Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins setti fram gagnrýni á sölumeðferð hlutabréfa í Íslandsbanka. Gagnrýnin beindist að þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem seldu hlutabréfin þó enginn einn aðili hefði verið nefndur. Talsmenn þessara fyrirtækja kjósa að tjá sig ekki um hana utan einn, verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem undirstrikar að félagið hafi fylgt lögum og reglum í útboðinu. Seðlabankinn segist ætla að flýta rannsókninni á útboðinu.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Ráðuneyti Bjarna bendir á ábyrgð Bankasýslunnar sem heyrir undir hann sem ráðherra
Fjármála- og efnahagsráðuneytið benti ítrekað á Bankasýslu ríkisins þegar spurninga var spurt um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan heyrir hins vegar undir ráðuneyti fjármála.
FréttirSalan á Íslandsbanka
6
„Bjarni verður að víkja“
Augljóst er að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur gerst sekur um annað af tvennu, vanhæfni eða lögbrot, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. „Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í ríkiseign og sitja svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.“
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka
Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið. Fjármáleftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú þá aðila sem sáu um útboð ríkisins. Út frá svörum bankasýslunnar er ljóst að bankarnir og verðbréfafyrirtækin stýrðu því hverjir fengu að kaupa hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka.
PistillSalan á Íslandsbanka
6
Jón Trausti Reynisson
Sá sem átti aldrei að sjá um að selja Íslandsbanka
Sjokkið við söluna á Íslandsbanka er þess meira eftir því sem það var viðbúið þegar við skoðum forsöguna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
4
Einn kaupandi með sögu strax búinn að græða 100 milljónir á kaupunum í Íslandsbanka
Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir varð þekktur þegar hann fékk að kaupa í Glitni með 20 milljarða króna láni frá sama banka. Félag kennt við hann var eitt þeirra sem voru valin til að kaupa í útboði á hlutum ríkisins og hefur strax grætt 100 milljónir króna á kaupunum, rúmum tveimur vikum seinna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka
Flest bendir til að hluthafalisti Íslandsbanka verði ekki birtur eftir opinberum leiðum. Íslandsbanki segir að birting listans brjóti gegn lögum. Þar af leiðandi mun hið opinbera ekki vera milliliður í því að greint verði frá því hvaða aðilar keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í síðustu viku. Útboðið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Bankasýsla Íslands birti skýrslu um útboðið í morgun þar sem fram kemur að 140 óþekktir einkafjárfestar hafi keypt 30 prósent bréfanna í útboðinu.
Úttekt
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Bjarni Benediktsson upplýsti ekki um aðkomu sína að fjárfestingum Engeyinga á meðan hann sat á þingi í aðdraganda hruns. Fjölskylda hans átti ráðandi hlut í Íslandsbanka sem lánaði félögum þeirra tugi milljarða króna og einnig Bjarna persónulega. Nú mælir hann fyrir sölu ríkisins á hlut í bankanum. Forsagan skaðar traust, að mati samtaka gegn spillingu.
Fréttir
Eignasafn Íslandsbanka ekki laskaðra frá því í miðju hruni
Áhættusæknir fjárfestar sem vilja gíra upp bankann eða selja eignir eru líklegir kaupendur á eignarhlutum í Íslandsbanka að mati lektors. Pólitísk ákvörðun sé hvort ríkið skuli eiga banka, en lánabók Íslandsbanka sé þannig að nú sé slæmur tími. Samkvæmt könnun er meirihluti almennings mótfallinn sölunni.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.