Bjarni Benediktsson
Aðili
Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Aðstoðarmenn ráðherra, varaformaður fjármálaráðs og embættismenn stýra vinnunni. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, furðar sig á ákvörðuninni í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að haft verði samráð við aðila vinnumarkaðarins og unnið í samstarfi við samtök launþega að endurskoðun skattkerfisins.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika

Lögreglu áfram sniðinn þröngur stakkur samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Króna án verðtryggingar eins og pylsa án kóks

Króna án verðtryggingar eins og pylsa án kóks

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, hvatti til þess á Alþingi að húsnæðisliður yrði tekinn út úr verðtryggingunni. Ríkisstjórnin hefur lofað skrefum til afnáms verðtryggingar. „Að tala um krónu án verðtryggingar er eins og að tala um pylsu án kóks,“ sagði þingmaður Samfylkingar.

Indriði segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vanfjármagnaða og lækkun veiðigjalda óráð

Indriði segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vanfjármagnaða og lækkun veiðigjalda óráð

„Ríkisfjármálaáætlunartillagan er vanfjármögnuð og mun ekki standa undir þeim umbótum í velferðarmálum og uppbyggingu innviða sem boðuð voru í stjórnarsáttmálanum. Lækkun veiðigjaldanna mun enn auka á þann vanda,“ skrifar Indriði H. Þorláksson.

Bjarni: Einkennilegt að Borgarlína hafi verið gerð að kosningamáli þegar fjármagnið liggur ekki fyrir

Bjarni: Einkennilegt að Borgarlína hafi verið gerð að kosningamáli þegar fjármagnið liggur ekki fyrir

Ríkisstjórnin hefur lýst yfir stuðningi við Borgarlínuverkefnið í stjórnarsáttmála en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir „dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það“, enda liggi fjármagnið ekki fyrir.

Oddný krefur Bjarna Benediktsson um svör vegna Panamaskjalanna

Oddný krefur Bjarna Benediktsson um svör vegna Panamaskjalanna

Þingmaður Samfylkingarinnar spyr hvað tefji fjármálaráðherra við að gefa svör um úrvinnslu skattagagna. Bjarni Benediktsson var sjálfur til umfjöllunar í Panamskjölunum.

Fjár­mála­ráð: Tekju­stofnar veiktir sam­hliða for­dæma­lausri út­gjalda­aukningu

Fjár­mála­ráð: Tekju­stofnar veiktir sam­hliða for­dæma­lausri út­gjalda­aukningu

Áherslur fyrri stjórnar á aðhald, efnahagslegan stöðugleika og lækkun vaxta víkja fyrir skattalækkunum og innviðafjárfestingum.

Ruglingsleg skilaboð stjórnarliða um fyrirhugaða skattalækkun

Ruglingsleg skilaboð stjórnarliða um fyrirhugaða skattalækkun

Þingmenn og ráðherrar virðast ekki á einu máli um hvort tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentustig og leggja mismunandi skilning í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Ríkustu 5 prósent Íslendinga eiga tæplega helming alls

Ríkustu 5 prósent Íslendinga eiga tæplega helming alls

Efnuðustu 218 fjölskyldur landsins eiga 6,3% af hreinni eign allra Íslendinga. Tekjuhæstu 218 fjölskyldurnar þiggja 3,1% af heildartekjum landsmanna. Efnuðustu 5% landsmanna eiga 43,5% af öllu eigin fé. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn formanns Samfylkingarinnar.

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir það aldrei hafa verið auðvelt að kaupa sína fyrstu íbúð. Leigu- og kaupverð hefur hækkað umfram laun undanfarin ár og kaupmáttur ungs fólks setið eftir. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dregið úr húsnæðisstuðningi.

Frumgjöld verða 35 milljörðum hærri á næsta ári heldur en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Frumgjöld verða 35 milljörðum hærri á næsta ári heldur en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Svigrúmið skýrist meðal annars af breyttum forsendum, lægri vaxtakostnaði ríkisins og einskiptistekjum auk þess sem klipið er af rekstrarafganginum.

Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu

Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu

Lélegt fjármálalæsi hjá almenningi sagt ein ástæða þess að ungt, tekjulágt fólk lendi í fjárhagsörðugleikum. Orðalagið hefur vakið mikla reiði og það sagt sýna skilninsleysi stjórnvalda á stöðu lágtekjufólks.