Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Jón Gunn­ar Jóns­son, seg­ir að treysta þurfi bönk­um og verð­bréfa­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem sjá um út­boð á hluta­bréf­um fyr­ir ís­lenska rík­ið. Fjár­máleft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands rann­sak­ar nú þá að­ila sem sáu um út­boð rík­is­ins. Út frá svör­um banka­sýsl­unn­ar er ljóst að bank­arn­ir og verð­bréfa­fyr­ir­tæk­in stýrðu því hverj­ir fengu að kaupa hluta­bréf rík­is­ins í Ís­lands­banka.

Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka
Þeir aðilar sem sáu um útboðið Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú söluferlið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Rannsóknin beinist að þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem sáu um útboðið. Forsvarsmenn þesssara aðila eru Birna Einarsdóttir, Haraldur Þórðarson, Lilja Einarsdóttir, Jóhann Ólafsson og Hannes Árdal.

Ríkisstofnunin Bankasýsla ríkisins seldi þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem sáu um útboðið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka sjálfdæmi um hvernig þessir aðilar ættu að standa að sölu þessarar ríkiseignar. Þá er átt við að þessir umsjónaðilar útboðsins gátu sjálfir stýrt því og valið hvaða fjárfestar það voru, innan ákveðinna marka, sem keyptu bréfin á afslætti af íslenska ríkinu. Helstu mörkin voru þau að fjárfestarnir sem fengu að kaupa bréfin urðu að vera svokallaðir fagfjárfestar en ekki almennir fjárfestar. 

„Menn geta haft skoðanir á þeim sem koma upp á listanum en við verðum að treysta þessum fjármálafyrirtækjum“
Jón Gunnar Jónsson,
forstjóri Bankasýslu ríkisins

Útboðið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka hefur vakið hörð viðbrögð. Ekki síst vegna þess að svo virðist sem þátttakendur í því hafi nánast verið handvaldir og að alls ekki allir sem tóku þátt í útboðinu séu réttnefndir fagfjárfestar. 

Segir að treysta eigi bönkum og verðbréfafyrirtækjumForstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta eigi bönkum og verðbréfafyrirtækjum fyrir sölu ríkiseigna.

Á að treysta verðbréfafyrirtækjum fyrir ríkiseignum?

Í raun þá setti Bankasýsla ríkisins sölumeðferð þessara hlutabréfa í hendurnar á þessum fyrirtækjum án eftirlits. Um þetta segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í viðtali við Stundina: „Menn geta haft skoðanir á þeim sem koma upp á listanum en við verðum að treysta þessum fjármálafyrirtækjum.“

Komið hefur fram í fjölmiðlum að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka.  Sérstaklega er þáttur sölu- og umsjónaraðila útboðsins til skoðunar.  Það sem meðal annars er í skoðun er hvort skilgreiningum þessara fyrirtækja á fjárfestunum sem tóku þátt í útboðinu hafi verið breytt í aðdraganda þess. Þá eru einnig til skoðunar mögulegar innherjaupplýsingar sem gætu hafa legið fyrir og eins hvort það geti talist eðlilegt að umsjónar- og söluaðilar útboðsins hafi sjálfir keypt hlutabréf í því.  Bankinn mun, og kann nú þegar að hafa, biðja skipuleggjendur útboðsins um að afhenda gögn sem tengjast því.

Eitt af því sem væntanlega mun koma í ljós í skoðun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands er hvort það sé sannarlega þannig að ríkisstofnanir megi og eigi að treysta einkareknum bönkum og verðbréfafyrirtækjum, nánast án eftirlits, fyrir ríkiseignum. 

Bankasýsla ríkisins hefur gefið það út að stofnunin fagni rannsókn Seðlabanka Íslands. 

Gátu hyglað sínum eigin kúnnum fram yfir aðra

Allir þessir bankar og verðbréfafyrirtæki sem komu að útboðinu og sölu hlutabréfanna: Landsbankinn, Íslandsbanki, Fossar Markaðir, Íslensk verðbréf og verðbréfafyrirtækið Acro-verðbréf reka eignastýringardeildir sem meðal annars þjónusta efnaða aðila. Þjónusta þessara fyrirtækja byggir á því að búa til þóknanir fyrir sig með meðal annars milligöngu um sölu hluta- og verðbréfa. Komið hefur fram að þóknanir til þessara umsjónaraðila vegna útboðsins hafi numið 700 milljónum króna.

Með því að geta stýrt því hverjir fengu að kaupa þessi hlutabréf með afslætti af íslenska ríkinu gátu þessi fyrirtæki hyglað og strokið viðskiptavinum sínum sem meðal annars greiða fyrirtækjunum fyrir að vera í eignastýringu hjá þeim. Þegar horft er til þess á hvers eðli viðskiptasamband eignastýringardeilda og viðskiptavina þeirra þá er það ekki lítill plús fyrir efnafólk að geta fengið afslátt af hlutabréfum í eigu ríkisins í gegnum þjónustu þess banka eða verðbréfafyrirtækis sem einstaklingarnir skipta við. 

Þegar við bætist að umrædd fyrirtæki gátu mögulega einnig veitt þessum einstaklingum sem keyptu bréfin lán til að kaupa þau, og fengið þar með einnig vexti og þóknanir fyrir lánveitingarnar, vegna kaupa á hlutabréfum af ríkinu með afslætti sést enn betur hversu fjárhagslega arðbært það hefur getað verið fyrir þessi fyrirtæki að fá að vinna að þessu útboði. 

Þar að auki var enginn eftirlitsaðili sem hafði beint eftirlit með því hvernig og til hvers þessir bankar og verðbréfafyrirtæki seldu hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka. 

„Engin veruleg hindrun var í vegi hæfra fjárfesta að óska þátttöku í útboðinu“
Bankasýsla ríkisins

„Engin veruleg hindrun“ í vegi fyrir þátttöku

Í skrifum Bankasýslu ríkisins um útboðið hefur komið fram að útboðið hafi verið opið öllum fagfjárfestum. Stofnunin hefur orðað það sem svo að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu: „Sagt er að „sumir fengu að kaupa, en aðrir ekki“. Réttara er að segja að sumir hæfir fjárfestar hafi  keypt en aðrir ekki. Útboðinu var beint að öllum hæfum fjárfestum. Til hæfra fjárfesta teljast viðurkenndir gagnaðilar, svo sem lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög, og aðrir fagfjárfestar, sem fjármálafyrirtæki hafa metið sem slíka, á grundvelli lagaskilyrða um eignastöðu, viðskiptaumsvif, og reynslu og þekkingu á fjármálamarkaði. Engin veruleg hindrun var í vegi hæfra fjárfesta að óska þátttöku í útboðinu. Bankasýsla ríkisins leggur ekki mat á hvort fjárfestar uppfylli skilyrði þess að teljast fagfjárfestar. Slíkt mat liggur lögum samkvæmt hjá fjármálafyrirtækjum.“

Munurinn á því að þurfa, sem fjárfestir, að „óska eftir þátttöku“ í útboði og að fá hringingu frá banka eða verðbréfafyrirtæki þar sem viðskiptavininum eru boðin bréf til kaups með afslætti er hins vegar talsverður. Komið hefur fram að söluaðilar hlutabréfanna í útboðinu hafi haft samband og boðið þeim hlutabréf til kaups. 

Íslandsbanki staðfestir samskipti við Seðlabankann

Stundin hafði samband við alla þessa fimm sölu- og umsjónaraðila útboðsins á hlut ríkisins í Íslandsbanka og spurðist fyrir um rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á málinu og hvort einhverju hafi verið ábótavant í söluferlinu á hlutabréfunum í Íslandsbanka hjá þeim. 

Í svari frá Íslandsbanka segir um rannsóknina að bankinn hafi farið að settum reglum í einu og öllu: „Íslandsbanki staðfestir að borist hafi erindi frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands er tengist sölu á hlutum í Íslandsbanka hf. Unnið er að svari í tengslum við erindið. Telur bankann sig hafa farið í einu og öllu að lögum við framkvæmd útboðsins.“

Í svari frá Fossum mörkuðum segir forstjórinn, Haraldur Þórðarson, að rannsókn Seðlabanka Íslands sé jákvæð. Haraldur segir jafnframt að enginn starfsmaður Fossa hafi tekið keypt hlutabréf í Íslandsbanka í útboðinu. „Framkvæmd útboðsins hjá Fossum var í fullu samræmi við þær reglur sem félaginu ber að starfa eftir sem og uppleggi og kröfum Bankasýslu Ríkisins. Það er því jákvætt ef eftirlitsaðilar hafa frumkvæði að því að kanna málið því til staðfestingar. Fossar hafa alla tíð lagt mikið upp úr því að takamarka mögulega hagsmunaárekstra í starfsemi sinni og endurspegla innri reglur félagsins það. Enn fremur er mikilvægt er að traust ríki um söluferli fyrirtækja í eigu hins opinbera. Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila okkar innri reglur það ekki,“ segir Haraldur. 

Hannes Árdal, framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Acro sem var einn af þeim aðilum sem seldi hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka, segir aðspurður um hvort einhverju hafi verið ábotavant í sölumeðferð hlutabréfanna hjá hans fyrirtæki að hann geti ekki tjáð sig opinberlega um einstök viðskipti. 

Í svari Landsbankans segir að bankinn hafi fylgt öllum reglum í útboðinu, meðal annars hvað varðar hæfi fjárfesta. „Landsbankinn starfaði sem söluráðgjafi við umrætt útboð. Líkt og í öðrum útboðum fylgdi bankinn öllum reglum sem um það giltu, þ.m.t. um mat á hæfi fjárfesta.“

Stundinni bárust ekki svör við spurningum blaðsins frá Íslenskum verðbréfum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Ben. virðist hræðast íslenska fjölmiðla.

    Væri ekki snjallt að vekja áhuga erlendra fjölmiðla á nýjasta íslenska bankaráninu ?

    Þar gæfist Bjarna gott tækifæri til þess að útskýra málið !!
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ég furða mig á að Bankasýslan skuli ekki fyrir löngu vera búin að segja af sér. Kemur það virkilega til greina að hún haldi áfram eftir þessi ósköp?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár