Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins setti fram gagnrýni á sölumeðferð hlutabréfa í Íslandsbanka. Gagnrýnin beindist að þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem seldu hlutabréfin þó enginn einn aðili hefði verið nefndur. Talsmenn þessara fyrirtækja kjósa að tjá sig ekki um hana utan einn, verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem undirstrikar að félagið hafi fylgt lögum og reglum í útboðinu. Seðlabankinn segist ætla að flýta rannsókninni á útboðinu.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka
Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið. Fjármáleftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú þá aðila sem sáu um útboð ríkisins. Út frá svörum bankasýslunnar er ljóst að bankarnir og verðbréfafyrirtækin stýrðu því hverjir fengu að kaupa hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka.
Fréttir
2
Landsbankinn hagnaðist um 29 milljarða og ætlar að greiða 14 milljarða í arð
Rekstur Landsbankans gekk betur á síðasta ári en árið þar á undan og hafa tekjur bankans af rekstrinum aukist umtalsvert umfram aukinn kostnað. Til skoðunar er að bankinn greiði sérstaka arðgreiðslu í ár en bankaráð hyggst gera tillögu um 14,4 milljarða arðgreiðslu.
FréttirCovid-kreppan
Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar
Hagfræðideild Landsbankans og Samtök atvinnulífsins draga vafasamar ályktanir um aukningu kaupmáttar út frá hagtölum. Ekki er tekið tillit til tekjufalls þúsunda manns sem misst hafa atvinnu og hafa því orðið fyrir kaupmáttarskerðingu.
ÚttektBorgunarmálið
Borgun - frá ríkinu til Engeyinga og þaðan til Cayman-eyja
Sala Landsbankans á Borgun var valin „verstu viðskipti ársins“ og mál henni tengt er enn fyrir dómstólum. Borgun, sem gaf út fyrsta kreditkortið á Íslandi, verður hluti af neti tæknifyrirtækja í eigu brasilískra aðila sem ætla í samkeppni við banka með stuðningi Warren Buffett.
Fréttir
Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
Myndband Landsbankans um sparnað ungs fólks sætir gagnrýni. „Viðmælendurnir í myndbandinu eru ekki leikendur heldur ungt fólk sem beðið var að tala út frá eigin reynslu,“ segir upplýsingafulltrúi.
Fréttir
Björgólfur um ákæruna í Frakklandi: „Ég bara vissi ekki að þetta væri komið“
Björgólfur Guðmundsson segist ekki hafa vitað af því að ákæra sem hann sætir í Frakklandi fyrir svik gegn eldri borgurum í gegnum Landsbankann í Lúxemborg fyrir hrun væri komin fram. „Ég ætla að fá að hugsa þetta.“
Fréttir
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
Saksóknarar segja Björgólf Guðmundsson og Landsbankann í Lúxemborg hafa rekið Ponzi-svindl gagnvart eldri borgurum fyrir hrun. Farið er fram á hámarksrefsingu gagnvart Björgólfi fyrir áfrýjunardómstóli í París, samkvæmt gögnum málsins sem Stundin hefur undir höndum.
Fréttir
Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans
Fundargerðir lánanefndar Landsbanka Íslands varpa ljósi á síðustu ákvarðanirnar sem teknar voru í rekstri hans fyrir bvankahrunið 2008. Dótturfélag Samherja fékk meðal annars 7 milljarða króna bankaábyrgð vegna fjárfestinga í útgerð í Afríku.
Fréttir
Bankarnir högnuðust um 10 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Hagnaður viðskiptabankanna þriggja var minni en í fyrra og munar þar um gjaldþrot WOW air og tapað dómsmál dótturfélags Arion banka.
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi
ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka og samkeppni lítil
Þjónustugjöld bankanna hafa hækkað vel umfram þróun verðlags, þrátt fyrir lokun útibúa og rafræna þjónustu. Markaðurinn einkennist af fákeppni, að mati verðlagseftirlits ASÍ.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.