söluna á hlutum í Íslandsbanka, þar sem meðal annars kemur fram að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins.

Í yfirlýsingunni kemur fram að ljóst sé að „framkvæmd sölunnar stóð ekki að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, m.a. um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf“. Því sé þörf á að endurskoða lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulag, vegna þeirra annmarka sem komu í ljós við söluna. Þetta segir Þórhildur Sunna að sé klassísk afvegaleiðing. „Þarna er verið að kenna lagaramma og stjórnsýslunni um það sem að öllu leyti er á ábyrgð fjármálaráðherra. Lögin sem þarna er lagt til að breyta gera þegar ráð fyrir að öllum þessum atriðum, sem ríkisstjórnin segir að hafi ekki verið nógu vel sinnt, sé sinnt.  Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem ber ábyrgð á því að sinna því að gagnsæi sé tryggt, að samráð við Alþingi sé raunverulegt. Hann hefur hins vegar ekki gengist við þeirri ábyrgð. Eina ábyrgðin sem Bjarni hefur gengist við er að hafa ekki beðið pabba sinn fyrirfram um að kaupa ekki í bankanum.“

Skýrt að ráðherra ber lagalega ábyrgð

Þórhildur Sunna bendir á að skýrt sé að það sé lagaleg ábyrgð fjármálaráðherra að fara yfir öll tilboð og samþykkja þau eða hafna. Í 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir eftirfarandi:  „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“

„Fjármálaráðherra ber því lokaábyrgð á því hverjir urðu kaupendur í þessu ferli“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
þingmaður Pírata og 2. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar

„Fjármálaráðherra ber því lokaábyrgð á því hverjir urðu kaupendur í þessu ferli. Annað hvort vissi Bjarni að pabbi sinn, auk annarra úr hruninu, voru að kaupa í bankanum og varð þar með vanhæfur til að taka þessa ákvörðun, út af fjölskyldutengslum, eða að hann vissi það ekki og fór þar með gegn lögunum. Miðað við þær tilkynningar sem hafa komið frá fjármálaráðuneytinu þá var það hið síðara. Þar segir að Bjarni hafi ekki skoðað tilboðin neitt en honum ber að gera það samkvæmt lögunum og því hefur hann brotið lög,“ segir Þórhildur Sunna.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tilgreint að bæði hafi Ríkisendurskoðun hafið rannsókn á því hvort salan í Íslandsbanka hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum og eins hafi fjármálaeftirlit Seðlabankdans hafið rannsókn á tilteknum þáttum sölunnar. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að „komi fram þörf fyrir frekari rannsóknir þegar niðurstöður Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans liggja fyrir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir slíku á vettvangi Alþingis.“

Lýsir viðhorfi ríkisstjórnarinnar í garð Alþingis

Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur hins vegar þegar kallað ítrekað eftir því að rannsóknarnefnd á vegum þingsins verði skipuð til að fara yfir söluna, án þess að við því hafi verið orðið af hálfu ríkisstjórnarflokkanna.

„Mér finnst þetta lýsandi fyrir viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð eftirlitshlutverks Alþingis. Enn ætlar hún að standa í vegi fyrir því að Alþingi geti sinnt sínu eftirlitshlutverki, enn er þetta allt á forsendum ríkisstjórnarinnar, sem að auðvitað ætti að víkja svo að þingið geti rannsakað söluna á sínum forsendum,“ segir Þórhildur Sunna.

„Það er ekki tækt að fjármálaráðherra sem er staðinn að þessari vanhæfni, og lögbrotum, stjórni því hvernig hann er rannsakaður, hvenær það er gert og hvaða þættir verða rannsakaðir. Það er síðan til að bíta höfuðið af skömminni að segja svo að ef ríkisstjórninni þóknist svo þá muni hún nota þingið til að rannsaka söluna. Þau bera bara nákvæmlega enga virðingu fyrir þinginu sem eftirlitsaðila gagnvart framkvæmdavaldinu.“

Í ljósi yfirlýsingarinnar segir Þórhildur Sunna að augljóst sé að ekki standi til að setja á fót neina rannsóknarnefnd. „En við þurfum svo sem enga rannsóknarnefnd til að sjá að Bjarni verður að víkja. Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í ríkiseign og sitja svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Johannes Thor Hilmarsson skrifaði
    15. gr.
    Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Er ekki ferill Vellýgna Bjarna nógu spilltur! Flórinn hans verður seint hreinsaður! En til að sjá ljósglætu verður hann að fara og því fyrr því betra. Maðurinn margsaga og lýgur úr og í. Ég skora á stjórnarandstöðun að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hætta allri meðverkni og koma gaurnum frá!
    5
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Ef þetta hefur ekki afleiðingar fyrir rkíkistjórn Íslands og hún fellur þá er mjög lítið eftir til að vera sáttur við framtíðina hvað varðar stjórnun landsins.
    5
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    ALLIR ættu að lesa bókina "Hinir ósnertanlegu" !!!!

    http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/

    "130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"

    "Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"

    "Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"

    Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!
    3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ritið nú alla sögu Bjarna á ensku komið henni í hendur viðhlægendur Katrínar á elitudansi hennar erlendis og hún fær hvata til að taka á málinu. Eða haldið þið hún láti álit sauðsvarts almúgans a Íslandi trufla meglomaniuna sína ? Talið við viðskiptavini Samherja erlendis og eftirlitsstofnanir þar því íslensk lög reglur og verkferlar eru smíðuð að íslenskra spillingar kerfinu ekki gegn því. Eins og blaðamannaverndarlögin hennar Katrínar og þau halda nú ekki miklu vatni er það ?
    12
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bankasýslan er meyjarfornin. Done deal. Og Bjarni stendur nema þið takið Katrínu líka, óskhyggja ykkar er aðdáunarverð en ákaflega transparent,,,international eða ekki. Það skortir alla hvata a stuðningsaðila Bjarna i ríkisstjórn til að láta ábyrgðina ná alla leið upp. Hvað viljið þið eiginlega ? Að við séum eins og Danir og látum pólitíkusa taka ábyrgð og jafnvel vera dæmdir ? Það er ekki nein feit sendiherra embætti laus einu sinni. Hár hár hár.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu