Íslandsbanki
Aðili
Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

·

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útilokar ekki sameiningu Arion banka og Íslandsbanka, en segir að flókið væri ef ríkið ætti eignarhlut í banka með einkaaðilum.

Bankarnir högnuðust um 10 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Bankarnir högnuðust um 10 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

·

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja var minni en í fyrra og munar þar um gjaldþrot WOW air og tapað dómsmál dótturfélags Arion banka.

ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka og samkeppni lítil

ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka og samkeppni lítil

·

Þjónustugjöld bankanna hafa hækkað vel umfram þróun verðlags, þrátt fyrir lokun útibúa og rafræna þjónustu. Markaðurinn einkennist af fákeppni, að mati verðlagseftirlits ASÍ.

Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjar­fjölskyldan Íslands­banka

Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjar­fjölskyldan Íslands­banka

·

Bjarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bak við tjöldin á árunum fyrir hrunið 2008. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra.

Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum

Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum

·

Stóru íslensku rútufyrirtækin voru gróðavélar á árunum fyrir 2016 en nú er öldin önnur. Fjárfestingarfélög lífeyrisjóðanna keyptu sig inn í Kynnisferðir, Gray Line og Hópbíla á árunum 2015 og 2016 og nú hefur reksturinn snúist við. Eign sjóðanna í Gray Line hefur verið færð niður um 500 milljónir og hlutur þeirra í Kynnisferðum hefur rýrnað um nokkur hundruð milljónir.

Fær ekki endurgreitt frá Íslandsbanka nema vera með rafræn skilríki

Fær ekki endurgreitt frá Íslandsbanka nema vera með rafræn skilríki

·

„Idjótísk framkoma“ segir Birna Gunnarsdóttir, viðskiptavinur bankans, sem á inni endurgreiðslu vegna ofreiknaðra vaxta á húsnæðislán sitt. Bankinn þarf að endurgreiða af 600 lánum.

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

·

Sérstakur saksóknari rannsakaði viðskipti stjórnenda Íslandsbanka með hlutabréf bankans árið 2005 sem meint innherjaviðskipti. Stjórnendurnir tóku ákvörðun um að selja tryggingafélagið Sjóvá sem skapaði 4 milljarða bókfærðan hagnað og hækkun hlutabréfa þeirra sjálfra. Bjarni Benediktsson átti í nánum samskiptum við Bjarna Ármannsson á þessum tíma og áður og ræddu þeir meðal annars hlutabréfaverð í Íslandsbanka. Föðurbróðir Bjarna var einn þeirra sem græddi persónulega á hlutabréfastöðu í bankanum út af Sjóvársölunni.

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

·

Íslandsbanki tilkynnti í kvöld að 5 prósent af söfnunarfé verði ekki lengur dregið frá áheitum sem safnast í Reykjavíkurmaraþoninu, eftir að ung kona með krabbamein sem hljóp 10 kílómetra og safnaði 800 þúsund krónum sagði bankann „stela“ með fyrirkomulaginu. „Allir geta haft áhrif, meira að segja kona úr Vesturbænum í veikindaleyfi,“ segir Lára Guðrún.

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

·

Ung kona sem berst við krabbamein og safnaði áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu undrast að Íslandsbanki láti draga frá hluta fjárhæðarinnar sem heitið var á hana og átti að renna til stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein. Hluti áheita sem safnast eru teknar í kostnað af kynningu, en Lára Guðrún Jóhönnudóttur segist hafa kynnt bankann í bak og fyrir með þátttöku sinni.

Ekkert lát á hækkun fasteignaverðs: „Mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis“

Ekkert lát á hækkun fasteignaverðs: „Mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis“

·

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mánaða í mars en heildarhækkunin síðustu 12 mánuði nemur 20,9% og hefur ekki verið meiri síðan í upphafi ársins 2006.

Ákvörðun Íslandsbanka að færa ábyrgðina yfir á unga fólkið

Jón Trausti Reynisson

Ákvörðun Íslandsbanka að færa ábyrgðina yfir á unga fólkið

Jón Trausti Reynisson
·

Íslandsbanki tók ákvörðun um að kaupa umfjallanir og forsíðu Fréttablaðsins til að ramma umræðuna um stöðuna á fasteignamarkaðnum og færa ábyrgðina yfir á unga fólkið með dæmum af fasteignakaupum sem áttu sér stað í allt öðrum aðstæðum en nú.

Segir hagnaðinn af Litahlaupinu vera minni en styrkveitingar til góðgerðarmála

Segir hagnaðinn af Litahlaupinu vera minni en styrkveitingar til góðgerðarmála

·

The Color Run er hlaupið á yfir 300 stöðum í heiminum á hverju ári. Eigandi fyrirtækisins, sem sér um framkvæmd Litahlaupsins á Íslandi, neitar að gefa upp tekjur sínar og hagnað. Uppselt var í hlaupið og voru þátttakendur um tólf þúsund. Fyrirtæki eins og Alvogen greiða þóknun til að tengja nafn sitt við hlaupið en forsvarsmenn Litahlaupsins gefa ekki upp hversu há hún er.